Vísir - 07.01.1981, Side 19

Vísir - 07.01.1981, Side 19
Mik Magnússon til Afríku Mik Magnússon, sem undanfariö hefur starfað sem blaöafulltrúi á Kefla- víkurflugvelli lagöi um siðustu helgi upp í för til Afríku á vegum Rauöa Kross islands. Hann mun næstu þrjá mánuði dvelja í Kenya og Uganda þar sem hann mun starfa sem upp- lýsingaf ulltrúí. Eitt meginverkefni hans verður að fylgjast með hjálparstarfi á þessum slóðum, og um leið efla starfsemi Rauða Krossins i Uganda og i Kenya. Mik Magnús- son hefur áður starfað i Afriku. Hann var um skeið fréttamaöur hjá breska útvarpinu i Lundúnum (BBC) og áður en hann hóf störf hjá Menningarstofnun Banda- rikjanna i Reykjavik, annaðist hann meðal annars fréttaþátt á ensku hjá Rikisútvarpinu. Nú eru einnig starfandi á veg- um Rauða Kross tslands Sigriður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, sem verður i Somaliu næstu 5 mánuði, og Anna óskars- dóttir og Ingibjörg Nilsen, hjúkrunarfræðingar, sem verða i Thailandi til 31. janúar. Mik Magnússon við kort af Afriku þar sem hann mun starfa næstu þrjá mánuði á vegum Rauða Kross tslands. Konan sem hér sést i fylgd með Andrew prins er ekki ein af vinkonum hans heldur móðir hans, Elisabet II. Bretadrottning. Kvensami prinsinn Asgeir hafði nóg aö gera við aö árita bókina sina hvar sem hann kom i heimabæ sinum. ÁSGEIR Á HEIMA- SLÓÐUM Þar sem kjaftasögur um bresku konungsfjölskylduna eru til um- ræðu hér á siðunni er vel við hæfi að viðra hér umfjöllun breskra blaða um kvennamál Andrew prins, sem er annar i röðinni um tilkall til krúnunnar. Ef marka má sögusagnir um kvensemi Filipusar föður hans má segja að Andrew kippi i kynið og segja blöðin að á sama tima og eldri bróðir hans, Charles prins, beini athygli sinni að einni konu, sé Andrew með að minnsta kosti þrjár fastar vinkonur i takinu og grunur leiki á, að hann eigi vin- konur i hverri höfn i Evrópu. Gemma hefur hliðrað til i fullri vinsemd. Ein þeirra, sem nafngreindar eru, er Gemma Curry, 21 árs gömul fyrirsæta en hún var i fylgd með Andrew i afmælis- veislu Margrétar móðursystur hans ekki alls fyrir löngu og vakti þar mikla athygli fyrir sakir feg- urðar og fallegs limaburðar. önnur sem nefnd er til sög- unnar er Kim Deas. Hún er einnig 21 árs gömul fyrirsæta og að auki náfrænka Gemmu. Raunar var það Gemma sem kynnti frænku sina fyrir prinsinum og hefur i fullri vinsemd hliðrað til fyrir henni i kapphlaupinu um athygli prinsins. En til að flækja málið hefur þriðja stúlkan komið inn i umræð- una sem er Carolyn Biddle. Hún er komin af rikri ameriskri fjöl- skyldu og faðir hennar Richard á meðal annars stóra villu i South Kensington þar sem fjölskyldan dvelur oft á ári. Carolyn hefur orðið mjög tiðrætt um samband sitt og prinsins og er hreykin af. Andrew prins er hins vegar fá- máll enda hefur hann i mörg horn að lita ef marka má sögusagnir um vinkonur hans i öllum heims- hornum. Jól og áramót er sá timi, sem menn sækja helst á bernskuslóðir, séu þeirá annaö borð búsettir annars staðar. Knatt- spyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson, sem bú- settur er í Belgiu hefur haldið þessum góða sið og heldur jafnan jólin hátið- leg í Eyjum þar sem hann er alinn upp, og var svo um þessi jól. Að venju brá Ásgeir sér i fótbolta með gömlu félögunum i I.B.V. og að auki hafði hann i nógu að Kim er 21 árs fyrirsæta eins og frænkan Gemma. Carolyn gumar mjög af sambandi sínu við prinsinn. Umsjón: Sveinn Guðjónsson. snúast við að árita bókina um knattspyrnuferil sinn, sem þeir Sigmundur ó. Steinarsson og Róbert A- gústsson sendu frá sér nú fyrir jólin. Meðfylgjandi myndir tók Ijósmyndari Vísis i Vestmannaeyjum nú um hátiðirnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.