Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 27
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 27 MINNINGAR ✝ Steingrímur MárEggertsson fæddist á Akureyri 11. janúar 1978. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Stein- unn Rögnvaldsdótt- ir, f. 12.7. 1951, og Eggert H. Jónsson, f. 1.7. 1951. Þau slitu samvistum 1984. Al- bróðir Steingríms er Magnús Þór, f. 11.6. 1970, eiginkona hans er Bergþóra Stefánsdóttir, f. 16.11. 1971 og eiga þau Jönu Rut og Darra Má. Eig- inmaður Steinunnar er Bjarni Baldurs- son, f. 2.1. 1949. Eiginkona Eggerts er Guðbjörg I. Jón- asdóttir, f. 28.1. 1959. Hálfsystir Steingríms, sam- mæðra, er Tinna Brá, f. 16.8. 1989, og hálfbróðir sam- feðra er Heiðar Ingi, f. 28.7. 1988. Steingrímur Már verður jarðsunginn frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Steini. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín mamma. Elsku Steini. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, þú varst alltaf tilbúinn að skrifa diska og tölvuleiki fyrir okkur. Svo komstu okkur alltaf til að hlæja með húmornum þínum, sama í hvernig skapi við vorum. Ef tölvan okkar bilaði og þú gast ekki reddað okkur í gegnum síma komstu brunandi á hjólinu og hjálpaðir okk- ur. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þig ekki í þessu góða skapi með þennan góða húmor, á bláa hjólinu þínu. Guð geymi þig, Tinna Brá og Oddný Elva. Elsku Steini. Það er erfitt að setjast niður og þurfa að kveðja þig núna þegar þú leggur upp í þína hinstu ferð, en okkur langar að senda þér nokkur orð, fátæklegar línur. Þú háðir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm og með æðruleysi tókstu því sem á þig var lagt. Alltaf varstu duglegur og sterkur, ekki vitum við hvaðan þú hafðir þennan kraft til að takast á við erf- iðleikana. Þú varst hress og kátur, sama hvað bjátaði á og alltaf var stutt í húmorinn, glensið og grínið hjá þér og það fleytti þér líka langt. Það var heldur aldrei nein logn- molla í kringum þig, þú gast séð spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þú varst líka hrókur alls fagnaðar hvar sem þú skildir eftir þín spor og þess minnumst við nú. Í veikindum þínum samdir þú litla sögu um aðstæður þínar, sú saga sagði meira en mörg orð um hvernig þér leið. Elsku Steini, nú er lífsins göngu þinni hérna megin jarðvistar lokið. Það er með trega sem við skiljum við þig, en við verðum að trúa því að amma Imba og Jón afi taki á móti þér þarna hinum megin með opnum örmum og vísi þér veginn. Það er sárt til þess að vita að þú ert ekki lengur hérna með okkur en minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við biðjum góðan Guð að vera með þér. Elsku Steina, Bjarni, Tinna Brá, Oddný Elva, Maggi, Begga, Jana Rut, Darri Már, Eggert, Inga, Heið- ar Ingi og aðrir ástvinir, við biðjum algóðan Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Afi, Freyja, Hörður, Edda, Sigurjón, Sólveig, Friðrik og fjölskyldur. Elsku Steini, við kveðjum þig með sorg í hjarta og biðjum algóðan Guð að vera með þér í nýjum heimkynn- um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði og guð þig geymi og megum við öll öðlast styrk í sorginni. Rögnvaldur og Ólöf. Það besta við Steina var að hann var svo fyndinn. Stundum fórum við saman í Playstation og kepptum í snjóbrettaleik og hann vann oftast. Stundum kom hann hingað heim til okkar í mat og mér fannst það gam- an. Ég sakna þín. Þinn frændi Darri Már. STEINGRÍMUR MÁR EGGERTSSON  Fleiri minningargreinar um Steingrím Má Eggertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Mikilvægt skref hefurverið