Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
ÞESSARI litlu snót, Karitas Dís, lá
heldur betur á að komast í heiminn
og segja má að foreldrarnir, Sig-
urjón Þór Sigurjónsson og Karitas
Þráinsdóttir úr Kópavogi, hafi síst
vitað hvaðan á sig stóð veðrið þeg-
ar þau lögðu upp í ökuferð á föstu-
dagskvöld sem rennur þeim seint
úr minni.
„Þetta byrjaði bara hérna heima.
Við vorum að horfa á Idol-ið þegar
ég fæ rosalega verki og við hringj-
um strax upp á spítala til að at-
huga hvort okkur sé óhætt að
koma. Ljósmæðurnar sögðu mér að
slaka á, síðan líða einhverjar mín-
útur og þá er ég komin með svo
rosalega verki að við gátum ekki
beðið og hringjum aftur og það má
segja að við höfum verið með þær í
símanum frá þeim tíma,“ segir
Karitas Þráinsdóttir, nýbökuð
móðir.
„Rétt áður en við hlupum út segi
ég við manninn minn: „Ætlarðu að
taka íþróttatöskuna,“ því mynda-
vélin var í henni, sem var aðal-
atriðið hjá mér. Ég henti henni á
milli fótanna á mér þegar ég kom
út í bíl og við keyrðum af stað,“
segir hún, en taskan sem í voru
barnaföt átti eftir að koma í góðar
þarfir. Ökuferðinni miðaði hins
vegar hægt enda voru hríðirnar
hjá Karitas það miklar að Sigurjón
varð nokkrum sinnum að stoppa
bílinn á leiðinni. Þegar þau nálg-
uðust Bústaðaveginn var ljóst að
hann yrði að stöðva bílinn og hlúa
aftur að konu sinni.
„Þá var barnið á leiðinni út.
Þannig að við lendum í því að
þurfa að rífa mig úr buxunum.“
Sigurjón stöðvaði bílinn úti í veg-
arkanti skammt frá Bústaðavegi
og var í stöðugu símasambandi við
fæðingardeildina sem hvatti þau
hjónin raunar til að halda ökuferð-
inni áfram.
„Þetta var alveg ótrúlegt. Þegar
barnið kemur út þá var enginn til
að taka á móti því og það bók-
staflega flaut áfram í vatninu og
beint ofan í töskuna,“ segir Karitas
sem segist enn vera að átta sig á
atburðarásinni. Stúlkubarnið, Kar-
itas Dís, sem vó 12 merkur, fékk
mjúka lendingu í íþróttatöskunni
og varð ekki meint af innan um
barnafötin. Tveir sjúkrabílar komu
skömmu seinna og farið var með
þau á fæðingardeildina þar sem
Sigurjón klippti á naflastrenginn.
Karitas segir að læknarnir hafi
sagt henni að barnið hafi að öllum
líkindum verið sitjandi þegar það
fæddist því engin ummerki voru á
höfðinu sem bentu til annars.
Daginn eftir fóru þær mæðgur
heim og heilsast báðum vel, að
sögn Karitasar.
Fæddi barn ofan í íþróttatösku
Foreldrarnir lögðu upp í öku-
ferð sem rennur seint úr minni
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölskyldan í Efstahjalla ásamt nýjasta fjölskyldumeðliminum. Frá vinstri:
Karitas, litla Karitas Dís, Valdís Björk, Sigurjón og Brynjar Már.
ÞÓR Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Verzlunarráðs Íslands,
bendir á það í grein á miðopnu í
blaðinu í dag að án sérstakrar um-
ræðu eða almennrar athygli hafi
sífellt fleiri stoðum verið rennt
undir þá þróun að Ísland geti orðið
að fjölmyntahagkerfi. Markaðs-
hlutdeild krónunnar fari þannig
minnkandi.
Þór nefnir nokkrar nýlegar
breytingar, eins og heimild til ís-
lenzkra fyrirtækja að gera fjármál
sín upp í erlendri mynt, aukna
möguleika einstaklinga til lántöku
vegna bílakaupa og annarra fjár-
festingarvara í erlendri mynt eða
með fjármögnunarleigusamning-
um sem grundvallaðir eru á er-
lendri mynt og tilboð bankanna í
byrjun ársins um lán til húsnæðis-
kaupa í erlendum gjaldmiðlum.
Hluti launa í erlendri mynt?
„Í framhaldi af því að einstak-
lingar og fyrirtæki eru í auknum
mæli að fjármagna sig með erlend-
um lánum er eðlilegt að spyrja
hvort ekki séu líkur á því að hluti
launa verði í auknum mæli greidd-
ur út í erlendri mynt og þannig
verði dregið úr gengisáhættu,“
segir Þór. „Vel má hugsa sér að
næsta stig í fjölmyntaþróun hér-
lendis verði einmitt á þann veg að
útflutnings- og útrásarfyrirtæki
semji við starfsmenn sína um að
hluti launagreiðslna sé í evrum eða
dölum, allt eftir því hvernig út-
flutningi fyrirtækisins er háttað.
