Vísir - 17.01.1981, Síða 8
8
vísnt
Laugardagur 17. janúar 1981
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristtn Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gfsll Sigurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Ðlaðaprenti, Síðumúla 14.
Ríkisútvarpið
Sú deila, sem risin er milli útvarpsráös og útvarpsstjóra er ekki deila um formsatriði.
Hún snýr ekki aö þessum tveim aöilum. Hér er tekist á um rétt almannavaldsins til aö
hafa áhrif i þessum rikisrekna fjölmiöli.
Akvörðun útvarpsstjóra um
skipan tveggja fréttamanna í
hljóðvarpi hefur vissulega vakið
athygli. Útvarpsstjóri hefur
skipunarvald við slíkar manna-
ráðningar, en að fengnum tillög-
um útvarpsráðs. Sú venja hefur
myndast og er fyrir löngu orðin
viðurkennd hefð, að útvarps-
stjóri taki tillit til vilja útvarps-
ráðs, eins og nú átti sér stað.
Þessa hefð hefur útvarpsstjóri
skyndilega og óvænt rofið, og
skipað annan umsækjanda, sem
aðeins fékk eitt atkvæði í út-
varpsráði og er nýgræðingur í
f jölmiðlastarfi.
Upplýst er að útvarpsstjóri
hafði skrifað upp á meðmæli frá
fréttastjóra hljóðvarps með þeim
umsækjendum, sem endanlega
voru skipaðir, áður en útvarps-
ráðgaf umsögn sína. Þetta þýðir
að útvarpsstjóri var ráðinn í þvi
að hafa umsögn útvarpsráðs að
engu, sem auðvitað stríðir gegn
lögum og starfsreglum.
Fljótt á litið mætti ætla að hér
væri risin upp deila milli út-
varpsstjóra og útvarpsráðs. Svo
einfalt er málið ekki. Útvarpsráð
er kosið af alþingi og á að gæta
hagsmuna almannavaldsins. Hér
er verið að takast á um þann rétt
og þá möguleika, sem fólkið í
landinu hefur til afskipta af
þessum ríkisrekna fjölmiðli.
Ríkisútvarpið hef ur einkarétt á
útvarpsrekstri i landinu. Sam-
kvæmt lögum stofnunarinnar á
hún að gæta hlutleysis í hvívetna.
Lengi var hlutleysið framkvæmt
á þann háttað útiloka nverskonar
pólitískar skoðanir. Hlutleysið
var fólgið í þögn, sem leiddi til
þess að útvarpið var fyrir ofan
og utan við þær hræringar sem
áttu sér stað á vettvangi stjórn-
málanna.
A síðari árum hefur verið
sveigt frá þessari stefnu. Nú
leyfist mönnum að hafa skoðan-
ir, jafnvel rammpólitískar, en
þess gætt að jafnvægi haldist.
Um það hefur verið þegjandi
samkomulag, nánast óskráð lög,
og hefur yfirmönnum Ríkisút-
varpsins tekist aðdáunarlega að
þræða þann krákustíg af víðsýni
og umburðarlyndi.
Engum getur dulist, hversu
mikilvægt það er að Ríkisútvarp-
ið dragi ekki taum ákveðinna
stjórnmálaafla. Aldrei má það
gerast að neinn stjórnmálaflokk-
ur misnoti útvarpið einhliða sér
til framdráttar og áróðurs. í
þeim ef num hvílir mikil ábyrgð á
herðum starfsmanna stofnunar-
innar. Þeir verða að gæta sann-
girni og réttlætis í meðferð sinni
á mönnum og málefnum. Auð-
vitaðgetur enginn bannað starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins að hafa
pólitískar skoðanir, en þá kröfu
verður að gera að persónuleg af-
staða þeirra hafi ekki áhrif á
fréttir eða aðra umfjöllun. Það
er rétt að útvarpsráð er kosið
pólitískri kosningu á alþingi. út-
varpsmenn eru hinsvegar ekki
pólitiskir varðhundar, fjar-
stýrðir af sínum flokkum. Þeir
eru útverðir almannavaldsins,
fulltrúar ólíkra lífsskoðanna
landsmanna. Skipan útvarpsráðs
og kjör þess, er besta tryggingin
fyrir því, að jafnvægi haldist, að
engin pólitísk skoðun verði úti-
lokuð né yfirspiluð í útvarpi.