stigið í samræm-ingu á ræktun ís-lenskra hrossa í heim- inum með því að Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland koma nú inn í kynbótamat Bændasamtaka Ís- lands. Innlimun Norðurlandanna er ástæða þess hversu seint nýir út- reikningar eru á ferðinni og verður að telja það vel biðarinnar virði. Auk þess sem kynbótamatið hefur verið einn af hornsteinum íslenskr- ar hrossaræktar hefur það gegnt mikilvægu hlutverki í um- eða sam- ræðum hestamanna sem oft og tíð- um hafa verið mjög fjörlegar og ætla má að með tilkomu Norður- landanna og seinna meir annarra aðildarlanda FEIF (Alþjóða- samband eigenda íslenskra hesta) færist sú umræða á annað og víðara svið. Þarna verður væntanlega á ferðinni áhugaverður mælikvarði á samkeppni landanna í ræktun ís- lenska hestsins, að vísu ekki algild- ur en mun væntanlega gefa góðar og vel marktækar niðurstöður. Svona sem fyrstu viðbrögð sýna hinir nýju útreikningar með „nýju útlensku hestunum“ vel hvaða stóð- hestum hefði betur verið haldið heima og raunar rekur mann í rogastans að sjá hversu margir af efstu stóðhestunum í „matinu“ eru farnir úr landi. Þar má kannski fyrstan frægan telja Trostan frá Kjartansstöðum sem lengi hefur verið ýmist efstur í sínum flokki eða í öðru sæti eins og hann er nú í flokki stóðhesta með 15 til 49 dæmd afkvæmi. Er hann þar næstur á eft- ir Keili frá Miðsitju sem er kominn með 17 dæmd afkvæmi og er með 129 stig og vísast að hann muni tróna efstur fyrstuverðlaunahesta fyrir afkvæmi á landsmótinu í sum- ar. Kormákur frá Flugumýri og Ásaþór frá Feti eru með 120 stig og má gera ráð fyrir að Ásaþór frá Feti verði á meðal afkvæmahesta á landsmótinu en Kormákur hefur þegar afgreitt þann þátt lífshlaups- ins. Gustur frá Grund er í fimmta sæti á þessum lista með 123 stig og 49 dæmd afkvæmi og væri hann væntanlega í harðri baráttu um Sleipnisbikarinn ef hann hefði ekki verið seldur úr landi fyrir nokkrum árum. Kraflar með Sleipnisbikarinn? En hin heita spurning er að sjálf- sögðu hver mun hreppa Sleipn- isbikarinn eftirsótta, æðstu verð- laun íslenskrar hrossaræktar. Staða Kraflars frá Miðsitju er vænlegust, hann er með 123 stig og 56 dæmd afkvæmi en mörkin eru 120 stig fyrir lágmark 50 afkvæmi. Hann verður sextán vetra í vor og hefur líklega helst unnið sér það til frægðar að leggja grunninn að ræktunarveldi Brynjars Vilmund- arsonar á Feti auk þess að leggja fleiri góðum hrossaræktarmönnum til góð afkvæmi. Óður frá Brún sem verður 15 vetra í vor er í öðru sæti samkvæmt stöðunni eins og hún er í dag en hann er með 121 stig og 61 dæmt afkvæmi. Tími Kormáks ekki kominn Af yngri hestum sem ekki hafa nú þegar náð 50 afkvæma markinu er staða Kormáks frá Flugumýri best hvað stigum viðkemur, er með 124 stig. Hann er hinsvegar með aðeins 32 dæmd afkvæmi og þarf því 18 ný afkvæmi í dóm og það verður að teljast nær útilokað að slíkt gangi upp. Því má ætla að hans tími muni verða 2006. Hinn umdeildi hestur Galsi frá Sauð- árkróki á hinsvegar einhverja möguleika á að komast á toppinn sem eru þó varla meira en fræði- legir, er með 121 stig og 44 dæmd afkvæmi. Ætla má að ekki verði vandamál að fylla upp í af- kvæmatöluna hjá honum en þessi tvö stig sem reyndar verða helst að vera þrjú til að komast upp fyrir Kraflar verða vafalaust harðsótt. Til að bæta við sig þremur stigum þarf þó nokkuð til og talið nánast útilokað að það sé hægt af fróðum mönnum. Andvari frá Ey er kominn með 50 dæmd afkvæmi en er með 120 stig og verður að telja ólíklegt að hann muni blanda sér í baráttuna og bikarinn. Aðrir virðast ekki eiga möguleika á heiðursverðlaunum þetta árið. Spáin fyrir landsmótið gæti því verið á þessa leið: Kraflar í fyrsta sæti, Óður og Galsi berjast um annað sætið þar sem staða Óðs er sýnu betri og Andvari sigli lygn- an sjó í fjórða sæti. Taka verður með í reikninginn að ekki er víst að öllum þeim hestum sem heimild hafa til að mæta á heiðurs- verðlaunasýningu á landsmóti verði teflt þar fram. Veldi Orra óhaggað En ef litið er á listann yfir efsta flokkinn kemur ekki á óvart að Orri frá Þúfu trónir þar á toppnum að venju með 129 stig fyrir 243 dæmd afkvæmi en hann hann á enn nokk- uð í land til að ná forföður sínum Hrafni frá Holtsmúla sem er með 486 dæmd afkvæmi en hann hefur til þess 18 ár. Næstur Orra er hest- ur staðsettur í Sviþjóð um langa tíð, Mökkur frá Varmalæk, sem er með 125 dæmd afkvæmi og 50 af- kvæmi sem ætla má að teljist gott á þarlenda vísu. Næstir og jafnir með 123 stig eru Kraflar, Þorri frá Þúfu og Baldur frá Bakka sem nú dvelur á Hawaii. Þá koma heiðurs- verðlaunahestarnir Gustur frá Hóli með 122 stig og Þokki frá Garði með 121 stig eins og Óður frá Brún. Oddur frá Selfossi og Andvari frá Ey eru með 120 stig og eru þá upp- taldir þeir hestar sem í dag eru innan marka heiðursverðlauna hvað stig og afkvæmafjölda varðar. Í flokki stóðhesta með 15 af- kvæmi eða færri heldur Gári frá Auðsholtshjáleigu efsta sæti 134 stig en hálfbræður hans Skorri frá Blönduósi og Ýmir frá Holtsmúla koma næstir ásamt 130 stig en sá fyrrnefndi er farinn úr landi fyrir allnokkru og er í Noregi. Laugvetningar við toppinn Þá koma þrír hestar af Laug- arvatnskyni, Þyrnir frá Þórodds- stöðum og Illingur frá Tóftum með 129 stig en Hamur frá Þórodds- stöðum er með 127 stig. Af 25 efstu hestunum í þessum flokki eru 12 undan Orra frá Þúfu. Af hryssum trónir ein á toppn- um, Gleði frá Prestsbakka með 131 stig en næstar og jafnar með 130 stig eru Rauðhetta frá Kirkjubæ, Þrenna frá Hólum, Þilja frá Hólum, Gígja frá Auðsholtshjáleigu, Samba frá Miðsitju og Fold frá Auðs- holtshjáleigu. Jafnar með 129 stig eru Hrauna frá Húsavík, Vordís frá Auðsholtshjáleigu og Arndís frá Feti. Fjórar hryssur eru jafnar og efstar þeirra sem náð hafa lág- marki til fyrstu verðlauna með 119 stig Garún frá Stóra-Hofi, Gola frá Brekkum, Blika frá Árgerði og Hrísla frá Laugarvatni. Af þeim sem náð hafa lágmarki til heiðursverðlauna eru Þrenna frá Hólum 130 stig, Þrá frá Hólum með 127 stig, Kolskör frá Gunnarsholti með 123 stig, Sandra frá Bakka og Krafla frá Sauðárkróki með 122 stig, Vakning frá Ketilsstöðum með 121 stig og Ósk frá Brún og Freyja frá Tumabrekku með 120 stig. Gagnagrunnurinn Worldfengur hefur enn ekki verið uppfærður en það verður gert á næstu dögum og þurfa því hrossaeigendur ekki að undrast þótt ekkert hafi breyst hjá hrossum þeirra. Hægt er að skoða stöðu efstu hrossa í öllum flokkum á bondi.is og sömuleiðis sundurlið- aðar einkunnir þeirra. Norðurlöndin komin inn í kynbótamat Bændasamtakanna Enn eitt skrefið í alþjóða- væðingu hrossaræktar Morgunblaðið/Vakri Staða Keilis frá Miðsitju er býsna góð í kynbótamatinu, hann er langefstur stóðhesta með 15 til 49 dæmd afkvæmi með 129 stig og virðist tryggt að hann muni standa efstur afkvæmahesta á landsmótinu í sumar. Langþráð kynbótamat Bændasamtakanna er loksins komið fyrir sjónir manna og má vissulega segja að hrossaræktin standi á merkum tímamótum með birtingu þess að þessu sinni. Norður- löndin eru komin inn í dæmið og er þar enn eitt skrefið stigið í al- þjóðavæðingu ræktunar íslenska hestsins. Valdimar Kristinsson skoðaði stöðu efstu hrossa í kynbótamatinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.