Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 23
✝ Magnús AntonHallgrímsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1943. Hann andaðist á líknar- deild LSH 1. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hallgrímur Magnússon múrara- meistari, f. 28.9. 1915, d. 13.1. 1996, og Björný Hall Sveinsdóttir, f. 10.8. 1922, d. 10.12. 1989. Systkini Magnúsar eru: Júlíana Erla, f. 6.12. 1941, Þorleifur Þór, f. 14.11. 1947, d. 19.6. 1948, Gunnar Sveinn, f. 14.11. 1947, d. 17.10. 1980, Halla Helga, f. 28.3. 1950, Þorleifur Jónatan, f. 25.4. 1953, og Ástráður Elvar, f. 4.6. 1959. Magnús stundaði nám við Stýri- 1996 flutti Magnús til Noregs og fór að vinna í skipasmíðafyrir- tæki í Ulsteinvik nálægt Álasundi á Sunnmæri. Í Noregi bjó hann allt þar til er hann veiktist á sein- asta ári. Magnús starfaði með samtök- um innflytjenda í Malmö, m.a. Ís- lendingafélaginu í Malmö og ná- grenni (ÍMON) og sat í stjórn Menningarmiðstöðvar nýbúa (In- vandrarnas Kulturcentrum, IKC). Hann var félagi í skákklúbbnum Rockaden og tefldi á skákmótum fyrir hans hönd. Magnús kynntist í Svíþjóð Ritu Johansson, f. 27.6. 1950, og eign- uðust þau tvö börn: Hallgrím Christer, f. 8.6. 1968, og Önnu Helenu, f. 26. janúar 1971. Hall- grímur á tvö börn, Magnús Chri- stoffer, f. 28.10. 1990, og Helenu Caroline, f. 30.9. 1990. Anna Hel- ena er í sambúð með Sveini Valtý Sveinssyni, f. 4.12. 1971, og eiga þau tvö börn: Svein Andra, f. 25.2. 1999, og Söru Rós, f. 5.5. 2003. Útför Magnúsar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mannaskólann í Reykjavík á yngri ár- um, jafnframt því sem hann starfaði við múrverk í fyrirtæki föður síns. Hann sigldi á norskum skipum um sex ára skeið og fór víða, m.a. til Austurlanda fjær og í Karíbahafið. Hann fluttist búferl- um til Malmö í Sví- þjóð árið 1967. Þar hóf hann störf hjá skipasmíðastöðinni Kockums og starfaði þar þangað til stöðinni var lokað seint á níunda áratugnum. Eftir það lauk hann námi í múraraiðn. Að því loknu fluttist hann til Ís- lands og fékkst við ýmis störf, m.a. sendibílaakstur og almenn störf við Reykjavíkurhöfn. Árið Pabbi var afskaplega rólegur og hógvær maður og lét alltaf lítið fyrir sér fara. Hann var aldrei stressaður og skildi aldrei þetta lífsgæðakapp- hlaup sem fólk í kringum hann var svo upptekið af. Hann var nægjusam- ur með eindæmum og sparsamur. Hann átti marga góða vini, bæði í Sví- þjóð og Noregi þar sem hann bjó síð- ustu sjö árin. Þar var hann kallaður „vinnusami Íslendingurinn“ þótt fleiri Íslendingar væru í vinnu þar. Hann var góður íþróttamaður bæði í sundi og fótbolta. Spilaði hann fótbolta með strákum sem voru töluvert yngri en hann sjálfur alveg þangað til hann veiktist í byrjun árs í fyrra. Hann hafði gaman af nær öllu sem tengdist hreyfingu eða íþróttum. Hann fór alltaf allra sinna ferða á hjóli í hvaða veðri sem var og síðustu tvö árin gerðist hann áhugamaður um fjalla- klifur og félagi í fjallaklifurklúbbi í Noregi. Okkur leist nú ekkert á þetta uppátæki hans enda karlinn að nálg- ast sextugt. En svona var pabbi, alltaf að koma á óvart. Uppúr standa minn- ingar um æskuárin í Svíþjóð þar sem við erum fædd og uppalin. Ekki var það auðvelt fyrir pabba okkar að búa í ókunnu landi og ala upp tvö börn einn síns liðs. Þetta virðist