Vísir


Vísir - 07.01.1981, Qupperneq 11

Vísir - 07.01.1981, Qupperneq 11
Miövikudagur 7. janúar 1981 VtSIR „Hépéílíægi"aöblándáj saman lífi og starfl” i - segir stefán Jets. sem er skðlastlórl Tðnlistarskóians á Raularhðfn ■ „Ég kann alitaf betur og betur við mig á Raufarhöfn, eftir því sem ég kynnist fólkinu betur. Hér er friðsælt, vegalengdir vegna vinnunnar eru ekki mikl- ar, og siðast en ekki sist: hér er hægt að blanda saman lifi og starfi, en það eru tveir aðskildir þættirheima i Englandi”, sagði Stefán Jets, skólastjóri Tón- listarskólans á Raufarhöfn, i samtali við Visi. ,,Þú verður að heimsækja Tónlistarskólann okkar, annaö er ekki hægt, þvi hann er eitt helsta stolt okkar”, sagði einn ónefndur Raufarhafnarbúi, sem blaðamaður Visis hitti á förnum vegi á Raufarhöfn. Raunar kom þessi ábending sér vel, þvl ekki hafði hvarflað að blaðamannin- um, að ekki fjölmennara byggðarlag státaði af tónlistar- skóla. Margrét Bóasdóttir kom skól- anum á fót fyrir 5 árum. Siðan tók Karl Jónatansson við stjóm- inni og loks Stefán, sem kennir nú sinn þriðja vetur á Raufar- höfn. ,,Ég hafði nýlokiö námi þegar mér bauðst að koma til Raufar- hafnará Islandi og kenna þar”, sagði Stefán. „Þetta var spenn- andi tilboð, nýtt land, nýtt fólk og nýtt tungumál. Og ég sló til og sé ekki eftir þvi”. Stefán kom frá Suður- Englandi og annar Englendingur kennir við skól- ann. Sá heitir Anna Norman og kom frá Manchester i haust. Bæði geta þau tjáð sig á Islensku. Stefáni gengur það eðlilega betur, þar sem hann hefur verið lengur hérlendis, en Anna hefur náð merkilega góð- um tökum á málinu, þar sem hún hefur aðeins dvalið hér i rúma 3 mánuði. Auk Stefáns og Onnu kennir Jóhann Jósepsson við skólann og sér hann um harmonikkuna, sem nýtur mikilla vinsælda. Auk kennslunnar á Raufarhöfn sér Stefán um tónlistarkennslu á Þórshöfn. Nemendur eru alls 55 og skiptast þeir nokkuð jafnt milli staðanna, Þórshafnar og Raufarhafnar. En hvaða hljóð- færi er vinsælast. „Það er orgelið, þvi miður verð ég að segja, þvi ég er pianóleikari”, sagði Stefán.,,En sem betur fer eru nokkrir pianó- nemendur og þeir eru fleiri á Raufarhöfn heldur en á Þórs- höfn, og Anna nýtur þess. Prest- urinnokkar hér á Raufarhöfn er meðal 8 fulloröinna nemenda i skólanum. Hann er að læra á orgel, en ég verð að fyrirgefa honum það, þvi hann þarf oft á þeirri kunnáttu að halda vegna kirkjuverka”, sagði Stefán sposkur á svip. — En hvaðum tónleikahald og tónlistaráhuga almennt? „Það er nú nokkuð misjafnt, en hér eru nokkrar f jölskyldur, sem eru mjög áhugasamar um tónlist, og til viðbótar eru nokkrir, sem þurfa ekki nema örlitla hvatningu til að fá áhug- ann. Ég hef alltaf undrað mig á þvi siðan ég kom, hvaö tón- listaráhuginn er almennur á ekki stærri stað. — Við reynum að halda eins marga nemenda- tónleika og við getum. Vonandi tekst okkur að hafa þá ekki færrien 5 i vetur”, sagði Stefán. Auk starfa sinna við Tón- listarskólann stjórnar Stefán kirkjukór staðarins og einnig barnakór, en Anna er honum innan handar við þessi störf. „Kirkjukórinn á Raufarhöfn hefur gengið ágætlega og það hefur gengið vel að fá söngfólk. Svo eru lika margir, sem ég veit aö geta sungið, en ekki eru með okkur i kórnum. Þetta gekk ekki eins vel á Þórshöfn. Þar er ekki hefð fyrir kórstarfsemi, þannig að tilraun til sliks mis- tókst, en viö höldum áfram að reyna að byggja þar upp slika starfsemi”, sagði Stefán. — En hvað með þig sjálfan, ert þú ekkert einangraður hér sem tónlistarmaður? „Ég finn ekki svo mjög til þess. Ég hélt hér tónleika i sam- vinnu við Einar Guömundsson og Svövu Stefánsdóttur, sem er mjög góðursöngvari frá náttúr- unnar hendi. Þeir tókust mjög vel og voru vel sóttir. Ég met það mikils aö geta tekið þátt i sliku, þvi það er helst að ég sakni þess að geta ekki spilaö með öðrum listamönnum”. — Er þetta siðasti veturinn þinn? „Éghaföi hugsaö mér þaö.já, enégkannvel við mig hér og vil ekki hlaupa frá skólanum, ef ekki fæst maður i minn stað. Þess vegna hef ég lofað að vera einn vetur til”, sagði Stefán i lokin. Stefán Jets með einum nemanda sinum I skólanum á Raufarhöfn. Anna Norman hefur náð merkilega góðum tökum á islensku, þó hún hafi ekki verið hérlendis nema rúma 3 mánuði. GS.— AK. Má bjóöa þér SUMARHÖLL eda kannski nýjan Hver slær hendinni á móti slíku boói? Hvaö þá, þegar allt sem þarf til þess aö eiga þessa möguleika, er aó vera áskrifandi aó Vísi? í AFMÆLISGETRAUN VÍSIS, sem er í sentt létt og skemmtileg, og er bædi fyrir nýja og eldri áskrifendur, eru þessir þrtr glæsilegu vinningar: Aóalvinningurinn er svo auövitaö Vísir sjálfur, sem nú er oróinn stærri, skemmtilegri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr! Verið með frá byrjun! Gerixt áskrifendur strax i dag! Áskriftarsíminn er 86611

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.