Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 8
8 vtsm Miðvikudagur 7. janúar 1981 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvamdastjiri: Davffi Gufimundsson. Ritsljóri: > EHerl B. 'Schram. Ritstjórnarfulttrúar: Bragl Gufimundsson. Ellas Sndand Jónsson. Fróttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Frlfia Astvaldsdfittlr, Gylfi Krlstjánsson, IHugi Jökulsson. Kristln Þor steinsdfittir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sáemundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdfittir. Blafiamafiur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan U. Pálsson. Sigmundúr O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Gufimundsson, Elln Ell- .ertsdfittir. Gunriar V. Andrésson, Krist|án Ari Einarsson. Útttttteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjfiri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjfiri: Sigurfiur R. Pétursson. Ritstjfim: Slðumúli 14, slmifiióU7 linur. Auglýsingarog skrifstofur: Slðumúla 8, simarfióóll og82240. Afgreifisla: Stakkholti2—4, sfmifiófill. Askriftargjald kr. 70.00 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4.00 nýkrónur eintakið. Vlsir er prentaöur i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Alyktun VerslunarráOslns Verslunarráft tslands telur bráftabirgftalögin jákvæft en efnahagsáætlunina óaðgengi- lega. Verslunarráðift vill skilja þarna á milii. Þaft er ekki hægt, þvl hvorutveggja er for- senda hins. Verslunarráð Islands hefur sent f rá sér álitsgerð vegna ef na- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Bersýnilegt er að Verslunarráðið hefur uppi viðleitni til að leggja málefnalegt mat á ráðstaf- anirnar, með því að draga fram kosti og galla þeirra. Þetta hef ur gefið fjölmiðlum tækifæri til að leggja út af ályktun Verslunar- ráðsins með mismunandi áhersl- um og með þeim afleiðingum að plaggið virkar ruglingslegt og osamhljóða. Það er þó ekki sanngjarnt. Það sem liggur hér til grundvallar er sá greinarmunur sem Verslunar- ráðið vill gera á bráðabirgðalög- unum annarsvegar og efnahags- áætluninni hinsvegar. Ráðiðtelur að lögin forði okkur frá nýrri verðbólguholskef lu, en hafnar hinsvegar algjörlega sjálfri áætluninni. Þessi niðurstaða er á misskiln- ingi byggð. Bráðabirgðalögin verða ekki skilin frá efnahags- áætlun ríkisstjórnarinnar, vegna þess að hvorutveggja er forsenda hins. Áætlun til lengri tíma byggir á því að bráðabirgðalögin skili árangri. Bráðabirgðalögin eiga sér með sama hætti for- sendur í áætluninni. Við skulum taka dæmi: Ákveðið er að gengi skuli hald- ast stöðugt í nokkra mánuði. Um það er ekki getið í bráðabirgða- lögunum, vegna þess að gengis- skráning fer ekki eftir lögum. Fast gengi er hinsvegar algjör forsenda fyrir því, að verð- stöðvun takist, en verðstöðvunin er ákveðin samkvæmt fyrstu grein bráðabirgðalaganna. Gengisstöðugleiki er háður þeirri fyrirætlan að tekið verði upp það millifærslu- og uppbótarkerf i, sem Verslunarráð íslands, segist ekki geta tekið alvarlega, ,,enda yrði sú framkvæmd bein atlaga að lífshagsmunum þjóðarinnar". Með öðrum orðum: Hvernig er hægt að mæla með bráðabirgða- lögum, sem stofna lífshags- munum þjóðarinnar í hættu? Tökum annað dæmi: Versl- unarráðið telur að verðstöðv- unarákvæði bráðabirgðalaganna tákni afnám þeirrar verðstöðv- unar, sem gilt hefur að nafninu til síðasta áratug. Þessu fagnar Verslunarráðið. Sá fögnuður verður skammvinnur. Enda þótt tímamörk verðstöðvunarinnar séu miðuð við 1. maí, dettur eng- um heilvita manni í hug, að það tákni að f rjáls verðmyndun verði að veruleika eftir þann tíma. Þvert á móti er verðstöðvun nú undanfari þess, að verðhækkun- um verði sett hámörk í anda niðurtalningar og að álagning verði almennt talin í krónutölu. Hvorutveggja stríðir gegn frjálsri verðmyndun, og hefur þann eina tilgang, að viðhalda ströngustu verðlagshömlum. Aftur í þessu tilviki er jákvæð afstaða Verslunarráðsins byggð á röngum forsendum. Menn geta út af fyrir sig komist að þeirri niðurstöðu, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar séu góðar eða slæmar eftir atvikum. En það er algjörlega útilokað að líta á þær sem tvo sjálfstæða pakka, sem séu óháðir hvor öðrum. Ekkert undirstrikar betur þessa skoðun en