Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 32
DAGBÓK
32 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag eru væntanleg
Stefnir ÍS og Goðafoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Brúarfoss
væntanlegur.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, kl. 14 fé-
lagsvist. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 10
söngstund, kl. 13–16.30
smíðar, útskurður, kl.
13–16.30 handavinna,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
12 bútasaumur, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 10–
11 samverustund, kl.
13–16 bútasaumur, kl.
15 boccia.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð kl. 10.
Skrifstofan er opin í
dag kl. 10–11.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 leikfimi,
kl. 13 brids.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin,
kl. 11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9–
12, opin vinnustofa, kl.
9–16.30, félagsvist kl.
13.30, hárgreiðsla kl.
9–12.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Stólaleikfimi
kl. 9.30, kvennaleikfimi
kl. 10.20 og 11.15. Gler-
bræðsla kl. 13. Skrán-
ing stendur yfir í nám-
skeið í símum 525 8590
og 820 8553.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, dagblöðin, rabb
og kaffi. Pútt í Hraun-
seli kl. 10–11.30. Billj-
ardsalurinnn opinn til
16. Tréútskurður kl.
13, félagsvist kl. 13.30.
Snyrtinámskeið kl. 13,
kóræfing Gaflarakórs-
ins kl. 17.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
lín, kl. 13 skák, kl. 20
skapandi skrif.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda, æf-
ing kl. 10. Brids í dag
kl. 13. Handmennt,
spjall og kaffi kl. 13.30.
Línudanskennsla fyrir
byrjendur kl. 18,
kennsla í samkvæm-
isdönsum, framhald kl.
19 og byrjendur kl.
20.30. Kennari Sig-
valdi.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Í dag, kl. 9-
16.30 vinnustofur opn-
ar. Kl. 9.30 sund- og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug. Frá
hádegi spilasalur op-
inn. Kl. 15.15 dans hjá
Sigvalda. Veitingar í
hádegi og kaffitíma í
Kaffi Bergi. Allar uppl.
á staðnum og í síma
575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin virka daga frá 9-
17.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín, keramik og
fótaaðgerð, kl. 10
bænastund, kl. 13.30
skrautskrift, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 13.30
skrautskrift.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
13–16 spilað. Fótaað-
gerðir virka daga, hár-
snyrting þriðju- og
föstudaga.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, þrið. er
sundleikfimi í Graf-
arvogslaug kl. 9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16 fótaaðgerð, kl. 10–
11 ganga, kl. 13–16.45
opin vinnustofa, mynd-
list.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9–10
boccia, kl. 9–12 mósaik,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 11–12 leik-
fimi, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 9–16. Kl. 13.30 opið
hús, m.a. söngur, fé-
lagsvist.
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Gullsmárabrids.
Bridsdeild FEBK
Gullsmára spilar í fé-
lagsheimilinu, Gull-
smára 13 mánu- og
fimmtud. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Brids kl. 19.
Í dag er mánudagur 12. janúar
12. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Hinir óguðlegu flýja, þótt
enginn elti þá, en hinir réttlátu
eru öruggir eins og ungt ljón.
(Ok.. 28, 1.)
Helga BaldvinsdóttirBjargardóttir skrif-
ar pistil á frelsi.is undir
fyrirsögninni Eftirlits-
stofnun Manneldisráðs.
Helga segir: „Algengter að fólk fríi sig af
ábyrgð á eigin lífsstíl. Ef
maður fitnar er það
aldrei manni sjálfum að
kenna. Sökudólgarnir
geta verið býsna margir;
lélegir einkaþjálfarar,
skyndibitastaðir sem
vara mann ekki við því
að mikil neysla á ham-
borgurum og pizzum
auki hættuna á auka-
kílóum, auglýsendur
sem gera gosdrykki og
annað sælgæti svo girni-
legt og ómótstæðilegt.“
Eins fáránlegur ogþessi hugsunarháttur
kann að virðast þá er
hann alls ekki úr takti
við pælinguna að baki
hinu svokallaða Mann-
eldisráði,“ skrifar
Helga. „Ráðið sam-
anstendur af teymi sér-
fræðinga sem eiga að
sjá um að ákveða og
fræða Íslendinga um það
hvernig þeir geti til-
einkað sér holla og
heilsusamlega lífshætti.
Það skal gert í samræmi
við fögur markmið
stjórnmálamanna og að
sjálfsögðu fyrir fé skatt-
greiðenda.
Í kennslustund um dag-inn lýsti ung kona
áhyggjum sínum yfir því
að markmiðum manneld-
isráðs og reglugerðum
þar að lútandi væri ekki
framfylgt. Að hennar
mati vantaði eftirlit með
því að markmiðunum
væri náð og reglugerð-
unum fylgt eftir.