þó hafa gengið prýðilega hjá honum. Hann var afar barngóður og lífið hreinlega snerist í kringum okkur systkinin þegar við vorum lítil. Minnumst við þess hvern- ig pabbi fylgdist með okkur, hvar við værum hverju sinni og með hverjum. Á unglingsárunum átti hann það til að bíða eftir okkur með ljósin kveikt langt fram á nótt og slökkti svo ljósin og þóttist vera sofandi þegar lykillinn fór í skrána. Kom hann okkur alla jafna á óvart þegar hann vildi fá að finna lyktina út úr okkur til að full- vissa sig um að við hefðum burstað tennurnar. Við vitum þó betur í dag af hverju það var. Okkur var iðulega fylgt á æfingar og hvatti hann okkur mjög til þess að taka þær alvarlega ásamt skólanum. Sömuleiðis átti hann til að hjóla á móti okkur þegar æfing- um var lokið. Hann reyndi að virkja okkur í hitt og þetta enda hafði hann ákveðnar hugmyndir um hvað ætti að verða úr okkur og lét það oftar en einu sinni í ljós. Til að mynda lærðum við snemma skák og gengum í skák- félag í Malmö með pabba og tefldum á mótum. Minnumst við þess þegar pabbi og vinur hans í Svíþjóð sátu mörg kvöld í viku heima hjá okkur að tefla eftir að við fórum að sofa. Til marks um hversu mikill skákmaður hann var tók hann upp á því að mála eldhúsborðið okkar sem taflborð. Fannst honum það afar sniðugt og þægilegt að geta haft það tilbúið bara hvenær sem var. Þó pabbi hafi ferðast mikið og búið víða var hann um kyrrt í Svíþjóð með okkur systkinunum þangað til við vorum orðin nógu gömul til að fljúga úr hreiðrinu. Eina ósk átti hann þó og var hún sú að við systkinin fengjum að kynnast hinni stóru og samlyndu fjölskyldu hans á Íslandi. Frá því að við vorum lítil fór hann með okkur til Íslands á sumrin. Þegar við eltumst vorum við send til Íslands ein okkar liðs og vorum við þá aðallega hjá systrum hans. Alltaf voru Íslands- ferðirnar jafn skemmtilegar og mikið ævintýri. Fjölskyldan var stór og vildi hver á sinn hátt taka þátt í uppeldi okkar með einum eða öðrum hætti. Við systkinin fermdumst til að mynda hér á landi. Við sjáum það núna að pabbi okkar vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann sendi okkur í þennan harða skóla á sumrin. Þetta varð til þess að Helena flutti til Ís- lands sextán ára gömul. Bjó hún þá hjá Erlu systur hans pabba sem hvatti og studdi hana öll menntaárin hér. Pabbi flutti síðar sjálfur til Ís- lands og keypti íbúð hér í Reykjavík. Christer kynntist hins vegar konu í Svíþjóð og átti með henni börnin sín tvö. Hann er nú farinn að senda sín börn til Íslands á sumrin til að ganga í gegnum sama skóla og hann gekk í sjálfur. Svona endurtekur sagan sig. Þótt fjarlægðin væri mikil, Helena á Íslandi, Christer í Svíþjóð og pabbi í Noregi, vorum við í góðu sambandi. Símtölin voru mörg en oft snubbótt enda var hann meira fyrir að skrifa bréf þar sem það var mun ódýrara. Símtölin voru aðallega til að heyra frá okkur hvort allt væri í lagi. Á síðari árum þegar barnabörnin komu reyndi hann að hitta okkur að minnsta kosti einu sinni á ári. Til Sví- þjóðar fór hann oftast í kringum jólin, en til Íslands kom hann á vorin eða á sumrin. Pabbi elskaði börn og þótti afar vænt um barnabörnin sín. Chri- stoffer fékk heiðurinn af að kynnast afa sínum mest af börnunum enda var hann elstur. Pabbi eyddi miklum tíma í