Vísir - 17.01.1981, Page 17
vtsm
Laugardagur 17. janúar 1981
Laugardagur 17. janúar 1981
VÍSIR
„Vitanlega veröa menn aö hafa
metnað og sjálfsvirðingu en þeir
verða jafnframt að kaupa saltfisk
og grjón!”
„Þetta mál litur allt heldur illa út
fyrir Guðna Kolbeinsson!”
„Það væri gaman að hafa tima til
að kynnast börnunum sinum dá-
litið”.
„Strákurinn minn er búinn aö fá
fleiri verðlaunapeninga i körfu-
bolta á tveimur árum en -ég á á-
tján”.
„Ég reyndi að brciöa yfir ákvörð-
unina með málskrúði og marg-
ræöri frásögn”.
„Ég er ekkert stoltur af vinnu-
kergjunni”.
TLAUS!
Myndir Gunnar V. Andrésson
af þessu rausi okkar, en þetta
sýnir lika að fólkið hefur ennþá
tilfinningu fyrir málinu og að ó-
trúlega margir hafa áhuga a
tungunni. En menn hafa
náttúrlega fariö misjafnlega vel
með málið og munu alltaf gera”.
Verð sífelit íhaldsamari
— Hversu mikilvægt er þaö þá
aö varöveita tunguna? Margir
eru á þeirri skoðun, aö still og
málfar skipti engu máli heldur
aöeinsþaö, aö merkingin skiljist.
Við þessa spurningu varð Guöni
alvarlegur á svip og studdi hönd-
unum á skrifborðið.
„Ég held ég sé alltaf aö verða i-
haldsamari og ihaldsamari i
þessum efnum. Ef við létum bara
reka á reiðanum gæti hæglega
farið fyrir okkur eins og öðrum
þjóðum, sem ekki hafa veriö eins
ihaldsamar I sambandi við
móðurmál sitt. Það er til dæmis
auðveldara fyrir Islending aö lesa
bækur frá 13. öld en fyrir
Englendinga að lesa Shake-
speare!
Ef við gætum ekki að, kynni svo
aö fara aö eftir nokkra áratugi
þyrftu menn að fara á sérstök
námskeiö til að skilja Ólaf Jóhann
Sigurðsson, Þórberg Þóröarson
og Halldór Laxness, og þá er illa
fariö.
Ég held að allir, sem unniö hafa
meö verkfærum, viti að það er
betra að vinna meö góöum verk-
færum enslæmum. Þess vegna er
hverjum manni nauösynlegt að
rækta sinn málfarslega garð”.
Að halda þokkalegu tíma-
kaupi
— Er málfar manna þá verra
nú en verið hefur?
,,Ég les ekki nógu mikiö og hef
ekki getað fylgst nógu vel meö
þar sem ég hef látiö bölvaða lifs-
baráttuna sitja fyrir. Ég held þó
aö það beri ekki meira á slæmu
málfari nú en til dæmis fyrir tiu
árum.
Mér finnst þó ritdómarar
mættu vel vlkja aö málfari þeirra
bóka, sem þeir dæma, i ritdómum
slnum. Þetta á ekki hvað sist viö
um barnabækur. Þar vill málfar-
iö nefnilega oft veröa frekar lé-
legt.
Megnið af barnabókum er þýtt
og þýöendur — ég jafnt sem aðrir
— hespa þýðingunum gjarnan af
til að halda þokkalegu timakaupi.
Þetta þjóöfélag gefur mönnum
ekki kost á að velta vöngum yfir
hlutunum. Það er bara aö ganga I
þá og skila slðan af sér!
Vitanlega veröa menn að hafa
metnað og sjálfsvirðingu en þeir
verða jafnframt aö kaupa saltfisk
og grjón!”
— Þú telur þörf fyrir þátt eins
og Daglegt mál?
„Já, ég tel fulla þörf á að hafa
sllkan þátt I hljóövarpinu. Ég vil
lika benda á hvað Daglegt mál er
vinsæll þáttur og mikiö hlustað á
hann.
1 einum þáttanna bað ég hlust- .
endur um að senda inn tillögu aö
Islenskum orðum fyrir „stereó”
og „stúdió”. Hlustendur sýndu
þessu mikinn áhuga og geysi-
margar tillögur bárust. Þetta
sýnir glöggt áhuga almennings á
islensku máli. tslenskri tungu er
engin hætta búin meöan borin ser
slik viröing fyrir henni.
