Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 17. mars 1981 VlSlR punktur komma strik” enn á sinum staðog þess vegna höfðar myndin einnig til okkar sem ekki upplifðum þetta timabil. Þorsteini Jónssyni og sam- starfsmönnum hefur tekist einkarvel upp. Þeir farafallega með sögu sem mörgum þykir trúlega vænt um og gæða hana nýju og sjálfstæðu lifi. Sigurður Sverrir Pálsson er einhver reyndasti kvikmyndatöku- maður hérlendis og þarf ekki að fara i grafgötur um kunnáttu hans og leikni. Honum bregst ekki bogalistin hvort sem syna á ærsl krakka eða rómantik fyrstu ástar. Björn Björnsson og Friður Björnsdóttir laða fram löngu liðna tima með leikmynd ogbúningum og tónlist Valgeirs Guðjónssonar á drjúgan þátt i réttri stemmningu með skop- stælingu á dægurtónlist eftir- striðsáranna. Af leikurum myndarinnar verða Andrarnir tveir og Doddi leikfélagi Andra eftirminnilegastir en allflestir leikarar myndarinnar skila hlutverkum sinum með mestu prýði. Þegar kvikmynd er byggð á efni bókar er samanburður fjarska freistandi þótt hann sé stundum til litils gagns. Gera má ráð fyrir að flest allir sem sjá kvikmyndina „Punktur punktur komma strik” hafi jafnframt lesið samnefnda bók ef marka má viðtökurnar sem hún fékk. Þó að kvikmyndin sé ærið styttri en bókin og orða- leikir og still Péturs Gunnars- sonar komist ekki nema að litlu leyti til skila þá verða áhrif þessara verka i heild furðu lik, og kvikmyndin á sannarlega skilið að hljóta vinsældir, ekki siður en bókin. —SKJ ^Laugarásbio og Háskólabió: Punktur punktur komma strik Leikstjóri: Þorsttinn Jónsson Kvikm yndataka : Sigurður ■ Sverrir Pálsson | Leikmynd: Björn Björnsson ■ Tónlist: Valgeir Guðjónsson og | The Beatles | Aðalhlutverk: Pétur Björn I Jónsson, Hallur Helgason, | Kristbjörg Kjeld og Erlingur I Gislason. I islensk, árgerð 1981 ■ Andri Haraldsson lifnaði við i I hugum islenskra lesenda þegar I þeir kynntust honum á siðum I bókarinnar „Punktur punktur * komma strik” eftir Pétur I Gunnarsson. Nú hefur hann öðl- 1 ast annað lif i samnefndri kvik- I mynd Þorsteins Jónssonar. 1 Sagan kom fyrst út á prenti I fyrir rúmlega fjórum árum og hefur siðan verið endurútgefin I oftar en árlega. Það er þvi g, hreint ekki óvænlegt að byggja | kvikmyndahandrit á efni bókar- jk innar. Andri er ekki komin til skjal- ■ anna þegar kvikmyndin hefst. I Foreldrar hans tilvonandi, Ásta ■ og Haraldur, eru enn laus og I liðug en i óða önn að bindast ■ hvort öðru. Haraldur vill að þau I giftisigenAstasegir: „Þú veist I hvernig það fer”. Og auðvitað * fer það eins og allir vita. Har- I aldurhættir ásjónum, byrjar að 1 vinna hjá Kananum á Vellinum, I Andri fæðist og lif hjónakorn- anna verður ögn á annan veg en ■ hjá hetjum rómantiskra Holly- , woodmynda. Islenskt efnahags- I lif er allt á uppleið með dollur- ■ um og verðbólgu, afi Andra | fylgist tæplega með og skilur ■ sist hvers vegna krónan á I bráðum að' breytast i sextiu ■ aura. Andri sem verOur 53ara áriö 2 Kaninn er alls staðar nærri. Hann einn býður þann gjald- miðil sem nota má til að afla húsnæðis og allar skemmtanir eru frá honum komnar, bæði biómyndir og töfrabragða- sýningar. Fjölskylda Andra fylgist með sjónhverfingum amerisks töframanns á Vellin- um en ánægjan er ekki einráð. Afi, gamall og svifaseinn, lætur til leiðast að aðstoða töfra- manninn sem týnir af honum allt fémætt og leysir að lokum niður um hann. Andri