Vísir - 26.01.1981, Side 8
8
Mánudagur 26. janúar 1981.
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristln Þorsteihsdóttir, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guóvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Slgurðsson, Gunnar V.
Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611, 7 llnur.
Auglýsingarog skrifstofur: Slðumúla8,SImar86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slml 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Verður er verkamaður
Tvöaf öflugustu verkalýösfélögum landsins eiga stórafmælium þessar mundir. Rætt er
um hlutverk þeirra og sögu, og tengsl þeirra viö hinn pólitiska vettvang.
Tvö af öflugustu verkalýðs-
félögunum eiga stórafmæli um
þessar mundir. Dagsbrún, félag
verkamanna, er sjötíu og fimm
ára, en Verslunarmannafélag
Reykjavíkur á níutíu ára af mæli.
Saga þessara félaga er að
mörgu leyti afar ólík. Dagsbrún
hefur lengst af verið í farar-
broddi í baráttu launafólks fyrir
bættum kjörum. Styrkur félags-
ins var mikill um miðja öldina,
félagið fjölmennt og baráttan
hörð. Sagan sannar, að kjör
alþýðunnar hafa tekið ótrúleg-
um breytingum til hins betra frá
því að Dagsbrún hóf fyrst göngu
sina.
Laun voru lág, aðbúnaður
slæmur. Onnur kjör, svo sem
yfirvinnugreiðslur, orlof, trygg-
ingar og atvinnuöryggi voru nán-
ast óþekkt fyrirbæri. Það hefur
kostað átök að rétta hlut hins
óbreytta verkamanns. Þau átök
beindust ekki ætíð gegn atvinnu-
rekandanum, þó hann væri í hlut-
verki viðsemjandans, heldur
gegn hugsunarhætti, þröngsýni,
almennum erfiðleikum atvinnu-
rekstrar og þeirri kreppu, sem
hvíldi eins og mara á þjóðinni allt
til síðustu ára. Kjör Dagsbrúnar-
manna, jafnt sem annars launa-
fólks, hafa farið batnandi í takt
við þá velferð og lífskjör, sem
Islendingar hafa smám saman
öðlast. Þau lifskjör, sem við bú-
um við i dag, eru ekki uppskera
verkalýðsbaráttunnar einnar
sér, heldur og ekki síður al-
mennrar og stórhuga uppbygg-
ingar atvinnulífs, iðnvæðingar og
tæknilegra framfara. Þar hefur
pólitísk stefna í anda frjálsræðis
og athafnarýmis skapað skilyrð-
in fyrir mannsæmandi lifi.
Með þessu er ekki verið að gera
lítið úr hlut launþegafélaganna,
aðeins verið að benda á, að þau
hafa verið hluti af þjóðfélaginu,
þátttakandi og leiðandi afl í
þeirri sjálfsögðu kröfugerð, sem
alþýða manna hefur sett fram
um hlutdeild í auknum þjóðar-
tekjum.
Dagsbrún er enn forystufélag.
En hlutverk þess er að breytast
með fækkun ófaglærðs fólks á
vinnumarkaðnum. Sá skilningur
verður þó vonandi ætið ríkjandi
að verður sé verkamaður launa^
sinna.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur er eldra félag, en saga þess
er þó á annan veg. Lengst af var
VR félagasamtök allra þeirra
sem verslunarstörf stunduðu,
hvort heldur þeir voru launþegar
eða verslunareigendur. Það varð
ekki að hreinu verkalýðsfélagi
fyrr en á fimmta áratugnum, og
reyndar tók það alllmörg ár að fá
það viðurkennt sem slíkt.
Verslunarmannafélagið hefur
fengiðvöxtog viðgang og félaga-
tala þess hefur aukist andstætt
Dagsbrún, þar sem félagsmönn-
um hefur farið fækkandi. Nú er
VR stærsta launþegafélag lands-
ins.
Innan Verslunarmannafélags-
ins er stærsti hópurinn faglærð-
ur, en innan vébanda þess er,
eins og hjá Dagsbrún ófaglært
fólk, sem býr við lág laun og tak-
mörkuð réttindi.
