Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞAU tæplega 18 ár sem hér á að hafa ríkt frjáls samkeppni á ljós- vakamarkaði er rétt að líta yfir farin veg. Ríkið trónir enn á toppnum með rekstri útvarps og sjónvarps. Rík- isfyrirtækið Síminn nær einokar dreifingu á sjónvarps- merkjum á landinu með ljósleiðarakerfi og sendahúsum. Kosnir embættismenn keppast við að hrópa á torgum að aldrei hafi verið meiri ástæða til að reka öfluga ríkisfjölmiðla, og bera fyrir sig sam- þjöppun á eignarhaldi fjölmiðla, en þó bara þegar frumkvöðlar í við- skiptum láta þar til sín taka, og eru elítunni ekki þóknanlegir. Á sama tíma selur Ríkið svo banka sína, sem hreint blómstra undir merkjum frjálsa markaðarinns. Ég bið lesendur að virða það að hjá Ríkisútvarpinu og Símanum starfa mjög hæfir ein- staklingar sem sinna starfi sínu af miklum dug og metnaði. Ríkið leggur til rúmlega 3 millj- arða árlega til að standa straum af rekstri tveggja útvarpsstöðva og einnar sjónvarpsstöðvar. Þá hefur ríkið yfirburði í sjónvarpsáhorfi og útvarpshlustun, og nýtir sér það óspart í sölu auglýsinga, í vægð- arlausri samkeppni við frjálsa ljós- vakamiðla, og skyldar svo alla lands- menn að greiða sér þúsundir króna mánaðarlega, ellegar missa viðtækið sitt. Ég þráast við að borga, því ég á hlut í sjónvarpsstöðvum og finnst þetta óréttlátt, en missi sjónvarpið mitt líklega fyrir rest. Svo eru sumir hissa þegar erf- iðlega gengur að fjármagna sjón- varps og útvarpsstöðvar? Þar er engin milljarða meðgjöf, þegar frumkvöðlar ákveða að hætta öllum sínum veraldlegu eigum til að vinna að hugsjónum sínum, og bæta mann- lífið. Engin óháður aðili rekur þjónustu fyrir leyfishafa sjónvarpstíðna á Ís- landi. Þú annaðhvort semur við Ríkið eða situr eftir heima. Sjálfstæð- isflokkurinn sem á að heita boðberi frjálsræðis í viðskiptum, í forystu fyrir einkaframtakið hefur því miður misstigið sig all hrapalega þegar kemur að ljósvakarekstri. Þó er þar innandyra að finna þá Pétur H. Blöndal, Birgi Ármannsson og Sigurð Kára Kristjánsson, sem hafa lagt frma þingsályktunnartillögu um breytingu á út- varpslögum, nr. 53/ 2000. Helstu röksemdir fyrir frumvarpinu eru þær að óþarft virðist að ríkið standi í útvarps rekstri, gerð þátta, út- sendingu, uppbygg- ingu dreifikerfis og innheimtu útvarpsgjalds til þess að ná fram þeim markmiðum sem Rík- isútvarpinu eru sett. Þeim er öllum hægt að ná með útboðum þar sem allar útvarpsstöðvar, sem bolmagn hafa, keppa um að bjóða bæði góðar og hagkvæmar lausnir á þessum markmiðum. Því miður virðast það svo ætla að verða örlög stafræns sjónvarps á Ís- landi, að hæstvirtur Samgöngu- ráðherra kemur fyrir rest á einka- leyfi, sem svo verður aftur fært Ríkinu með að veita Símanum einka- rétt á slíkri dreifingu, þrátt fyrir að honum megi vera full ljóst að einka- aðilar séu langt komnir með innleið- ingu nýrrar tækni sem gerir breið- band Símans úrelt og frekari fjáraustur í það batterí að hreinu að- hlátursefni. Ég ákvað að láta reyna á vilja Rík- isins til að innleiða frjálsa sam- keppni í uppsetningu dreifikerfa úti á landi og bað f.h. sjónvarpsfélags sem ég veitti for- stöðu, um ríkisábyrgð upp á 50 millj- ónir króna, en var synjað. Á sama tíma er ætlunin að láta almenna skattgreiðendur henda fleiri millj- örðum króna í enn eitt ríkisfyr- irtækið. Síminn