Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valgeir MatthíasPálsson fæddist í
Unuhúsi í Reykjavík
6. júlí 1911. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á
Blönduósi 9. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Páll Böðvar Stefáns-
son, f. 15. okt. 1886
að Fossá í Kjós, d. í
Reykjavík 24. mars
1973, og Guðný
Magnúsdóttir, f. 29.
júní 1885 í Kirkju-
hvammssókn í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, d. í Reykjavík
19. apríl 1965. Systkini Valgeirs
eru Magnús Bergmann, f. 19. nóv.
1912, d. 7. ág. 1990, Svava, f. 29.
júní 1916, d. 27. apríl 1922,
Hrefna, f. 23. nóv. 1919, Svavar, f.
13. maí 1924, d. 19. júní 1968, og
Sigurður, f. 23. nóv. 1926.
Valgeir ólst upp í Reykjavík.
Hann stundaði barna- og ungl-
ingaskólanám og var tvo vetur í
Reykholti í Borgarfirði. Valgeir
stundaði orgelnám hjá Þórði Sig-
tryggssyni og hjá Kristni Ingv-
arssyni organista í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði. Valgeir starfaði við
byggingu frá upphafi á Korpúlfs-
stöðum og var síðar vinnumaður
þar hjá Thor Jensen, samtals ein
Orkustofnunar, gift Guðjóni Inga
Sigurðssyni, f. 1. okt. 1936. Börn
þeirra eru Ingibjörg, f. 22. apríl
1972, Sigurður, f. 6. okt. 1975, og
Arnar, f. 14. feb. 1978. 3) Bryn-
hildur, f. 27. sept. 1943, gift Ágústi
Stefáni Ágústssyni, f. 17. des.
1941. Dætur þeirra eru Anna Ingi-
björg, f. 12. júlí 1966, Svava, f. 12.
júní 1969, og Brynhildur, f. 31. maí
1974, öll búsett í Kanada. 4) Bald-
ur, f. 24. júní 1945, framkv.stj. á
Blönduósi, kvæntur Þuríði Her-
mannsdóttur, f. 6. maí 1946. Synir
þeirra eru Hermann Þór, f. 17.
des. 1965, Valgeir Matthías, f. 15.
mars 1970, og Þormóður Orri, f.
29. nóv. 1972. 5) Páll Böðvar, f. 22.
nóv. 1949, búsettur á Selfossi, fisk-
iðnaðarmaður, kvæntur Sigríði
Jónsdóttur, f. 7. okt. 1954. Börn
þeirra eru Valgeir Matthías, f. 23.
maí 1981, Maríanna, f. 17. janúar
1983, og Rakel og Rebekka, f. 16.
des. 1987. 6) Stefanía, f. 1. nóv.
1956, býr í Kópavogi, þjónustu-
fulltrúi, gift Eiríki Hreini Helga-
syni, f. 10. sept. 1955. Börn þeirra
eru Kristinn Geir, f. 28. feb. 1980,
Tinna, f. 9. okt. 1984, og Andri, f.
16. janúar 1989. 7) Valgeir Matt-
hías, f. 2. janúar 1962, rafvirkja-
meistari á Blönduósi, kvæntur
Birnu Sigfúsdóttur, f. 12. okt.
1962. Börn þeirra eru Hrafnkatla,
f. 4. apríl 1982, Böðvar, f. 16. des.
1984, og Anna Sigríður, f. 23. júlí
1993. Langafabörn Valgeirs eru á
þriðja tuginn.
Útför Valgeirs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
tíu ár. Hann vann við
landmælingar með
dönskum mælinga-
mönnum og starfaði
mörg ár hjá Rafveitu
Reykjavíkur. Á fer-
tugsaldri hóf Valgeir
störf í Austurbæjar-
skólanum í Reykjavík,
fyrst sem dyravörður
og síðar húsvörður til
haustsins 1976.
Valgeir kvæntist
28. sept. 1940, Önnu
Sigríði Baldursdóttur,
f. 16. febrúar 1921, d.
4. mars 1996. Anna
var dóttir hjónanna Baldurs Ein-
arssonar, f. 11. júní 1891, d. 19. ág.
1966, og Guðnýjar Hólm Sam-
úelsdóttur, f. 9. maí 1899, d. 21. ág.
