Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 17.03.1981, Blaðsíða 14
VÍSIR Þriðjudagur 17. mars 1981 Þriðjudagur 17. mars 1981. VÍSLR H FfiTIN KEISARANS' Verslunum, sem bjóða upp á náttúrulegar vörur virðist fara hraðfjölgandi á hólmanum okkar. f flestum stór- :verslunum má finna fjöldan allan af vörum sem eru unnar úr náttúruef num eingöngu, og upp hafa risið ýms- ar smáverslanir, svo sem Kornmarkaðurinn við Skóla- vörðustig, Heilsuhúsið, Frækornið og PNLF við Lauga- veg og Öðinstorg. Auðvitað er þetta vegurinn í rétta átt — rétt mataræði = heilbrigður líkami. Er Náttúrulækningabúðin á vegum NLFi? Um hriö hef ég haft áhuga á aði kynna mér þessa þróun og lagði ég þvi leiö mina aö fyrirbæri sem gengur undir nafninu PNLFR, sem er ef til vill ein elsta náttúru- vöruverslunin hér á landi. Þar hitti ég fyrir hr. Óskar Guö- mundsson, framkvæmdastjóra Pöntunarfélagsins og bað ég hann vinsamlegast um áheyrn. Ekki varö ég beinlinis vör viö aö ég væri hjartanlega velkomin, en ég lét þaö samt ekki aftra mér frá þvi að seöja forvitni mina. Til þess að hefja innreiö i spurning- arlista minn, byrjaöi ég á þvi aö spyrja, hver væri tengiliöurinn milli þessarar verslunar og NLFR. Svar hans var: ,,Það er Pöntunarfélag Nátt-i úrulækningafélags Reykjavikur,, sem rekur þetta. Við köllum þetta bara Náttúrulækningabúöina, svona á milli fólks. Aö þetta sé angi út frá NLFR fer eftir þvi hvernig maður vill túlka þaö. Þaö er Náttúrulækningastefnan| sem á þetta en þetta er alveg sér- stök stjórn. Þaö er ekki sama stjórnin og NLFR, sem er bara félagsstjórn og hefur ekkert meö annaö að gera en venjuleg félags- mál. Þetta er aftur á móti viöur- kennt i formi samvinnufélaga. Þaö getur enginn gengiö i Pöntunarfélagiö nema að vera i Náttúrulækningafélaginu um leið. Siöan getur hann sótt um inngöngu i Pöntunarfélagið”. „Er erfitt aö fá inngöngu?” „Neei, það kostar bara pen- inga”. Innanfélagsstríð NLFI Um kostnaðinn viö aö gerast meölimur i báöum félögum, svar- aöi hann að veröiö væri 11 þús krónur i Pöntunarfélagiö og 1500 i Náttúrulækningafélagið. Hvort þaö eru gamlar eöa nýjar, kom ekki fram, því hann bætti snögg- lega við: „Annars hef ég litinn áhuga á að „skrifa” um þennan liö málsins, vegna verndar viö þetta félag”. Og vitnaði siöan i upphlaupin i NLFÍ sem voru hvað mest á forsiðufréttum blaöanna i fyrra. Þar eð hann haföi nú vakiö ó- ljósar minningar hjá mér um þetta innanfélagssyriö hjá NLFÍ, spuröi ég óskar hvort þessi há- reysti heföu ekki gerst i kringum aöalfundinn hjá félaginu og hvort von væri á áframhaldandi styrj- öld. Ég varö fljót aö iðrast þess- arar spurningar, þvi nú hvessti hann róminn: Hugsjónin skiptir mestu máli „Ég ætla sko ekki að fjalla um Náttúrulækningafélagiö. Þetta kemur Pöntunarfélaginu ekkert við. Það er fyrst og fremst hug- sjónin sem skiptir máli hjá þess- ari verslun. Það hlutverk sem hún þjónar skiptir máli. Viö erum að reyna að vinna aö og halda á- kveöinni hugsjón og ég vil ekki blanda mér inn i svona spurning- ar. Ef þú ætlar að ræöa þessi mál svona, þá hef ég ekkert viö þig aö tala, skal ég bara láta þig vita!! Ég