fylgist ekki sjálfur með nærveru Kanans. Hann lifir i heimi bernskunnar þar sem ýmislegt kátlegt gerist. Snúningur jarðar um eigin möndul og sólina þarfnast rann- sóknar, áhrif brunaboða eru könnuð, en kynfæri og kynlif eru þó aðal athugunarefnið. I skólanum reynir kennarinn að pota staðreyndum landa- fræðinnar inni hausinn á Andra og bekkjarfélögum hans og i bekknum eru eins og vera ber bæði tossi og greindur uppá- haldsnemandi kennarans. Að sumarlagi er Andri sendur kyikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir. i sveitina i kynnisdvöl og til að rölta á eftir kúm bónda. Bú- skapurinn i „Punktur punktur komma strik” er mjög á sama veg og i öðrum nýjum islensk- um kvikmyndum. Bóndinn er framtakslaus klaufi og kofarnir virðast að þvi komnir að hrynja i hausinn á bónda, búaliði og búpeningi. Ekkert girðingar- ræksni er svo barrlegt að það megni að halda sér i lóðréttri stöðu og stia sundur yxna kvigu- kálfi og graðneyti. Siðast en ekki sist drekkur bóndi duglega af vasafleyg þingmannsins sem visiterar kjördæmið til að kanna trygglyndi atkvæða sinna og saman syngja þeir þjóðlega söngva eins og menn gera auð- vitað i sveitinni. Andri eldist og að lokum er hannisiðasta bekk igagnfræða- skóla. Andrúmsloftið milli stráka og stelpna er harla raf- magnað og Andri og Magga bekkjarsystir hans verða ástfangin. Andri og Magga eiga sér sama óraunsæja sælu- drauminn og Ásta og Haraldur i upphafi en á meðan Andri heimsækir Möggu i fyrsta sinn er Asta að visa Haraldi á dyr. Herinn er orðinn fastur i sessi og meðan herstöðvarand- stæðingar skálma framhjá með spjöld sin trúir Magga kærastanum fyrir þvi að hún viti ekkert hallærislegra en svona göngur. En það er ekki i öllum tilfellum aö vita hvermg fer, og i lok myndar situr Andri einn eftir meb fyrstu reýnsluna af ástinni og sorginni — og æskuna að baki. Andriereins og Óli prik, ekki sérstaklega skýrt dregin per- sóna. Sálarlif hans er ékki frá- sagnarefni i kvikmyndinni heldur þjóðfélagið sem hann fæðist inni. Kvikmyndin lýsir uppvexti barns rétt eftir 1950 og liklega finna margir af kynslóð Andra sitthvað svipað i æsku sinni og hans. Allir hagir is- lendingar breytast á árunum sem Andri vex úr grasi, stórfjöl- skyldan sundrast, amma er á Grund og skortir ekkert og Har- aldi dettur ekki i hug að ung- linginn Andra geti vanhagað um annaðen peninga. Fólk dreymir dagdrauma sem aldrei rætast, drauma sem þvi hafa verið rétt- ir upp i hendurnar. En þó litiö sé til baka i „Punktur punktur komma strik” þá er það ekki með sæt- súrri eftirsjá, heldur gagnrýni og skopi. Frásagnarefnið er oft á tiðum fislétt gaman en i annan stað alvarlegt og umhugsunar- vert. Fimmti áratugurinn og byrjun þess sjötta birtist ekki i gullnum bjarma. Þvert á móti virðist hann fremur óaðlaðandi. Þegar betur er að gáð eru nei- kvæðir þættir þjóðfélagsins sem dregnir eru fram i „Punktur Fréttastofaútvarpsins,jlippar’’ Ætli Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra verði ekki að fara að segja til um fram- kvæmdir á Keflavikurvelli áður en fréttastofa útvarpsins verður endaniega vitlaus. A sunnu- dagskvöld var fluttur langur lestur i fréttatima um byggingu á sprengjugeymslum á Kefla- vikurvelli og samþykkt fjár- veitingar Nato til slikra bygg- inga. Nú vill svo til, eins og Helgi Agústsson bendir á i frétt í Dagblaöinu i gær, að engu skipt- ir hvað Nato samþykkir, hafi utanrikisráðherra