ummæli Stein- gríms Hermannssonar, að jafn- vel þótt „allt gangi vel, þurfi samt að grípa til einhverra við- bótarráðstafana". Bráðabirgða- lögin eru aðeins eitt skref, fyrsti áfangi í framkvæmd þeirrar áætlunar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Sú áætlun er aðför að atvinnurekstrinum, atlaga að lífshagsmunum þjóðarinnar. Verslunarráð (slands ber hag atvinnurekstursins fyrir brjósti. Erf itt er því aðskilja hvernig það getur borið blak af bráðabirgða- lögum, sem fela í sér falska gengisskráningu, verðstöðvun og uppbótarkerfi, sem atvinnulífið hefur alla tíð talið af hinu illa. Síðbúlð svar við hlutum. sem kannskl eru ekkl svaraverðlr neðanmóls í umræðum um útgerð- armál og togarakaup þeirra Þórshafnar- og Raufarhafnarbúa finnst mér að menn hafi komist ódýrt frá því að rök- styðja, hvers vegna tog- arinn Fontur gat ekki gengið á Þórshöfn. Svarið sem almenningur fær við þeirri spurningu er á þá leið, að skipið hafi verið ónýtt, en eftir að Siglfirðingar hafi fengið þaö og skirt upp hafi það áldrei bilaö og sé það vegna þess að Þórshafnarbúar hafi verið búnir aö endurnýja allt, sem i þvi gat bilaÓ. Fullyrðingar um, að skip- ið hafi veriö eöa sé ónýtt. Þórs- hafnarbúar hafi endurnýjað allt sem i þvf gat bilaö, og siðast en ekki sist að það hafi aldrei bilaö eftir að Siglfirðingar tóku við þvi, eru allar út i bláinn. Gottskip Að minu mati er þetta gott skip. Skrokkur þess er eins og hann sé nýkominn út úr skipa- smiðastöð — hvergi sér bóla á honum og er hann hvergi barinn eftir sjó eða is. Vélabúnaöurinn er einfaldur, traustur, litið slitinn, léttur og ódýr i viðhaldi, en þessu við- haldi verður engu aö siður aö sinna. Slitmælingar á ýmsum vél- arhlutum gefa til kynna að vél skipsins sé aðeins keyrð 30.000 klukkustundir, eöa sem svarar 5 ára notkun með eðlilegu úthaldi en skipið verður 12 ára i ár. Það sem þessir háu herrar þarna fyrir austan kalla að endurnýja allt sem bilað getur i einum togara, og hæstvirtur sjávarútvegsráðherra og for- maður LfC, fróðustu og ráða- mestu menn um sjávarútvegs- mál á Islandi, leggja blessun sina yfir i sjónvarpsþptti hér á dögunum, er aðeins það, sem hver einasti islenskur togari gengur i gegnum annað hvort ár, sennilega flestir einu sinni á ári. Sú fregn fór eins og eldur um smu i togaraflotanum, að breyt- ingarnar á nýja togaranum, sem Þórshafnar- og Raufar- hafnarbúar eru að kaupa, séu i þvi fólgnar að breyta fullkomnu rækjuskipi i þorskskip og setja frystitæki um borð i hann. Siðan eigi að frysta aflann og sigla með hann. A sama tima er Dal- vikingum neitað um eðlilega endurnýjun á sinu rækjuskipi, þrátt fyrir að þeir hafi sýnt góð- an árangur á þetta litla horn sem Dalborgin er. Ef þetta er satt, sem ég ætla ekki að full- yrða um, þá fyndist mér að þetta hefði átt að koma fram i áðurgreindum sjónvarpsþætti. Viðhald á Siglufirði Siðan Fontur kom til Siglu- fjarðar hefur hann bilað alveg eins og önnur skip, en hins veg- ar hefur hann ekki verið frá veiðum vegna bilana utan 9 daga nú siðla sumars. Það viðhald, sem skipið hefur þurft, hefur verið framkvæmt i eðlilegum löndunarstoppum af siglfirskum iðnaðarmönnum. Hér á staðnum eru bæöi ágæt- is vélaverkstæði og rafmagns- Siglfirðingur, áftur Fontur frá Þórshöfn. Gunnar Júliusson, vél- stjóri á Siglfirðingi, sem áður hét Fontur, skrifar hér að gefnu tilef ni hvers vegna togarinn hefur gengið betur á Siglufirði en á Þórshöfn á sínum tíma. verkstæði, skipuð fyrsta flokks mönnum. Veiðafæraverslun er einnig hér á staðnum og hefur hún á boðstólum allt sem snýr að veiðarfærum nema net og toghlera. Netaverkstæði hefur verið hér á Siglufirði í áratugi, en aflagðist siðastliðið sumar og er þar skarð fyrir skildi, en það er von min að úr rætist með það á næstunni. Alla viravinnu er hægt að fá keypta af löndunar- liði Þormóðs Ramma. Astæðurnar fyrir þvl að Font- ur gengur hér á Siglufirði eru taldar hér á undan. Ekkert af þessari þjónustu gat hann feng- ið fyrir austan, auk þess sem heimamenn vildu ekki sjá að vera á skipinu og gerðu jafnvel i þvi að gera þvi erfitt fyrir. Frá Þórshöfn er jafn erfitt að gera út togara og að brugga i botn- lausri tunnu, og reyni það hver sem vill.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.