Vísir - 17.01.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 17.01.1981, Blaðsíða 18
LUNCH íLondon Eins og áður hefur komið fram hér á Sælkeraslðunni, eru margir frábærir veitingastaðir I London. London er heimsborg, þar sem búa menn frá hinum ýmsu lönd- um heimsins og sem betur fert reka sumir þessara „erlendu” Lundúnabúa veitingastaði. bað var ekki meiningin að fjölyrða frekar um erlenda veitingastaði i London heldur er ætlunin að segja frá enskum matsölustað, já meira að segja mjög enskum. Mjög margir Islendingar heim- sækja London og þið ykkar sem eruð á förum til London, ættuð að heimsækja enskan veitingastað. Einhverra hluta vegna hefur ensk matargerð slæmt orð á sér hér á landi. En Sælkerasiðan getur full- vissað lesendur sina um að Bretar kunna mjög vel að búa til mat. bó verðlag hafi hækkað all- nokkuð I London. þá þarf það alls ekki að vera dýrt að snæða góðan hádegisverð, ja meira að segja mjög góðan. Sælkerasiðan getur mælt með veitingastaðnum „Wheeler’s”, en þóer rétt að taka það fram að I London eru hvorki fleiri né færri en tiu veitinga- staðir með þessu nafni en þeir bjóða allir fiskrétti sem þeir sér- hæfa sig i'. Sælkerasiðan hefur ekki heimsótt alla þessa staði og verðurhér aöeins sagt frá einum, þ.e.a.s. WHEELER’S í Duke of York Street nr. 12. bessi staður er frekar lltill en á þremur hæðum. Nauðsynlegt er að panta borö þvi staðurinn er ákaflega vinsæll. A matseðlinum eru eins og áður hefur komið fram einungis s jávarréttir. Forrettirnir eru margskonar t.d. ostrur og þá bæði hráar og grillaðar. Einnig er hægt aö fá reyktan ál með piparrótarsósu, avocado vínaigretti, skjaldböku- súpu og krabba-forréttirnir kosta 1-4 pund. Dýrasti forrétturinn er sennilega „Caviar Beuga” á 13 pund og 50. Á matseðlinum eru 12 humarréttir. Sælkerasiðan prófaði Humar- Mornay. Humarinn er tekinn úr skelinni og gufusoðinn i hvitvini og borinn fram i ostasósu. bess má geta að þessi humar er mun stærri en sá islenski. Einnig eruá matseðlinum margskonar skel- fiskréttir, t.d. kræklingur. Boðið erupp á fimm rækjurétti, silung- ur og lax eru á boðstólum en mesta aðdáun Sælkerasiðunnar vakti hið mikla úrval af flatfiski og þá aðallega Sole. Er þessi góði flatfiskur matreiddur á 25 vegu. Sælkerasiðan prófaði „Sole Cu- bat” en fiskurinn er gufusoðinn og með honum er borið fram fin- saxaðir sveppir sem eru soðnir i koni'aki og sherrýsósu og yfir er stráð örlitlu af osti. Allt hráefni er fyrsta flokks og matreitt sérstak- lega fyrir hvern og einn gest. Ekki er mikið úrval af eftirrétt- um á matseðlinum, enda þéss ekki þörf. Vfnseðillinn er ágætur. Vin hússins var italskt og ljómandi en á vinseðlinum voru nokkur ágæt itölsk vin. Eins og kom fram hér að framan er vissara að panta borð. bjónustan á Wheeler’s er frábær. bað er upplagt að snæða hádegisverð á þessum ljómandi fiskiveitingastað. Rétt er þó að taka fram að það er frekar erfitt að finna þennan staö — það er vissara að taka leigubil. Wheeler’s 12 Duke of York Street simi: 01-930 2460 Wheeler’s góður matsöiustaður í London Ef Sælkerasiðunni misminnir ekki, þá hefst borrinn á föstudag- inn kemur. Menn verða tæplega búnirað jafna sig eftir háti'ðamar þegar þorramaturinn veröur kominn á hvers manns disk. Nú og svo hefjast árshátiðirnar að borranum loknum — svo það er eins gott að passa linurnar. borramatur er orðinn býsna vin- sæll — en hvað er þorramatur? Eiginlega er þorramatur ekk- ert annað en gamlir