Vísir - 07.01.1981, Síða 27

Vísir - 07.01.1981, Síða 27
Miðvikudagur 7. janúar 1981 vtsm „Veturinn hefur verið okkur Olafsfiröingum erfi&ur það sem af er: meö eindæmum um- hleypingasamur og Múlinn þvi oft ófær”, sagði Sigurður Björnsson, lögregluþjónn i Ólafsfirði, i samtali við Visi i gær. Talsverður snjór er i Ólafe- firði, þó Sigurður vildi ekki fallast á að hann væri neitt „yfirgengilegur”. 1 gær var Tfðarfarlð hefur verlð Olafsfirðingum öhagstætf: Múllnn llðum ófser verið að ryöja Múlann, en hann hefur lengst af verið ófær siðan fyrir hátiðar. Aðeins hefur tek- ist aö halda veginum opnum dagparta i tvigang. Þá hefur daglegt áætlunar- flug Flugfélags Norðurlands komið i góðar þarfir, en mörg- um ólafsfiröingumfinnstþó nóg um hvaö mikil áhersla er lögð á aö ryðja flugvöllinn, á meðan vegurinn um Múlann er látinn danka, samkvæmt upplýsingum Visis. Sagöi einn heimildar- manna blaðsins, að flogiö hafi fyrir að það hafi kostað tólf- hundruð þúsund gamlar krónur aö ryöja völlinn á dögunum til að koma einum manni til Reykjavikur. „Það hefði svo sem ekki verið mikið, ef mann- skrattinn heföi ekki komið til baka aftur”.., sagði heimildar- maðurinn og hló ógurlega. Ólafsfirðingar eru löghlýðnir i betra lagi. Það þótti þvi til tið- inda, þegar brotist var inn I nokkra báta i höfninni fyrir áramótin. Voru þar einhverjir þeirá ferð, sem gleymt höfðu að verða sér úti um flugelda og neyðarblys fyrir áramótin, þvi slikur varningur hvarf úr bát- unum. Málið er ekki upplýst, en hins vegar tíMist að upplýsa inn- brot i togarann Sigurbjörgu, þar semunnin voru skemmdarverk. Þar voru ungir „óvitar” aö verki. G.S. Brotist var inn ibáta í ólafsfjarðarhöfn um áramótin og stolið flugeldum og neyðarblysum. (Vfsismynd Sig. B.) S Þó snjórinn geti verið til trafala, þá kunna börnin vel að meta hann. Sigurður vildi ekki viðurkenna að það væri „yfirgengilega” mikiil snjór i óiafsfirði. TALAÐ TIL ÞJOÐARINNAR A INDIANAMALI Þjóðviljinn lifir nú á uppnefn- um, enda fátt um fina drætti í almennrirökræðu eins og allt er i pottinn buið hjá Alþýðubanda- laginu. Guðrún Helgadóttir biður eftir tækifæri til að fella rikisstjórnina, þegar þing kem- ur saman eftir jólafri, vegna þess að annaö hvort Frakki eða ttali var sendur úr landi fyrir að koma hingað á fölskum pappir- um. Bráðabirgðaiögin, sem samþykkt hafa verið i rikis- stjórninni með atfylgi Alþýöu- bandalagsins, eru allt i einu ekki pappirsins virði út af til- finningasemi kvenþingmanns vegna máls, sem með engu móti snertir þjóðarhag. A slikum tima er gott aö geta gripið til uppnefna og Indíánamáls eins 0g Þjóðviljinn gerir, enda talar þá Alþýðubandalagiö ekki af sér á meðan, eöa tekur tilsin meira en það getur gleypt. „Talandi úr fjarska höfðingi framsóknarmanna er snúinn afturtil heimkynna sinna”, seg- irÞjóðviljinn og á viðSteingrim Hermannsson, formann Fram- sóknarflokksins, sem fær þetta viöurnefni m.a. fyrir aö hafa ekki svikiö rikisstjórnina I tryggöum eins og Alþýöubanda- lagiö. „Sitjanda á gengi og verðlagi”, kailar Þjóðviljinn Tómas Arnason, viöskiptaráð- herra. Gunnar Thoroddsen er kallaður „Faðirinn mikli”, lik- lega vegna þess að hann lætur kyrrt liggja, þótt Alþýðubanda- lagið sé þess ekki megnugt að veita stjórninni traust Þannig bregður Alþýðubandalagið fyrir sig Indiánamáli, þegar engu tauti verður komið við Guðrúnu Helgadóttur, sem samkvæmt málreglu Þjóðviljans ætti að nefnast „svíðandi svipa á bök- um feðranna miklu”. Annars liggur ekkert fyrir enn hvar Indiánamái Þjóðviljans ætlar að enda, eöa hvort það verður tekið upp og notað af þingmönnum Alþýðubandalags- ins i umræðum um bráða- birgðalögin á þingi. Má sam- kvæmtnýrri málvenju Þjóðvilj- ans búast við að þingmenn bandalagsins ávarpi ráðherra úr ræöustóli m.a. þannig: Hátt- virtur samgönguráðherra Tal- andi-úr-fjarska, eða háttvirtur viðskiptaráðherra, Sitjandi-á- gengi. Framsóknarmenn gætu þá svarað fyrir sig meö þvi að á- varpa alþýöubandalagsmenn svona: Háttvirtur iðnaðarráð- herra, Stóri-slökkvari eða hátt- virtur félagsm álaráöherra Mjög-talandi. Með þessari innleiðslu Indí- ánamáls f sali Aiþingis yrði brotið blað i málflutningi Al- þýöubandalagsins, sem hefur sattaðsegja oftverið furðulegri en Indiánamállýska einber. Ekki verður sagt hvernig Llf- vöröur-sóknarnefndar-á-Nes- kaupstað lftur á þetta nýja tungumál, en það hlýtur aö þjóna einhverjum tilgangi fyrst þaö birtist í málgagninu. Rit- stjórar Þjóðviljans, þeir Hand- ritavöröur-ruslakörfunnar og AUtaf-á-sunnudagsmorgnum munu eflaust fagna þvi aö hafa fundið að hægt er aö tala við samstjórnarmenn bandalagsins á Indiánamáli þegar bregst að skýra á þjóðtungunni að banda- lágið hefur ekki þingfylgi til að sitja i ríkisstjórn. Margar hetjusögur eru til úr svonefndum Indiánastriðum I Bandarikjunum á slöari hluta nitjándu aldar. Nokkur upprifj- un hefurorðið á þessari baráttu nýverið i bók sem heitir „Heygðu mitt hjarta við undaö hné” og I sjónvarpsþáttum, sem bera nafnið Landnemarnir. Lengi vel lifðu Bandarikjamenn i kvikmyndum og sögum viö Indiánabaráttuna og „hetju- feröir” hvltra á móti rauðskinn- um. Fjölprentuð var mynd af „Custers Last Stand”, sem slö- an hékk á veggjum heimila þar I landi eins og skilirlið af Hall- grimi Péturssyni hér. Nú er varla um að ræða aö hefja Indl- ánamál hér á landi öðruvisi en eignast einhvem Custer. Sam- kvæmt áreiðanlegum óskum Þjóöviljans ber væntanlega aö leita hans hjá stjórnarandstöð- unni. Hvort þaö á að vera Kjart- an Jóhannsson eða Geir Hall- grimsson skal ósagt látið. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.