Vísir - 17.01.1981, Síða 3
Laugardagur 17. janúar 1981
3
VtSIR
Svo sem kunnugt er hefur lög-
reglan á Bretlandi nú handtekið
mann nokkurn sem grunaður er
um aðvera valdur að fjölmörgum
kvennamorðum á Mið-Englandi
siðustu ár. Mjög viðtæk leit var
gerð á öllu Bretlandi að
morðingjanum og meðal helstu
gagna sem lögreglan notaði voru
bréf og segulbandsspólur sem tal-
ið var að morðinginn — sem al-
mannarómurinn kallaði „York-
shire Ripper” — hefði sent. Nú,
eftir að Sutcliffe var handtekinn,
hefur hins vegar verið hafið sér-
stök rannsókn á uppruna þessara
bréfa- og spólusendinga og lög-
reglan virðist ekki lengur þeirrar
skoðunar að þau séu raunveruleg.
Misræmi milli
raddbeitingar
og framburóar
Raddsérfræðingur nokkur
varaði lögregluna i Yorkshire við
þvi fyrir rúmu ári að bréfritarinn
kynni að vera annar en morðing-
inn. Sérfræðingurinn Jack Wind-
sor Lewis, sem rannsakaði bréfin
og segulböndin fyrir lögregluna
benti á i skýrslu sinni að viða er i
máli og skrift bréfritara að finna
tilgerðarleg orðtök sem gætu bent
til þess að hann væri að likja eftir
frægum bréfum sem hinn al-
ræmdi „Jack the Ripper” sendi
lögreglunni meðan hann gekk
ljósum logum i London skömmu
fyrir siðustu aldamót.
Hann benti einnig á að misræmi
virtist vera milli raddbeitingar
mannsins sem talaði inn á segul-
böndin og svo framburðarins sem
mætti túlka svo að hann væri að
gera sér upp framburð. Lewis
taldi og að er segulböndin voru
leikin i útvarpi og sjónvarpi hefði
einhver hlotið að bera kennsl á
röddina, fyrst svo fór ekki væri
varla um eðlilega rödd viðkom-
andi að ræða. Lögreglan fór samt
sem áður ekki ofan af þvi að
maðurinn sem talaði væri
morðinginn og þvi var miklum
tima og fjármunum eytt i að leita
,,Yorkshire Ripper”:
Voru bréfin og
segulböndin
ekki frá
moröingj anum?
að manni sem hefði framburð Ári siðar barst annað bréf og ust að þeirri niðurstöðu að bréf-
hans. sérfræðingar lögreglunnar kom- ritari væri i B-blóðflokki, beim
Bréfritari
virtist vita
sitt af hverju
Lögreglunni var svo sem ekki
láandi þó hún hafi haldið fast við
kenningu sina. 1 mars 1978 bárust
lögreglunni tvö bréf sem sögð
voru frá morðingjanum en henni
bárust óteljandi slik bréf á ári
hverju. Flest þeirra eru óyggj-
andi gabb en þessi vöktu sérstaka
athyglivegna þess að annars veg-
ar upplýsti bréfritari að lögreglan
hefði ekki tekið eftir þvi að hann
— „Ripper” — hefði myrt Joan
Mary Harrison i nóvember 1975
og hins vegar hótaði hann að
fremja bráðlega annað morð. Að
aflokinni nýrri rannsókn á morði
Harrisons komst lögreglan að
þeirriniðurstöðu að það væri ekki
ósvipað hinum morbunum og þvi
gæti verið um sama mann að
ræða en það sem vóg þyngst i þvi
að tekið var mark á bréfunum var
að tveimur mánuðum siðar
fannst vændiskona myrt i Liver-
pool einmitt þar sem hann hafði
hótað að leggja næst til atlögu.
Lögreglumenn leiða Sutcliffe I réttarsal.
hinum sama og morðingi Harri-
sons. 1 þessu nýja bréfi hótaði
morðinginn að fremja fljótlega
nýtt morð og 11 dögum siðar
fannst ungur einkaritari myrtur.
í bréfinu var einnig að finna ýms-
ar læknisfræðilegar upplýsingar
um eitt fyrri fórnarlambanna
sem styrkti lögreglumennina enn
frekar i trú þeirra á að bréfritari
væri sá sem hann segðist vera.
Þeim virðist hafa verið ókunnugt
um að eiginmaður hinnar iátnu
hafði látið blaði nokkru i té upp-
lýsingar sem siðan voru birtar.
Myrti „Ripper”
ekkiJoan
Harrison?
Tvær grimur fóru aftur á móti
að renna á rannsóknarmenn þeg-
ar bréfritari sem farinn var að
senda fjölda bréfa og jafnframt
segulbanda þar sem hann hældist
um, minntistekkiá eitt morðið en
lik þeirrar stúiku fannst ekki fyrr
en tveimur mánuðum eftir að hún
var myrt. Þessir menn töldu bréf-
ritarann ekki hafa hugmynd um
þetta morö, það væri ólikt honum
að hafa ekki minnst á það. Ekki
var þó tekið mark á þeim i bili og
meginþungi rannsóknarinnar hélt
áfram að miðast við bréfin og
segulböndin.
Upp á siðkastið hafa svo æ fleiri
lögreglumenn látið i ljós þá
skoðun að morðinginn sem drap
Joan Mary Harrison hafi hreint
ekki framið hin morðin. Rann-
sókn á þvi máli er hafin aö nýju,
óháð meginrannsókninni. Yfir-
maður rannsóknarlögreglunnar i
Preston, þar sem Harrison var
myrt, Wilf Brooks, sagði blaða-
mönnum nýlega að hann hefði
aldrei hætt þeirri rannsókn og
byggist nú allt eins við þvi að nýj-
ar upplýsingar kæmu fram.
Það rennir stoðum undir þessar
vangaveltur að óstaðfestar
heimildir herma að Sutcliffe hafi
þegar játað á sig öll morðin sem
„Yorkshire Ripper” á að hafa
framið — n?ma morðið á Joan
Mary Harrison.
LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6
Sýndar verða allar 1981 árgerðirnar: Nýi MAZDA 323 sem kosinn var
bíll ársins í Japan, MAZDA 626 í nýju útliti með fjölmörgum nýjungum
og auknum þægindum og MAZDÁ929 L, lúxusbíllinn sem er í senn
aflmikill og ótrúlega spárneytinn, en samt á viðráðanlegu verði.
BÍLABORG HF.
Smiðshöföa 23.