Vísir


Vísir - 17.01.1981, Qupperneq 9

Vísir - 17.01.1981, Qupperneq 9
• í rr* i .ii 'i iú í >’iV> i Laugardagur 17. janúar 1981 9 'ÍWL VtSÍR A mánudagskvöld sátu þeir að spjalli i sjónvarpinu, nóbels- verðlaunahafarnir i ár. Það er sjálfsagt fleirum en mér þannig farið að bera virðingu fyrir vis- indamönnum og þekkingu þeirra. Ekki minnkar aðdáunin, þegar unnin eru fræðileg afrek i svo flóknum visindum, að maður beinlinis forðast að heyra um þau taiað. Það stingur þvi i stúf við þá imynd sem skapast hefur um hin vitsmunalegu ofurmenni, að sjá á skjánum venjulegar mannverur rétt eins og okkur hin. Umræður þessara spekinga voru I sjálfu sér ekki ýkja merkilegar, en þær voru af- siappaðar og ánægjulegar, ekki sist fyrir þá sök að þeir visinda- menn sem þar áttu hlut að máli, virtust vera I góðum tengslum við umhverfi sitt og hversdags- legt mannlif. Upptekinn af lífinu Þeir sem leggja stund á rann- sóknir og sérfræðileg störf, eiga það ætíð á hættu að einangrast, lokast af i eigin hugarheimi. Oft hef ég vorkennt slikum mönn- um, sem ekki geta gefið sér tima til að njóta þess fjölbreyti- leika sem lifiö hefur upp á að bjóða. Mig minnir að Sigurður Nor- dal segi einhvers staðar að hann hafi aldrei getað sökkt sér ofan i fræðin, þvi hann hafi verið of upptekiim af lifinu. Þetta hefur mér fundist mikil speki. En spekingarnir i sjónvarpinu litu ekki út fyrir að hafa ein- angrast, guði sé lof. Og þeir töl- uðu heldur ekki þannig. Einn þeirra vitnaði til konu sinnar, sem hafði sagt að hann væri sá lukkunnar pamfill, að fá borgað kaup fyrir að njóta lifsins. Það er rétt, mikil gæfa felst i þvi aö hafa yndi af ævistarfinu og það hlýtur að vera mikil fullnæging að finna lykil að visindalegum Fréttamenn útvarps Slikt verður þvi miöur á stundum hlutskipti mætra manna. Ekki átti ég von á þvi að sæmdarmanninum Andrési Björnssyni útvarpsstjóra félli þess háttar álagahamur. Nýlega auglýsti Rikisútvarpiö eftir tveim fréttamönnum i fullt starf og einum til afleysinga. Mikill fjöldi umsókna barst og þær umsóknir voru lagðar fyrir útvarpsráð eins og venja er. Þegar útvarpsráð skyldi gefa umsögn sina um umsækjendur brá svo við að fréttastjóri út- varpsins lagöi óumbeðið fram skrifleg meömæli um þrjá til- tekna einstaklinga. Útvarpsráð er hins vegar formlegur um- sagnaraðili og um það hefur rikt áratuga hefð, að útvarpsstjóri tæki tillit til útvarpsráös i þeim efnum, ekki sist, þegar vilji þess er nær einróma eins og nú varð. öllum til mikillar furðu huns- ar útvarpsstjóri niöurstöðu ráðsins en skipar i stöðurnar eins og fréttastjóri lagði til. Pólitískur yfirgangur Með þeirri ákvörðun gengur útvarpsstjóri ekki aðeins fram- hjá kunnum blaðamanni sem hefur margra ára starfsreynslu til aö koma að ungri og litt reyndri stúlku, heldur rekur hann tunguna framan i þá aöila, sem alþingi hefur kosið sem fulltrúa almannavaldsins i þessari rikisstofnun. Ekki verður annaö séö en út- varpsstjóri hafi látið pólitiskan yfirgang og innanhússráðrfki hafa sig að handbendi og önnur ályktun veröur ekki dregin af málavöxtum en sú að lyktum hafi verið ráðiö löngu áöur en útvarpsráð fékk málið til með- ferðar. Mælirinn fullur Ahrif kommúnista eru oröin ærin hér á landi. Þeir hafa tögl- in og hagldirnar hvar sem lit- FRÆNDUR ERU OFT FRÆNDUM VESTIR gátum, geta uppgötvað efna- fræðilegar eða liffræðilegar for- múlur, sem mannkynið allt nýt- ur góðs af. Hinsvegar er stærsta gátan lifiö sjálft, og hvernig sem vis- indin þróast og þekkingin eykst virðist sú gáta óleysanleg. Þess vegna er lifið svo spennandi og sifellt að koma okkur á óvart. Lifshamingja hvers og eins er fólgin i undrum lifsgátunnar og þeim forréttindum að vera til. „Við lifum svo stutt, en erum dauð svo óralengi”. Páll P. Pálsson Lifsnautn geta menn fundið i hverskonar störfum. Þau þurfa ekki að vera bundin við visindi og fræðistörf. Þannig er hægt að Imynda sér að tónlistarmaðurinn Páll P. Pálsson njóti þess starfs sem hann