Vísir - 19.02.1981, Page 4
•4
SSS Tómstundavörur SS
fyiir heimíli og skcia
NÁMSKEK) í
LEÐURVINNU
Leðurvinnunámskeið hefst
20. feb. n.k. á vegum
vers/unarinnar.
Kennt verður í fjóra daga,
þrjár kennslustundir i senn.
Tekið er við innritun
gegnum síma.
HANDÍD
Laugavegi 26 og Grettisgötu
sími 2 95 95
Hvernig má
ver jast streitu
Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiós um
Hvernig má verjast streitu og veröur þaö haldiö aö
Hótel Esju dagana 23. og 24. febrúar n.k. frá kl.
13:30—18:30 hvorn dag.
Leiöbeinandi á námskeiðinu er dr. Pétur Guðjónsson,
forstööumaður Synthesis Institute í New York, en þaö er
stofnun sem sér um fræöslu á þessu sviöi, og hefur Pétur
haldiö námskeiö sem þessi víöa í fyrirtækjum vestanhafs.
Námskeiöiö er byggt upp á eftirtöld
um þáttum:
— Þekking á streitu og einkennum
hennar.
— Slökunartækni til aö minnka streitu
í daglegu lífi.
— Ákvöröun — þaö er einstaklingur-
inn taki staöfasta ákvöröun um aö
losa sig viö streitu.
— Grundvallarreglur til aö fara eftir,
svo streita myndist ekki.
— Þekking orsaka streitu og vinna
bug á þessum orsökum.
— Læra kerfi sem hægt er aö nota í
daglegu lífi til aö þjálfa ofangreind
atriöi.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930.
A SIIÓRNUNARFÉLAG ÍSUUIDS
' síOUMÚLA 23 105 REYKJAVlK SÍMI 82930
Laus staða
Staöa lektors í ensku i heimspekideild Háskóla tslands er
laus til umsóknar. Sérstök áhersla er lögö á nútlmamál og
málvisi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur skuiu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um visindastörf sln, ritsmiöar og rannsóknir svo
og námsferii sinn og störf.
L msóknir skuiu sendar menntamáiaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 20. mars nk.
Menntamálaráöuneytiö, 16. febrúar 1981.
Breyting á opnunar-
tíma skrifstofu
Frá 1. mars 1981 verða skrifstofur
okkar i Reykjavik opnar á
timabiiinu 08.20 - 16.15
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118 — Reykjavík
Svíssneskir
unglingar í
miklum ham
,,Það er ekkert ofbeldi i samfélagi eins og okkar,
” sagði Kurt Furgler, forseti Sviss, i nýársboðskap
til landa sinna.
Og raunar hafa Svisslendingar lengst af getað
hrósað happi yfir þvi að vera lausir við hryðju-
verkamenn, verkfallaófrið á vinnumarkaði
stúdentaóeirðir eða aðra slika óáran, sem plagað
hefur nágrannariki þeirra sum.
1980 verður þeim þvi minnisstætt fyrir þá sök, að
þá sóttu unglingaóeirðir, götuuppþot og ofbeldi að
hinum friðsælu Svisslendingum.
Einkanlega kvað rammt að þvi
i Zurich, þar sem unglingar létu
uppreisnarhug sinn bitna á rúð-
um I verslunar- og bankabygg-
ingum. Urðu þeir viðburðir ekki
til þess að minnka kynslóðabilið,
eða bæta hugarþel hinna óliku
aldurshópa i garð hver annars.
Þeim eldri þótti, sem ungu
villingarnir hefðu spillt orðstir
hinnar virðulegu verslunarborg-
ar og tóku fálega i tillögur um að
setjast að viðræðum við hina
óánægðu unglinga. Þeir yngri aft-
ur á móti hafa sýnt litla þolin-
mæöi til þess að biða eftir Utkom-
unniaf „rækilegum athugunum”,
sem stjórnvöld hafa lofað á um-
kvörtunum þeirra.
Ókyrrð i vorlofti
Óeirðirnar brutust Ut i fyrra-
vor, þegar hópur ungmenna
kröfðust skemmti- eða af-
þreyingarstaða Ut af fyrir sig.
Eins konar tómstundamiðstöð,
þar sem þeir gátu verið i friði
fyrir afskiptasemi hinna full-
orðnu og lögreglu þeirra. Þessari
kröfu var komið á framfæri við
borgaryfirvöld i Zurich, sem
svaraði þvi engu.
Þegar svo fréttist, að borgar-
stjórnin ætlaði að verja 60 milljón
svissneskum frönkum til þess að
lappa upp á óperuhöllina, varð
fjandinn laus. RUður voru brotn-
ar og ýmis hervirki unnin. Kom
oft til árekstra milli lögreglu og
unglinga, og þá oftast i hinni
frægu verslunargötu Bahnhof-
strasse.
Borgaryfirvöldum var hverft
Guðmundur
Pétursson,
fréttastjóri
erlendra
frétta.
við, og látið var undan ungdómn-
um. Þeim var afhent tóm bygging
til afnota til eigin menningarlifs,
rokkhljómleika, kvikmynda-
sýninga, diskódans o.fl.
Skammgóður vermir
Þessi tómstundahöll var opnuð
i jUni I fyrra, en dýrðin stóö ekki
lengi. Strax i september lokaði
lögreglan hUsinu og stöðvaði
reksturinn, þvi að þar þóttu brögð
að ffkniefnaneyslu og fundist
hafði þjófagóss falið i hUsinu.
