Vísir - 02.03.1981, Page 5
Mánudagur 2. mars 1981
5
VÍSIR
Tveir Líbanlr
handleknir IUSA
- ákærðir fyrir vopnasmygl
Tveir Libanir voru handteknir i
Bandarikjunum um helgina,
ákærðir fyrir að reyna að smygla
vopnum til Libanon. Bandariskir
leynilögreglumenn fundu gám,
fullan af skotfærum,-á hafnar-
bakka i S-Karólinu og átti að setja
hann um borð i skip frá Kýpur og
viðtakandi var ónafngreindur
maður i Beirut.
Mennirnir tveir, sem handtekn-
ir voru heita Antoine Bousamara,
sem bjó i Charlestone i S-
Karólinu, og Andre Ayoub, sem
bjó i Mehuen i Massachusetts.
Augusto Pinochet, forseti Chile, greiöir sjálfum sér atkvæði. Eitthvað
stendur réttarkerfiö á ská hjá honum, blessuðum.
Saufli Arabar draga úr
oifuframieiðsiu og
vísitölubinda olíuverð
Rakaras tofan Figaró
Laugavegi 51 — Sími 15434
Chun Doo Hwan náöar 5221 fanga.
Háðar yfir
5000
manns
1 tilefni af embættistöku Chun
Doo Hwan forseta Suður Kóreu i
dag, hefur forsetinn tilkynnt að
hann muni náða 5221 fanga sem
sitja i fangelsum landsins.
Meðal þeirra sem fá náðun er
Kim Key Won fyrrum helsti
ráðgjafi Park fyrrverandi forseta
S-Kóreu, en Kim var sá sem
myrti Park.
176 manns, sem stóðu fyrir
uppreisninni i Kwangju á dögun-
um, verða látnir lausir.
Hinsvegar er ekki minnst á
fyrrum forsetaframbjóðanda
Kim Dae Jung, sem var dæmdur i
lifstiðarfangelsi fyrir samsæri
gegn landsstjórninni. Hann mun
sitja áfram i fangelsi.
Amnesty International hefur
nýlega sent frá sér tilkynningu,
þar sem krafist er náðunar og
frelsis fyrir 500 pólitiska fanga i
landinu.
Árás skæruliða á lögreglustöð i
Baskahéruðunum á Spáni, sem
gerð var i gær, hefur sett strik i
reikninginn eftir að aðskilnaðar-
menn Baska höfðu boðið upp á
vopnahlé án nokkurra skilyrða.
Þrir lögreglumenn særðust,
einn af þeim mjög mikið, þegar
herskáir og róttækir skæruliðar
réðust með sprengjum og vél-
byssum á lögreglustöðina rétt ut-
an við Bilbao.
Þetta voru fyrstu vopnavið-
skiptin.sem fram hafa farið eftir
byltingartilraunina i siðustu viku,
en stöðug átök milli skæruliða og
lögreglu voru höfð sem afsökun
fyrir byltingartilrauninni.
Spænsk blöð hafa ásakað að-
skilnaðarmenn Baskaum að eiga
sök á byltingartilrauninni en i
framhaldi af þeim ásökunum
hafa foringjar skæruliða lýst yfir
vopnaléi, nema herinn reyni bylt-
ingu á nýjan leik.
Stendur Vatikanið og páfinn að
baki skemmdarverkum, sem
unnin hafa verið á kaþóiska söfn-
uöinum i Kina?
Samkvæmt fréttum i timaritinu
„Time”, sem út kom i gær,
ráðgera Saudi Arabar að draga
úr oliuframleiðslu sinni sem nem-
ur 500 þús. tunnum á dag. Þetta
mun vera gert til að binda oliu-
verð við verðbólguvöxtinn á Vest-
urlöndum, nokkurs konar visi-
tölukerfi. Saudi Arabia, sem er
stærsti oliuframleiðandi i heimi,
eða með 10,3 milljónir tunna á
dag, litur á áætlun sina sem lið i
þeirri viðleitni að gera Vestur-
löndum kleift að sjá oliu-
verðhækkanir fyrir.
Chile:
Fimm vinstri sinnaðir skæru-
liðar, sem eiga dauðadóm yfir
höfði sér, hafa verið færðir fyrir
dómstóla i Santiago i Chile — án
þess að fá að hafa verjanda.
Rikissaksóknari Chile hefur
þegar farið fram á dauðadóma
yfir fimmmenningunum — þrem-
ur körlum og tveimur konum.
Þau voru handtekin þann átjánda
febrúar og réttarhöldin hófust
tveimur dögum siðar.
Samkvæmt landslögum er ekki
hægt að dæma mann til dauða i
Chile án þess að ákærði fái verj-
anda og þvi er talið liklegt að
dómstóllinn skipi fimmmenning-
unum verjanda.
Spánn:
RADIST A L0G-
REGLUSTÖÐ
Skæruiiðarnir eru sakaöir um
að hafa drepið skólastjóra leyni-
lögregluskóla hersins, fjóra her-
lögreglumenn, tvo varðmenn og
stöðumælavörð.
fá enga verlendur
Krafist dauDadóms
Vinnur vatikanið skemmdar-
verk á kínverskum söfnuði?
Leiðtogi óháðu, kaþósku kirkj-
unnar i Kina, sagði i viðtali, sem
birtist i gær, að Vatikanið stæði
hugsanlega á bak við ótilgreind
skemmdarverk, sem reynt væri
að vinna á söfnuðinum.
„Það hafa verið unnin
skemmdarverk — sum hafa kom-
ið sér illa”, sagði Michael Fu
Tieshan, biskup, i viðtali við
Newsweek.
„Eg get ekki á þessari stundu
sagt hvaða skemmdarverk ég á
við, en þau hafa verið unnin á
tveimur siðustu árum af útlend-
ingum. Ég get ekki útilokað þann
möguleika að Vatikanið standi á
bak við þau”.
Viðtalið við Fu biskup var tekið
án leyfis Vatikansins, en kin-
verska kaþólska kirkjan klauf sig
frá Vatikaninu árið 1957 og hefur
verið óháð siðan.
„Samruni við Vatikanið getur
aðeins átt sér stað ef Vatikanið
slitur öll bönd við Taiwan. Það er
undir Vatikaninu og páfanum
komið að sýna breytta afstöðu til
okkar”.
Biskupinn lagði áherslu á, að
kaþólska kirkjan i Kina yrði
áfram óháð og að Vatikanið yrði
aðsýna þessuskilning. Kinverska
kirkjan klauf sig frá Vatikaninu
vegna ágreinings um val á
biskup.