rekur nú Rafveitu- kapalkerfið í Hafnarfirði og mun hafa endurnýjað það þannig að í raun er um að ræða hefðbundið breiðband. Fyrirtækið er í sam- keppni við Norðurljós hf. með út- sendingar á erlendum sjónvarps- stöðvum og lokaði á Fjölvarp Norðurljósa. Norðurljós sættu sig ekki við að vera útilokuð frá afnotum af kapalkerfinu og fengu góðan úr- skurð bæjaryfirvalda. Áralöng barátta mín sem frum- kvöðuls í íslensku sjónvarpi við smá- kónga og viðskiptamafíur er nóg til að æra óstöðugan, og hefði einhver verið búinn að pakka saman fyrir löngu og hættu þessu. Og einmitt þess vegna hef ég ákveðið að beina kröftum mínum að uppbyggingu er- lendra sjónvarpsstöðva á erlendum mörkuðum, þar sem ríki og smá- kóngar eru löngu horfnir af frjálsum markaði þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að njóta sín, og kveð með þessum orðum: Ef byggir þú vinur og vogar þér hátt, og vilt að það skuli ekki hrapa, þá leggðu í það dýrustu eign sem þú átt, og allt sem þú hefur að tapa. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands, og finnst þú vel geta staðið, þá láttú ekki skelfa þig leið- sögu hans, sem leggur á tæpasta vaðið. Brotthvarf ríkisins af ljósvakarekstri strax! Hólmgeir Baldursson skrifar um ljósvakamiðla ’Áralöng baráttamín sem frumkvöðuls í íslensku sjónvarpi við smákónga og við- skiptamafíur er nóg til að æra óstöð- ugan…‘ Hólmgeir Baldursson Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. ÁRIÐ sem nú er liðið var um margt merkilegt. Minnisstætt er umstangið sem hrjáði þjóðina í kringum Alþingiskosningarnar í maí. Í aðdraganda kosninganna beittu menn ýmsum brögðum til að vekja athygli væntanlegra kjósenda á kosning- unum og þó einkum og sér í lagi til að vekja athygli á sér og sínu framboði. Þegar kosið er í stjórn ver- stöðvarinnar Íslands verður mönnum tíð- rætt um sjáv- arútvegsmál. En at- vinnugrein á borð sjávarútveg er mik- ilvægari en svo að það sé í lagi að fórna henni fyrir einhverja pólitík. Til eru þeir sem segja að ill um- ræða sé betri en engin og enn- fremur að öll umræða sé af hinu góða. Þeir sem lifa eftir þeirri for- skrift eru ef til vill markaðssinnaðri en undirritaður. Til þess að um- ræða sé af hinu góða hlýtur hún að þurfa að vera upplýsandi, í það minnsta ekki villandi, þaðan af síð- ur til þess fallin að brjóta niður. Um tíma var áberandi í umræðu manna, sem ættu að vera ábyrgir, talsvert skeytingarleysi fyrir stað- reyndum, og létu fullmargir sér nægja að slá um sig hverskonar orðatiltækjum sem voru hönnuð til að grípa athygli, í fyrirsagnalíki oft á tíðum. Þá kom fyrir að misskiln- ings gætti þar sem menn blönduðu saman, eins og oft vill verða, stofnunum, stjórnvöldum, stefnu, strjálli og staðgóðri þekkingu á lífinu í haf- inu. Það er synd að menn geti leyft sér að segja hvað sem er og álíta að tjón sé þjóð- inni til góðs. Vissulega er maðurinn frjáls orða sinna en mað- urinn hlýtur og að vera bundinn orðum sínum. Eftir sem áður er það ábyrgðarlaust að ætla sér að vekja ánægju og tilhlökkun kjósenda með að níða niður heila atvinnugrein og ætla það að undantekningar séu dæmi um það hvernig reglan sé. Heilir menn sem ætla sér að gera út á trúverðugleika sinn, geta ekki leyft sér að segja eitt, meina ann- að og gera svo hvorugt. Þegar menn efast um fræðilegar nið- urstöður segjast una