Vísir - 26.01.1981, Page 1

Vísir - 26.01.1981, Page 1
Mánudagur 26. janúar 1981, 20. tbl. 71. árg. Munið getraunina Vinningarnir samtals 30 millj. gkr Vertu Vísisáskrifandi.Sími 86611 Dreginn út 30. janúar nk. Dreginn út 31. mars nk. Dreginn út 29. mai. Maöur först í eldi í Breiðholtl Þrjátiu og sjö ára gamall maður lést i eldsvoða i ibúð sinni i Breiðholti siðdegis i gær. Um klukkan 18.18 barst slökkviliði tilkynning um eld i i- búð i fjölbýlishúsi að Kötlufelli i Breiðholti, og var þegar haldið á staðinn. A meðan slökkviliðið var á leiðinni, hafði slökkviliðsmað- ur, sem var gestkomandi i húsinu, reynt að fara inn i ibúö- ina, þvi að talið var vist, að mað- ur væri þar inni. Hann komst hins vegar aðeins fáein skref inn fyrir dyrnar vegna reykjarmökks, og varð þvi frá að hverfa. Reykkaf- arar föru siðan inn i ibúðina, fundum manninn einan i Ibúðinni, sem reyndist vera látinn, er kom- ið var með hann undir læknis- hendur. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs var eldur laus i rúm- fötum, en maðurinn hafði komist úr þvi herbergi, en ekki megnaö aö halda lengra. Að svo stöddu er ekki unntað birta nafn hins látna. Þess ber að geta, að þegar seinni slökkviliðsbillinn kom á staðinn, tveimur minútum á eftir sjúkrabifreiðum og fyrri slökkvi- liðsbil, þá reyndist ekki unnt að aka honum upp að húsinu, vegna forvitinna ökumanna, sem höföu stansað i og við innkeyrslu. Að ósk slökkviliðs eru menn vinsam- legast beðnir að gera slikt ekki, ef þeir veröa vitni að eldsvoöa. —AS Verslunarmannafélag Reykjavikur er 90 ára á morgun og í tilefni afmælisins var efnt til samkomu að Hótel Sögu i gær fyrir félaga og gesti. Mátti þar sjá mörg kunnug andlit úr versiunarmannastétt og þótti samkoman takast með ágætum. Verkamannafélagið Dagsbrún er 75 ára i dag og minntist afmælisins mcð kaffisamsæti i Lindarbæ i gærdag. — Sjá bls. 6. (Visism. EÞS) Bo Ðerek í Mannlífi BlS. 22 09 23 „Ekkert annað en vítr Lugi- Vikingur 17:17 IDröttír á bls. 15. 16. 17. 18 09 19 Aðra útvarpsrás seair indriði G. Þorsteinsson Bls. 9 ••• Ný iafnaðar- mannasamtöK f Bretlandi BIS. 5 • •• Svarthöfði skrifar um Snorra Hjartarson BIS. 31 r Ákvðrðun um frekari niðurskurð á orkusðlu tekin í dag:1 Verða 40 megavötl tekln af stóriðiu? „Það, sem við erum að hugsa um, er að skera stóriðjuna niður um 40 megavött, sem þýddi meðal annars, að Járnblendinu yrði lokað”, sagði Eirikur Bri- em, forstjóri Landsvirkjunar, er blaðið ræddi við hann i morg- un um þá orkuskömmtun, sem fyrirhuguð er til viðbótar þeirri, er áður hafði verið framkvæmd. Kvaðst Eirikur ekki geta tjáö sig nánar um þetta mál, að svo stöddu, þar sem það hefði ekki verið rætt endanlega að hálfu Landsvirkjunar. Er fyrirhugað- ur fundur fyrirtækisins með for- ráðamönnum Járnblendiverk- smiðjunnar að Grundartanga i dag, og ættu málin að skýrast að honum loknum. Visir sneri sér til Aðalsteins Guðjohnsen rafveitustjóra i Reykjavik og spurði hann, hvort skerðingin kæmi til með að hafa einhver áhrif hjá Rafmagns- veitunni. Sagði Aöalsteinn ljóst, að svo mýndi verða. Yrði það trúlega i þvi formi, að Raf- magnsveita Reykjavikur, Raf- magnsveita rikisins og Rafveita Hafnarfjarðar tækju að ein- hverjum hluta þátt i þeim kostnaðarauka, sem þessi við- bótarskeröing hefði i för með sér. ,,Ég hef ekki séð þessar tölur, þannig að ég get ekki tjáð mig um, hvað þarna verður farið fram á mikinn aukakostnaö”, sagði Aðalsteinn. Hann kvað heldur ekki ákveðið, hvort um- ræddur aukakostnaöur kæmi fram i hækkuðu raforkuveröi i smásölu, en taldi það óliklegt, þar sem nú gilti verðstöövun i landinu. „En hitt er annað, aö hvernig, sem málið litur út, þá er allt, sem fólk gerir til orkusparnað- ar, til bóta. Það hreinlega minnkar annað hvort hugsan- lega skömmtun, eða þennan aukakostnað”,, sagði Aöal- steinn. -JSS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.