Að auki hef ég heyrtþví fleygt fram,
meira í gríni en alvöru,
að það ætti að skatt-
leggja fólk eftir BMI
stuðli. Þannig ætti fólk í
kjörþyngd að borga
minni skatta af því að
það, með sínu heilbrigða
líferni, hefði minni
kostnað vegna lækn-
isþjónustu í för með sér
fyrir þjóðfélagið. Þeir
sem væru í yfirþyngd
skyldu aftur á móti
borga hærri skatta þar
sem mun meiri líkur eru
á að ýmsir sjúkdómar
herji á þann hóp af
fólki.
Já það er einmitt þaðsem við þurfum,
nokkurs konar eftirlits-
stofnun sem passar upp
á að allir hafi nú rétt
hlutfall af grænmeti á
disknum sínum. Ef við
svo, einhverra hluta
vegna, erum óánægð
með útkomu eigin líf-
ernis þá er hægt að
skella skuldinni á eft-
irlitsstofnunina sem aug-
ljóslega var ekki að
standa sig. Stofnuninni
má svo fylgja eftir með
refsingum eða skattlagn-
ingu því eins og allir
vita er yfirvofandi refs-
ing og ótti við yfirvöld
besta leiðin til að fá fólk
til að breyta rétt.“
STAKSTEINAR
Manneldi
Víkverji skrifar...
Víkverji er lagstur í jólabækurnar.Hann var að ljúka við að lesa
„Öxin og jörðin“ eftir Ólaf Gunn-
arsson sem er sagnfræðileg skáld-
saga um Jón biskup Arason og syni
hans. Víkverji telur þetta vel heppn-
aða bók. Saga Jóns Arasonar er í
meira lagi dramatísk og þótt Vík-
verji teldi sig þekkja hana sæmilega
hefur hann nú fengið nýja sýn til
þessara tíma. Ólafur Gunnarsson
setur feril og örlög þeirra feðga í
ákveðið pólitískt samhengi og þykir
Víkverja sú nálgun mjög áhugaverð
og sannfærandi. Slíkar bækur á að
nýta í menntakerfinu að mati Vík-
verja.
Víkverji gat ekki varist þeirri
hugsun við lestur bókar Ólafs Gunn-
arssonar að hún myndi henta vel
sem efniviður í kvikmyndahandrit.
Víkverji ætlar að leyfa sér að spá
því að þessi saga verði kvikmynduð.
x x x
Tveir vinir Víkverja hafa á und-anliðnum dögum dottið í hálk-
unni og slasað sig. Annar þeirra
brotnaði illa þegar hann datt fyrir
framan elliheimili eitt í Reykjavík.
Þar var bílastæðið eitt gler, sandi
eða salti hafði ekki verið dreift þar
yfir. Gamla fólkið var ef til vill ekki á
ferðinni í ófærðinni en hefði ekki
mátt ætla að einhver kynni að kíkja í
heimsókn?
Þegar færðin í Reykjavík verður
svo erfið sem raun ber vitni að und-
anförnu þarf að bregðast hratt við.
Víkverji efast ekki um að starfs-
menn borgarinnar vinni starf sitt af
dugnaði og samviskusemi. En Vík-
verja sýnist að þjónusta borgarinnar
hafi versnað að þessu leyti. Alltjent
tók hann eftir því að lengri tíma tók
nú en áður að ryðja götur nærri
heimili hans. Gangstéttir voru ekki
ruddar og sandi var ekki dreift fyrr
en mesta hættan var liðin hjá.
Slík ófærð er bein ógnun við
heilsu manna og velferð. Snarpra
viðbragða er þörf og Víkverja sýnist
sem Reykjavíkurborg þurfi að end-
urskoða viðbúnað sinn þegar slíkar
aðstæður skapast. Er borgin ekki
einfaldlega orðin svo stór að endur-
skoða þurfi þessa þjónustu?
x x x
Víkverji er einn þeirra sem töldusig vera að kjósa um skattana
þegar blásið var til þingkosninga í
vor. Skattarnir hafa sem kunnugt er
hækkað en Víkverji misskildi stjórn-
málamennina svo hrapallega að
hann hélt að þá ætti að lækka. En
auðvitað er skýring á þessu eins og
öðru. Samtök atvinnulífsins benda á
það í nýju fréttabréfi, að starfsfólki í
einkageiranum hafi fækkað um 4% á
milli áranna 2001 til 2002. Á sama
tíma fjölgaði opinberum starfs-
mönnum um 5%. „Báknið“ heldur
áfram að þenjast út og niðurstaða
Víkverja er sú að engu skipti hver
ræður yfir því.
