Vísir - 11.03.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. mars 1981
vísm
3
Viija spara
4 milljónir með
niðurlagningu
fasteignamats
rikisins:
.Það er oft verið að skamma
„Þýöir stórhækkun fast-
eignamats úti á landi”
okkur fyrir að vera með tiilögur,
sem kosta mikia peninga, þannig
að mér þótti viðeigandi að koma
með tillögu, sem gengi i öfuga
átt”, sagði Magnús Magnússon
alþingismaður i samtali við VIsi i
morgun, en hann hefur lagt fram
á Alþingi þingsályktunartiUögu
ásamt Karvel Pálmasyni um að
leggja niður Fasteignamat rikis-
ins I þeirri mynd, sem það er.
„Sannleikurinn er sá, að það er
viða i þjóðfélaginu, sem hægt er
að spara og taka til hendinni”,
sagði Magnús. „Þarna er um að
ræða sparnað, sem nemur 3.5 — 4
milljónum króna á ári. Aðalhug-
myndin er sii að nota brunabóta-
- segir Guttormur Sigurbjörnsson hjá Fasteignamatinu
matið sem grunn, slðan að nota
fyrningastuðul, ef mönnum sýn-
ist, að það sé rétt eins og Fast-
eignamatið gerir I dag, lækkar
verðið með aldri húsanna án til-
lits til þess hvort hUsunum er vel
við haldið eða ekki.”
„Það er hægt að setja inn ein-
hvern ákveðinn verðstuðul eða
verðbreytingastuðul fyrir hvert
byggðarlag eins og nU er gert,
fasteignamatið á að taka tillit til
gangverðs en það er hægt i sam-
ráði við heimamenn á hverjum
stað. 1 þriðja lagi þarf að taka inn
mat á lóðum og löndum, jörðum i
sveitum og öðru þviliku. Allar
þessar upplýsingar eru til, það er
ekkert annað en að sameina
þær.”
„Þetta er ekki hugsað frá okkar
hendi sem gagnrýni á störf Fast-
eignamatsins, en það er viða sem
hægt er að beita svona
spar naðaraðgerðum ’ ’.
„Gifurleg hækkun”
„Ég veitansi lítið um þessa til-
lögu”, sagði Guttormur Sigur-
björnsson, forstjóri Fasteigna-
mats rikisins, I samtali við Visi i
morgun. „Þaö er auövitaö ekki
hægt aö gera þetta meö þingsá-
lyktunartillögu þvi að það eru lög
um skráningu og mat fasteigna,
sem kveða svo á, að það skuli
vera gangverð eða liklegt sölu-
verð gegn staðgreiöslu, sem er
viðmiðunin á fasteignamatinu, en
brunabótamatið er allt annaö.”
„Ég veit ákaflega litiö um
þetta, en verði brunabótamatiö
notað sem fasteignamat, þá verð-
ur gifurleg hækkun á fasteigna-
mati, sérstaklega úti á lands-
byggðinni. Viö teljum, að þaö
myndi hækka allt að 65%.
gk-.
NTJUNe:
JEXTENDED LIFE
ANTIPERSPIRANT
LANGVIRKUfí SV/TAST/LL/fí
Sviti er vandamál, sem hefur
verið leyst...
# Nú til dags er persónulegur hreinleiki og f rísk-
leiki ómissandi hluti allrar fegrunar og snyrt-
ingar.
# An hans er engin kona fögur sama hvað hún er
vel vaxin eða vel snyrt.
# Eftir að ákveðið hafði verið að framleiða full-
kominn svitastilli og eftir töluverðar rann-
sóknir var Linden Voss svitastillirinn fundinn
upp.
Vetrarmynd úr Kópavogi. Visismynd: EÞS
Sendinefnd frá Akranesi skoðaði koiabrennslutæki í Danmðrku:
STRANGAR KROFUR EF KOLA-
RRENHSLA VERÐUR TEKIN UFP
í SEMENTSVERKSMIBJUNNI
„Við vorum að skoða tæki i
Danmörku i sambandi við kola-
brennslu. Sementsverksmiðjan
hefur óskað eftir aö fá að taka upp
brennslu kola i stað oliu”, sagði
Magnús Oddsson bæjarstjóri á
Akranesi i viðtali við fréttamann
Visis i tilefni þess að sendinefnd á
vegum bæjarins kom heim um
helgina úr ferð til Danmerkur og
Noregs.
„Við skoðuðum tvær sements-
verksmiðjur, sem hafa tekið
þetta upp og kynntum okkur
hvaða kröfur yfirvöld á viðkom-
andi stöðum hafa gert til þessara
tækja. Það er ljóst að þarna þarf
að gera strangar -kröfur. Hins-
vegar held ég að það sé svo mikil
fjárhagsleg hagkvæmni sem næst
með þessu, að það sé verulegur
ávinningur fyrir verksmiðjuna að
fá að taka þetta upp.
Við fengum þarna mjög góðan
samanburð á verðlaginu hjá
verksmiðju sem er bæði með
oliu- og kolabrennslu ennþá.
En ennþá er ekkert ákveðið, við
i bæjarstjórn gerum okkur grein
fyrir þessu i heild, áður en við
leggjum nokkuð til”, sagði bæjar-
stjóri.
SV
AKARN H.F.p
Strandgötu 45, Hafnarfiröi,
sími 51103
NORSK
GÆÐAVARA
• Hann er sterkvirkasti og langvirkasti svita-
stillirinn/ sem nokkurn tima hef ur verið fram-
leiddur og er í algjörum sérflokki.
• Linden Voss hrífur ekki bara eina morgun-
stund eða jafnvel eina dagstund. Nei, Linden
Voss hefur áhrif í fleiri daga og það alveg
óháð því hve oft þú baðar þig eða þværð þér á
þeim tíma.
• Sé svitinn þér ekki óeðlilegt vandamál, þarftu
ekki að nota Linden Voss oftar en tvisvar eða
þrisvar i viku til þess að vera algerlega laus
viðsvitalyktalla vikuna, bæði dag og nótt, not-
að rétt.
• Linden Voss er auðvitað alveg jafn gagnlegt
og alveg jafn nauðsynlegt fyrir karlmenn.
• Linden Voss er þess vegna líka orðið mjög
frægt erlendis eins og f jölmargir Islendingar
geta borið vitni um.
• Linden Voss fæst sem:
Linden Voss Roll-on án ilmef na
Linden Voss Roll-on með ilmi
Linden Voss Cream án ilmef na
Linden Voss Aerosol án ilmefna
Einnig fæst frá Voss:
#Voss Protein Nail Conditioner Treatment —
nærir pg styrkir veikar, skemmdar og mattar
neglur.
• Diamond Voss Supreme Nail Strengthener —
naglaherðir, sem borinn er á eins og nagla-
lakk.
#' Noon Voss Cuticle Remover —
naglabandaeyðir
Afbragðsgóðar vörur, sem
hlotið hafa mik/a viðurkennihgu erlendis
LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á
LAUGAVEGS APOTEK
SNYRTIVÖRUDEILD
„Þið eigið alltaf leið um Laugaveginn''