Þá keyrði alveg um þverbak.
Hundruðir unglinga reistu götu-
vigi I Bahnhofstrasse og rUðu-
brotin þöktu götur. Tjónið var
metið til milljóna franka. 300 un^-
iingar voru handtekiin Siðan
hefur aldrei gróið um heilt og get-
ur naumast heitið að friður hafi
komist almennilega á ennþá.
Meir en 500 ungmenni borgarinn-
ar hafa komist á sakaskrá i þess-
um skærum. Borgarstjóri Zurich,
Sigmund Widmer, ber sig undan
þvi, að honum og fjölskyldu hans
hafi verið margsinnis hótað öllu
illu, jafnvel lifláti. Unglingarnir
kvarta undan hroka embættis-
manna og harkalegri framgöngu
lögreglu. 50 kærur liggja frammi
á hendur lögreglunni fyrir mis-
þyrmingar.
Þannig litur unglingur i Zurich
út, þegar mestur móðurinn renn-
ur á hann.
Misjöfn viðbrögð
Hinir eldri bregða misjafnlega
við. Sumir ætla, aö öldurnar
lægi ef ungdómurinn fær tæki-
færi til þess að sinna sinu tóm-
stundagamni. Aðrir eru uppvægir
og krefjast stofnunar sérstaks
varðliðs, sem gæta skuli verð-
mæta og borgara fyrir uppi-
vöðsluseggjum. En aðrir leggjast
undir feld i leit að skýringum á
þvi, hvað hlaupið sé i unglingana.
Þeim siðustu þykir athyglis-
vert, að þessar óeirðir brjótast Ut
i hinni ihaldssömu borg Zurich,
þar sem ibUar fara sér hægt i að
elta hégóma tiskunnar. Á engu
hefur hinsvegar borið i Genf, þar
sem menn eru írjálslyndari i
háttum og hug. Að visu hafa orðið
uppþot i Bern, Basel og Laus-
anna, en naumast orð á þvi ger-
andi i viðmiðun við ósköpin i
Zurich.
Ekki verður atvinnuleysi kennt
um. Og ekki hafa stUdentar eða
aðrir langskólanemar i Sviss
blandast inn i uppþotin, enda ekki
vanir þvi að stofna til vandræða.
Ef leitað er til þeirra, sem i eld-
linunni hafa staðið, er næsta fátl
um svör. Ekki er um að ræða
neina skipulagningu og engir for-
vigismenn, sem standa upp Ur.
Ólátabelgirnir hafa reynst vera
jafn róttækir til vinstri eins og til
hægri, og siðan allt þar á milli.
Helst brýst það fram hjá unga
fólkinu, að það vilji risa upp gegn
gömlum hefðum og kreddufestu
svissnesks samfélags.
Svisslendingar, sem hafa gott
auga fyrir þvi skoplega i eigin
fari, segja Utlendingum til skýr-
ingará fyrirbærinu, að það sé svo
sem ekki á öðru von. Þaö séu tólf
eða þréttán ár, siðan stUdenta-
óeirðirnar fóru eins og eldur um
sinu i Evrópu og æskan reis upp
gegn valdi fullorðinna. NU sé
smitunin að brjótast fram i Sviss,
enda sé um það bil liðið timabilið
sem Svisslendingar séu á eftir
sinni samtið.
Enn ein loit-
belgstilraun
Naumast höfðu Bandarlkja-
mennirnir tveir fyrr neyðst tii
þess að gcfast upp I tilraun til
þess aö svlfa umhverfis jörðina I
loftbeig. en bresk kona ein og
vélamaður meö hénni tilkynntu,
að þau ætiuðu að fara umhverfis
jörðina i loftbelg.
Judith Chisholm setti flugmet i
fyrra, sló hraðamet I litilli fiugvél
á leiöinni frá Englandi til Astrallu
og Nýja Sjálands.
Vélamaðurinn, sem meö henni
vcrður I þessari nýju flugmetstil-
raun — og að þessu sinni I helium-
loftbelg — er Julian Nott, sem
manna hæst hefur svifiö i loftbelg
fylltum af heitu lofti. Hann komst
upp í 13.970 m hæö yfir Indlandi
1974.
Þau ætla að ljúka hnattflugi
slnu á 15 dögum og mestan
hlutann svifa I 11 km hæð.
ðelrðir l Napóll
Lögreglan I Napóli þurfti að
beita taragasi og skotvopnum tii
þess að dreifa hundruöum at-
vinnulausra og heimilislausra
mótmælenda, sem efndu til upp-
þota þar I víkunni.
Mest voru þetta ungmenni, sem
vopnast höfðu bareflum og grjóti,
hrófiað upp götutálmum og borið
eld I tvo strætisvagna, um leið og
þeir fdru um göturnar brjótandi
flesta glugga, sem á vegi þeirra
uröu.
Napóll hefur sjaldnast þótt nein
allsnægtaborg, en ástandið hefur
versnað enn eftir jaröskjálftana i
nóvember, þegar um 70 þúsund I-
btlar borgarinnar misstu heimili
sln.
Norðmenn aðstoöa
„Einlngu"
Norska verkalýðshreyfingin
sendi á dögunum „Einingu". hin-
um óháðu samtökum I Póllandi,