1931. Valgeir og Anna áttu heimili
sitt í Reykjavík þar til þau settust
að á Blönduósi haustið 1976. Börn
þeirra eru: 1) Guðný Hrafnhildur,
f. 15. apríl 1941, búsett í Kópavogi.
Maður hennar var Sigurður Ei-
ríksson múrarameistari, f. 27.
sept. 1940, synir þeirra eru Eirík-
ur, f. 7. júlí 1963, Hrafn, f. 21. júlí
1964, d. 5. júlí 1981, Hörður, f. 17.
júlí 1966, og Svavar, f. 30. mars
1969. Hrafnhilur á líka Valgeir
Matthías, sem Valgeir og Anna
ættleiddu. 2) Svava, f. 28. ágúst
1942, býr í Reykjavík, starfsmaður
Það er fallegt veður í Reykjavík
þegar maður gengur með litla telpu
sér við hönd, prúðbúna á spariskóm,
leiðin liggur frá Skólavörðuholtinu
og vestur í gamla kirkjugarðinn. Þau
ætla að skoða engil sem þar er. Mað-
urinn er með myndavélina sína og
ætlar að taka mynd af telpunni og
englinum. Telpan stillir sér upp við
hlið styttunnar og brosir.
Seinna stendur telpan við hlið
hljóðfærisins á langa-gangi. Maður-
inn spilar lögin sem hún þekkir svo
vel og hann kennir henni að syngja.
Hann á það til að bregða á leik, stef
meistaranna, ballöður og rússnesk
þjóðlög verða að einu í bland við
Dalakofann og aðra valsa. Telpan
hlustar og unir sér vel. Hann hefur
yndi af tónlist, lærði ungur að spila
og nýtur þess að hverfa frá amstri
dagsins stundarkorn og gleyma sér.
Húsið sem maðurinn og fjölskylda
hans býr í er vinnustaður hans og af-
ar stórt. Rangalar og skúmaskot
hvarvetna en nauðsynlegt er að fara
kvöldgöngur um húsið til að athuga
að allt sé í stakasta lagi, allir gluggar
lokaðir og hurðir læstar. Gangan
tekur um klukkustund og er gjarnan
talað um að „fara hringinn“. Telpan
fer stundum með, fær að halda á
kippu sem geymir á annan tug lykla,
maðurinn sjálfur með aðra eins en
vefur kippuna í klút áður en hann
setur hana í vasann því lyklarnir eiga
það til að gera göt á hann. Telpan er
hrædd við myrkrið í stóra húsinu, en
hann hughreystir hana og róar ... það
er allt í lagi.
Maðurinn les fyrir telpuna og
henni þykir gott að sofna við röddina
hans sem er hlý og þægileg. Hann les
um álfakónga og prinsa, ljósálfa,
tröll og litla prinsessu og svaninn
hennar.
Þau fara saman víða um landið og
hann miðlar af þekkingu sinni því
ungur hafði hann ferðast um það
með útlenskum mönnum og ratar um
dali, firði og fjöll.
Telpan stækkar og komið er að því
að hún gangi með honum á fjöllin
hans Esju og Vífilfell og heimsæki
dalina og firðina. Hann kennir henni
að sjá kynjamyndir í hrauninu, skýj-
unum og fjöllunum.
Á vetrarkvöldi skoða þau himin-
geiminn í sjónauka, dást að norður-
ljósunum, velta fyrir sér tilgangi lífs-
ins og því hvort á annarri stjörnu sé
telpa eins og hún með sömu hug-
renningar.
Tunglið vekur sífellt furðu og dag-
inn sem mennirnir stíga á það eru
þau saman á Helgafelli og rista upp-
hafsstafi sína í mjúkt móbergið. Þeg-
ar þau koma ofan fjallið ganga þau
fram á mosagróinn hraunbolla. Þau
eru lúin og leggjast í mjúkan mosann
og hlusta á landið. Ekkert heyrist,
þögnin er algjör. Þegar suðið fyrir
eyrunum verður óbærilegt standa
þau á fætur og halda áfram ... eins og
lífið.
Að því kemur að hlutverkunum
verður að snúa við. Kona leiðir gaml-
an mann, manninn sem leiddi hana
þegar hún var barn. Svo er hann
horfinn henni en aðeins um stund-
arsakir. Hún er honum þakklát fyrir
samfylgdina þetta sinn.
Þakklát fyrir að hann kenndi
henni að lesa í fjöllin.
Stefanía.
