Vísir - 06.01.1981, Page 28
vésib
Þriðjudagur 6. janúar 1981
síminn er 86611
Veðurspá
Yfir vestanverðu landinu er
1012 mb minnkandi lægð á
hreyfingu norðaustur. Um 700
km suðvestur af Hvarfi er
vaxandi 973 mb smálægö á
hreyfingu noröur en mun síðar
hreyfast norðaustur. Heldur
mun ktílna i veðri i bili. Veður-
horfur næsta sólarhring.
Suðurland og Faxafloi: Vest-
an og norðvestan kaldi i
fyrstu, siðan breytileg átt.
Kaldi eða stinningskaldi og
snjó- eöa slydduél, vaxandi
sunnan og suðaustan átt slð-
degis, allhvasst suðaustan og
rigning eða slydda i nótt.
Breiðafjöröur: Norðan og
noröaustan kaldi eöa stinn-
ingskaldi og él frameftir degi,
vaxandi suðaustandtt siðdeg-
is, suðaustan stinningskaldi,
slydda i nótt.
Vestfiröir: Noröaustan kaldi
eða stinningskaldi og él i dag,
en austan og suðaustan kaldi
og snjókoma i nótt.
Strandir og Norðurland
vestra : Fremur hæg breytileg
átt i fyrstu en siöan noröaust-
an kaldi og él á stöku stað er1
liður á morguninn, suðaustan
kaldi eða stinningskaldi og
skýjaö með kvöldinu.
Norðurland eystra og Austur-
land aö Glettingi: Suövestan
gola eða breytileg átt og viða
bjart veður i fyrstu, sunnan
kaldi eða stinningskaldi og
þykknar upp siðdegis.
Austfirðir: Sunnan og suð-
vestan kaldi.skýjað með köfl-
um.
Suðausturland: Vestan og
suðvestan gola eöa kaldi og
viöa él frameftir morgni, vax-
andi suöaustan átt siödegis,
sunnan og suöaustankaldi eða
stinningskaldi og snjókoma i
kvöld.
VEÐRIÐ
Veður kl. 6 i morgun:
Akureyri léttskýjað -=-5, Berg-
en snjóél +8, Heisinki létt-
skýjaö ,-r20, Osló þoka -=-19,
Reykjavik alskýjað -=-1,
Stokkhólmur heiðrfkt -i-17.
Veöur kl. 18 i gær:
Aþena skýjað 13, Bcrlín skýj-
að -s-1, Chicago skýjað 4-8,
Feneyjar léttskýjaö 3, Frank-
furtsnjóél 1, Nuuk léttskýjað
-=-4, London skýjaö -í-2,
Luxemborg snjóél -s-1, Las
Paimas skýjað 17, Mallorka
skýjað 9, Montreal skafrenn-
ingur -r 19, New Yorkléttskýj-
að -h3, Parisléttskýjað 1,
LOKI
SEGIR
Ráöherrar og alþingismenn fá
nú 64% launahækkun á sama
tima og þeir tilkyuna þjóöinni,
að nú eigi aö lækka laun og
spara. Alltaf eru þeir jafn
seinheppnir blessaöir stjórn-
málamennirnir!
Guðmundur Karl Jónsson tekur við forstlórastarllnu:
Frfhafnarstarfs-
menn endurráðnlr
nema fyrrverandi forsljóri og heir. sem sæta lögreglurannsókn
Allir starfsmenn Frihafnar-
innar á Keflavikurflugvelli,
nema fjórir, hafa verið endur-
ráönir, en þeim haföi ölium ver-
iö sagt upp frá og meö siöustu
áramótum. Guömundur Karl
Jónsson, deildarstjóri f launa-
deild fjármálaráðuneytisins,
hefur veriö ráöinn forstjóri Fri-
hafnarinnar og mun hann taka
viö þvf starfi 17. janúar næst-
komandi.
Ólafur Thordarson, sem áöur
var forstjóri Frihafnarinnar, er
einn þeirra fjögurra, sem ekki
voru endurráðnir, en hinir þrir
sæta nií lögreglurannsókn
vegna gruns um misferli i
starfi.