þeim eða taka ekki af öll tvímæli hvað tiltrú á niðurstöðurnar varðar og aðhaf- ast svo lítið í að útskýra sín sjón- armið. Þegar menn kenna op- inberri stofnun um stefnu stjórnvalda, sem er í raun mótuð af hugmyndum flokksfélaga þeirra flokka sem stýra landinu hverju sinni, ef hún nyti ekki stuðnings þar, væri vart þörf á að ræða þá stefnu frekar. Þegar menn sví- virða heila atvinnugrein og full- yrða að þar stundi menn fremur svik en sjó, þannig að fólk fælist þá framtíðarmöguleika að draga björg í bú og fáir sækja í nám tengt sjávarútvegi. Þegar menn álíta sig of ríka til að starfa í „lyktandi“ atvinnugrein en flytja inn fólk til að standa undir velferðarkerfinu. Þegar menn standa á móti þróun sem gerir fólki kleift að skrimta en vilja frekar stöðnun sem leitt getur til hruns vegna skorts á sveigj- anleika. Þegar menn ætla að fræða fólk með sögusögnum í stað þess að kynna sér stöðu mála. Þegar menn vilja kæfa alla gerjun með reglugerðafargani án þess að uppúr gerjuninni geti sprottið nýtt líf, nýir vaxtarmöguleikar. Þegar menn ætla fólki að vera illviljað í einni atvinnugrein umfram aðra hafa menn sökkt sér of djúpt í öf- und og óánægju því í raun starfa allir að því sama markmiði að á Íslandi geti fólk lifað hér eftir sem hingað til. Öfund og óánægja sem oft gætir milli starfsstétta tekur tíma og athygli fólks frá því sem raunverulegt markmið starfans er. Sama hvað hver segir þá er aðal- málið varðandi sjávarútveg fólgið í því að það sé fiskur í sjónum sem er veiddur og verkaður og þá seld- ur, einhverjum kaupanda sem get- ur hugsað sér að kaupa íslenskan fisk, þrátt fyrir allt umstang og umtal um glæpi, landráð og sóða- skap. Ætli menn að auka hróður íslensks sjávarútvegs eiga menn ekki að sverta það gráa svæði sem menn virðast starfa á í dag, vegna áróðurs hryðjuverkamanna um síðasta fiskinn í sjónum, með því að básúna brottkast og brask. Nóg er nú samt, tölum heldur um fal- leg og bragðgóð fiskflök. Innlegg í umræðu um umræðu Arnljótur Bjarki Bergsson skrifar um sjávarútvegsmál ’Það er synd að menngeti leyft sér að segja hvað sem er og álíta að tjón sé þjóðinni til góðs.‘ Arnljótur Bjarki Bergsson Höfundur er formaður Hins íslenzka sjávarútvegsfræðafélags og sérfræð- ingur við Háskólann á Akureyri. AÐ undanförnu hafa orðið tölu- verðar umræður um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs. Er það eðlilegt, því að mál- efni skóla á ýmsum stigum eru þjóðinni af- ar mikilvæg. Hér verð- ur hugað að þeim rök- um, sem einkum hafa verið færð fyrir stytt- ingunni. 1) Sagt er, að vægi stúdentsprófs á vinnu- markaði sé nú með allt öðrum hætti en fyrir 30–40 árum. Þá hafi það verið ávísun á gott starf, en nú hafi það gildi sem góð almenn menntun. – Þetta er um sumt heldur hæpið. Fyrir 30–40 árum, og einnig síðar, vissu menn vel, að stúdents- próf væri áfangi á námsbrautinni og oft undanfari frekara náms, en ekki trygging fyrir góðu starfi. Góð almenn menntun styrkir hins vegar stöðu hvers manns, og hún verður seint tekin frá honum. Það eru ekki haldbær rök að skerða beri námið, þó að fleiri ungmenni fái að læra. 2) Þá er sagt, að nú sé símenntun lykilþáttur, og því sé eðlilegt að skerða grunnmenntunina, menn læri síðar á ævinni. – Símenntun er vissulega mikilvæg, en hún réttlætir ekki mikinn niðurskurð á grunn- menntuninni. Góð menntun barna og ungmenna er þeim vissulega mik- ilvæg, en ekki má gleyma gildi henn- ar fyrir samfélagið í heild. Hátt menntunarstig þjóða er lykillinn að farsæld þeirra. Ríki og sveitarfélög verja því miklu fé til menntunar æskunnar, og því fé er vel varið. 