ekki sagt sitt um málið. Frumhlaup frétta- stofu hvað snertir framkvæmdir á Keflavikurvelli sýnir almenn- ingi enn einu sinni hvað sú stofnun er vanhæf i fréttaflutn- ingi. Þeir sem fylgst hafa með fréttaflutningi þaðan hafa vitað um þennan stóra galla i langan tima, en nú virðist vanhæfnin vera orðin augljósari en oft áð- ur, enda er ekki dregin dul á það af hálfu fréttastofunnar iengur að féndur okkar er að finna i vestrænu samstarfi. Þar er að finna menn sem ganga með voðavopn gegn íslendingum i hverju málinu á fætur öðru. því ef það eru ekki kjarnorku- sprengjur þá skulu það vera sprengjuskýli. Nú vill svo til að jafnvel þótt um sprengjuskýli væri að ræða, þá situr ekki á fréttastofu eins rikis, sem er I vestrænu samstarfi að gera annað en skýra frá þvi æsinga- laust. En að segja ósatt og fiytja þau ósanndini i áróðurskyni jaörar við slikar öfgar að maður fer að spyrja hvort öll frétta- stofan sé gengin I lið „hernáms- andstæðinga”, eða hvort hún telur sig enn vera að vinna undir formerkjum hlutleysis. Hinn pólitiski taugatitringur á fréttastofu ríkisútvarpsins, en hans veröur nú minna vart hjá sjónvarpi en oft áöur nema i menningarmálum, getur haft alvarlegar afleiðingar i för með sér fyrir útvarpið. Ætli frétta- stofan sér að fara að taka upp opna baráttu gegn sjónarmiðum mikils hluta þjóðarinnar og flytja æsingamál I þágu öfga- hópa er kominn timi til endur- skoðunar á starfsemi útvarps- ins og fréttastofunnar, sérstak- lega. Það liggur I augum að ráðamenn stofnunarinnar, allt upp í menntamálaráðherra, vita ekki hvernig ber að taka á þessum málum og mæta raunar ekki öðru en dreissugheitum og ómerkilegu hirðuleysi um til- mæli hjá fréttastofu, þegar aö er fundið, samanber viðskipti útvarpsráðs og fréttastofu sem upplýst var um nú nýveriö. Astand fréttastofunnar kallar m.a. á, að hraðað verði aðgerð- um til að koma upp annarri út- varpsrás undir nýrri og einfald- ari stjórn, en almenningur geti síðan ráðið þvi hvorri rásinni það greiðir útvarpsgjöld sin. Mun þá koma I ljós hvora rásina almenningur vill styrkja með áskrift, en það ætti aö vera mælikvarði, sem hver sæmileg- ur þegn getur sætt sig við. Hing- að til hefur vinstra dótið ham- ast gegn tillögum um nýja út- varpsrás og fundið henni allt til foráttu vegna þess að þá yrði að byrja nýja herferð til að troða inn réttu fólki I nýja stofnun. Eins og er þykir vinstra dótinu að það hafi unnið endanlegan sigur á rikisútvarpinu, og vill auövitað komast hjá þvi að þurfa að streða i mannráöning- um næstu tiu árin. En veröi fréttastofunni ekki sagt að hemja áróður sinn verður ekki hjá hinni nýju útvarpsrás kom- ist. Almenningur i landinu mun gera kröfu um hana, og svo vill til að enn ráða önnur hlutföll á Alþingi en rikisfjölmiðlunum. Það ætti þetta vinstra dót að gera sér Ijóst. • Hvað Keflavikurvöll snertir munu mál fara aö vilja utan- rlkisráðherra. Hann hefur fyrr haldið skynsamlega á málum til heilla fyrir þjóðfélagið, og þó staöið i erfiðu pólitisku sam- starfi við niðurrifsöfl bæði innan flokks og utan. Við erum ekki á leið úr vestrænu samstarfi og ætlum okkur ekki að verða nýtt Afganistan á norðurslóðum hvernig sem rikisfjölmiölarnir láta. Ólafur Jóhannesson mun sjá um það, að á Keflavikurvelli verði búið þannig að millilanda- flugi annarsvegar og varnarliði hins vegar, að við megi una. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.