//Verst þegar taugaóstyrk-
urinn hverfur!
Svo ég komi aftur að mér og
daglegu máli, þá tel ég nauðsyn-
legt aö skipta oft um umsjónar-
menn þáttarins og þess vegna
samdi ég um þaö i upphafi að sjá
um hann i þrjá mánuöi. Þegar
nýr maður tekur við hefur hann
yfirleitt töluvert að segja og er
búinn aö safna að sér vissum
forða. Þaö tekur þó ekki langan
tima aö skila þeim forða frá sér.
Þegar stjórnandinn hefur litið
annað að gera en svara bréfum
frá hlustendum, þá á hann aö
taka sér fri.
Þá er hætt við að umsjónar-
maöurinn staöni ef hann er of
lengi með þáttinn — fari aö lita á
hann sem hverja aöra nauösyn-
lega vinnu. Ég er líka hræddur
um að maöur hætti að vanda sig
þegar taugaóstyrkurinn hverfur
og starfiö kemst upp I vana”.
Fáir • verðlaunapeningar
Viö gáfum Islenskunni frl smá
stund og Guðni var spuröur um
afskipti hans af körfuknattleik.
„Ég er liösstjóri hjá,
Iþróttafélagi stúdenta i vetur og
leik sjálfur körfubolta mér til
heilsubótar þetta einu sinni til
fimm sinnum i viku, allt eftir þvi
hvað ég nenni og hef tíma til og
leik þá meö fyrsta flokki.
Ég er búinn aö vera ein átján ár
I körfuboltanum, en strákurinn
minn, sem er tólf ára, er þegar
búinn aö fá fleiri verölauna-
peninga á tveimur árum en ég á
þessum átján. Hann er llka þaö
sem góðir islenskumenn kalla
„iþróttafrlk” og hann skiptir um
félög eins og nærbuxur — leikur
með þeim félögum sem hann tel-
ur aö muni sigra hverju sinni.
Nei, annars, þetta eru nú álygar
en strákur hefur veriö býsna
heppinn þegar hann hefur skipt
um félag.
A ferli mlnum lék ég rúmlega
tvö hundruð leiki með meistara-
flokki IS en hef aldrei veriö neinn
afreksmaöur I iþróttinni og hef
litiö gert til að vinna fyrir þeim
þremur verðlaunapeningum sem
mér hafa áskotnast. Ég hef þó
verið liðtækur, en varla meira en
það”.
— Þú ert körfuboltasérfræö-
ingur sjónvarpsins?
„Þaö á aö heita svo. Ég hef I
fimm eða sex ár aöstoðaö Bjarna
Felixson viö körfuknattleiks-
lýsingar. Þetta er meira hug-
sjónarstarf en nokkuð annað þvi
áhugi minn á iþróttinni er mik-
ill”.
— Þú hefur gjarnan spáö fyrir
um lokastööuna á tslandsmótinu
og ekki alltaf þótt nákvæmur i
þeim spám. Hvernig spáir þú
fyrir um úrslit þessa íslands-
móts?
„Þaö er rétt, spárnar hafa
sjaldnast reynst nákvæmar. Ég
er þó á þvi aö þaö hafi tekist bæri-
lega aö þessu sinni. Ég spáöi þvi
aö Njarövikingar sigruöu, siöan
kæmu Valsarar, KR-ingar,
Stúdentar, IR-ingar og aö Ar-
menningar rækju lestina. Ég held
að fátt komi I veg fyrir aö þessi
spá standist, aö minnsta kosti I
aöalatriöum.”
Langar til að skrifa barna-
bók
— Er eitthvaö sérstakt sem þú
heföir áhuga á aö gera ef þú hefö-
ir meiri tima?
„Já, margt. Lesa miklu meira
en ég hef tima til nú, spila bridge
og ekki sakaði aö kynnast börn-
unum sinum dálltiö. Þá væri llka
gaman aö eiga frl I alvöru I
súmarleyfinu: aka ekki út á land
meö bilinn hálffullan af einhverj-
um verkefnum”.
— Hefur þér aldrei dottið I hug
aö skrifa bók?