3) Sumir telja æskilegt, að nem- endur verði stúdentar hér á svip- uðum aldri og annars staðar á Norð- urlöndum, þ.e. einu eða tveimur árum fyrr en nú er. Því sé eðli- legt að afnema eitt ár í framhaldsskólum okk- ar. – Röksemdin er hæpin, enda forsend- urnar vafasamar. Ým- islegt í skólakerfi okk- ar á sér hliðstæður í Danmörku. Margt er þar líkt og hjá okkur, en annað ólíkt. Flestir danskir stúdentar út- skrifast tuttugu ára, eins og er hjá okkur, en sænskir stúdentar eru yfirleitt braut- skráðir ári fyrr. – Í ís- lenskum skólum með áfangakerfi geta nem- endur nú lokið námi sínu á þremur árum, og unnt væri að haga skipulagi þannig í bekkjarkerfisskólum, að þetta væri einnig hægt þar. – Ár- ið 2002 var birt fróðleg skýrsla, sem Félagsvísindastofnun HÍ og Rann- sóknarstofnun KHÍ unnu fyrir menntamálaráðuneytið: „Sam- anburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð“. Þar kemur fram, að danskir (18 ára) og sænskir (16 ára) framhalds- skólanemar fá námsstyrki, og þeir fá ókeypis námsbækur. Skólagjöld eru engin (bls. 26–30). – Þeir sem segja, að íslenskir framhalds- skólanemar eigi að búa við svipuð skilyrði og t.a.m. sænskir nem- endur, þurfa að skilgreina betur hugmyndir sínar. Vilja þeir, að ís- lenskir nemendur fái ókeypis bækur og önnur kennslugögn og styrki, eins og hinir sænsku fá? Það er nú líklega heldur hæpið. Eða er metn- aðurinn í skólamálum þannig, að þeir vilji einungis afnema eitt náms- ár og láta skera niður kennslu í framhaldsskólum okkar um 20%, þ.e. um rúmlega 800 kennslustundir (40 mín.) hjá hverjum íslenskum nemenda og „samræma“ þannig brautskráningaraldurinn? Og telja þeir farsælt, að íslenskir framhalds- skólanemar fái miklu færri kennslu- stundir en danskir jafnaldrar þeirra? – Hér má líka nefna, að sum- arstörf íslenskra námsmanna auka þroska þeirra, og þau veita náms- mönnum tækifæri til að kynnast af eigin raun margvíslegum störfum þjóðar sinnar. 4) Því hefur verið haldið fram, að stytting námstímans leiddi til betri nýtingar skólatíma, námið yrði markvissara og skilvirkara og áherslur á réttum stöðum, enda yrðu gæðin hin sömu og áður. – Í slíkum fullyrðingum felast dylgjur um, að í skólum sé ekki farið vel með tíma, kennsla sé ómarkviss, skil- virkni óviðunandi og áherslur rang- ar. – Það er og hæpið, að kennsla verði markvissari við stórfelldan niðurskurð. Og hér má spyrja: Er það yfirleitt sennilegt, að 19 ára stúdent, með þriggja ára nám að baki, standi jafn vel og 20 ára stúd- ent með fjögurra ára nám og 800 fleiri kennslustundir að baki? Eða er kennslan kannski í heild talin fánýt? 5) Sumir telja það gild rök hér, að gerð hafi verið skoðanakönnun, þar sem komið hefði fram, að meirihluti þjóðarinnar væri því hlynntur að stytta námstíma til stúdentsprófs. – Um hæpin rök fyrir styttingu náms til stúdentsprófs Ólafur Oddsson skrifar um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs Ólafur Oddsson ’Það eru ekkihaldbær rök að skerða beri námið, þó að fleiri ungmenni fái að læra. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.