islenskir réttir: svið, harðfiskur, súr hval- ur o.s.frv. Segja mætti að Spán- verjar hafi Grisaveislurnar en við tslendingar borrablótin. Vissu- lega er þorramaturinn góður og nú er oröið auðveit að fá þœra- mat i verslunum og á allmörgum veitingahúsum en úrvalið mætti vera meira. Ég nefni t.d. súrsaöa selshreifa og magál. Magál er að visu hægt aö fá i sumum verslun- um en þetta lostæti mun vera framleitt hjá Kjötiðnaöarstöð KEA á Akureyri. Veitingahúsið Naustið er það veitingahús sem hvað lengst hefur boðið upp á þorramat á tslandi. Er þorra- maturinn hjá þeim á Naustinu borinn fram i trogum og vel úti- látinn. A engu veitingahúsi bragðast þorramaturinn betur en I Naust- inu — það gera i og með innrétt- ingar hússins. Nú selja ýmsar verslanir oröiö skammt af þorra- mat I þar til geröum kössum. baö er bæði ódýrara og þið fáið betri mat. Sælkerargóöir, ef þið kaupið þorramatinn i lausri vigt, ef svo má að orði komast, gefið ykkur tima til að fara á milli verslana og velja bestu bitana. Sælkeraslð- an óskar lesendum sinum ánægjulegs borra. Þá eru þad horrabíótin Góður þorramatur I Naustinu. Góður smá- réttur Óhætt er að segja að það sé enskt yfirbragð á Sælkera- siðunni að þessu sinni, þvi þessi réttur er kallaður „Smurbrauð að hætti Sir John’s”. Ef þið hafið ekki hugsað ykkur að útbúa heila máltið, heldur eitthvað létt og gott, þá er fljótlegt og auðvelt aðútbúa þennanrétt. En þessi uppskrift er miðuð við fjóra. 1 réttinn þarf: 400 gr. nautakjöt skorið i strimla. W orch es tershire-sósa. 1/2 dl. tómatsafi. 4 franskbrauðsneiðar 4 egg salt/pipar smjör Snöggsteikið kjötið á pönnu, kryddið það með salti og pipar og Worcestershire-sósunni. Hellið tómatkrafti sem leystur hefur verið upp f 1/2 dl. af vatni). Látið þetta malla i nokkrar mi’nútur. Skerið kant- ana af brauðinu og ristið það. Steikið eggin. Deilið kjötinu á brauðsneiðarnar og setjið eggin ofan á. bar með er rétturinn tilbúinn. Upplagt er aðdrekka pilsner með þessum rétti. Ef þið eigið ekki Worchestershire-sósu þá skul- ið þið útvega ykkur hana, þvi ágætt er að bragðbæta t.d. kjötsósur með henni. Sigrún Daviðsdóttir. Matur sumar, vetur, vor og haust Nefnist hin nýja Matreiöslu- bók Sigrúnar Daviðsdóttur, sælkera.Árið 1978 kom út eftir Sigrúnu „Matreiöslubók handa ungu fólki á öllum aldri”. Sælkerasiðunni er ljúft að mæla með þessari nýju bók Sigrúnar sem allir sælkerar ættu að eignast. Uppskriftirn- ar eru einfaldar en nokkuð sérstakar og margar óvenju- legar. bað er þvf reglulega gaman að matreiða eftir bók Sigrúnar, auk þess (sem ekki er svo litill kostur) eru upp- skriftirnar auðskiljanlegar og skrifaðar á vönduðu máli. Sumir höfundar matreiðslu- bóka halda að lesendur sinir séu óvenju illa gefnir — marg- tyggja i þá einfalda hluti. Ekki sakar að geta þess að bók Sig- rúnar hentar jafnt byrjendum sem margreyndum sælkerum. Helsti gallinn á bók Sigrúnar ersá að mati Sælkerasiðunnar að kaflinn um kökur er helst til langur. Einnig er stundum erfittað átta sig á teikningum Sigrúnar, en þær mætti þó alls ekki vanta, þær gefa bókinni persónulegan svip. Einnig hefði mátt vera kafli aftast i bókinni eða fróðleiksmolar um borðvin. En hvað sem öllum aðfinnslum liður, þá getur Sælkerasiðan svo sannarlega mælt með þessari matreiöslu- bók sem er án efa matreiðslu- bók ársins 1980. Sælkerasiðan óskar Sigrúnu Davlðsdóttur innilega til hamingju með bókina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.