að kenna honum sund og fylgdi hon- um oft á æfingar og mót þegar þeir hittust. Hann var laginn og þolinmóð- ur við börnin og voru þau alltaf spennt þegar afi Mannsi kom í heim- sókn. Þegar við hittumst lagði hann áherslu á að eyða tíma með börnunum okkar. Hann fór oft í langa göngutúra með Svein Andra þó hann sé ekki nema fjögurra ára. Sveinn Andri, þótt ungur sé, dýrkaði hreinlega afa sinn. Þeir voru oft komnir út í fótbolta eld- snemma á morgnana, enda báðir afar árrisulir. Ef ske kynni að afi væri ennþá sofandi þegar Sveinn Andri fór á fætur bað hann alltaf um leyfi til að vekja afa svo hann gæti gefið sér að borða. Gat hann oft platað afa sinn til að gefa sér morgunmat sem alla jafna var ekki leyfður nema um helgar. Síð- astliðið ár, eftir að pabbi veiktist og var lagður inn á spítala í Noregi, lágu leiðir okkar systkinanna og pabba oft- ar saman, en nú undir öðrum kring- umstæðum. Helena var þá ófrísk og komst ekki til hans en Christer fór til Noregs þar sem hann bjó með honum allan tímann á spítalanum. Eftir langa og stranga meðferð fór pabbi með Christer til Svíþjóðar þar sem fjölskyldan sameinaðist eftir fæðingu Söru Rósar. Síðar á árinu fluttist hann til Íslands þar sem hann dvald- ist hjá Helenu þar til hann lagðist inn á spítala í hinsta sinn. Þótt pabbi væri mikið veikur var lífslöngunin svo mik- il að aldrei hvarflaði að honum að hann færi ekki að vinna aftur og aldr- ei datt honum í hug að kvarta undan veikindum sínum. Við eigum margar minningar um pabba sem ekki gefst tækifæri til að telja upp hér en þótt það sé sárt að kveðja þá munu þær ávallt hafa mikið gildi fyrir okkur. Við trúum því að nú líði þér vel, elsku pabbi, og að nú sért þú kominn í faðm foreldra þinna og bræðra sem á und- an þér hafa farið, en söknuðurinn er mikill og heimurinn verður daufur án þín. En við vitum, elsku pabbi, að þú fylgist með okkur og verndar frá þeim stað sem þú ert nú á. Elsku pabbi, við söknum þín sárt og munum ávallt elska þig. Þín börn, Helena og Christer. Til moldar er borinn stórvinur minn Magnús Hallgrímsson. Þessar línur eru ritaðar í Taílandi þar sem við áttum margar skemmtilegar og ógleymanlegar stundir hin síðari ár. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir 47 árum þegar við vorum báðir á ung- lingsaldri. Við fórum 15 ára gamlir saman á okkar fyrstu togara og vor- um einnig síðar saman á bátum. Þannig liðu nokkur ár, eða allt þar til Magnús fluttist til Svíþjóðar. Þrátt fyrir að hafið skildi okkur að hélt hann tryggð við vini sína og leið aldrei langur tími milli þess að hann léti heyra í sér. Eftir að Magnús flutti heim fór hann að vinna fyrir mig við sendibíla- akstur. Við það starf sýndi hann ein- stakt geðslag, því það var sama hvað gekk á, aldrei missti hann taumhald á skapi sínu, þótt allt væri um koll að keyra í kringum hann. Nú þegar komið er að kveðjustund færi ég börnum Magnúsar, þeim Christer og Helenu, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristinn Jón Sölvason. MAGNÚS ANTON HALLGRÍMSSON  Fleiri minningargreinar um Magnús Anton Hallgrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 23 ✝ Nanna Tryggva-dóttir fæddist á Selhamri í Breiðdal 31. mars 1931. Hún lést á heimili sínu 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Jóns- dóttir, f. 