Vísir - 26.01.1981, Page 21

Vísir - 26.01.1981, Page 21
 Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg. Klarinettkvintett Brahms hefur verið talið af tónlistarfræðingum fullkomnasta kammerverk sem samið hefur verið fyrr og siðar. Þótt liðin séu tæp 90 ár síöan verkið var frumflutt hefur það einungis heyrst fjórum sinnum leikið á tónleikum hérlendis. Pierrot lunaire Schönbergs var samiö og frumflutt árið 1912. Verkið er timamótaverk sem olli miklum straumhvörfum i tón- listarheiminum á sinum tima. Hafa fá tónverk haft jafn viðtæk áhrif á samtið sina og þetta fræga verk Schönbergs. Pierrot lunaire er eitt af erfiðustu kammerverk- um i flutningi sem þekkjast og heyrist þvi sjaldan á tónleikum. Kammersveit Reykjavikur flutti þó verkið á Listahátið á siðastliðnu ári við fádæma hrifn- ingu þeirra sem lögðu leið sina i Þjóðleikhúsið einn fagran sumar- dag I júni siöastliðnum. Vegna fjölda áskorana þeirra, sem heyrðu verkiö þá flutt svo og þeirra, sem fóru á mis við tón- leikana i' sumar, ákvað Kammer- sveitin að flytja verkið aftur á þessu starfsári. Eins og áður sagði fer Rut Magnússon með lykilhlutverkið en stjórnandi verksins er bandariski hljóm- sveitarstjórinn og fiðlusnillingur- inn Paul Zukovsky en hann stjórnaði verkinu lika i sumar. Þá mun Zukovsky leika á fyrstu fiðlu i strengjakvaryettinum I klari- nettkvintett Brahms en Gunnar Egilsson fer með klarinetthlut- verkið. „Pierrot er svolitið skrýtið verk”. En hvernig verk er Pierrot lunaire? „Pierrot er svolitið skrýtið verk” svaraöi Rut Magnússon spurningunni, „það er byggt upp á 21 ljóði og verkið er ekki sungiö heldur er talað og sagt frá, sem sagt notuð ákveöin talsöngstækni við flutninginn. Þetta eru allt stutt ljóð og tilfinningasemi og svipabrigði skipta miklu máli. Verkið er mjög myndrænt og lit- rikt og persónuleiki Pierrot er i hæsta máta einkennilegur stund- um segir hann frá en stundum er eins og einhver annar segi frá”. Er þetta skemmtilegt verk I flutningi? „Ég verö að játa, aö ég hef flutt mörg verk um æfina en ég held ég hafi ekki haft eins gaman af nokkru eins og einmitt Pierrot. Kannski ekki sist þar sem ég flyt verkið undir leiðsögn Paul Zukovsky, en hann kann þetta al- veg Ut og inn”. Hefur Zukovsky starfað mikið með ykkur? „Já til dæmis var hann að undirbúa þetta verk allan fyrra vetur og kom þrisvar sinnum hingað til lands vegna þess. Einn- ig er hann meö Zukovsky seminar árlega hér á landi á vegum Tón- listarskólans og það verður aö segjast eins og er að það er okkur mikiil fengur að fá slikan mann hingað til lands”, sagði Rut Magnússon. ,,Þetta er ákaflega fallegt verk” Rut Ingólfsdóttir spilar með Kammersveitinni og við spurðum hana um klarinettkvintettinn og tónleikana. „Þetta er ákaflega fallegt verk” sagði Rut, „og alveg ótrú- legt að það skuli ekki oftar heyr- ast hér á landi. Okkur i Kammer- sveitinni er það mikið ánægjuefni að fá Paul Zukovsky til samvinnu við okkur. Þetta er svo stórkost- legur listamaöur. Hann hefur að visu oft hjálpað okkur áður en aldrei komið fram á tónleikum með Kammersveitinni fyrr og það er sérstaklega gaman fyrir okkur aö fá að spila með honum sjálfum” sagði Rut Ingólfsdóttir. Tónleikamir I kvöld hefjast klukkan 19.15 —KÞ Rut Magnússon syngur lykilhlutverkið I Pierrot lunaire I kvöld ásamt