Vísir - 26.01.1981, Qupperneq 9

Vísir - 26.01.1981, Qupperneq 9
Mánudagur 26. janúar 1981. ■■ Nú/ þegar fréttastofa útvarpsins við Skúlagötu hefur tekið að sér hlut- verk rannsóknarréttar í eigin máli/ vekur litla furðu þótt menn velti fyrir sér hvaða kosti al- mannavaldið í landinu á til að koma fram óbrengl- aðri fréttaþjónustu og ópersónulegri/ þ.e. ekki undir neinum kringum- stæðum bundna einstakl- ingum og ráðamönnum í útvarpi, nema þeir vilji sjálfir koma fram fyrir alþjóð og skýra sín sjónarmið. Á þessu hefur orðið mikill misbrestur í svonefndu ráðningar- máli, þar sem leiðir skildu með miklum meirihluta útvarpsráðs og ráðamönnum útvarps- ins. Þegar svo er komið að fulltrúar almanna- valdsins við umsýslu al- mannaeignar eins og út- varpsins hafa ekki lengur nein yfirráð, ber að sjálf- sögðu að leggja útvarps- ráð niður og hætta opin- berum rekstri útvarps í þeirri mynd, sem nú er. Er þess að vænta að áhugamenn um útvarp, þeir sem nú starfa þar eins og „eigendur", komi sér saman um framhald starfsins, en njóti þá um leið ekki þeirrar einka- reíjtsturaðstöðu sem nú gildir. Þetta yrði eflaust tíl að hreinsa andrúms- loftið, enda ófært fyrir almannavaldið í landinu og fulltrúa þess, að liggja undir persónulegum sví- virðingum fyrir það eitt að vera annarrar skoðun- ar en „eigendur" út- varpsins. Um fréttastofu útvarpsins sérstaklega er það að segja, að auðvitað vinnur hún verk sin eftir bestu samvisku. Almanna- valdið virðist vilja haga ráðn- ingu fólks þangað þannig, að um blönduð sjónarmið verði að ræða en ekki einhliða, og má öll- um skiljanlegt vera hvaða ástæður liggja þar að baki. Eng- inn venjulegur maður hefur I raun kosið yfir sig þá sam- búðarerfiðleika, sem nú gilda i þjóðfélaginu, og speglast m.a. i erfiðleikum við að koma fram ráðningu á fólki á fréttastofu með eðlilegum hætti. Enginn ve.njulegur maður óskar eftir striði út af hverju einasta atriði— sem til atkvæða kemur i þjóð- félaginu. Skæruhernaðurinn gegn meirihlutanum gengur nú lengra en góðu hófi gegnir, en það er til marks um undirlægju- háttinn, að þrjú borgaraleg blöð, sem hafa ekki, svo vitaö sé, gerst sérstakir stuðnings- menn „eigendafélags” rikisút- varpsins, hafa kosið aö lýsa af- stöðu sinni til mannráðninganna með þögninni. Slik þögn er stuðningur við skæruliða gegn meirihlutaákvörðunum. Almannavaldinu ýtt til hliðar. Uppi hafa verið raddir um svonefndan frjálsan útvarps- rekstur og hafa helstu forustu- menn i þvi máli veriö Guö- mundur H. Garðarsson og Ölaf- ur Hauksson. Þeirbenda m.a. á, máli sinu til stuðnings, að i hæsta máta sé óeðlilegt að að- eins ein útvarpsstöð skuli rekin i landinu, sem þar að auki sé i rikiseigu. Þeir hafa jafnframt bent á, svo ekki verður mótmælt með rökum, að hægt er að koma upp útvarpsstöðvum með litlum tilkostnaði og rekstur þeirra er hægt að tryggja eftir venjuleg- um samkeppnisleiðum um aug- lýsingar og annað. Þeir sem vilja nú fyrir alla muni reisa milljarða höll, sem einskonar menningarlegt minnismerki um „eigenda- félag” rikisútvarpsins, hafa lagst mjög gegn hugmyndum þeirra Guðmundar Garðarsson- ar og ólafs Haukssonar, enda virðist „eigendum” útvarpsins varla viö hæfi og ofætlun, ef aðrir álita að þeir geti rekiö út- varp. En nú þegar almanna- valdinu hefur verið ýtt til hliöar i útvarpinu með eftirminnileg- um hætti, hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir félagar Guðmundur og Ólafur hafi ekki rétt fyrir sér, og timi sé kominn til að huga að þvi i alvöru og meö almannaheill fyrir augum, hvort ekki sé ástæða til að brjóta niður i eitt skipti fyrir öll einokun „eigendafélags” út- varpsins i fjölmiðlarekstri. önnur útvarpsrás Að visu má alveg eins búast viö að ekki komist upp annað út- varp i landinu nema meö þátt- Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur fjallar um útvarpið í tilefni af þeim deilum sem orðið hafa vegna ráðningarmála. Indriöi segir að einfald- asta ráðið til að skapa frið um útvarpið sé að hef ja útsendingar á nýrri rás. Þá geti „eigenda- félagið" átt sitt gamla gufuradíó í friði. töku almannavaldsins, þótt þeirri þátttöku yrði hagað á annan veg en þann, sem hlotið hefur hörmuleg endalok i út- varpsráði. Er hér i fyrsta lagi átt viö nýja útvarpsrás undir nýrri útvarpsstjórn, og