hélt þú ætlaöir að ræöa um búðina og hugsjón hennar en ekki félagsmálin”. „Fyrirgefðu, en þú....” „Ég ræði ekkert meira viö þig!!”, þrumaöi hann. Fyrir utan hegöunina þótti mér þessi afstaða einkar afbrigðileg. Þar sem Pöntunarfélagiö hangir á Náttúrulækninganafninu, þá þótti mér afstaðan svipuð og barn sem afneitar áum sinum, En ekki þýddi fyrir mig að streitast viö. Sýndist mér sá svipur vera kom- inn á manninn aö ég taldi rétt að fjarlægja mig sjálf. Hann Valdi minn fauk upptil f jalla Fyrir utan PNLFR-búöina stóö ég nú i alislenskri veöráttu og náði þvi að stööva einn vitran kunningja minn sem var i þann veg að fjúka til sjávar og spyrja hann hvar ég gæti hitt formann NLFR. Hann gat rétt svarað mér áöur en hann tókst aftur á loft og fauk upp til fjalla. Hugsaði ég meö mér aö fleiri mættu fara sömu leiö. En nú herti ég upp hugann og ákveðin i þvi aö fá minum spurningum svaraö, þrammaöi ég til formanns NLFR, Einars Loga Einarssonar. Lengi getur vont versnað, kom upp i huga minum og óörugg baö ég Einar Loga um viötal. En for- maöur NLFR tók aftur á móti vingjarnlega viö mér og virtist auöfús til svara. Og þá datt hug- sjónin í brunninn „Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga um Náttúru- lækningabúöina og kannski eitt- hvað um félagiö i leiöinni”. „Þaö væri nú best fyrir þig að snúa þér til Pöntunarfélagsins i sambandi viö búöina, en auðvitaö er þér velkomiö aö spyrja mig hvers sem þú vilt varöandi NLFR”. „Hvers sem ég vil! ? ” Ég út- skýrði þá fyrir honum úthýsingu mina hjá búðinni og sagði honum jafnframt aö þaö heföi veruð ætl- un min aö spyrja hr. óskar hvers vegna vörurnar i PNLFR væru langtum dýrari en annars staðar. „En ég má sennilega þakka min- um sæla fyrir aö hafa ekki gefist kostur á að stynja þessari spurn- ingu upp”. Einnig spurði ég Einar Loga hvers vegna búöin sem gengurundir „náttúrulækninga”- nafni, seldi vörur eins og hveiti, sykur, ópal, trix, cocoa puffs og vörur sem innihalda gervi-, bragö- og litarefni. „Ætti ekki svona verslun aö vera trygging fyrir þvi að þarna séu einungis heilsusamlegar vör- ur? Þetta gæti jafnvel ruglað fólk, þannig aö þaö skynjaði ekki mis- muninn og héldi aö cococa puffs væri heilsusamlegt. Þaö er leiöin- legt aö þurfa aö segja þetta, en mér finnst þetta svipa til „Nýju fata keisarans”, að auglýsa sig á röngum forsendum og þá finnst mér „hugsjónin”, sem rann svo stritt fram af tungu hr. Óskars dottin i brunninn”, sagöi ég hug- rökk en undirbjó mig samt undir aö hlaupa aö dyrunum. t verslun Náttúrulækningafélags Reykjavikur. Vlsismynd: EÞS. A sögulegum fundi náttúrulækningamanna. Álagning á ekki að vera óhófleg En svar hans kom mér á óvart. Þessi maður virtist einnig sjá i beran rass keisarans: „Ég hef enga skýringu á þvi hvers vegna vöruveröiö sé hærra en gerist i öðrum svipuöum verslunum. Aftur á móti, er sú staöreynd að þaö sé hærra en annars staðar, i algjörri mótstööu viö yfirlýsta stefnu Pöntunarfé- lagsins. Ein lagagrein félagsins hljóöar á þá lund, að útvega eigi félagsmönnum hollustuvöru á viöráöanlegu veröi, þannig að á- lagning sé ekki óhófleg”. „En hefur þá