hefur helgað sér. Á fimmtudaginn stjórnaði Páll sinfóniuhljómsveitinni af sömu innlifuninni og svo oft áður og þá var einnig frumflutt tónverk eftir hann sjálfan. Páll hefur sett svip sinn á is- lenskt tónlistarlif um áratuga skeiö. Hann er brennandi I and- anum og áhuginn og ánægjan i hinu daglega starfi leynir sér ekki. Slfkir menn eru ómetan- legir, vegna þess aö þeir hrifa með sér og smita út frá sér með lifskrafti og atorku. Stundum er skammast út I til- verusinfóniunnar. Hún er flokk- uð undir menningarsnobb og listalúxus. Alltslikt tal er reist á þröngsýni. Vist er þaö dýrt aö reka stóra hljómsveit, en þaö er lika dýrt að vera fullvalda þjóð. Menningarlaust land er eins og skóli án bóka, líf án lofts. Siöustu tveir hljómleikar sinfóniunnar voru upplyfting I skammdeginu og ómetanlegur liður i þeirri viðleitni aö gefa okkur tækifæri til að njóta lifs- ins, vera til. Æran fór fyrir litið Sagt er að skammdegið sé þrúgandi og niðurdrepandi. Sennilega er það rétt. En nú fer sólin hækkandi og brúnin lyftist. Timi skiðaferða.árshátiða og þorrablóta fer i hönd og ný ver- tið. Eftjr að hafa þraukað i skammdegi efnahagsvandræöa og Gervasoni hálfan veturinn, þá er þess að vænta aö fram- undan sé betri tið með blóm i haga. Annars virðist sem frans- maðurinn sé ekki alls kostar horfinn af sjónarsviöinu. Þökk sé Gunnari og Guðrúnu. Sjónar- spil þeirra skötuhjúa er meö hreinum endemum. Guðrún Helgadóttir vann sér nokkurrar virðingar, þegar hún stóð fast á andúð sinni gagnvart þeirri málsmeðferð sem Gervasoni- máliö hlaut i rikisstjórninni. Hvort sem menn voru henni sammála eða ekki, þá skildu flestir þær röksemdir hennar, að brottrekstur Gervasoni striddi gegn hugsjónum hennar um mannréttindi og meðferð á landflótta mönnum. Hún tók stórt upp I sig og visaði til æru Islendinga og hélt þvi fram að ráðherrar hefðu orðiö berir af valdhroka og ósannsögli. Stimamýkt En ekki þurfti meira en huggulegt morgunkaffi heima i stofunni hjá forsætisráðherra til aö hún afhjúpaði sig sem frekar litils gildan pólitikus. Hún tók rikisstjórnina i sátt, gegn þvi loforði Gunnars að hann gengi I persónulega ábyrgö fyrir að Gervasoni yröi ekki sendur i fangelsi I öðrum löndum. Guðrún át hugsjónir sinar með morgunkaffinu. Af Gunnari Thoroddsen er það að segja að hann hlýtur að eiga meira en litið undir sér, að geta ábyrgst það að strákur frá Frakklandi fái ekki tugthúsvist i öðrum löndum. Þeir sem hingað til hafa ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar staðið nær Gunnari Thoroddsen en alþingismenn Alþýöubanda- lagsins undrast nokkuð þá stimamýkt og alúð sem hann sýnir þegar þetta fólk er annarsvegar. Það kemur alla vega illa við marga góða menn á sama tima og hann gerir sér farum að litillækka „flokksbrot Geirs” frammi fyrir alþjóð. Frændur eru oft frændum verst- ir. ið er, rikisstjórn, borgarstjórn, verkalýðssamtök menningar- mál. Og nú er yfirgangurinn oröinn slikur að vandaðir menn eins og Andrés Björnsson eru notaðir til aö troöa málaliðum þeirra inn I fréttamannastöður opinberra fjölmiðla I blóra viö hefðir og meirihluta. Hvenær er mælirinn fullur? Hvenær ætla lýöræðislega þenkjandi menn að skilja að hér verður að spyrna við fótum svo öfgafullir minni- hlutahópar hreiðri ekki um sig á öllum sviðum þjóöfélagsins? Það er gott að búa á Islandi. Fram að þessu hafa hornsteinar islensks samfélags verið frjáls og öflugur atvinnurekstur, félagsleg samhjálp og heilbrigt menningarlif. Nú i seinni tið hafa veriö leidd til öndvegis þau öfl i þjóðfélag- inu sem fyrirlita frjálsan at- vinnurekstur, hafa öfundina að leiðarljósi og litilsvirða hvern þann þátttakanda i menningar- starfi, sem þeim er ekki þóknanlegur. Er þetta það ísland sem viö viljum? Stéttastriö, valda- hroka, óvild út i náungann, bælt einstaklingsframtak, allsherjar flatneskju? Hversu lengi ætlum við aö fljóta sofandi að feigðarósi? Ellert B. Schram

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.