Vísir - 19.02.1981, Qupperneq 7
Svona á aö gera öaö, Guðrún
Hreinn Halldórsson, islands-
methafi i kdluvarpi karla, er hér
ásamt nýja félaganum f KR, Guö-
riinu Ingólfsdóttur, islandsmet-
hafa í kiíluvarpi kvenna, á æfingu
i KR-heimilinu. Meö þeim er
gamla kempan Valbjörn Þorláks-
son, þjálfari KR-inga I frjálsum
iþróttum. Guörún fær þarna til-,
sögn hjá Hreini I hvernig best sé
aö kastakúlunnien hún og Hreinn
hafa veriö aö æfa kúluvarp af
miklum krafti i KR-heimilinu aö
undanförnu. Þar eru menn óspar-
ir á aö gefa Guörúnu hoil og góö
ráö og veröur gaman aö vita,
hvort ekki veröa miklar framfar-
ir hjá henni I sumar eftir þau öil.
— klp/Visism. Friöþjófur...
Fram bankar á
„úrvalsdyrnar”
- eltir 86:75 siður yfir Kefiavík i 1. deildinni í körfuknatlleik
„Þetta er ekki búið enn hjá okk-
ur, þótt viö höfum unnið sætan
sigur i þetta sinn. Viö eigum eftir
tvo erfiöa útileiki viö liðin, sem
berjast um fallið i 2. deild,
Grindavík og Borgarnes og þeir
geta orðið okkur erfiðir”, sagði
Þorvaldur Geirsson fyrirliði
Fram, eftir að hann og félagar
hans höfðu sigrað Keflvikinga i 1.
deildinni i körfuknattleik i gær-
kvöldi.
Með sigri i þeim leik komust
Framarar með annan fótinn inn i
úrvalsdeildina næsta ár, en Keíl-
vikingar voru þeir einu sem virt-
ust geta komið i veg fyrir að
Fram fengi þar sæti. Þeir geta
það enn en til þess verða þeir að
fá aðstoð hjá Grindvikingum eða
Borgnesingum, sem verða þá að
Irwin gðður
í Hawai open
Hale Irving frá Bandarikjunum
varð sigurvegari i stóru atvinnu-
mannakeppninni i golfi sem lauk
um siðustu helgi en það var
„Hawaian Open” i Honululu.
Irwin lék 72 holurnar á 265
höggum eða 23 höggum undir
pari. Var hann fimm höggum á
undan næsta manni en það var
Don January, en siðan komu þeir
Ben Grenschaw og John
Schröeder.
Atrúnaðargoð Englendinga
Nick Faldo var bestur eftir 36
holurnar, lék á 70:62 en siðari 36
lék hann á 72:77 og hafnaði við
það i fertugasta sæti... —klp—
Fá biKaríiiif!
á föstudag ;
Ármenningar hafa
samþykkt að færa til leik
sinn við Njarðvik i úr- |
valsdeildinni, seni vera .
átti i Hagaskólanum n.k. 1
laugardag. Mun leikur-
inn, sem er siðasti ieikur
Njarðvikinga i deildinni,
verða i Njarðvikum '
annað kvöld. Að honum
loknum verður Njarðvik-
ingum afhentur tslands-
meistarabikarinn og leik-
menn liðsins fá sinn eftir-
sótta meistarapening.
Lokahóf verður siðan um
kvöldið I Stapa... —klp—
karla f gærkvðldl
leggja Framarana að velli i
siðustu leikjunum.
Leikur Fram og Keflavikur i
gærkvöldi var bráðskemmtilegur
og stemmningin i húsinu eins og
hún var hér i fyrra og árið þar
áður, þegar mest gekk á i úrvals-
deildinni. Bæði liðin léku fast og
vel og þau skiptust á um að vera
yfir i stigaskorun þar til alveg
undir lok fyrri hálfleiks að Fram
komst fram úr og var 5 stigum
yfir i leikhléi 41:36.
Barceiona í
mikium ham
Stórliðiö Barcelona hefur þotiö
upp eftir stigatöflunni i 1. deild-
inni i knattspyrnu á Spáni siöan
gamli framkvæmdarstjórinn var
rekinn frá félaginu i haust og þaö
festi kaup á vestur-þýska lands-
liösmanninum Bernd Schuster.
