Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
CONTACTLINSUDEILDIN
JÁ,
ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEIÐRÉTTA
NÆRSÝNI ÁN ÞESS AÐ NOTA
GLERAUGU EÐA FARA Í LASERAÐGERÐ
SJÓNVERND - ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
www.sjonvernd.is - ÞVERHOLTI 14 - S. 511 3311
ORTHOKERATOLOGIE ER AÐFERÐ SEM HEFUR
VERIÐ NOTUÐ ERLENDIS Í FJÖLDAMÖRG ÁR MEÐ
FRÁBÆRUM ÁRANGRI.FREKARI UPPLÝSINGAR UM
ÞESSA NÝJUNG Á ÍSLANDI Á WWW.SJONVERND.IS
Þetta hljóti að skapa ný vandamál í
samhæfingu vinnu og einkalífs. Telur
Henný að sú hugmynd að ábyrgðin á
börnunum sé meira á
herðum kvenna sé líf-
seig og á meðan svo sé
komi það ef til vill að
ákveðnu leyti niður á
möguleikum kvenna á
vinnumarkaði.
Mikilvæg vísbending
Henný leggur
áherslu á að í ljósi þess
hve úrtakið sé einsleitt
og lítið þá megi ekki
taka niðurstöðunum of
bókstaflega. Úrtakið
var sem fyrr segir 200
manns en svarhlutfallið
var um 44%. Hún segir
niðurstöðurnar hins
vegar gefa mikilvæga vísbendingu
um hvað sé nauðsynlegt að gera til að
samhæfa betur vinnu og einkalíf
fólks. Könnunin gefi einnig tilefni til
að gera víðtækari rannsókn til að fá
raunhæfari mynd af stöðu foreldra á
vinnumarkaðnum. Segist hún hafa
mikinn áhuga á að taka þátt í slíku
verkefni.
Það sem kom Henný mest á óvart
var hve oft fólk í atvinnuleit hefði ver-
ið spurt um hagi barna sinna í við-
tölum við vinnuveitendur, og þá hve
miklu oftar konur væru spurðar en
karlar. Í könnuninni kemur fram að
um þriðjungur þátttakenda sem áttu
börn hafði verið spurður um börn sín,
og eins og fram kom í upphafi hafði
helmingur kvenna verið spurður en
aðeins 8% karla.
Henný segir það einnig athygl-
isvert hve oft konur séu spurðar um
barneignir þegar þær eru í atvinnu-
viðtölum, eða nærri 20% þeirra, á
Fjórir af hverjum tíu for-eldrum í könnuninni segjaað erfitt sé að samhæfaeinkalíf og
vinnu og þriðjungur
barnlausra segist halda
að svo sé. Konum finnst
erfiðara að samhæfa
vinnu og fjölskyldulíf
en körlum. Þá leiddi
könnunin í ljós að mun
fleiri konur en karlar,
eða um 50% kvenna
sem svöruðu á móti 8%
karla, höfðu verið
spurðar í atvinnuviðtali
um hagi barna sinna,
s.s aldur þeirra, heilsu-
far og fyrirkomulag
gæslu á vinnutíma.
Könnunin var gerð
meðal 200 félagsmanna
í Félagi viðskipta- og hagfræðinga, f.
1963 og síðar, og var hluti af BA-
ritgerð í hagfræði sem Henný Hinz
vann í Háskóla Íslands sl. vor. Rit-
gerðin hefur vakið nokkra athygli,
enda fékk hún ágætiseinkunn, og frá
niðurstöðum könnunarinnar hefur
m.a. verið greint á vefsíðu Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur, VR.
Henný segir að fjölmargt í nið-
urstöðunum hafi komið sér skemmti-
lega á óvart. Fyrirfram hafi hún þó
reiknað með að margir myndu telja
erfitt að samhæfa vinnu og fjöl-
skyldulíf. Viðfangsefnið hafi hins veg-
ar vakið áhuga hennar, ekki síst í ljósi
þess að þrátt fyrir mikla atvinnuþátt-
töku og langan vinnutíma séu barn-
eignir á Íslandi ekkert minni en í
löndum með styttri vinnutíma og
minni atvinnuþátttöku kvenna. Eft-
irspurn kvenna eftir menntun hafi
aukist og þær séu í meira mæli komn-
ar í sérhæfðari störf á vinnumarkaði.
meðan 3% karla fengu slíka spurn-
ingu frá vinnuveitanda.
„Ég velti því fyrir mér hvort rétt-
látt sé að spyrja svona spurninga,
mörgum finnst þetta vera sitt einka-
mál en einnig má halda því fram að
um eðlilega upplýsingagjöf sé að
ræða. Sé það þannig þá ættu hlut-
föllin að vera jöfn milli kynja ef vinnu-
veitandinn ætlar að nota svörin til
grundvallar í ákvörðun um ráðningu.
