Vísir - 17.01.1981, Qupperneq 6
6
VÍSIR
La'ugardagur '17. jaríúár l981
* fréttaijésinu
99Skáklistinni ekki
areidi aeröur með
því að sundra FIDE
— Norskur skákmaður
kvað upp úr um það fyrir
skömmu/ að þú værir of
eftirgefanlegur gagnvart
Sovétmönnum/ og að for-
maður skáksambands
Filippseyja væri raun-
verulega hinn sterki mað-
ur FIDE. Hverju svar-
arðu þessu?
„Ég skil nú ekki hvað maður-
inn meinar með þessu. Þótt ég
hafi gott samstarf við
Kampomanes, sem er einn af
varaforsetum FIDE, þýðir það
ekki að ég sé eitthvert hand-
bendi hans. Norðmaðurinn á
kannski við að ég ætti ekki að
hafa samstarf við neina menn
utan Evrópu, — það eru margir
sem sjá ekkert nema þann
heimshluta.
Vaðandi afstöðuna til Sovét-
manna getur hann varla átt við
annað en málefni Kortsnoja, en
það virðast sumir vera á þeirri
skoðun, að ef maður getur ekki
gert einhver töfrabrögð i sam-
bandi við hann, þá sé maður of
linur”.
— Kortsnoj sjálfur hef-
ur gagnrýnt þig opinber-
lega fyrir slælega
frammistööu í hans mál-
um, — hefurðu gert eitt-
hvað til þess að hjálpa
honum?
,,Ég hef gert það, en ekki á
þann hátt sem Kortsnoj óskar
eftir. Hann vill að ég sé með
yfirlýsingar, áskoranir og ádeil-
ur á sovésk stjórnvöld opinber-
lega, en ég hef ekki viljað láta
hafa mig til þess, enda yrði þaö
sist til hjálpar Kortsnoj.
Hann vill lika að þetta mál
veröi tekiö fyrir i FIDE, sem
auðvitað er eins og hver annar
barnaskapur. Mitt sjónarmið er
það, að ef ég færi að hleypa
hörícu i þetta mál, þá missi ég
bara þá aðstöðu sem ég hef til
þess að geta orðið að liði. Setj-
um svo aö þetta mál yröi tekið
fyrir hjá FIDE, — það er alls-
endis óvist að meirihluti fengist
fyrir þvi að lýsa vanþóknun á
sovéskum stjórnvöldum, og ég
býst við þvi að margir myndu
sitja hjá á þeirri forsendu, að
FIDE hefði ekkert með þetta
mál að gera vegna þess að það
er pólitiskt. bað hafa rikis-
sUórnir og þjóðhöföingjar skor-
að á sovésk yfirvöld að hleypa
^fjölskyldu Kortsnojs úr landi án
'þess að það hafi boriö hinn
minnsta árangur. Mér finnst
dálitið ankannalegt að ég skuli
svo vera stimplaður rússa-
dindill fyrir að fá þessum hlut-
um ekki áorkað með hótunum
um að setja Sovétmönnum stól-
inn fyrir dyrnar.”
— En er ekki eðlilegt að
FIDE skipti séraf málinu
þegar það er farið að
hafa áhrif á skákmóta-
hald á þann veg, að
Sovétmenn neita þátttöku
á þeim mótum þar sem
Kortsnoj er boðið til
leiks?
„Þetta er auðvitað hlutur sem
maður er mjög óánægður með,
en það er bara ákaflega erfitt aö
gera nokkuð við þessu. Sovét-
menn segja einfaldlega, að
þetta sé á valdi hinn einstöku
skákmanna, og þeir ráða þvi
auðvitað hvar þeir tefla. Þaö er
ljóst að Rússarnir tefla ekki þar
sem Kortsnoj er boðin þátttaka
og þetta er hlutur sem móts-
haldarar verða að gera upp við
sig, — vilja þeir fá Karpov og
aðra Sovétmenn eða vilja þeir
Kortsnoj.FIDEgeturekki skipað
mótshöldurum að láta einn eða
annan tefla, en þetta er auðvitað
mjög slæmt ástand, eins og ég
hef oft lýst yfir, og þetta striðir
á móti grundvallarreglum
FIDE. Ef þetta væri yfirlýst
stefna sovéska skáksambands-
ins myndi FIDE taka hart á
málinu, en það er ekkert hægt
að sanna i þessum efnum. Sá
böggull fylgir lika skammrifi,
að ef einhver vill halda sterkt
mót, þá kemst hann ekki hjá þvi
að hafa Sovétmenn með”.
— Nú hefur annar
sovéskur stórmeistari,
Boris Gulko, leitað ásjár
hjá FIDE. Muntu gera
eitthvað til þess að að-
stoða hann?
„Við reynum það sem við get-
um. Við höfum skrifað bréf bæði
til sovéska iþróttamálaráðherr-
ans og Karpovs vegna þessa
máls, en ekkert svar fengið. Við
höfum llka verið i sambandi við
Gulko sjálfan og sent honum
afrit af þessum bréfum”. ^
Texti: Páli
Magnússon
— En hvað um stöðu þess-
ara mála almennt, — er
að myndast einhverskon-
ar járntjald, sem skiptir
skákheiminum í austur
og vestur?
