Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Láttu mig hafa listann yfir þá staði sem þið skerið niður, hr. Rasmussen, við leggjum aðal áherslu á sparnað í heilbrigðisgeiranum til að geta sinnt betur utanríkisþjónustunni okkar. SFR efnir til þinghalds Tekið á minnk- andi áhuga Starfsmannafélag rík-isstofnana, SFR,sem er stærsta stéttarfélag innan vé- banda BSRB, efnir til þings á morgun, laugar- daginn 17. janúar. Þingið er ætlað ungum fé- lagsmönnum og er við- leitni til að bregðast við útbreiddum vanda margra stéttarfélaga víða um lönd vegna minnkandi áhuga ungs fólks á þátttöku inn- an þeirra, eins og fram kemur í kynningu frá SFR. Fræðslustjóri SFR er Sara Hálfdánardóttir og Morgunbaðið lagði nokkrar spurningar fyrir hana í tilefni þinghaldsins og fara svör hennar hér á eftir. Hvar fer umrætt þing fram, klukkan hvað og hvenær? „Þingið fer fram í húsakynnum SFR stéttarfélags á Grettisgötu 89 frá kl. 14–19 og í framhaldinu verður boðið upp á léttar veit- ingar.“ Hverjir standa að þinginu og hver er tilgangur þess? „SFR stéttarfélag stendur að þinginu en nefnd á vegum ungra félagsmanna hefur staðið síðustu mánuði að undirbúningi þess. Ungir félagsmenn eru um 1.400 talsins, um 30% af heildarfjölda félagsmanna. Yfirskrift þingsins er „Þekkir þú stéttarfélagið þitt?“ og felur í sér hvatningu til ungra félagsmanna um aukna þátttöku innan félagsins í ljósi þess að nokkuð skortir á að ungt fólk taki þátt í starfi stéttar- félaga. Það er vilji SFR að snúa þessari þróun við með því að opna umræðuna um vandann og mynda formlegan vettvang fyrir umræður og skoðanaskipti þar sem áhersla verður meðal annars lögð á þarfir og hagsmuni ungs fólks.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar á þinginu? „Þingið er framhald á starf- semi ungliða SFR en í maí á síð- asta ári var haldin ráðstefna í Iðnó sem markaði grunn að þeirri vinnu sem nú fer fram á þinginu. Þar komu fram ýmsar hugmyndir og skoðanir ungra fé- lagsmanna á samfélagslegum málefnum. Dagskrá þingsins er fjölbreytt og er fyrst og fremst ætlað að höfða til áhuga, þarfa og hagsmuna ungra félagsmanna. Rætt verður meðal annars um hverjar þarfir ungs fólks eru inn- an félagsins og hvert hlutverk stéttarfélaga er í nútíð og fram- tíð, rætt verður um lífsgæða- kapphlaupið og hvaða hlutverki það gegnir nú í lífi ungs fólks auk þess sem horft verður til fram- tíðar með því að skoða hvernig ungir félagsmenn vilja sjá félagið þróast með tilliti til helstu þátta í starfsemi þess, svo sem trúnaðar- mannakerfis og kjara- og fræðslumála.“ Hverju á þingið að skila? „Þingið verður von- andi til þess að efla starfsemi ungra fé- lagsmanna innan SFR. Umhverfi stéttar- félaga hefur verið að breytast síðustu ár og í huga margra af yngri kynslóðinni til- heyra stéttarfélög og stéttarátök liðnum tíma. Í ljósi þess hversu mikilvægu hlutverki stéttarfélög hafa gegnt og gegna enn er mik- ilvægt að ungt fólk komi að starfi stéttarfélaga til að blása í nýja lúðra í takt við breytta tíma. Stéttarfélög mega ekki staðna frekar en umhverfið sem þau búa við og því er mikilvægt að ungt fólk komi inn með nýja og ferska strauma til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þingið kemur því vonandi til með að skila okkur öflugu fólki með ferskar skoðanir og hugmyndir um framtíðarsýn félagsins.