Það er þessi þjóðfélagshópur
sem verður verst úti í óðaverð-
bólgu síðustu ára, og ef til vill er
það mikilvægasta hlutverk þess-
ara verkalýðsfélaga um þessar
mundir að nýta styrk sinn og
stöðu til þess að slagurinn gegn
verðbólgunni beri árangur.
Því er ekki að neita,að pólitísk-
ur andi svífur yfir vötnum þess-
ara tveggja félaga. Forystumenn
þeirra koma úr sinni áttinni hver
en gegna þó opinberlega áhrifa-
stöðum á vettvangi stjórnmál-
anna. Ef til vill er erf itt að skilja
í sundur hina pólitísku baráttu og
þá stéttarlegu.En þaðer rangtað
beita almennum verkalýðsfélög-
um fyrir flokkspólitíska vagna,
enda á stéttarleg barátta og fag-
leg litla samleið með tilteknum
stjórnmálastefnum. Fjarstýring
og afskipti stjórnmálaflokka af
sjálfstæðum verkalýðsfélögum
eruögrun við mannréttindi og
félagafrelsi. Það er aldrei hægt
að þjóna tveim herrum.
r
i
Biskupsembætti á hrakhðlum
Kolbeinn Tumason bað Guð-
mund prest til samþykkis og
jáyrðis að ganga undir vanda
þann, er Skagfirðingar höfðu
hann til kjöriö, að vera biskup.
Guðmundur hætti á guðs
miskunnog játti þessum vanda.
Veisla var haldin á Viðimýri að
Kolbeins og Guðmundi búið þar
hásæti. ,,Bar Kolbeinn sjálfur
mat fyrir hann og breiddi dúk á
borð. En er skjótt þurfti til að
taka, var dúkurinn slitinn mjög
og ræddi Kolbeinn um: ,,Mjög
kennir nú dælleika af vorri
hendi meir en verðleiks yðvars,
er svo vondur dúkur er á boröi
yðru”.
Hann svarar: Ekki sakar um
dúkinn. En þar eftir mun fara
-biskupsdómur minn, — að svo
mun hann slitinn sem dúkur-
inn”.
Guðmundur biskup var i
biskupsdómi sinum ofsóttur af
höfðingjum Norðanlands og
hraktist hann viöa. Alþýða
manna kallaði hann Guömund
góða.
Ekki vil ég halda því
fram,
aö nútima stjórnmálamenn
komi fram viö embætti biskups
tslands beinlinis með sama
hætti og Kolbeinn og kumpánar
hans fóru aö Guðmundi góða,
eða að tisku Kristjáns skrifara
og Diðriks frá Myndan. Þvi
veröur hins vegar ekki neitaö,
aö mismunur fagurra oröa og
efnda þeirra er samur og milli
hásætisins og hins slitna dúks á
Viðimýri.
Herra Sigurbjörn Einarsson
lætur af embætti á þessu ári, og
nýtur meiri virðingar og elsku
af alþýðu manna en flestir menn
á tslandi og er þaö samdóma
álit manna, að hann sé i hópi
mestu kennimanna tslands.
Hins vegar hafa heyrst raddir
um, að hann hafi ekki aö sama
skapi verið ötull i veraldlegum
efnum kirkjunnar og er nú haft
á orði i umræðum vegna
biskupskjörs, að næsti biskup
landsins eigi aö vera ötull fé-
sýslumaður.
Þessar orðræður eru aö miklu
leyti byggðar á misskilningi. Sá
misskilningur er, að saman fari
áhrif biskups tslands i stjórnar-
ráði tslands og virðing hans hjá
þjóðinni.
Biskupsstofa
hefur lengi veriö á efstu hæð i
húsi einu viö Hverfisgötu. Hús-
næðið og aðstaða ber þess ekki
merki, aö þar sé tibhúsa elsta
embætti landsins, — þvi siöur
mannafjöldi. Er óhætt aö full-
yröa aö ómerkilegasti sauöur i
menntamálah jörð Birgis
Thorlaciusar léti ekki bjóða sér
þessa aöstöðu, svo að ekki sé
minnst á þá menn, sem sitja
Þjóðhagsstofnun og Hagsýslu.