„Oft, og geri þaö kannski ein-
hvern tima. Enn sem komið er
hefur mig einkanlega skort tima
og þvi miður llka hugmyndir.
Vonandi reynir einhvern timann
á þaö hvort mig skortir lika frá-
sagnargáfu og tækni. En mig
langar heilmikið til aö setja
saman barnabók. Börn eru þakk-
látir áheyrendur og lesendur en
jafnframt skemmtilega gagnrýn-
in”.
—ATA
Guöni Kolbeinsson situr fyrir aö
hætti sovéskra andófsmanna.
„Hverjum manni er nauösynlegt
aö rækta sinn málfarslega garö”.
Islendingar þurfa alltaf að hafa eitthvað til að ríf-
ast um. Yfirleitter púðrið sem fer í umræðurnar, í öf-
ugu hlutfalli við mikilvægi málsins.
Núna i skammdeginu eru það einkum tvö mál, sem
rifist hefur verið um jafnt i heimahúsum sem i fjöl-
miðlum — einkum þá á svokölluðum lesendasíðum
dagblaðanna. Þetta er Gervasoni-málið annars veg-
ar og Guðna-málið hins vegar. Guðna-málið varð sem
kunnugt er til þegar islenskufræðingurinn og f|öl-
miðlamaðurinn kunni, Guðni Kolbeinsson, notaði vit-
lausa eignarfallsmynd af orðinu „lækur" i útvarps-
þættinum Daglegt mál.
„Ég var mjög ánægöur meö
þennan tiltekna þátt og stæröi
mig af honum viö fjölskylduna”.
þetta. Ég fæ ekki betur séö en aö
allir i kring um mig láti svona
llka og vinni eins og skepnur. Af
þessu leiöir aö samverustundir
fjölskyldunnar eru fáar og er þaö
sjálfsagt undirrót margra vanda-
mála I þjóöfélaginu.”
— Þú hlýtur aö vera aö byggja?
„Nei, en ég festi kaup á ibúð
fyrir tveimur árum. Þaö eru I
rauninni engar stórupphæöir sem
ég skulda miöaö viö þaö sem
menn leyfa sér að skulda I þessu
þjóöfélagi, en þegar vextir og af-
borganir eru sex til sjö milljónir á
ári og ég þarf auk þess aö fram-
fleyta sex manna fjölskyldu, þá
er Ijóst aö dagvinnukaupiö
hrekkur ekki til”
„Þetta þjóöfélag býöur ekki upp á
aö maöur velti vöngum yfir hlut-
unum. Þaö er bara aö ganga i þá
og skila slöan af sér”. _
— Er Guöna-málinu svokallaöa
lokiö?
„Já, þaö ætla ég að minnsta
kosti aö vona. Þaö er þegar búiö
aö gera allt of mikiö úr þessu. Ég
fékk mikinn bunka af bréfum þar
sem fólk hughreysti mig og bað
mig um að halda áfram meö
þættina.
Þó þaö sé gaman aö fá slíkar
stuöningsyfirlýsingar, þá fæ ég
alltaf um leiö aö vita aö ég hafi
gertmistök. Til dæmis skrifaöi
Halldór Laxness slikt bréf. Þaö
má segja aö meö þvi hafi hann
sent mér rós, en þyrnarnir á
þeirri rós voru beittir og sátu
þétt”.
„Lítur illa út fyrir Guðna
Kolbeinsson!"
— Hvernig fór þá þetta mál?
Ertu hættur viö aö hætta?
„Mér finnst þetta mál allt lita
heldur illa út fyrir Guöna Kol-
beinsson. Ég var mjög ánægöur
meö þennan tiltekna þátt, taldi
mig hafa gert vel og stæröi mig af
þvi viö fjölskylduna. Ég fór á
körfuboltaæfingu um kvöldiö og
þegar ég kom heim sagöi konan
min mér aö þaö heföi veriö hringt
heim og kvartaö undan málfars-
villu I texta mlnum.
Ég tók þetta nærri mér — sjálf-
sagt miklu nær mér en ástæöa var
til. Þaö voru mistök aö taka þetta
svo hátiölega og þar sem ég haföi
þegar viðurkennt ein mistök get
ég eins viöurkennt aö hafa gert
önnur. Þess vegna hætti ég viö aö
hætta, enda þótt ég reyndi að
breiöa yfir þá ákvöröun meö mál-
skrúöi og margræöri frásögn.