Þetta hefur ekkert meira með hæfni
kvenna og karla að gera,“ segir
Henný.
Hún telur fulla ástæðu til að kanna
nánar hvort fólk gefi vinnuveitendum
loforð við ráðningu um að það muni
ekki standa í barneignum. Um það
hafi ekki verið spurt í könnuninni en
Henný segist hafa heyrt dæmi þessa,
umræða um þetta sé t.d. í gangi í Sví-
þjóð.
Rúmur þriðjungur foreldra í könn-
uninni segir að oft eða frekar oft verði
árekstrar milli vinnunnar og for-
eldrahlutverksins, of langur vinnu-
tími og vandamál við að sækja börnin
úr gæslu er það sem flestir nefna í
þessu sambandi. Til að starfsframi og
fjölskyldulíf geti gengið upp saman
telja flestir í könnuninni að sveigj-
anleiki í vinnu og áreiðanleg dagvist-
arúrræði skipti mestu.
Fleiri konur en karlar segja tíma-
setningu barneigna sinna ráðast
a.m.k. að einhverju leyti af stöðu eða
möguleikum á vinnumarkaði. Rúm
57% kvenna en 30% karla segja svo
vera. Fjárhagsstaðan er sá þáttur
sem flestir nefna í fyrsta sæti yfir
áhrifavalda á tímasetningu barneigna
sinna. Tæplega helmingur svarenda
telur tímasetningu barneigna skipta
máli fyrir möguleika á vinnumarkaði.
Flestir telja bestu tímasetninguna
vera þegar öruggt starf er í höfn og
næstflestir nefna námsárin til slíkra
athafna.
Neikvæðari áhrif á konur
Könnunin sýnir ennfremur að um
65% svarenda telja að barneignir hafi
almennt neikvæð áhrif á möguleika
kvenna á vinnumarkaði. Eru kynin
nokkuð sammála hvað þetta mat
varðar og ekki skiptir máli hvort fólk
á börn eða ekki. Konur með börn eru
þó frekar á því að börn hafi neikvæð
áhrif á vinnumarkaði (69%) en barn-
lausar konur (53%).
Henný segir að þegar hún skoðaði
afstöðu fólks til áhrifa barna á mögu-
leika karla á vinnumarkaði hafi allt
önnur mynd blasið við en hjá konum.
Langflestir svarenda, eða 87%, telja
að börn hafi ekki nein áhrif á mögu-
leika karla á vinnumarkaðnum en
10,5% telja að börnin hafi jákvæð
áhrif á feður sína. Kynin eru aftur
sammála í þessari afstöðu sinni.
Ekki var spurt nánar út í hvaða
neikvæðu áhrif væri um að ræða,
bendir Henný á og telur að þau þurfi
ekki endilega að koma beint frá
vinnuveitendum eða í tengslum við
vinnustaðinn. Fjöldi þeirra sem telja
áhrifin vera neikvæð á konur en eng-
in á karla sé engu að síður sláandi.
Henný segir niðurstöðurnar í heild
sinni gefa sterklega til kynna að
barneignir hafi mun meiri áhrif á
konur á vinnumarkaði en karla. Þetta
eigi bæði við um möguleika þeirra,
viðhorf vinnuveitenda og hugmyndir
kvennanna sjálfra um samhæfingu
vinnu og fjölskyldulífs og árekstra
þar á milli.
„Flest getum við verið sammála
um að það eru lífsgæði að eignast
börn. Við viljum geta sinnt þeim
sómasamlega með starfi okkar, án
þess að vera með stöðugt sam-
viskubit. Þetta er fyrst og fremst
jafnréttismál, ekki aðeins fyrir konur
heldur ekki síður fyrir karla. Það eru
víða hindranir til staðar fyrir karla til
að geta komið að umönnun barna
sinna eins og þeir kjósa. Viðhorfin
eru þannig að margir telja sjálfsagt
að konur sinni börnunum frekar en
þeir,“ segir Henný.
Barneignir
hafa neikvæð
áhrif á mögu-
leika kvenna
! "
#"
#
#
$
%
"
#
$
! "
#"
#
#
$
%
&
'" (#
)*
+*
,*
-*
.*
/*
0*
*
+-)1
1
...1
++)1...1
)*
+*
,*
-*
.*
/*
0*
*
2+.1
1
...1
22+1
3
4 %
5
7 3
% 4 8 8 3 9
9 %
9
9 :
(#"
;#
(
#" /*1
7
#"
9
9 %
9 9
;#
(
#" ,)1 7#"
:
(
#" ,)1
0.)
Henný Hinz
bjb@mbl.is
Könnun í BA-ritgerð um barneignir og
vinnumarkaðinn leiðir margt forvitnilegt
í ljós, m.a. að konur eru mun oftar en
karlar spurðar í atvinnuviðtölum um hagi
barna sinna. Björn Jóhann Björnsson
skoðaði ritgerðina og ræddi við höfund-
inn, Henný Hinz hagfræðing.