17. júlí 1898, d. 30. desember 1987, og Tryggvi Sigurðs- son, bóndi á Útnyrð- ingsstöðum á Völlum á Héraði, f. 2. ágúst 1903, d. 3. mars 1994. Guðný var dóttir Jóns Halldórssonar, bónda á Hóli í Breiðdal, og konu hans, Guðbjargar Bjarnadóttur. Nanna átti eina hálfsystur sam- feðra, Elínu, f. 6. júní 1950. Nanna giftist 31. mars 1954 Jóni Guðmundssyni rafvirkjameistara, f. 27. maí 1925, en þau skildu. For- eldrar hans voru Guðmundur Jó- Björk, f. 3. september 1989, og Ágústa, f. 17. júní 1996. Með Ög- mundi Frímannssyni, f. 31. janúar 1932, átti Nanna 3) Elí Leó Dýra Nönnuson (skírður Gunnar), f. 22. febrúar 1959. Sigríður Nanna Jóns- dóttir, f. 13. júní 1947, átti heimili hjá Nönnu og föður sínum, meðan sambúð þeirra stóð. Nanna bjó með móður sinni á Hóli og fluttist síðar að Þverhamri í Breiðdal. Þar bjuggu þær þar til Nanna var 14 ára, þegar þær fluttu suður til Reykjavíkur eftir að heim- ili þeirra brann og þær misstu allar eigur sínar. Nanna vann ýmis störf á yngri árum, s.s. í Björnsbakaríi við Vallarstræti, Efnalauginni Laugavegi 53b og á saumastofu Gefjunar við Snorrabraut, en lengst af vann hún hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík sem forstöðu- kona mjólkurbúða, en þegar Mjólk- ursamsalan hætti rekstri þeirra hóf hún sjúkraliðanám og starfaði sem sjúkraliði á Borgarspítalanum og Landakotsspítala, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Nönnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. hannsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík, f. í Sveina- tungu í Borgarfirði 6. júní 1893, d. 1. septem- ber 1931, og kona hans, Sigríður Jóns- dóttir, f. í Kalastaða- koti í Hvalfirði 8. júní 1906, d. 29. september 1982. Nanna og Jón eiga tvo syni, þeir eru: 1) Guðmundur, f. 19. des. 1953, kvæntur 17. júlí 1976 Láru Sigfúsdótt- ur, f. 9. mars 1957, börn þeirra: Sigfús Örn, f. 15. febr- úar 1977, Haukur Þór, f. 20. mars 1979, Rúna Sirrý, f. 23. mars 1985, og Jón Valur, f. 3. mars 1988. 2) Tryggvi, f. 14. júlí 1955, kvæntur 18. júní 1983 Ástu Ágústsdóttur, f. 9. apríl 1961, börn þeirra: Nanna Kristín, f. 16. mars 1987, Sandra Nú er hún Nanna, ein nánasta frænka okkar, gengin. Við systkinin kynntumst Nönnu og hennar fjöl- skyldu betur en flestu öðru skyld- fólki okkar, enda bjuggum við í sama húsi um nokkurra ára skeið. Svenni var reyndar heimagangur hjá Nönnu og móður hennar, Guð- nýju Jónsdóttur ömmusystur okk- ar, þegar þær bjuggu í næsta húsi, stóra steinhúsinu, sem við kölluðum svo. Fyrstu endurminningar Svenna tengjast líka Nönnu frænku. Hún situr á rúminu sínu með gítar og er að syngja vinsælt dægurlag frá þeim tíma. Svenni suðar í frænku sinni um að kenna sér á gítarinn. Nönnu tekst að troða inn í hausinn á honum nokkrum vinnukonugrip- um, sem hann býr að enn í dag. Það þarf ekki að fletta mörgum myndaalbúmum til að sjá hversu nánar Nanna og mamma okkar, Dagrún Gunnarsdóttir, voru. Þær voru meira eins og systur en nánar frænkur. Oft var umræðuefni þeirra lífið austur í Breiðdal, áður en þær fluttu suður. Nú þegar jól og áramót eru ný- liðin minnumst við þeirra stunda þegar það var siður hjá fjölskyldu okkar að koma saman á jóladag og halda veglega veislu, fara í leiki og skemmta okkur konunglega. Þá voru svokallaðir Nesvegsleikir í