Sú tillitssemi og jafnvægislist,
sem útvarpsráð starfar eftir
kemur fram í mannaráðningum,
dagskrá og efnisvali, að svo
miklu leyti sem stjórnmál koma
við sögu.
Venjur og hefðir hafa myndast
í rás tímans, þannig að sjaldnast
hefur komið til ágreinings í
seinni tíð. Ef nú á að taka upp ný
vinnubrögð, ganga fram hjá út-
varpsráði og láta geðþótta og
annarlegan pólitískan þrýsting
raska þeim starfsreglum, sem
viðurkenndar hafa verið, þá er
Ríkisútvarpið komið út á hálan
ís. Þá verður lítill friður um þá
stofnun, sem fram til þessa hef-
ur þjónað landsmönnum öllum.
Kínversk
stjörnuspá
Ár hanans er upprunniö. Eins
og menn ef til vill vita er kln-
versk stjörnumerkjafræöi dálit-
ið ööruvisi en sú sem viö þekkj-
um hér á landi og á Vesturlönd-
um, hér aö neðan eru spár fyrir
árið 1981. Fæðingarár, en ekki
mánaðardagur, skiptir megin-
mitli en tekiö skal fram aö þeir
sem fæddir eru i janúar og
snemma i febrúar skulu teljast
meö næsta ári á undan raun-
verulegu fæöingarári. Þaö er
svoieiðis i Kina.
Rottan:
1900, 1912,
1924, 1936,
1948, 1960,
1972.
Flestar rottur eru miklar til-
finningaverur en jafnframt
tækifærissinnaöar i eðli sinu.
Þær beita huganum betur en
höndinni. Flestar rottur munu
liklega gera það gott á árinu
1981 og þær sem eru á lausum
kili geta búist viö einhverri
rómantik fyrir september.
Þekktar rottur eru Carter, Nix-
on, Callaghan, Churshill og ég.
Buffalóinn:
1901, 1913,
1925. 1937,
1949, 1961,
1973.
Buffalóar eru fæddir til for-
ingja, svo er annaö mál hvort
þeir eignast nokkra fyglissveina
— Napoleon, Hitler, Thatcher.
Tilfinningasljóir buffalóar ættu
að minnast þess að japanskir
buffalóar sverja og sárt viö
leggja að með þvi að nudda háls
elskunnar sinnar komist tilfinn-
ingarnar á tjá og tundur. Ann-
ars ættu buffalóar að einbeita
sér að þvi að komast til metorða
i starfi þetta árið.
Tígurinn:
1902, 1914,
1926, 1938,
1950, 1962,
1974.
Tigrar eru kynþokkafullir og
magnetiskir en ákaflega erfiðir
i umgengni (Marilyn Monroe,
de Gaulleog Marx), sérstaklega
ef þeir eru fæddir um hádegis-
bil. Þeir eru hæfileikarikir en
ættu að minnast þess aö tigris-
bein eru i Austurlöndum notuð
til að lækna getuleysi og tauga-
veiklun. Kynlif tigurs er árang-
ursrikastmeð hesti en hann ætti
að gæta sin á snákum.
Kötturinn:
1903, 1915,
1927, 1939,
1951, 1963,
1975
Lifiö veröur ánægjulegt fyrir
ketti I ár þó ár hanans fari vana-
lega dálitiö i tagarnar á þeim.
Köttum veitist létt að umgang-
ast fólk (David Frost, Eva Per-
ón, Ali McGraw). Þeir ættu að
leita menningarlegs félags-
skapar i ár fremur en að breima
lostafullir i húsagöröum.
Drekinn:
1904, 1916,
1928, 1940,
1952, 1964,
1976.