Fyrir löngu siðan, og áöur en
herra Sigurbjörn var kjörinn
biskup, — var biskupsembætti
hlutað út lóð á Skólavöröuholti.
Þótti það nægjanlegt örlæti viö
biskup i næstu hundrað ár og er
biskupsembættið á sömu hrak-
hólum og fyrr.
Þó er það ekki vegna þess, að
kirkjan eigi ekki eignir, sem
hún gæti selt til að reisa embætti
biskups virðulegt setur, — þvert
á móti eru eignir kirkjunnar
miklar.
Kirkjan í Görðum,
þar sem nú er kaupstaður
rikisfólks, er m.a. reist á landi
úr kirkjulandinu, og eru ekki
mörg ár siöan hundruð hektara
lands voru seldir kaupstaðnum
fyrir sjö milljónir i gömlum
krónum talið og þó lánað. Þetta
land var aö verðmæti til svipað
og Fifuhvammsland i Kópavogi,
sem selt var fyrir tæpan millj-
arð á siöastliönu ári. Og þannig
mætti lengi telja. Kirkjan á
Borg á Mýrum var 100 ára á
liðnu ári. Hún er fátæk sveita-
kirkja og skortir fé til nauðsyn-
legs viðhalds. Fyrir ekki mjög
löngu siöan var seldur 300 ha
skiki úr kirkjujörðinni til
Borgarneskauptúns fyrir minna
verö en nam verði eins bfls i
dag, — og þó lánað, — en
skömmu siðar var keypt að-
liggjandi lóö frá einum hrepps-
nefndarmanna, fyrir a.m.k.
tifalt verö.
Og dæmin eru fleiri. Siglu-
fjörður keypti land af kirkjunni
á Hvanneyri og borgaði aldrei
lóöarveröið, — mikil hlunnindi,
veiöi, sandnám og jarðhiti hefur
veriö afhent út i buskann án
þess að nokkur króna, sem ein-
hvers var viröi, kæmi i staðinn.
Haraldur Blöndal lög-
fræðingur ritar um
biskupsembættið vegna
væntanlegs biskupskjörs
á þessu ári. Fjallar hann
sérstaklega um eignir
kirkjunnar og þann að-
búnað sem biskupsem-
bættið býr við.
Jón forseti
setti á siðustu öld fram miklar
kröfur á hendur Dönum fyrir
óstjórn á Islandi, og rakti i löng-
um ritgeröum og töflum, að
sjóöir, sem Islendingar áttu, —■
kollektusjóður og mjölbóta-
sjóður t.a.m., — hefðu verið
rýrðir og segir Jón Sigurðsson
svo um þessa meðferð alla:
„tsland hefur þannig i fjár-
skiptunum oröið mjög hart úti.
Þaö hefur veriö svipt eignum
sinum, sem voru mikill auður að
tiltölu viö efnahag þess, án þess
að hafa not þeirra samkvæmt
loforöi konungs”.
Hér er ékki efni til að rekja
fjárkröfur Jóns Sigurðssonar,
en i raun féllust Danir á sjónar-
miö hans og greiddu Islending-
um skaðabætur.
Ég fæ ekki annað séð, en aö is-
lenskir stjórnmálamenn eink-
um fjármála- og landbúnaðar-
ráðherrar hafi dregið af eignum
kirkjunnar ekki siður en danskir
valdsmenn drógu af eignum Is-
lands áður fyrr,
Og i raun eigi öll rök Jóns Sig-
urössonar við um fjárkröfur
kirkjunnar gagnvart rikinu.
Alþingi og rikisstjórn
hljóp óðara til og þó furðu
seint, og afgreiddi þá bón
kirkjuþings, að leikmenn fengju
aðild að biskupskjöri. Þessi bón
var útlátalaus. Hinu skella þeir
skollaeyrum við, að biskup ts-
lands hefur ár eftir ár óskað
eftir þvi aö kirkja landsins fengi
til frjálsra afnota þær eignir,
sem gefnar hafa veriö guði til
dýrðar á liðnum öldum frá upp-
hafi kristni á tslandi. A þessa
ósk hlusta ekki stjórnmálamenn
á og trúa þvi, að almenningur
hafi gefið þeim þessar eigur aö
leika sér meö og fá kjörfylgi
fyrir.