Tekjusveiflurnar minnka og jafn-
vægi milli hagsmuna launagreið-
enda og launþega eykst. Við þessar
aðstæður geta launþegar sparað
sér vaxtamun milli Íslands og
svæða evru eða Bandaríkjadals án
þess þó að taka gengisáhættu.“
Þór segir að þessar breytingar
geti haft áhrif á hagstjórnina.
„Stýrivextir Seðlabanka munu
eðlilega hafa minna vægi en áður
þar sem í raun er búið að flytja
stýrivextina í auknum mæli til
stærri gjaldmiðlasvæða.“
Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á Íslandi
Markaðshlutdeild
krónunnar minnkar
ÞRJÁR B757 þotur Icelandair eru nú í við-
haldsstöðinni á Keflavíkurflugvelli, ein vegna
viðgerðar og tvær eru í svokallaðri C-skoðun
sem fram fer eigi sjaldnar en á 18 mánaða
fresti. Fjórar vélar geta verið í skýli stöðv-
arinnar í senn og segir Valdimar Sæmundsson,
framkvæmdastjóri Tækniþjónustunnar í Kefla-
vík, eins dótturfélags Flugleiða, að veturinn sé
annatími í stöðinni, þá fari fram þessar um-
fangsmiklu skoðanir meðan minna er um að
vera í fluginu. Starfsmenn viðhaldsstöðv-
arinnar eru 185, þar af 125 flugvirkjar.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Annatími í viðhaldsstöðinni á Keflavíkurflugvelli
LANGFLESTIR virðast telja að
börn hafi ekki nein áhrif á mögu-
leika karla á vinnumarkaði en liðlega
sex af hverjum tíu telja að barn-
eignir hafi almennt neikvæð áhrif á
möguleika kvenna á vinnumarkaði.
Þá virðist um helmingur kvenna sem
fer í atvinnuviðtal vera spurður um
hagi barna sinna, s.s. aldur þeirra,
heilsufar og fyrirkomulag gæslu á
vinnutíma en hjá körlum er þetta
hlutfall aftur á móti ekki nema 8%.
Þetta er meðal niðurstaðna í
könnun í B.A. ritgerð Henný Hinz
hagfræðings en könnunin hefur vak-
ið nokkra athygli og m.a. verið
greint frá henni á vef Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur.
Könnunin var gerð á meðal 200 fé-
lagsmanna í Félagi viðskipta- og
hagfræðinga, og leggur Henný
áherslu á að í ljósi þess hve úrtakið
sé einsleitt og lítið megi ekki taka
niðurstöðunum of bókstaflega; þær
eigi þó að gefa mikilvæga vísbend-
ingu um hvað þurfi til þess að fólk
geti samhæft betur vinnu og einka-
líf.
Athygli vekur hve oft konur eru
spurðar um hugsanlegar barneignir
þegar þær eru í atvinnuviðtali eða
ein af hverjum fimm en aðeins 3%
karla. Henný segir niðurstöðurnar í
heild gefa sterklega til kynna að
barneignir hafi mun meiri áhrif á
konur á vinnumarkaði en karla.
Þetta eigi bæði við um möguleika
þeirra, viðhorf vinnuveitenda og
hugmyndir kvennanna sjálfra um
samhæfingu vinnu og fjölskyldulífs
og árekstra þar á milli.
Morgunblaðið/Jim Smart
Helmingur
kvenna spurð-
ur um hagi
barnanna
Barneignir/6
DRENGUR sem vó rúmlega 25
merkur eða um sex og hálft kíló,
fæddist á fæðingardeild Landspít-
alans annan í jólum og er annað af
tveimur börnum sem vegið hafa
meira en sex kíló við fæðingu á Ís-
landi sl. tíu ár. Meðalfæðing-
arþyngd íslenskra barna er um
3.814 grömm og meðallengd um
52,5 sm en drengurinn var 63 sm.
Fæðingarþyngd barna hefur
aukist hér á landi á síðustu ára-
tugum sem og annars staðar í
heiminum en íslensk börn þykja
engu að síður óvenju stór þegar
þau líta dagsins ljós. Reynir Tóm-
as Geirsson, yfirlæknir á kvenna-
deild LSH segir einkum tvennt
hafa áhrif á stærð barna. „Annars
vegar að Íslendingar eru stærri
en til dæmis fyrir hundrað árum.
Síðan eru leynd eða þekkt syk-
urefnaskiptavandamál orðin al-
gengari og þá oft í tengslum við
að konur eru of þungar.“ .
Vó 25 merkur
við fæðingu