Drekar eru áhrifamiklir
heppnir og mikilvægir (Freud,
Dali og Teddi Heath). Þó þeir
séu oftlega elskaðir elska þeir
sjálfir sjaldan og valda öllum
nema hönum, öpum og öðrum
drekum vonbrigðum. 1981 ættu
drekar aö hafa hægt um sig og
biða næsta árs sem verður i
stakasta lagi.
Snákurinn:
1905,1917,
1929, 1941,
1953, 1965,
1977
A Vesturlöndum óttst menn
snáka en I Austurlöndum eru
þeir dýrkaðir vegna gáfna
sinna þeir eru aðlaðandi og hafa
rika kimnigáfu (J.F.Kennedy,
Brahms og Picasso). Faliegir
kvenkynssnákargeta þetta árið
vafið öllu karlkyns um halann á
sér en annars verða snákar að
leggja hart að sér i ár.
Hesturinn:
1906, 1918,
1930, 1942,
1954, 1966,
1978
Hestar eru hlaðnir kynþokka,
þeir eru úthverfir og góðir fé-
lagar en innra með þeim er allt i
óvissu, þeir eiga það til að brosa
út á við en fella tár unnra með
sér, Lifið með hesti, sérstaklega
fyrir geit, er eins og að búa á
eldfjalli og engin leið að vita
hvenærþað gýs. Eldhestar (sér-
stak fyrirbæri, fæddir 1906 og
1966) eru ótrúlega öfgakenndir
þegar þeir elska. (Eichmann,
Paul McCartney og Rem-
brandt).
Geitin: 1907,
1919, 1931,
1943, 1955,
1967, 1979
Geitur eru duttlungafullar og
erfiðar, reka oftar en ekki vini
sina á vit vinguðsins. Þær eru að
miklu leyti timaskynslausar og
eru gefnar fyrir að láta smjaðra
fyrir sér (Mick Jagger, Douglas
Fairbanks, Cervantes). Geitur
eru fullkomnir hirðmenn, elsk-
endur, eöa auglýsingastjórar.
Sambönd viö ketti, hesta og svin
geta gengiö ef nóg er af aurum.
Apinn: 1908,
1920, 1932,
1944, 1956,
1968, 1980
Siðasta ár var ár apans. Þeir
eru sjálfselskir og hégómlegir,
hafa skarpan heila en eru of
kaldrifjaðir til aö lukkast vel
sem elskendur, tapa sér sjaldan
i Sátriöublossa þó þeir eigi þaö
til aö lenda i mestu ævintýrum.
(Omar Sjariff, Fellini og Byr-
on). Apar gera það oftast gott á
ári hanans.
Haninn:
1909, 1921,
1933, 1945,
1957, 1969,
1981
Vel ætti hönum að ganga aö
gala á sinu eigin ári. Þeir hafa
gaman af þvi að slá um sig,.
ágengni þeirra er oft talin vera
sérviska en þeir eru stórkost-
legir i dögun eða troðfylltu her-
bergi (Wagner, Kipling, Col-
etta, Jacqueline Susann og Err-
ol Flynn). Hanar eru góðir sem
löggur, þjónar og dansfélagar,
hænur ágætar sem hárgreiðslu-
konur, gengilbeinur og hefðar-
kettir.
Hundurinn:
1910, 1922,
1934, 1946,
1958, 1970.
Hundum likar illa við ár han-
ans en 1982 verður ár hundsins
svo þeir ættu að biða sins tima.
Þeir eru trygglyndir en ef ein-
hver svikur þá um eitthvað þá
finna þeir hann i fjöru. Birgitta
Bardot er gott dæmi um hund,
aörir eru m.a. Lisa Minelli,
Lúðvik 16. og Lenin.
Svínið: 1911,
1923, 1935,
1947, 1959,
1971
Ronnie Reagan er svin, þaö
var fyrsti Rockefellerinn lika,
Ford og Rothschild. Svin eru
góðir vinir, þeir eru traustvekj-
andi, tryggir og heiöarlegir en
láta gjarnan blekkjast, ekki sist
i peningamálum. Svin eru býsna
tilfinningarik og gengur oft vel
sem rithöfundar eða söngvarar.
Þetta verður gott ár fyrir beik-
onið, sérstaklega fjárhagslega.