Einnig hafa verið ráðnir þrir
verkstjórar — Brynjar Hanson I
birgðaskemmu og Jón B. Helga-
son og Sveinn Reynisson i versl-
Mannaráðningar þessar
standa I sambandi við þær
breytingar, sem gerðar hafa
verið á rekstri Frihafnarinnar,
sem Visir hefur áður greint frá,
og fela f sér, að starfsmenn fá
hlutdeildi'bæði veltu og hagnaöi
fyrirtækisins. —P.M.
I
r
'4
:■:**■* ■ "
V
í >
'
Krakkarnir kunna vel að meta snjóþyngslin þessa dagana. Myndin var tekin á Arnarhóli. Visismynd: EÞS
TÍU VEISLU-
GESTIR VORU
HANDTEKNIR!
Maður kærði til lögreglunnar
þjófnað á 8000 nýkrónum um
klukkan þrjú i nótt.
Hafði maðurinn verið i sam-
kvæmi i húsi upp við Rauðavatn
um nóttina en þar mun hafa verið
margt um manninn. Lögreglan
fór þegar i málið og handtók 10
veislugesti, þar sem þeir áttu
erfitt með mál og gátu þvi ekki
gert grein fyrir stöðu sinni varð-
andi þjófnaðarmálið, sem nú er
til athugunar hjá Rannsóknarlög-
reglu rikisins. —AS
Brotlst inn á
Bókhlöðustíg
Brotist var inn að Bókhlöðustig
2 á miðnætti i nótt, en þar mun
sjoppa vera til húsa.
Tveir unglingar 16 og 17 ára
voru teknir við staðinn, grunaðir
um innbrotið. Rannsóknarlög-
reglan hefur nú málið til með-
ferðar.
Þá mun hafa verið brotin rúða i
Ingólfsapóteki i nótt en ekki var
ljóst i morgun hvort farið hafði
verið inn.
—AS
Fjaiifoss heim
Fjallfoss, skip Eimskipafélags-
ins, sem þurfti að snúa til Fær-
eyja á miðri leið milli Færeyja og
íslands vegna slagsiðu , mun
koma hingað til lands annað
kvöld. Siðai i vikunni munu fara
fram sjtípróf og kemur þá vænt-
anlega i ljós hvað olli slagsiðu
skipsins. —AS
Fundað í dag um samkomulag í hensíndellunnl:
Bensfnafgrelðslur
opnaðar sfðdegls?
Um hálf fimm leytiö i morgun
náðist samkomulag i kjaradeilu
bensinafgreiðslumanna og oli'u-
félaganna, og var þaö undirrit-
að til bráðabirgða.
Félagsmenn i verkamannafé-
laginu Dagsbrún og Hlif hafa
verið boöaðir til fundar i Borg-
artúni 22 kl. 13.30 i dag, þar sem
samningsdrögin verða tekin til
atkvæðagreiöslu. Verði þau
samþykkt, er gert ráð fyrir að/
bensinafgreiðslur veröi opnaðar
siðdegis I dag.
Þá náðist i gærkvöld sam-
komulag I deilu bygginga -
manna þ.e. múrara, málara,
veggfóðrara og pipulagningar-
manna, utan Sambands bygg-
ingarmanna og viösemjenda
þeirra. Er þaö grundvaliaö á til-
lögu sáttanefndar, sem lögö var
fram i deilunni og samþykkt
meö fyrirvara um samþykki fé-
laganna.
Loks litur út fyrir að lausn sé
á næsta leiti i kjaradeilu starfs-
fólks rikis verksmiðjanna
þriggja, þ.e. Sementsverk-
smiðjunnar, Kisilverksmiðj-
unnar og Aburðarverksmiðj-
unnar. t gær lagði vinnumála-
nefnd rikisins fram nýjar tillög-
ur að samkomulagi og felst I
þeim að Grundartangasamn-
ingarnir verði lagðir til grund-
vallar i nýju samkomulagi. Er I
tillögunum allmikið komið til
móts viö kröfur starfsfólks
verksmiöjanna. Verður boöað
til nýs sáttafundar eftir hádegi i
dag.
Enn hefur ekki þótt ástæða til
aö boða bátasjómenn og iltvegs-
menn til fundar hjá sáttasemj-
ara. Hafa stöðugar hreyfingar
verið i gangi í málinu undan-
farna daga, en án árangurs, og
sat allt við það sama þegar
blaðiö fór i prentun f morgun.
— JSS