hávegum hafðir, enda áttu þeir flestir rætur að rekja til Austfjarða, þar sem þær Nanna og mamma voru uppaldar saman. Þá reikar hugurinn að gamlárskvöldum, þar sem við stóðum öll gjarnan við eld- húsgluggann á Nesveginum og horfðum á flugeldana á miðnætti. Ferðalögin á sumrin á Skódanum hans pabba, þar sem Teddi var gjarnan bílstjóri, voru líka eftir- minnileg. Það var með ólíkindum hvað hægt var að koma mörgum inn í þann bíl. Teddi minnist þess sérstaklega þegar Nanna og Jón komu úr siglingu með Gullfossi frá Edinborg og gáfu honum forláta styttu, sem fylgdi honum áratugum saman. Synir Nönnu og Jóns, þeir Guð- mundur og Tryggvi, voru okkur systkinunum sem bræður og nutu auðvitað verndar sem slíkir ef á þurfti að halda, þegar ærslin í bernsku voru að fara úr böndunum í hverfinu. Gunni og Tryggvi halda enn í þann sið að hittast á að- fangadag, rétt áður en jólahátíðin gengur í garð, og gefa hvor öðrum jólagjöf. Minningin um Guðnýju ömmu- systur okkar og Nönnu er nátengd. Nanna var móður sinni sérstaklega góð dóttir og sá um hana og hélt heimili með henni allan þann tíma sem þær lifðu saman. Hin síðari ár átti Nanna við veik- indi að stríða, en reyndi þrátt fyrir heilsuleysi að taka þátt í þeim fjöl- skylduboðum sem efnt var til af ýmsum tilefnum. Sérstaklega er okkur ánægjuleg minningin um áttræðisafmæli mömmu síðastliðið sumar, en þar var Nanna með okkur í blíðskap- arveðri og naut sín vel. Við systkinin vottum sonum Nönnu og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð okkar. Blessuð sé minning Nönnu Tryggvadóttur. Krakkarnir á Nesvegi 60. Anna, Gunnar, Sveinn og Emil Theódór. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni segir vísan og ef ég þekki ömmu Nönnu rétt, þá sitja þeir þar ekki með hendur í skauti aðgerðalausir, heldur eru að maula kakósnúða eða lepja tvíbök- umjólk úr stórri skeið þessa dag- ana. Við fórum alltaf öðru hvoru og fengum að sofa heima hjá ömmu. Þar leið manni stundum eins og Glámi og Skrámi í Sælgætislandi, enda dekrað við okkur. Snúðar og ís, eitthvað gott í kvöldmatinn og svo var gripið í spil og spilað oft og lengi, enda varð langavitleysa ósjaldan fyrir valinu, svarti-pétur eða vist jafnvel. Þegar tími var svo kominn til að skríða í bólið átti maður að bursta tennurnar og þvo sér í framan og um hendurnar. Oft þótti manni nú óþarflega fast strokið, jafnvel svo að maður kvart- aði undan, en núna er þetta ein af minningunum sem sitja eftir. – Skrýtið.Amma Nanna var líka dug- leg að hjálpa okkur að rækta hug- ann, ekki síður en bumbuna sí- stækkandi. Hún hringdi ósjaldan heim til að minna mann nú á að hlusta á hinn eða þennan útvarps- þáttinn og sjá viðtal við þann frændann eða stórbóndann. Hjalti litli, Frank og Jói eða sálmaskáldið Hallgrímur Péturs. Allt skyldi mað- ur nú lesa, enda gerði maður mikið af því hjá ömmu, á meðan heilu mjólkurföturnar af snúðum týndu tölunni. Þegar maður var svo tilbú- inn að fara að sofa var alltaf farið með faðirvorið og bænir að eigin vali. Ljósin slökkt og farið að sofa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góða nótt amma. Sigfús Örn, Haukur Þór, Rúna Sirrý og Jón Valur. NANNA TRYGGVADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Nönnu Tryggvadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.