SÍMTÖL gjaldeyrismiðlara og
verðbréfamiðlara eru hljóðrituð í
Íslandsbanka, KB banka og Lands-
banka Íslands. Að sögn forsvars-
manna bankanna þriggja eru upp-
tökurnar til þess fallnar að sanna
viðskiptin. Þær komi því bæði bönk-
unum og viðskiptavinum þeirra til
góða. Forsvarsmennirnir benda
aukinheldur á að upplýst sé um
hljóðritanirnar í skilmálum bank-
anna. Viðskiptavinum verðbréfa- og
gjaldeyrismiðlara eigi því að vera
kunnugt um upptökurnar.
Finnur Reyr Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
hjá Íslandsbanka, segir að símar
gjaldeyrismiðlara og verðbréfa-
miðlara bankans séu hljóðritaðir.
Alls séu það um tuttugu símanúm-
er. „Hljóðrituð eru símtöl þeirra
sem eiga viðskipti með gjaldeyri og
verðbréf við stærri fyrirtæki og fag-
fjárfesta,“ útskýrir hann. Að sögn
Finns er upplýst um þessar hljóð-
ritanir í skilmálum bankans við við-
skiptamenn fyrrgreinds sviðs.
Hann getur þess ennfremur að við-
skiptavinirnir fái afrit af símtölun-
um óski þeir þess.
Finnur segir að viðskipti með
gjaldeyri og verðbréf séu oft hröð
og því séu hljóðritanirnar til örygg-
is bæði fyrir bankann og viðskipta-
vini hans. Hann segir að sjaldan
hafi þurft að nota hljóðritanirnar en
bætir því við að þær geti þó komið
að gagni komi t.d. upp ágreiningur
um frágang viðskiptanna.
Aðspurður segir hann að hljóðrit-
anirnar séu geymdar í að minnsta
kosti tvö ár „en önnur viðskipti en
svokölluð stundarviðskipti eru stað-
fest skriflega í kjölfar símtala og því
ekki þörf á að geyma [þær] hljóðrit-
anir lengi,“ útskýrir hann. Að lok-
um bendir hann á að símtöl í ein-
staklingsviðskiptum og
bankaþjónustu almennt séu ekki
hljóðrituð.
Strangar reglur gildi um
aðgang að upptökunum
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri KB banka, segir að samtöl
verðbréfamiðlara og gjaldeyr-
ismiðlara séu hljóðrituð til að gæta
hagsmuna bankans og viðskipta-
vina hans. Hann segir að upplýst sé
um hljóðritanirnar í viðskipta-
reglum bankans. Ennfremur tekur
hann fram að strangar reglur gildi
um það hverjir hafi aðgang að upp-
tökunum.
Hreiðar segir að oft sé mikill
hraði í þeim viðskiptum sem verð-
bréfamiðlarar og gjaldeyrismiðlar-
ar inni af hendi. Það sé því öryggis-
atriði að hafa upptökur af því sem
fram fari milli miðlarans og við-
skiptavinarins. Hann segir að það
hafi komið upp tilvik þar sem
ágreiningur hafi orðið um viðskipt-
in, t. d. um það hvað viðskiptavinur
hafi beðið um. Í þeim tilfellum hafi
verið leitað í upptöku af samtalinu.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Íslands, segir að
í bankanum séu hljóðrituð símtöl,
þar sem það eigi við, t.d. í gjaldeyr-
isviðskiptum og í verðbréfaviðskipt-
um. „Við teljum það auka öryggi í
viðskiptum og koma því okkur og
viðskiptavinum okkar til góða.“
Halldór minnir á að í lögum um
fjarskipti sé kveðið á um að ekki
þurfi að tilkynna sérstaklega um
upptöku símtals þegar ætla megi að
viðmælanda sé kunnugt um hljóð-
ritunina. Hann ítrekar að greint sé
frá hljóðritununum í almennum
skilmálum bankans. Því megi þeim
viðskiptavinum, sem taki þátt í
verðbréfa- og gjaldeyrisviðskiptum,
vera ljóst að símtölin séu hljóðrituð.
Í 48. gr. laga um fjarskipti segir
m.a. að sá aðili að símtali sem vilji
hljóðrita símtalið skuli í upphafi
þess tilkynna viðmælanda sínum
um fyrirætlun sína. Í annarri máls-
grein segir hins vegar: „Aðili þarf
þó ekki að tilkynna sérstaklega um
upptöku símtals þegar ótvírætt má
ætla að viðmælanda sé kunnugt um
hljóðritunina.“
Símtöl hljóðrituð í gjaldeyr-
is- og verðbréfaviðskiptum