Annars voru þaö lika mistök
hjá fólki aö gera allt þetta veöur
út af þessu. Þaö var ekki eins og
veriö væri aö reka mig — ég ætl-
aöi hreinlega aö hætta þar sem ég
taldi mig ekki hæfan til aö sjá um
þáttinn.
Nú hef ég hins vegar ákveðiö aö
sjá um þáttinn út janúar eins og
upphaflega var ákveðið.
Hins vegar vil ég nefna þaö i
trúnaöi, aö þaö er ekki vist aö
eignarfallsmyndin „læks” sé al-
vitlaus. Þaö mun vera málvenja
sums staöar á landinu til dæmis á
sunnarveröum Vestfjöröum, aö
segja „læks”. Einhvers staðar
hlýt ég lika aö hafa tileinkaö mér
þetta”.
Guöni Kolbeinsson gerir fleira
enaösjá um þáttinn Daglegt mál.
Hann er körfuboltasérfræöingur
Bjarna Felixsonar hjá sjónvarp-
inu, er afkastamikill þýöandi og
upplesari i hljóövarpi og sjón-
varpi, þá kennir hann nokkra tima
á viku I Háskóla Islands. Á árinu
braut hann um og vann viö gerö
bókarinnar „tslenzkir sjávar-
hættir”, auk þess sem hann þýddi
tvær barnabækur. Þá er sjálft aö-
alstarfiö ótalið, en Guðni vinnur
hjá Arnastofnun.
„Allt fri lengir bara næsta
vinnudag"
— Hvernig kemstu yfir þetta
allt saman?
„Þetta hefstyfirleitt meö þvi aö
vakna snemma og fara seint að
sofa. Daglegum vinnudegi min-
um lýkur klukkan 1-3 á næturnar
og eru helgar þá taldar meö. Allt
fri lengir bara næsta vinnudag.
Ég er ekki aö monta mig af
þessu og er ekkert stoltur af
vinnukergju þvl þetta ástand er
hábölvaö. En ég er eins og allir á
kafi I skuldafeninu og ég þekki
enga aöferö til aö krafsa mig upp
úr þvi nema þá aö auka vinnuna.
Þaö er þó eins og maöur sökkvi
bara dýpra viö öll umbrot.
Ég er þó hreint ekki einn um
Af framburði
Talið berst nú aö Islensku máli,
hvort þvi sé hætta búin.
„Mesta hættan sem steðjar að
islenskunni núna er af fram-
burðarambögum eins og tilfærsl-
um á áherslum þegar önglhljóö
eins og g og ö týnast.
Tilfærsla á áherslum er ein-
kennandi hjá mörgum stjórn-
málamönnum. Þeir vilja vera
skýrmæltir og leggja þá gjarnan
áherslu á atkvæði, sem ættu aö
vera áherslulitil eöa áherslulaus.
Svo eru margir sem apa þetta
eftir og ber talsvert á þvi hjá
fréttamönnnum, og eins hjá
starfsmönnum Veöurstofunnar
viö lestur veöurfregna. Ég held
þaö sé nauösynlegt að Rikisút-
varpiö haldi framburöarnám-
skeiö fyrir fréttamenn, um-
sjónarmenn þátta og annarra,
sem mikiö tala I hljóövarp og
sjónvarp. Þaö væri I góöu lagi aö
Alþingismenn fengju aö taka þátt
islikum námskeiöum útvarpsins.
Ahrif þingmanna og frétta-
manna á málfar landsmanna eru
glfurlega mikil og þvi er mikil-
vægt að framburöur þeirra sé
lýtalaus.
Málfarslegar villur eru ekki
eins hættulegar málinu aö mlnu
áliti, þvl aö menn viröast vera
beturá veröi gagnvart þeim. Þótt
bögubósar séu starfandi á blööum
og hjá útvarpinu og málfarslegar
ambögur og slæmur stlll séu til
baga, þá vil ég leggja áherslu á aö
á báöum stööum eru margir á-
gætlega skrifandi og talandi
menn.
Ég var meö þáttinn Daglegt
mál fyrir fimm árum og mörg
bréfin sem mér berast núna eru
nánast afrit af bréfunum sem
mér bárust þá. Þetta sýnir
kannski aö ekki sé mikill árangur
EKKI