Barcelona hefur varla tapað
leik síðan, og rokið úr einu af
neðsta sætinu upp i annað efsta
sætið. Er liðið nú aöeins einu stigi
á eftir Atletico Madrid, sem hefur
haft forustu ídeildinni i nær allan
vetur.
Ekki hefur gengið alveg eins
vel hjá hinu stórliðinu i spænsku
knattspyrnunni, Real Madrid.
Liðið er i 6. til 9. sæti I deildinni
með 27 stig, eða 6 stigum á eftir
óvininum númer tvö — Atletico
Madrid — og 5 stigum á eftir óvini
númer eitt — Barcelona — og það
er nokkuð sem aðdáendur liðsins
kunna engan veginn að meta...
— klp —
1 byrjun siðari hálfleiksins
komust Framarar enn betur yfir
—10 til 13 stig — og náðu Keflvik-
ingar aldrei að brúa það bil.
Framararnir héldu þeim allan
timann i skefjum — jafnvel þótt
þeir væru með þrjá menn inn á
nær allan siðari hálíleikinn sem
voru með 4 villur og máttu þvi
ekkért brjóta af sér til a fá þá 5tu
og vera þar með visað útaf. Var
sigur þeirra upp á 86:75 íyllilega
verðskuldaður og menn almennt
á þvi i salnum, að beta liðið hefði
sigrað.
Val Brazy var hreint stórkost-
legur i liði Fram. Hann skoraði 29
stig og átti hverja sendinguna á
fætur annarri, sem samherjar
hans gátu ekki annað en skorað
úr. Þá var Viðar Þorkelsson mjög
góður og skoraði 17 stig og sömu-
leiðis Simon Ólafsson sem sá um
að gera 22 fyrir Fram.
Keflvikingarnir voru sprækir
en þó ekki eins og Framararnir.
Þeirra timi kemur og sjálfsagt
verða þeir komnir upp eftir eitt til
tvö ár — enda liðið ungt. Axel
Nikulásson og Björn Vikingur’
voru bestu menn IBK i þessum
leik.en stigahæstur i liðinu var
Terry Read með 27 stig. Axel
skoraði 18 og Jón Kr. Gislason 9
stig, sem er óvenju litið úr þeirri
átt... —klp—
STAÐAN
Fram ...
Keflavik
Þór.....
Skallagr
Grindavik.. 14
.. 14 12 2 1304:1092 24
.. 14 11 3 1174:1094 22
..14 5 9 1113:1232 10
.. 14 4 10 1146:1189 8
3 11 1133:1205 6
l. deiidin i körluknattleik kvenna:
Verða KR-sielpurnar
melslarar í kvöld?
Mikið verður um að vera i 1.
deildinni i körfuknattleik kvenna i
kvöld, þegar tS og KR mætast i
iþróttahúsi Kennaraháskólans. i
þeim leik geta nefnilega úrslitin i
islandsmótinu ráðist og þvi mikið
i húfi eins og gefur að skilja.
Staöan i deildinni er þannig, að
KR er efst með 8 stig og á tvo leiki
eftir, en ÍS og iR eru meö 6 stig og
eiga einn leik eftir hvort. Ef KR
sigrar i leiknum í kvöld er liðiö
orðið islandsmeistari, en tapi
KR, fær liðið annað tækifæri á
sunnudaginn, þegar það mætir
ÍR. Tapi KR þeim lcik lika, eru öll
þrjú liðin jöfn og verður þá áð
fara fram aukakeppni á milli
þeirra.
Leikurinn i kvöld hefst um kl.
21.30, eða aðloknum leik ÍS og KR
i úrvalsdeildinni, sem á að byrja
kl. 20.000... -klp-
Bandarikjamaðurinn i Fram, Val Brazy, var frábær i leiknum viö
Keflavik i gærkvöldi og skoraöi þar á alla vegu. Hér má sjá hann
„troða” knettinum niður um körfuna hjá Keflvikingum meö miklum
lilþrifum og við mikinn fögnuð hinna fjöimörgu áhorfenda...
Visismynd Friöþjófur.