Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 35
lega vel. Það
leit í svona
i færst meira
n ljósmyndari
Morgunblaðsins á vettvangi sagði
aðkomuna hafa verið afar slæma og
aðstæður hinar verstu. „Þakið og
þrír veggir voru tugum metra frá
bæjarstæðinu. Hvarvetna var
spýtnabrak og aðeins sást í einn út-
vegg því hinir voru undir snjó eða
þaki hússins,“ sagði Kristján. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um hvað
gert verður við féð á Bakka.
yrnu í Ólafsfirði féll á íbúðarhúsið að Bakka
ar hræðileg“
Morgunblaðið/Kristján
óflóðið hreif með sér stóra dráttarvél sem lá á hvolfi í skafli er að var komið.
7
,
8,
,
"
1
$" ,
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
ið inn að Bakka. Gríðarleg ófærð og blindbylur tafði menn í björgunarleiðangrinum sem
unda komust á staðinn og fannst hinn látni undir flóðinu í gærmorgun.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 35
GeimvísindastofnunBandaríkjanna,NASA, fagnaði þeimáfanga í gær að
ómannaða geimfarið Spirit, sem
lenti á reikistjörnunni Mars 3.
janúar síðastliðinn, losnaði af
lendingarstað til að rannsaka yf-
irborð plánetunnar nánar. Þá er
beðið eftir því að geimfar sömu
tegundar, Opportunity, lendi á
Mars, sem áætlað er að gerist
24. janúar næstkomandi. Þegar
geimförin fara á stjá kemur m.a.
til kasta gervigreindarforrits
sem Ari hefur tekið þátt í að
hanna og þróa. Ari er sérfræð-
ingur í gervigreind og hefur
starfað hjá NASA í bráðum sjö
ár.
Undirbúningur geimferðanna
hefur verið eitt helsta verkefni
Ara undanfarin þrjú ár. Hefur
hann stýrt hönnun og hugbún-
aðarþróun vegna þessa forrits
og unnið í hópi starfsmanna
NASA á sviði gervigreindar.
Ari segir í samtali við Morg-
unblaðið að starfsmenn stofnun-
arinnar hafi beðið þess óþreyju-
fullir, ekki síst hans nánustu
samstarfsmenn, að sjá Spirit
komast af stað. Vonast hann til
þess að fá tækifæri til að fylgj-
ast með því á staðnum, þaðan
sem geimförunum er stjórnað,
hvernig ferðalagið á yfirborði
reikistjörnunnar tekst og hvern-
ig forritið virkar við notkun
geimfaranna ómönnuðu. Sömu-
leiðis verði spennandi að fylgj-
ast með Opportunity, sem á að
lenda á allt öðrum stað á Mars
en Spirit.
Skilar vonandi
betri gögnum
Forritið sem Ari tók þátt í að
hanna nefnist á frummálinu
„Mixed-initiative activity plan
generator“, skammstafað MAG-
PEN, og er byggt á tveimur öðr-
um forritum. Annað er notenda-
viðmót til að búa til og breyta
áætlunum fyrir geimför og hitt
er gervigreindarforrit sem get-
ur sjálfvirkt búið til og unnið
með áætlanir. Ari segir að
grunnhugmyndin á bak við
MAGPEN sé að nota gervi-
greindina til að hjálpa sérfræð-
ingum NASA að setja saman
betri aðgerðaáætlanir, sem skili
vonandi meiri og betri gögnum í
geimferðinni. Forritið verði not-
að til að hjálpa til við að ákveða
hvaða aðgerðir geimförin eigi að
framkvæma næsta dag, í hvaða
röð og hvenær.
„Eftir að óskalisti vísinda-
manna þann daginn er tilbúinn,
og ljóst er hver staðan er um
borð í geimfarinu, er forritið
notað til að búa til fyrstu útgáfu
af áætluðum aðgerðum fyrir
geimfarið. Það sem er nýstár-
legt í þessu ferli er að gervi-
greindartækni er notuð til að
hjálpa til á ýmsan hátt. Forritið
getur stungið upp á áætlunum
sem uppfylla eins mikið og hægt
er af óskalistanum, án þess að
stofna geimfarinu í hættu. Sér-
fræðingarnir geta síðan breytt
áætluninni en látið forritið fylgj-
ast með og passa að breyting-
arnar uppfylli skilyrði um ör-
yggi og tengsl milli aðgerða,“
segir Ari.
