Vísir - 11.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 11.03.1981, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 11. mars 1981 VÍSIR Húsið á siétt- unni helur ekkl uppeldisgildi Undrandi skrifar: Þann 5.3. lét Jóna nokkur hafa eftir sér einhverja þá almestu vit- leysu, sem birst hefur á prenti, siðan prentlistin var fundin upp. HUn heldur þvi fram að „Húsið á sléttunni”, (nákvæmara: grenjað á gresjunni) sé einhver vandað- asti þáttur, sem sjónvarpið hefur sýnt, að að hann hafi mikið „upp- eldisgildi.” Þar sem það litur út fyrir að Jóna sjái þættina i einhvers konar þoku, sé ég mér skylt að upplýsa hana um það hvernig þeir eru i raun og veru. „Grenjað á gresjunni” er að flestra mati sá tilbreytingar- lausasti, væmnasti, og leiðin- legasti þáttur, sem gerður hefur verið og er uppeldisgildi hans nákvæmlega ekki neitt. Það sem furðar mig þó mest er að Jóna skuli fylgjast með barnaþáttum þessum af ódrepandi áhuga og að hún skuli leggjast svo lágt að treysta sjónvarpinu til að ala upp börn sin. Jóna gerir það að tillögu sinni að fella niður iþrótta- þættina, þar sem „uppeldisgildi” þeirra sé litið og að flestum þyki leiðinlget að horfa á iþróttamenn sigraða af erlendum MEÐAL- MÖNNUM. Ég vil beina þessum orðum minum til Jónu: „Þessir meðalmenn, sem þú talar um eru hvorki meira né minna en heims- meistarar, evrópumeistarar ofl. ofl. meistarar og islenskir iþróttamenn hafa staðið sig FRA- BÆRLEGA gegn þeim.” Sem svar vð þessu óráðshjali Jónu segi ég þetta: „Bylur hæst i tómri tunnu og löngum hlær litið vit”. „Við viljum sem sagt ekkert vita af æfingum sovéska flotans undan Austurlandi. HÆTTUM FELULEIKHUM Borubrattur skrifar: Nú þegar Regan forseti Banda- rikjanna hefur tekið af skarið meö skattalækkanir á sama tim* og engar tilslakanir eru gerðar i hermálum, þá ættum við tslend- ingar að fara að hugsa okkar mál og láta nú einu sinni á okkur sjást að viö erum i bandalagi með vest- rænum þjóðum. Ég held að þaö sé kominn timi til að við séu ekki i feluleik með þessi mál og höldum borubrattir fram á veginn og kynnumst heimsmálunum i raun. Við vitum ekki nokkurn skapaðan hlut um hermál, og þykjumst ekkert vilja vita. Við viljum sem sagt ekki vita af æfingum sovéska flotans undan Austurlandi, við viljum ekki vita af soveskum kaf- bátaflota á svipuðum slóðum og sovésk rannsóknarskip hálda sig albdin tækjum til þess aö gegna stórum hernaðarlegum verkefn- um. Samt er meirihluti þjóðar- innar fylgjandi NATO. Hvers vegna ekki að fylgjast með i okk- ar félagsskap, taka þátt i stærstu félögum sem vilja og telja nauð- synlgt að við vitum meira en al- mennt gerist hjá okkur um þessar mundir? R.T. teiur réttara að annað efni viki isjónvarpinu en barnaefni. R.T. hringdl: úr sjónvarpsdagskránni aðeins Mér finnst algjörlega óafsakan- fyrir það að hægt sé að bruðla legt ef allt barnaefni á að falla út með fé i islenska misheppnaða kvikmyndagerð. Eg held að mönnum væri nær að taka ein- hvern leiðindadaginn út úr dag- skránni eins og til dæmis þriðju- daga, með sinar sjúkrasamlags- myndir. A þeim dögum er nefnilega titt að sjá einhverjar sænskar eða danskar vandamálamyndir um uppeldi, en á sama tima er verið að taka hið besta efni frá börnun- um. Þetta gengur ekki og ég mun stuðla að þvi að undirskriftarlisti fari i gang um málið. EP framsókn tengd umbóta- sinnuöum? Hildur Harðardóttir stúdent skrifar. 1 nýútkomnu stúdentablaði er vikið að vægast sagt skrýtnu hádegisverðarboði. Um boð þetta er altalað meðal stúdenta og skilst mér að þangað hafi mörgum verið boðið á fölskum forsendum. Hádegisverðarboð þetta fór fram að Hótel Heklu, húsa- kynnum Framsóknarflokksins hér i bæ. Þangað var mörgum stúdentum úr Háskólanum boðið nýverið, þar á meðal kunningja minum. Var það samstúdent hans, sonur eins framsóknarþingmannsins, sem bauð honum þangað „i kaffi”. Þegar á staðinn kom rann griman af samkundunni. Þeir Tómas Árnason ráðherra og Stefán Valgeirsson þing- maður voru þar mættir og hvöttu menn til þess að styðja framboð umbótasinnaðra stúdenta. Ég vil spyrja for- svarsmenn þessa framboðs hvað svona mútugangur eigi aðþýða? Ekki hafa fyrrnefndir þingmenn eða flokkur þeirra verið áhugasamir fram að þessu um hag stúdenta eða Háskólans. Þykir mér i hæsta lagi óeðlilegt, að stjórnmála- flokkarnir séu með slik af- skipti af félagsstarfi stúdenta-, svo ekki sé nú spurt hvort landsins ráðamenn hafi ekki eitthvað þarfara við tima sinn að gera, t.d. að reyna að stjórna landinu ögn betur en fram að þessu. Nógu oft klifa þessir menn á þvi hversu dýr- mætur timi þeirra er. Oafsakanlegt að skerða barnaefni BuDbl heloi ekkl passað i S.T. skrifar: Ýmsir hafa orðið til þess að gefa i skyn að Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið mis- heppnuð þar sem Bubbi Mortens var þar ekki. Ég held hins vegar að öllum ætti að vera ljóst, að Bubbi hefur sérstæðan söngstil, sem hæfir ekki þess konar dægurlögum sem flutt voru i keppninni. Ekkert lag var þannig að Bubbi hefði komist eitthvað sér- staklega betur frá þeim en þeir keppnlna söngvarar sem komu fram og stóðu sig með stakri prýði, flest- ir þeirra prúðbúnir og myndu sóma sér vel á Evrópumarkaði. Ég var reyndar ekkert sér- staklega hrifin af lögunum og þótti ýmislegt mega fara betur i keppninni. Hinsvegar verðum við að muna að þetta er frum- raun og gekk i raun mjög vel miðað við það. Helst fannst mér endirinn subbóttur, en liklega var það vegna þess að klukkan var að verða 24. En samt hjart- ans þakkir. Undrandi svarar hér bréfi Jónu og eru þau greinilega ekki á eitt sátt um gildi iþrótta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.