gætu af- notendur ráðið þvi hvoru út- varpinu þeir greiddu afnota- gjöld sin. Auglýsendur gætu jafnframt ráðið i hvoru útvarp- inu þeir vildu auglýsa. Nú má vel vera aö þeir, sem telja sig handhafa almannavaldsins öðr- um fremur, og láta sig litlu skipta þótt þeir hafi ekki nema minnihluta atkvæða, telji að hugmyndin um nýja rás sé ekki annað en vitleysa. Og vel má vera að þau þrjú málgögn borg- aranna, sem hafa þagað yfir að- geröum eins manns i útvarps- ráði gegn atkvæðum sex félaga hans, telji einnig af þægö við of- beldið, að rétt sé aö veita ekki hugmyndinni um nýja rás stuðning. En þá kemur til kasta þeirra, sem vilja klifa þritugan hamarinn og reka útvarpsstöð, sem er óháð almannavaldinu meö öllu. Þeir aðilar vita þá hvernig komið er fyrir borgar- legum öflum og við hvaða stuðriingi má búast af þeim við nýtt útvarp i landinu. Vitnað í Prövdu. Liti „eigendafélag” útvarps- ins svo á, að engum komi viö hvernig starfsháttum þar er hagað, og hvaða efni þar er flutt, er I rauninni ekki annað að gera en láta félaginu eftir þau tæki, sem það hefur til umráöa, til að leika sér að. Manni skilst aö þótt I stórt óefni sé komið hafi enginn vald til að breyta neinu i þessari gömlu stofnun með stóru húsdraumana. Það er a.m.k. sýnt að mikill meirihluti útvarpsráös ræður engu um mál útvarpsins. Einstakir menn útvarpsráös eru beittir aðferö- um rannsóknarréttar af frétta- stofu i sjálfsmáli og þykir hvergi fint i heiminum nema hjá „eigendafélagi” útvarpsins. Þannig hefur fréttamatið rugl- ast eitthvað hjá þvi liði, sem stundar fréttaflutning á degi hverjum i almannastofnuninni. Gæti hugsast að með nýrri út- varpsrás væri hægt að sýna „eigendafélaginu” og öörum landsmönnum hvaða reglur gilda um fréttaflutning aörar en þærað birtaekki afmæiisfréttir fyrr en fólk verður sjötugt, svo dæmi sé tekið af frægri „frétta- reglu”. Jafnframt mundi koma I ljós að á degi hverjum gerast þýöingarmiklar fréttir viöa um heim, sem ekki er getið I al- mannatækinu. Aftur á móti mundi hin nýja rás eflaust frá- biöja sér að birta langa romsu úr Prövdu, eins og gert var s.l. fimmtudag, til að hnjóða i Bandarikjamenn út af gisla- málinu, vegna þess að Pravda er ekki besta heimild um það mál. Þetta er aðeins dæmi um vinnutilhögun, sem ný rás mundi frelsa okkur frá. Hugmyndir um nýja rás, sem stjórnað yrði af almannavald- inu i samkeppni við það útvarp, sem þegar er i gangi, og virðist hafa verið yfirtekiö af starfs- fólki, er sett hér fram til aö fólk geti séð, aö valkostir eru nægir. Þá er hugmynd Guðmundar Garðarssonar um útvarp rekiö af fjölmennum samtökum einn- ig góðoggild, fáist Alþingi til að veita heimild til rekstursins. 1 raun er svo komiö aö Alþingi hefur ekkert við útvarpið aö virða, enda hafa þess menn i út- varpsráði verið svo gott sem reknir á dyr. Hin ógnarlega viö- kvæmni, sem rikt hefur um málefni útvarpsins, er fyrir löngu orðin óþolandi. Gamlar tuggur um þjóðlegt fyrirtæki, sem flytji talað orö til aö viö- halda tungunni og sé lista og leikhús og músikhöll eru alveg út I hött I samtimanum. Út- varpið er i sjálfu sér gamal- dags og fremur þungfær stofnun sem stynur fjárhagslega undan margvislegum böggum, sem varla koma útvarpsrekstri við. Látum gott heita. En Islending- ar geta varla stansað þarna. Þeir hijóta að leita einhverrar undankomuleiðar frá eignar- haldi starfsfólks á almennings- stofnun. Leiðir eru færar, eins og bent hefur verið á, hvort heldur Alþingi kýs að opna aðra rás á vegum rikisins með nýrri stjórn eöa velur þann kostinn að fela almannasamtökum, og þá um leiö neytendum, að annast útverpsrekstur undir nauðsyn- legu eftirliti, sem hægt væri aö stjórna meö leyfisveitingum, eins og gert er annars staðar, þar sem útvarpsrekstur félaga og rikis gengur ágætlega hlið viö hlið. Það sem stöövar fram- þróunina i þessum málum hér er, að stjórnmálaflokkar lita gjarnan svo á, að útvarpið sé mikiö áróðurstæki, sem þaö er. Þeir hafa ekki viljað breyta neinu, fyrr en þá nú, aö ljóst er að „eigendafélagiö” er orðið sterkara en almannastjórn stofnunarinnar. En af ótta við strangar “yfirheyrslur I anda rannsóknarréttar vill undirrit- aöur ekki tjá sig um hvaða stjórnmálaflokki „eigenda- félagið” er hlynntast. IGÞ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.