“ Hvers vegna telur þú að dofi sé í þátttöku yngri félaga í stétt- arfélögum í starfsemi þeirra? „Í raun höfum við ekki svar við þeirri spurningu. Við vitum að þessi þróun hefur átt sér stað víð- ar, meðal annars á Norðurlönd- unum, auk þess sem þessi vandi er víða þekktur í ungliðahreyf- ingum á borð við stjórnmála- og íþróttahreyfingar. Engar rann- sóknir, sem við vitum um, hafa verið gerðar sem sýna fram á hvað veldur þessu en við hjá SFR höfum áhuga á að skoða vandann og þingið á laugardaginn er með- al annars haldið til þess að reyna að glöggva sig á honum. Einnig virðist sem ungt fólk hafi lítinn skilning á stéttarfélögum og hlut- verki þeirra eins og kom fram á ráðstefnunni í Iðnó í vor. Hugs- anlega hefur SFR ekki haldið uppi nægri fræðslu og kynningu á því sem það er að gera og félag- ið hefur nú þegar brugðist við þessu, meðal annars með því að gefa út þjónustu- og kynningar- bækling um félagið.“ Telurðu að það eitt að efna til umræðu með þinghaldi dugi til að breyta þessu … eða stendur fleira til í þeim efnum? Ég hygg að heppilegasta byrj- unin sé alltaf að hvetja til um- ræðna og skoðanaskipta um mál- efni eigi þau að hljóta einhvern hljómgrunn. Einnig er mikilvægt að þingið varpi ljósi á vandann til þess að unnt sé að átta sig á hugsanlegri lausn hans. Vissulega mun þingið á laugardaginn ekki leysa til fulls vandamálið er snertir áhugaleysi ungs fólks á stéttarfélögum en það mun von- andi leiða til þess að fólk átti sig á hlutverki stéttarfélaga og því að óskað er eftir þátttöku þess innan stéttarfélagsins. Vonandi verður þingið unga fólkinu sú hvatning sem að var stefnt með þessu þinghaldi.“ Sara Hálfdánardóttir  Sara Hálfdánardóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1976, er með stjórnmálafræðimenntun frá Há- skóla Íslands og er jafnframt að ljúka BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem fræðslustjóri hjá SFR, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, og er í sambúð með Davíð Guð- jónssyni framkvæmdastjóra. Þau eiga von á fyrsta barni sínu á vormánuðum. … að þingið varpi ljósi á vandann SAMNINGAR um rekstur á Hótel Örk í Hveragerði eru nú lausir, og hafa eigendur hótelsins tekið við rekstri þess eftir að rekstraraðil- arnir, Grand Ísland ehf., hættu. Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Arkar, segir að hann hafi sagt upp samningi við Grand Ísland vegna vanskila, og segir að nú muni hann leita eftir samningum við aðra um rekstur hótelsins. Hann vill ekki gefa upp hvort hann sé farinn að ræða við nýja aðila, né hverjir séu líklegir til að taka við rekstrinum, en segir að það skýrist væntanlega á næstu dögum. Jón segir að gestir muni ekki finna neina breytingu, allar bókanir haldi sér og engar breytingar verði á starfsemi hótelsins. Stefán Örn Þórisson, einn eig- enda Grand Ísland, hefur aðra sögu að segja af þessu máli. Hann segir að hið rétta sé að samningur um rekstur hótelsins hafi verið laus um áramót, og þá hafi verið ljóst að Grand Ísland hafi ekki haft áhuga á rekstri hótelsins á meðan það var í eigu núverandi eigenda. Stefán seg- ir að rekstrinum hafi þó verið haldið áfram á meðan beðið var niðurstöðu söluviðræðna á hótelinu. Þegar þær viðræður gengu ekki eftir hafi ekki verið áhugi af hálfu Grand Íslands til að halda áfram samstarfinu. Öll- um ásökunum um vanskil vísar hann heim til föðurhúsanna, og seg- ist hafa í sínum fórum skjöl frá eig- endum sem sýni góða stöðu um ára- mót. Grand Ísland hefur nú gert samn- ing um rekstur á öðru hóteli. Leita samninga um Hótel Örk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.