Kammersveitinni undir stjórn Paaul Zukovsky. „Pierrot er með mínum uppáhaldsverkum.” * segii* Rut Magnússon. sem kemur fram á tónleikum Kammersveitarinnar í kvðid „Pierrot lunarie var á sinum tima timamótaverk og mér finnst það enn i dag mjög nútimalegt” sagði Rut Magnússon i samtali við Vísi en hún fer með lykilhlut- verkið i Pétri i tunglinu sem Kammersveit Reykjavikur flytur meðal annars á tónleikum i Austurbæjarbiói i kvöld. Þessir tónleikar Kammer- sveitarinnar eru þriðju áskriftar- tónleikarnir á starfsárinu. A efnisskránni eru tvö öndvegis- verk sem bæði eru talin með merkustu tónverkum tónbók- menntanna. Fyrst verður flutt klarinettkvintett opus 115 eftir Johannes Brahms og siðan Simi50249 Sæludagar Snilldarvel gerð og fræg kvikmynd, sem hlotiö hefur fjölda viðurkenninga. Leikstjóri: James Ivory Aðalhlutverk: Lee Remick, Robin Eillis, Wesley Addy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. □□ODDDODDODDDQOBDODDODDDDDDDDQDDDDDDDDODDDaC | Bílaþjónusta f g Höfum opnað bilaþjónustu g □ að Borgartúni 29. □ ° g Aðstaða til smáviðgerða, □ □ boddýviðgerða og sprautunar. □ Höfum kerti, piatinur o.fi. □ □ D f Berg sf. | g Borgartúni 29, sími 19620. S aODaBDDaDODDDBBDBDDDDDDDDBDDDDDDDDDDaODDDDDD HASKOLABIÖ S.m. 22/ V0 M Mánudagsmynd: Evrópubúarnir Snilldar vel gerð mynd um kreppuárin. Myndin fjallar um farandverkamenn, syst- kin sem ekki hafa átt sjö dagana sæla, en bera sig ekki verr en annað fólk. Myndin hlaut óskarsverð- laun fyrir kvikmyndatöku 1978. Aðalhlutverk: Richard Gere, Brooke Adams, Sam Shepard. Sýnd kl. 9. ■BORGAR^ DíOið SMIOJUVEGI 1, KÓP. SÍMI 43500 (ÚtvagriMnkahúslnu •usti.t I Kópavogl) „The Pack" Frá Warner Bros: Ný ame- risk þrumuspennandi mynd um menn á eyöieyju, sem berjast við áður óþekkt öfl. Garanteruð spennumynd, sem fær hárin til að risa. Leikstjóri: Robert Clouse (gerði Enter The Dragon) Leikarar: JoeDonBaker.........Jerry Hopi A. Willis......Miilie Richard B. Shull. Hardiman Sýnd kl. 5, 7 og 9 Islenskur texti Bönnuð innan 16 ára. /,Ljúf leyndarmál" Erotisk mynd af sterkara taginu. Sýnd kl. 11 Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskirteini salur salur Sóibruni Hðrkuspennandl ný bandarfsk Htmynd, um harösnúna tryggingasvtkara, maö Farrah Fawcett (egurOardrottningunni freagu, Chartes Gordin, Art Camoy. Afar aprmnandl og viötourAahröð litmynd meö David Carradtne, Burt Ives. Jack Palance. Nancy Kwan. Bönnuö innan IBára. íeienekur tezti. Endurs. kL 3.10, 5.10, 7.10, 9.10, 11.10. Hjónaband Maríu Braun 3. sýningarmánuöur. ingvarinn Frábœr mynd, hrílandi og skemmtileg meö Neil Diamond, Laurence Oiivier. Sýnd kL 3.05, 8.05, 9XS og 11.15. salur Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1982 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðu- neytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Fjármálaráðuneytið, 22. janúar 1981. Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tiiboðum í framleiðslu og afhendingu á einangruðum stálpípum og greinistykkjum. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Y-Njarðvik og á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Alfta- mýri 9 Reykjavík gegn 200 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, þriðjudaginn 17. febrúar 1981 kl. 14.00.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.