„Karakter“. Það er orðið sem
manni dettur fyrst í hug þegar lýsa á
þeim ágætismanni sem hér er kvadd-
ur. Valgeir, tengdafaðir minn, var
heilmikill karakter. Það var samt
ekki svo að hann væri eilíflega með
orðið, gefandi álit á hinu og þessu
eða metandi menn og málefni. Síður
en svo. Nærvera hans var alltaf róleg
og þægileg. Hann átti auðvelt með að
vinna fólk með sér með hæglátum
hætti sem er góður eiginleiki í fari
hvers manns. Ég hef sannfrétt að
hann hafi alla tíð verið vinsæll og vin-
margur maður og hef á lífsleiðinni
hitt ófáa menn sem nefna hann sem
það sem þeim dettur helst í hug þeg-
ar Austurbæjarskólann ber á góma.
Það þarf allnokkurn karakter til þess
að standa upp úr í minningunni þeg-
ar saga þess skóla er skoðuð.
Börnin. Ég hef í þau liðlega tutt-
ugu ár sem ég hef þekkt hann séð
börn hænast að honum. Hann hafði
þetta sanna „afayfirbragð“. Það var
sama hvort hann var að ræða við þau
um daginn og veginn, líta í bók með
þeim, sýna þeim myndir í myndaal-
búminu eða horfa á teiknimyndir
með þeim í sjónvarpinu – allt virkaði
hjá honum þegar kom að því að eiga
samskipti við börn. Þegar ég lít til
baka minnist ég Valgeirs sem hæg-
láts, góðhjartaðs manns sem var æv-
inlega tilbúinn til að láta gott af sér
leiða þegar hægt var að koma því við,
var ræðinn þegar það átti við en
kunni svo þá list að hafa bara hægt
um sig og leyfa öðrum að njóta sín
þegar það átti við. Það þarf mikinn
karakter til að iðka þessa list. Það
þarf líka mikinn karakter til að lifa
með reisn svo langt fram á tíræð-
isaldurinn og sýna það síðan með
orðum og æði að vera tilbúinn til að
mæta skaparanum.
Eiríkur Hreinn Helgason.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(M. Joch.)
Anna Ágústsdóttir, Svava
Ágústsdóttir, Brynhildur
Ágústsdóttir, Lawrence
Cayetano og
langafabörn, Calgary.
Þegar ég hugsa um þig, elsku afi,
þá birtist þú í huga mér þar sem þú
gengur til móts við mig, með fallega
hvíta hárið og góðmennskan skín úr
augunum þínum. Ég sé ljóslifandi
fyrir mér atburði liðinna ára.
Bíltúrarnir sem þú fórst með okk-
ur krakkana á Willys-jeppanum eru
ógleymanlegir. Lyktin í bílnum var
einhvers konar blanda af leðri og olíu
og ég man að mér fannst hún afskap-
lega góð. Okkur fannst það nú líka
voða sport að farþegasætin frammí
voru tvö og oft var nú hálfpartinn
slegist um þau.
Þessar ferðir með þér í jeppanum
lágu nú oftar en ekki að Gullsteini og
í þeim kenndir þú okkur hinar ýmsu
kúnstir við að ná sambandi við álfana
sem bjuggu í steininum. Til að ná at-
hygli þeirra máttum við rúlla okkur
niður brekku sem lá fyrir neðan
steininn og hlaupa að læk sem rann
þar hjá. Síðan var sprett úr spori til
baka, hlaupið þrjá hringi í kringum
steininn og bankað í hann með reglu-
legu millibili. Þá á einhvern óskiljan-
legan hátt mátti sjá glitta í hvíta hluti
í örsmáum skorum steinsins. En
þessar litlu hvítu gjafir frá álfunum
reyndust vera tyggjó. Á þennan hátt
töfraðir þú fram ævintýraheim sem
við munum varðveita í minningunni
um ókomin ár.
Mig langar að þakka þér, afi, fyrir
öll jólin sem við höfum átt saman. Ég
get ekki hugsað mér betri jól en þau
sem ég átti í stofunni ykkar ömmu.
Þegar ég var komin þangað, þá voru
komin jól. Í öllu pakkaflóðinu fenguð
þið Anna Sigga systir langflestar
gjafirnar. Það var svo æðislegt að sjá
þig fussa og sveia yfir hverjum ein-
asta pakka sem þú opnaðir. Þú gast
ekki með nokkru móti skilið af
hverju í ósköpunum fólk væri að hafa
fyrir því að gefa þér jólagjöf, þér
fannst það nú algjör óþarfi.
Afi, þegar mér bárust þær fregnir
að þú hefðir kvatt okkur þá brosti ég
í gegnum tárin því ég vissi að fram
færu miklir fagnaðarfundir. Þú og
amma eruð saman á ný.
Þitt afabarn
Hrafnkatla.
Austurbæjarskólinn, með ærsl sín
og læti. Vettvangur bernskuminn-
inganna. Minninga þar sem Valgeir
Pálsson skipar heiðurssess ásamt
öðrum sem svo ljúft er að minnast.
Frá því ég lítil hnáta skokkaði um
gangana sé ég þá fyrir mér Valgeir,
Ragnar föður minn, Jóhannes Kol-
beinsson og Eyjólf Eyfells spjallandi
og hlæjandi á neðra ganginum við
ofninn. Þar voru þjóðmálin rædd,
heimsvandinn leystur, íþróttirnar
krufðar eða bara óskapast yfir ein-
hverju. En alltaf var glensið og grín-
ið skammt undan. Svo lölluðu þeir
Jóhannes og Eyjólfur upp á efstu
hæðina til sinna smíða og lista en
pabbi og Valgeir héldu til sinna
starfa. Pabbi í böðin og Valgeir sá
um gangavörsluna og síðar húsvörsl-
una. Í árdaga sat svo Kristján „afi“
við útidyrnar niðri og ekki var nú síð-
ur spjallað og spáð þar. Valgeir og
pabbi voru samstarfsmenn hátt í 40
ár og aldrei held ég hafi farið styggð-
aryrði þeirra á milli. Pabbi með sína
léttu lund og Valgeir með sína ein-
stöku hógværð, mjúku, lágværu
rödd og fáguðu framkomu, voru gott
tvíeyki í þeirri merku, öldnu en sí-
ungu stofnun sem Austurbæjarskól-
inn er. Á mínum uppvaxtarárum var
þar heilt samfélag, þar bjuggu marg-
ar fjölskyldur, þar var stórt skóla-
eldhús, smíðastofa, sundlaug, ljósa-
stofa, læknastofa og fullkominn
bíósalur. Hvergi gat að líta aðra eins
fyrirhyggju og í byggingu Austur-
bæjarskólans. Það var því ekkert
smástarf sem beið Valgeirs þegar
hann tók við húsvörslunni þar en allt
leysti hann af hendi með einstakri
trúmennsku og lipurð.
Í Austurbæjarskólanum leið
starfsfólkinu vel undir stjórn Val-
geirs. Skúringakonurnar unnu þar
árum og jafnvel áratugum saman.
Mannlífið var gott og frjótt. Ég
minnist m.a. bókaklúbbs sem
mamma stofnaði, þar sem skúringa-
konurnar hittust mánaðarlega og
lásu upp úr bókmenntaverkum hver
fyrir aðra eða fluttu ljóðin sín. Og
ljúft er að minnast sólríku sumar-
daganna þegar öll fínu húsgögnin af
kennarastofunni voru borin út í port-
ið og allt þrifið hátt og lágt. Aldrei
vorum við krakkarnir fyrir, alltaf
fengum við að vera með. Og margan
mjólkursopann og kleinurnar og
meðlætið fékk maður hjá Önnu í litlu
húsvarðaríbúðinni þeirra. Alltaf stóð
Anna við hlið hans, glæsileg og
hress, ræðin og skemmtileg. Hún
stjórnaði heimilinu af skörungsskap,
Valgeir hummaði og samþykkti. Það
var enginn hávaði þar.
Þótt Valgeir væri hógvær maður
fór hann oft á flug í frásögnum sín-
um, ekki síst þegar hann sagði frá
sumrunum sínum á fjöllum þegar
hann ungur vann við landmælingar
við gerð Herforingjaráðskortanna
með Dönum. Fóru þeir bæði gang-
andi og ríðandi. Upp frá þeim stund-
um elskaði hann öræfin og óravíddir
Íslands. Ófáar ferðirnar fóru þau
Anna og Valgeir ásamt pabba og
mömmu með Ferðafélaginu og Jó-
hannesi Kolbeins, unnu við skála-
byggingar eða fóru í frágangsferðir.
Og ekki má gleyma „Kapelluferðun-
um“, þegar Eyjólfur Eyfells, Jó-
hannes Kolbeins, Valgeir og Magnús
bróðir hans keyrðu suður í Kapellu-
hraun og staupuðu sig í Kapellunni
þegar Eyjólfur átti afmæli. Það var
nú serimónía sem ekki var brugðið út
af. Allt fram á síðustu ár fór Valgeir
ásamt börnunum sínum til fjalla, þar
sem hann hlóð sál og líkama.
Valgeir var mjög vel á sig kominn
og duglegur við að hreyfa sig allt þar
til hnén fóru að bregðast honum.
Þeir pabbi, Valgeir, Magnús bróðir
hans og Einar Eyfells spiluðu bad-
minton árum saman í leikfimisalnum
í Austurbæjarskólanum. Þá var nú
handagangur í öskjunni. Þá gleymdu
þeir aldrinum og létu eins og smá-
strákar. Valgeir hafði fínan húmor
og þeir pabbi, sem báðir voru alþýðu-
drengir og lausir við snobb og til-
gerð, léku sér alltaf að því að gefa
hvor öðrum háfleyga titla þegar þeir
skrifuðu á jólakortin. Þar var margt
skondið.
Valgeir var jeppakarl og Willysinn
var hans förunautur. Allt fram á síð-
asta sumar fór hann ferða sinna á
honum innanbæjar á Blönduósi.
Hann var heldur ekki lengi að svara
þegar þegar ég spurði hvort hann
væri búinn að selja jeppann þegar ég
heimsótti hann í ágúst sl. „Nei, bless-
uð vertu, hann er í skúrnum.“
Þegar leið að starfslokum fluttu
þau Anna og Valgeir á Blönduós þar
sem þau byggðu sér fallegt einbýlis-
hús og áttu þar mörg góð ár. Það
varð tómt í ranni þegar Anna féll frá
en umhyggja og elska barnanna
hans var einstök og á Blönduósi var
stutt í bæði börn og barnabörn.
Valgeir var fallegur maður, glæsi-
legur á velli og bar með sér í senn
reisn og mildi. Öllum vildi hann vel
og öllu góðu lagði hann lið. Að vinna
með börnum er vandasamt verk og
þar skilaði hann góðu dagsverki.
Þeir eru ófáir nemendur Austurbæj-
arskólans sem minnast Valgeirs
Pálssonar með hlýju. Hann var
tryggur vinur og fáa menn mat hann
faðir minn meira, enda samvinna
þeirra löng og farsæl. Og hann
gladdist þegar ég sagði honum að ég
væri nú búin að eignast lítinn ömm-
ustrák sem bæri Ragnarsnafnið. Ég
sé hann fyrir mér í síðustu heim-
sókninni í sumarlokin. Hann var eins
og Austurbæjarskólinn, sem hann
hafði helgað krafta sína svo lengi,
aldinn en síungur, mildur en festu-
legur. Hann bauð upp á appelsín og
kökur líkt og Anna forðum, klappaði
litla ömmustráknum mínum á koll-
inn og bað að heilsa mömmu. Hann
stóð í dyrunum og veifaði þegar við
renndum burt. Nú er hann horfinn til
Önnu sinnar, á vit óravíddanna sem
hann elskaði og naut.
Blessuð sé minning Valgeirs Páls-
sonar.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
VALGEIR MATTHÍAS
PÁLSSON
Ástkær unnusti minn, sonur okkar, bróðir,
mágur og frændi,
ÓSKAR ANDRI SIGMUNDSSON,
lést af slysförum laugardaginn 10. janúar sl.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 17. janúar kl. 14.00.
Hulda Birna Albertsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Sigmundur Gunnarsson,
Jónína Eyja Þórðardóttir, Björn Björnsson,
Jón Árni Þórðarson, Þórdís Ósk Jóhannsdóttir,
Vilborg Ása Bjarnadóttir, Valur Sæþór Valgeirsson,
Bjarni Freyr Guðmundsson, Ásta Tryggvadóttir,
Bergmann Þór Kristjánsson, Þóra Einarsdóttir,
Róbert Rúnar Sigmundsson, Guðrún Baldursdóttir,
Sindri Már Sigrúnarson, Sólný Lísa Jórunnardóttir,
Ómar Örn Sigmundsson,
Aldís Eik Sigmundsdóttir
og systkinabörn.