„Það eru margir sem vilja
skapa ólgu og vilja að skák-
heimurinn klofni. Þeir segja
einfaldlega sem svo, að rússar
séu vondir menn og það beri að
virða þá að vettugi. Það virðist
vera vilji þessara manna að
sundra FIDE og ég mun vinna
gegn þvi, enda get ég ekki séð að
skáklistinni væri greiði gerður
með þvi að svo færi.
bað er best fyrir skákheiminn
og FIDE, að skákin verði ekki
sá vettvangur, þar sem menn fá
útrás fyrir hatur sitt eða dálæti
á ákveðnum löndum eða stjórn-
málastefnum”.
— Hefur starfið sem for-
seti FIDE reynst þess
eðlis, sem þú áttir von á?
„Ég satt að segja vissi varla
hvað ég var að fara út i, en ég er
þeirrar skoðunar að menn eigi
ekki að vera hræddir við að tak-
ast á við ný verkefni.
Ég vissi náttúrulega að
hverju ég gekk á skáksviðinu,
en varðandi ýmislegt annað hef-
ur maður þurft að læra af
reynslunni og óneitanlega hefur
þetta verið mikil lifsreynsla”.
—Ætlarðu að gefa kost á
þér aftur í embættið?
„Ég ætla að sjá til, — það eru
ennþá tvö ár til stefnu. Hitt er
svo annað mál, að eitt kjörtima-
bil er engan veginn nægilegur
timi til þess að koma fram þeim
málum sem maður telur æski-
legt að fái afgreiðslu.”
—Hvaða mál eru það
helst sem þú hefur beitt
þér fyrir?
„Ég hef lagt mikla áherslu á
að sinna verði þeim löndum þar
sem skáklistin er skammt á veg
komin og hjálpa þeim af stað.
Það eru 114 lönd i FIDE og i
mörgum þeirra á skákin mjög
erfitt uppdráttar.
Ég get einnig nefnt, að nú hef-
ur FIDE sett lágmarkskröfur
um aðbúnað og aðstæður á
skákmótum, en I þeim efnum
var viða pottur brotinn. Þetta
eru dæmi um það sem lögð hef-
ur verið áhersla á að undan-
förnu”.
— Nú hefur mikið verið
rætt um möguleikana á
því, að halda næsta
heimsmeistaraeinvigi í
skák hér á landi. Eigum
við meiri möguleika á því
að fá þetta einvígi vegna
þess að forseti FIDE er
íslendingur, eða er því
kannski þveröfugt farið?
„Það fer auðvitað mest eftir
þvi i hvaða landi skákmennirnir
sjálfir vilja tefla, en ég gæti
óneitanlega komist i mjög
óþægilega aðstöðu ef þeir kæmu
sér ekki saman um keppnisstað-
inn og ísland væri inni i mynd-
inni. Ég reyni auðvitað að gæta
fyllsta hlutleysis, en ég held að
Island ætti að hafa góða mögu-
leika I þessu sambandi ef það
yrði sambærilegt við aðra hvað
snertir verðlaunaféð”.
—Það hefur stundum
verið talað um að tima-
bært væri að gera breyt-
ingar á heimsmeistara-
keppninni á þann veg, að
áskorendaeinvígin verði
lögð niður, en í staðinn
verði haldið mót þar sem
sigurvegarinn fær rétt til
þess að skora á heims-
meistarann. Er eitthvað
slikt á döfinni?
„Fyrir einu og hálfu ári siðan
var ég að ræða þessi mál við
ýmsa skákmeistara, og þá virt-
ist mér að flestir vildu frekar að
haldin yrðu mót i þessa veru.
Við bjuggum þvi út tillögur þar
sem gert var ráð fyrir þvi að
mót kæmu i staðinn fyrir ein-
vigi, en þegar þær voru kynntar
skákmeisturunum kom i ljós, að
þeir voru flestir mótfallnir "
þessu þegar þeir sáu svart á
hvitu hvernig þetta yrði. Við
drógum þvi þessar hugmyndir
til baka, en endurbættum i stað-
inn gömlu lögin um einvigin.
Aðalorsökin fyrir þvi, að
menn voru andvigir .að halda
mót um réttinn til þess að skora
á heimsmeistaranna, var sú
hætta sem er á þvi að ein þjóð
ætti marga keppendur og gæti
þvi hugsanlega ráðið ferðinni að
nokkru leyti. Þetta er það sama
og Fisher hélt fram á sinum
tima”.
Stundum hefur veriðsagt, að hvergi sé skákáhugi jafn almennur og — annars vegar möguleikarnir á því að halda næsta heimsmeistara-
hér á íslandi, og vist er að margir eru seinþreyttir á því að ræða þau einvigi hér á landi, og hins vegar sú gagnrýni á störf Friðriks ólafs-
málefni, sem tengjast þessari göfugu íþrótt. sonar, forseta FIDE, sem höfð hefur verið í frammi.
Það er einkum tvennt sem hefur verið í umræðunni aö undanförnu, Friðrik er í Fréttaljósinu í dag og svarar spurningum um þessi mál.
Friðrik Ólafsson, forseti FIDE: