Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 33
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú leggur mikið upp úr hefð-
bundnu gildismati og siðferði.
Þú hellir þér yfirleitt út í það
sem þú tekur þér fyrir hendur
og því skiptir starfsframi þinn
þig miklu máli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú getur sennilega bætt að-
stæður þínar í vinnunni með
einhverjum hætti á árinu. Þú
getur annaðhvort fengið betri
vinnu eða bætt aðstæður þín-
ar á núverandi vinnustað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Leggðu drög að því að fara í
gott frí síðar á árinu. Það eru
skemmtanir, ástarævintýri
og sköpunargleði í stjörn-
unum þínum. Börn skipa
einnig stóran sess í lífi þínu á
þessu tímabili ævi þinnar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einkahagir þínir ættu að
batna á árinu. Þetta á sér-
staklega við um fjölskyldulíf
þitt og heimilisaðstæður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hugsanir eru til alls fyrstar
og því verðum við að gæta vel
að hugsunum okkar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Tekjur þínar munu að öllum
líkindum aukast á árinu. Það
er þó ekki þar með sagt að þú
munir hafa meira á milli
handanna því útgjöld þín
munu sennilega aukast að
sama skapi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hinn heppni Júpíter verður í
merkinu þínu fram í sept-
ember og því ættu næstu
mánuðir að verða mjög hag-
stæðir fyrir þig. Notaðu tæki-
færið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Margar vogir munu öðlast
nýjan skilning á því hvað
skiptir mestu máli í lífinu á
þessu ári.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vinsældir þínar hafa aukist
að undanförnu og þær munu
halda áfram að aukast á
þessu ári
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Júpiter hefur mikil áhrif á
stjörnukortið þitt næstu
mánuði. Þetta veitir þér ný
tækifæri í vinnunni. Vertu
stórhuga og mundu að
draumar þínir geta ræst.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Á næstunni muntu fá tæki-
færi sem tengjast ferða-
málum, menntun og lögfræði.
Fólk er farið að taka þig al-
varlega.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú munt sennilega fá gjöf eða
arf á þessu ári auk þess sem
þú munt njóta greiðasemi
annarra á margvíslegan hátt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nánasta samband þitt mun
örugglega batna á þessu ári.
Þú munt einnig ná betri tök-
um á samskiptum við ókunn-
uga og það mun gera þau ár-
angursríkari og ánægjulegri.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÍSLAND
Ísland, farsælda frón
og hagsælda, hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldar-frægð,
frelsið og manndáðin bezt?
Allt er í heiminum hverfult,
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
– – –
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
100 ÁRA afmæli. Ídag, mánudaginn
12. janúar, er 100 ára Svein-
björg Pálína Vigfúsdóttir
frá Flögu í Skaftártungu,
Sóltúni 2, Reykjavík. Hún
tekur á móti ættingjum og
vinum í Sóltúni 2 í dag milli
kl. 16 og 18.
Tæknilega þenkjandi
spilarar finna fljótt réttu
leiðina í fimm tíglum suð-
urs.
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠986
♥D8
♦ÁK105
♣D872
Suður
♠ÁKDG
♥6
♦G9743
♣Á65
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
Pass 2 tíglar 2 hjörtu 2 spaðar
3 hjörtu Pass Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Vestur spilar út hjartaás
og aftur hjarta á kóng aust-
urs. Þú trompar, spilar tígli
á ásinn og þá fellur drottn-
ingin úr austrinu. Hvernig
er best að halda áfram?
Því miður benda sagnir
til þess að austur eigi lauf-
kónginn. En tæknilega
besta leiðin er þó vafalaust
sú að taka þrisvar tromp,
alla spaðana, og spila svo
laufás og laufi á drottn-
inguna. Þá er samning-
urinn unninn ef vestur á
laufkóng eða austur kóng
annan:
Norður
♠986
♥D8
♦ÁK105
♣D872
Vestur Austur
♠10432 ♠75
♥ÁG52 ♥K109743
♦862 ♦D
♣93 ♣KG104
Suður
♠ÁKDG
♥6
♦G9743
♣Á65
Spilið er frá annarri um-
ferð Reykjavíkurmótsins
síðastliðinn miðvikudag og
lá ekki til vinnings. Vissu-
lega er sá „skítugi séns“
fyrir hendi að spila laufi
undan ásnum og setja átt-
una úr borði ef vestur sefur
á verðinum og lætur lítið
lauf. En þegar búið er að
taka spaðaslagina og ekk-
ert er eftir nema lauf ætti
vestur að vera með stöðuna
á hreinu og stinga upp ní-
unni.
Betri leið er sennilega að
spila vestur upp á Gx í
laufi. Þá er mikilvægt að
leggja snemma niður lauf-
ásinn (til dæmis í þriðja
slag), svo vestur átti sig
ekki á nauðsyn þess að af-
blokkera.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Bc5
4. e3 Rc6 5. Rc3 O-O 6. Rge2
He8 7. O-O b6 8. a3 Bb7 9.
b4 Bd6 10. d4 exd4 11. Rxd4
Hb8 12. Bb2 Re5 13. Bxb7
Hxb7 14. De2 c5 15. Rf5
Db8 16. Had1 Bf8 17. Rb5
He6 18. f4 Rc6 19.
bxc5 Bxc5 20. Bd4
Rxd4 21. Rfxd4
Bxd4 22. Rxd4 He8
23. Rb5 Re4 24. Dd3
He7 25. Rd4 Da8 26.
Rc6 He8 27. Re5 Rf6
28. g4 He7 29. g5
Re8 30. g6 hxg6 31.
Dd5 Rf6 32. Df3 Db8
33. Hd2 Dc7 34.
Hfd1 Dc8 35. h4 Dc7
36. Hg2 d6 37. Rc6
Hd7 38. f5 gxf5 39.
Dxf5 Dxc6 40. Dxf6
Staðan kom upp á
alþjóðlegu unglinga-
móti sem Taflfélagið Hellir
hélt fyrir skömmu. Hall-
gerður Helga Þorsteins-
dóttir (1265) gat hér snúið á
Benedikt Örn Bjarnason
(1325) með snotrum hætti.
40... g6?? 40... Dxg2+! 41.
Kxg2 gxf6 hefði unnið hrók.
41. h5 Dxc4 42. h6! og
svartur gafst upp enda fátt
til varnar.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Táp ehf.
Sjúkraþjálfun og æfingastöð
Hlíðasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5442
Leikfimi fyrir konur sem þjást af áreynsluþvagleka
Leikfimin hefst fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.
Skráning stendur yfir.
Nánari upplýsingar hjá starfsfólki Táps í síma 564 5442.
HLUTAVELTA
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu þau
kr. 3.400 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Andri
Hahl, Julia Hahl og Alexandra Höskuldsdóttir.
SUNNA Kristinsdóttir, tíu ára stúlka á Bakkafirði, safnaði
peningum fyrir Rauða kross Íslands með óvenju hug-
myndaríkum hætti. Hún bjó til blað með krossgátu, þraut-
um og gríni sem hún ljósritaði og seldi svo. Ágóðinn var
rúmlega 3.600 krónur sem hún afhenti Rauða krossinum.
Féð rennur allt til stuðnings fötluðum börnum í Afganist-
an.
FRÉTTIR
ÍTREKAÐ hefur verið brotist inn í
skip hjá Ólafi Arnberg Þórðarsyni,
skipstjóra á Eldhamri GK, og stolið
deyfilyfjum úr lyfjakistu skipa hans,
en slíkt hafði alvarlegar afleiðingar
fyrir skemmstu þegar engin deyfilyf
voru tiltæk þegar skipverji missti fót
í vinnuslysi um borð. Lyfjaþjófnaður
úr skipum hefur verið þrálátt vanda-
mál og segir Ólafur að efla verði lög-
gæslu til að fyrirbyggja slíkt.
Svo virðist sem þjófar viti vel eftir
hverju er að slægjast í lyfjakistum,
því þrívegis hefur verið reynt að
brjótast inn í lyfjakistu Sjómanna-
skóla Íslands að sögn Jóns B. Stef-
ánssonar skólastjóra.
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna, segir
skipstjóra varnarlausa gagnvart
lyfjaþjófnuðum og helst verði að
setja upp þjófavarnarkerfi til að
stemma stigu við skipainnbrotum.
Útgerðarmaður eða skipstjóri
tryggi fullbúna lyfjakistu
Í reglugerð frá 1998 um heilbrigð-
isþjónustu, lyf og læknisáhöld um
borð í íslenskum skipum er kveðið á
um að útgerðarmaður eða skipstjóri
skuli gera viðeigandi ráðstafanir til
að tryggt sé að skip hafi um borð
fullbúna lyfjakistu. Samkvæmt
reglugerðinni skal skipstjóri sjá um
að lyfjakistan sé í góðu ástandi og að
innihald hennar sé endurnýjað svo
fljótt sem auðið er. Skal eftirlit með
lyfjakistum fara fram árlega eða oft-
ar ef þörf krefur.
Meðal fjölmargra lyfja í lyfjakist-
um skipa er deyfilyfið lídókaín, auk
adrenalíns, morfíns, díazepam og
pensilíns. Morfín er þó ekki geymt í
smærri skipum, en þess í stað petid-
ín, sterkt verkjalyf í sprautuformi,
og er það helsta lyfið sem þjófar
sækjast eftir. Einkum eru það
smærri skip sem verða fyrir barðinu
á þjófum, en togarar sleppa þar sem
þeir eru vaktaðir í landlegum.
„Ef stolið er úr skipum þá verða
menn að koma sér upp þjófavarn-
arkerfi,“ segir Hilmar Snorrason
skólastjóri. „Það er enginn hultur
nema að tryggja sig eftir mætti og
þetta er ein leið til þess. Verði menn
varir við grunsamlega umgengni um
skip sín, er rétt að kanna rækilega
hvað hafi verið gert um borð og
hvort átt hafi verið við lyfjakistuna.“
Ítrekuð innbrot í
lyfjakistur skipa
Úrslitin í enska boltanum
beint í símann þinn