Hann hefur sem fyrr segir
starfað hjá NASA í tæp sjö ár,
eða frá 29 ára aldri. Ari lauk BS-
prófi í stærðfræði við Háskóla
Íslands árið 1990 og BS-prófi í
tölvunarfræði við sama skóla ári
síðar, með hæstu einkunn frá
stofnun námsbrautarinnar.
Hann fór svo í framhaldsnám til
Bandaríkjanna og lauk MS-prófi
í tölvunarfræði frá Stanford-há-
skólanum árið 1995. Tveimur ár-
um síðar lauk Ari doktorsprófi
frá sama skóla og fjallaði loka-
ritgerð hans einmitt um gervi-
greind. Strax að námi loknu
sótti hann um starf hjá NASA á
þessu sviði tölvunarfræðinnar
og fékk ráðningu án tafar. Var
geimferðastofnunin á þeim tíma
að leita að sérfræðingum í gervi-
greind til rannsóknastarfa og
hagnýtra verkefna.
Spennandi tímar
framundan
Fljótlega eftir að Spirit hafði
lent á reikistjörnunni rauðu
spurðust þær fréttir út í Banda-
ríkjunum að Bush forseti hefði
uppi áætlanir um að reisa geim-
stöð á tunglinu og senda þaðan
mannaða geimflaug til Mars. Nú
á miðvikudag tilkynnti Bush að
þetta myndi gerast á árunum
2015 til 2020. Þegar Ari er
spurður um viðbrögð við þessum
tíðindum segist hann ekki getað
tjáð sig sem starfsmaður NASA.
Persónulega telji hann að þessi
áform, ef þau rætist, eigi eftir að
blása nýju lífi í geimferðir og
áhuga fólks á vísindum og
tækniþróun. „Það er brýn þörf á
verkefni sem gerir það,“ segir
Ari, sem á von á spennandi tím-
um framundan hjá NASA og
næg verkefni blasi við. Þannig
sé stefnt að því að senda ómann-
að geimfar næst til Mars árið
2009. Hann segir það hins vegar
óráðið hvort fjölskylda hans ætli
sér að dvelja áfram í Kaliforníu,
eða leita jafnvel á heimaslóðir til
Íslands, en Ari og eiginkona
hans, Sarah, eignuðust nýlega
sitt fyrsta barn, soninn Jón Ei-
rík, sem ættingjar hér á landi
bíða spenntir eftir að fá að sjá.
Hannaði forrit fyrir
geimfarið á Mars
Dr. Ari Kristinn Jónsson starfar á rannsóknastöð NASA í Kaliforníu
og fylgist spenntur með gangi mála á Mars. Björn Jóhann Björnsson
sló á þráðinn til Ara og forvitnaðist um þátt hans í geimferðunum.
bjb@mbl.is
Reuters
Svona líta ómönnuðu geimförin út, Spirit og Opportunity, sem eiga að ferðast um reikistjörnuna Mars
næstu vikurnar og safna upplýsingum fyrir vísindamenn NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar.
Á VÍSINDAVEF Háskóla Ís-
lands svarar dr. Ari Kristinn
m.a. þessu við spurningu ungs
manns um hvað gervigreind sé:
„Í tölvunarfræði er gervi-
greind rannsóknarsvið þar sem
leitast er við að þróa aðferðir
sem gera tölvum kleift að skilja
upplýsingar og nota þær til að
taka ákvarðanir, svipað og
mannfólkið gerir. Í grófum
dráttum má skipta grunnrannsóknum í gervigreind í tvo hluta
sem eru þó nátengdir. Annar, sem segja má að samsvari rök-
rænni hugsun, snýst um hvernig sé best að geyma þekkingu í
tölvum þannig að þær geti notað þessa þekkingu til að leysa
verkefni, taka ákvarðanir og bæta við þekkinguna. Hinn snýst
um það hvernig tölva getur skynjað umhverfi sitt, þar með tal-
ið mannfólk, og bætt þannig við þekkingu sína.“
Dr. Ari Kristinn Jónsson
Hvað er gervigreind?
Ljósmynd/Jón Karl Snorrason