Morgunblaðið/Þorkell
Til varnar Davíð
DETTUR aldrei neinum
Íslendingi til hugar að taka
upp hanskann fyrir Davíð
Oddsson? Við hvað eru
menn hræddir? Vinstri elít-
una? Er það ekki þaðan
sem óttinn kemur? Það eru
allir orðnir dauðhræddir
við eineltistilburði nokk-
urra manna í þessu þjóð-
félagi gagnvart forsætis-
ráðherranum og skoðunum
hans. Hann er tekinn í gegn
í þætti eftir þætti í sjón-
varpsstöðvum og dagblöð-
um og séð til þess að oftast
eru 2-3 á móti einum í við-
talsþáttum. Besta fólk tek-
ur þátt í leiknum og hæðist
að Davíð fyrir hvaðeina
sem hann segir eða gerir.
Augljóst er að eineltisgaur-
unum er að verða nokkuð
ágengt.
Ágætur maður sagði ný-
lega í sjónvarpi eitthvað á
þá leið, að fjölmiðlarnir töp-
uðu svo miklum fjármunum
að þeir þyrftu að beita öll-
um meðulum til að tóra, þ.á
m. sorpblaðamennsku.
Ég leyfi mér að segja, að
þótt ókeypisblaðið reyni að
vera ráðsett inn á milli þá
birtist í því ótrúlegt níð í
garð Davíðs Oddssonar en
það eru einmitt aðferðir
manna sem stunda einelti.
Aldrei hefur birst á skjá
stærri skeifa, þyngri brúnir
eða reiðilegra andlit en hjá
spyrlinum í enda Krydd-
síldarinnar á gamlársdag
enda er stöð hans búin að
hefna sín grimmilega í þrjá
daga í röð: Í fréttum, í Ís-
landi í dag og í Silfri Egils.
Er ekki mál að linni?
Ó.Á.
Hrafn Gunnlaugsson
SÍFELLT er verið að
rægja Hrafn Gunnlaugsson
í fjölmiðlum og vegna ný-
legrar umfjöllunar þeirra
um Hrafn og mynd hans,
Opinberun Hannesar, vil
ég koma á framfæri að
Hrafn fékk lánað hús föður
míns á Langholtsvegi fyrir
myndatökur og kom Hrafn
alltaf fram við föður minn,
sem nú er látinn, af mikilli
virðingu og stóðst allt sem
hann sagði..
Björk Sigurðardóttir.
Tapað/fundið
Myndavél í óskilum
PREMIER myndavél með
átekinni filmu fannst um
verslunarmannahelgina í
fyrra við Úlfljótsvatn. Upp-
lýsingar í síma 848 2542.
Leðurjakki tekinn í
misgripum
STUTTUR mittisleður-
jakki með vínrauðu fóðri
var tekinn í misgripum á
Broadway á gamlárskvöld.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 866 9425.
Fundarlaun.
Myndavél týndist
SAMSUNG stafræn
myndavél tapaðist í eða við
Magadanshúsið í Skipholti
13. desember sl. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 664 0530. Fundarlaun.
Stálarmbandsúr
týndist
JAEGER La Coultre stál-
armbandsúr, 46 ára gamalt
týndist, sennilega í Foss-
vogskirkjugarði sunnan-
verðum eða í nágrenni við
Austurver við Háaleitis-
braut. Ýmsir aðrir staðir
geta verið mögulegir. Úrið
er frekar minjagripur held-
ur en nothæfur tímamælir
vegna aldurs. Skilvís finn-
andi hafi samband við Jó-
hannes í síma 588 6929.
Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 skortir næringu, 8 fað-
ir, 9 mastur, 10 kvendýr,
11 böggla, 13 ákveð, 15
flaug, 18 svera, 21 sund,
22 kút, 23 trylltir, 24
getuleysi.
LÓÐRÉTT
2 aðhlynning, 3 hafna, 4
knáa, 5 ótti, 6 fita, 7
vegg, 12 þreyta, 14 eign-
ist, 15 vers, 16 ráfa, 17
skessum, 18 glæsileg, 19
látnu, 20 forar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 renni, 8 rokið, 9 fót, 11 naut,
13 iðna, 14 ódæll, 15 barm, 17 lugt, 20 hal, 22 teppa, 23
ormur, 24 runni, 25 tolla.
Lóðrétt: 1 hóran, 2 pontu, 3 reif, 4 burt, 5 kákið, 6 riðla,
10 ófæra, 12 tóm, 13 ill, 15 bátur, 16 ræpan, 18 urmul, 19
torfa, 20 hani, 21 lost.
Krossgáta
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16