NLFR ekkert um þetta að segja?” NLFI bannað að skipta sér af hugsjóninni Einar Logi dæsti. „Þetta hefur veriö margra ára deiluefni innan NLF-hreyfingarinnar. Þar hefur veriö deilt um hvort PNLFR ætti aö einskorða sig viö sölu hollra efna, vitamina og bætiefna og i gegnum árin reyndi NLFÍ aö hafa áhrif á vöruval i verslununum, svo sem að banna sölu á kaffi, sykri og hvitu hveiti. Þá gekk þar fremstur i flokki Arni Asbjarnar- son, þáverandi framkvæmda- stjóri Heilsuhælis NLFt i Hvera- gerði. Þaö kann þvi aö viröast skjóta nokkuö skökku viö, aö þegar hann er nú orðinn formaöur Pöntunar- félagsins þá skuli hann ekki beita áhrifum sinum til þess að hrinda þessu áhugamáli sinu i fram- kvæmd. En eftir ab hafa setið sið- asta aöalfund, sá ég aö skýringin lá iaugum uppi, þvi þar lýsti Ósk- ar Guömundsson yfir að hann myndi ekki sjá sér fært aö starfa sem framkvæmdastjóri ef stjórn- armenn skiptu sér af rekstrinum eöa hans verkum”. Einkafyrirtæki eða samvinnufélag? „Og hans vilji hefur þá náö fram að ganga?” spurði ég. „Það liggur i augum uppi. Stað- reyndin virðist vera sú, að Óskar reki Pöntunarfélagið eins og einkafyrirtæki i stað samvinnufé- lags, eins og það þó er aö lögum”. „Hver er þá kosturinn við aö vera i Pöntunarfélaginu? Fá meðlimir vörurnar ódýrari, eða kannski heilsusamlegri?” „Fyrstu árin nutu félagsmenn ákveðins afsláttar frá smásölu- verði, eins og tiökast hefur hjá Kron, en siöari ár hefur ekki fylgt annar réttur en til setu og „at- kvæðis” á aöalfundi félagsins. En atkvæðisrétturinn hefur þó veriö skertur með gerræöislegum hætti. Skýrasta dæmið um þaö átti sér staö á aöalfundi félagsins 1979”. Nú fékk ég kjörið tækifæri til aö spyrja þeirrar spurningar, sem hafði orðið viðtali minu við fram- kvæmdastjóra Pöntunarfélagsins aö bana. Þe.a.s. um innbyröis- styrjöld NLF. En ég var samt varkárari i þetta sinn og bætti viö: „Þaö var alls ekki ætlun min að móöga framkvæmdastjórann á nokkurn hátt og satt að segja komu viöbrögðin eins og valtari yfir mig. Ef til vill var ég ómeð- vitað að rifa i einhver gömul sár, en hann sagöi að þessar deilui kæmu Pöntunarfélaginu ekkert viö”. Erfittaðfá inngöngu í PNLFR „Ég mætti sem formaður NLFR á Pöntunarfélagsfundinum, svar- aði Einar Logi, „og til að lýsa gerræðinu, sem þar átti sér stað, má ég geta þess, aö eina skilyrðið i lögum félagsins fyrir inngöngu er aö vera þegar félagi i NLFR. En á þessum aöalfundi sótti ég ásamt Jóhannesi Gislasyni, nú- verandi forseta NLFI um inn- göngu i Pöntunarfélagiö. Fengum viö þá upplýst aö stjórn Pöntun- arfélagsins heföi tekiö þá ákvörð- un aö engar inntökubeiönir yrðu Einar Logi Einarsson, formaður Náttúrulækningafélagsins. afgreiddar fyrr en eftir aöalfund- inn. Bar þá einn fundarmanna upp þá dagskrártillögu aö aöal- fundurinn, sem æðsta vald i mál- efnum félagsins, tæki sjálft af- þar sem vald stjórnarinnar spannar aöeins timabilið milli aöalfunda, en ekki aöalfundinn sjálfan. En þá gerði formaöur félagsins, aöi fundi, sér litið fyrir og braut öll fundarsköp með þvi aö neita að bera tillöguna undir atkvæði. Alþingi fylgist með En þaö er margt fleira mark- vert sem hefur átt sér staö á þess- um fundum og sem lýsir vel starfsháttum forystumanna Pöntunarfélagsins. Um það mætti reyndar skrifa heila bók”. 1978 stóöu ungir stjórnarmeö- limir aö söfnun nýrra félaga i NLFR, en þá tókst ekki betur til en svo að formanni Pöntunarfé- lagsins stóö stuggur af. Stjórnar- velli hans varð ógnað meö til- komu ungs fólks sem vildi hrinda hugsjón félagsins i framkvæmd. „A aðalfundi Pöntunarfélags- ins i fyrra átti sér stað atvik, sem lýsir á skemmtilegan hátt heil- agri reiöi Óskars i garð þeirra sem stóðu aö þessari söfnun. Skammaræöa hans náöi glæsi- legu hámarki i þessari fleygu setningu: „Þessir ungu menn ættu að gæta að þvi að grannt er fylgst meö verkum þeirra af fólki innan félagsins, utan þess, á Al- þingi og ríkisstjórn”. I miklu sælurlki hljótum við að búa, ef Al- þingi og rikisstjórn hafa það mik- inn tima aflögu til aö fylgjast meö þvi hvað allir eru vondir vib óskar”. Stefna NLF „Hvað er Náttúrulækninga- stefnan?” „I fáum orðum má segja, aö hún sé ákveðið lifsviöhorf, frekar en stefna”, svaraði Einar Logi. „Hún byggist á þvi viöhorfi að fyrirbyggjandi aðgeröir séu væn- legri i baráttu viö sjúkdóma, i staö þess aö fást eingöngu við sjúkdómseinkennin. Náttúru- lækningastefnan er þvi i eðli sinu róttæk, þ.e. að með heilnæmum lifnaöarháttum og réttu mataræöi megi fyrirbyggja flesta sjúk- dóma”. „Hvaöa verkefni telurðu aö ætti að vera á slikri stefnuskrá?” „Þaö má taka sem dæmi um verkefni á félagslega sviöinu, sem oft hefur verið bryddað á allt frá stofnun félagsins, þ.e. nauð- syn gæðaeftirlits. Þaö væri verð- ugt verkefni fyrir NLFl að vinna aö þvi að opna augu almennings og stjórnvalda fyrir þeirri gifur- legri verömætasóun og heilsutjóni sem neysla óhollrar og næringarlitillar fæðu veldur. Fyrir utan þaö tjón sem neytand- inn verður fyrir, má benda á þann mikla kostnaö sem heilbrigöis- þjónustan ber að meöferð hinna ýmsu „menningasjúkdóma”. Þróun neyslu á heilsufæði „Hver hefur þróunin veriö á neyslu heilsufæöis?” „Þaö hefur veriö gifurleg hug- arfarsbreyting á siðasta áratug. Má eiginlega segja aö gjörbylting hafi oröiö á viöhorfi fólks gagn- vart heilsufæðu. Sem dæmi, má benda á val fólks á brauöi. Fyrir 10 árum var langmestur hluti brauðsölu franskbrauð, sem er i rauninni næringarlaust og óhollt. 1 dag er neysla brauös úr grófara korni miklu meiri. A þessu má sjá að hlutföllin hafa snúist viö. Sérstaða NLF-verslana hvaö varðar framboö á heilsusamleg- um vörum er úr sögunni, meö til- komu fleiri sérverslana. Jafn- framtþvi, aö flestir stórmarkaöir á Reykjavikursvæöinu bjóöa upp á mikiö úrval grænmetis, ávaxta, korns, bauna, auk ýmissa fæöu- bætiefna. Stjórnvöld gætu haglega ýtt undir og hraöaö þessari hugar- farsbreytingu sem hefur komiö fram i breyttum neysluvenjum, meö þvi að fella alfariö niður tolla á heilsuvörum og heilnænum matvælum. En þess I stað gætu þau hækkaö verulega tolla og gjöld á næringarlaus og heilsu- spillandi „matvæli”, s.s. á hvitu hveiti, hvitum sykri og matvæl- um, sem innihalda gervi-, litar- og bragöefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.