Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 43
Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Minning um einstakan mann mun lifa með okkur. Sigurbjörg Hvönn og Jóhanna María. Það þyrmir yfir en þó er eins og logi ljós. Minningin um Finnboga eða Boga eins og hann var jafnan kallaður er svo ljúf og góð. Leiðir foreldra minna heitinna og Sigurbjargar og Boga lágu saman fyrir margt löngu og tókust með þeim vinabönd sem aldrei rofnuðu, þrátt fyrir langan veg í milli. Ég man alltaf eftir hversu skemmtilegt mér þótti að koma í heimsókn til þeirra í Drápu- hlíðina. Lífsgleðin var ríkjandi og þau hjón leystu úr öllum málum samstillt. Bogi var svo yfirvegaður og ég man að mér þótti sérstakt hvað hann gaf sér oft tíma til að spjalla við mig um heima og geima, þótt ekki væri ég hár í loftinu þá. Af honum mátti sannar- lega margt læra. Þegar ég svo seinna byrjaði í Garð- yrkjuskólanum og flutti milli lands- hluta var ég heimagangur hjá þessari yndislegu fjölskyldu og það var ekki að sökum að spyrja, gestrisnin og gleðin var ávallt í fyrirrúmi. Með þessum lítilfjörlegu fáu orðum kveð ég þig, vinur. Minningin um þig mun lifa. Sigurbjörg, Birgir og Jóhanna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur. Baldur Gunnlaugsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 43 „Álfarnir í Grænadal“, en hugmynd- ina fékk hún einmitt í brúðkaupinu okkar þar sem hún var veislustjóri. Það var alltaf gaman að heim- sækja Lillý í Njarðvíkurnar en hún lagaði besta kaffi í heimi, upp á gamla mátann, sjóðandi heitt og gott. Þá gleymist hlátur hennar aldr- ei, sérstaklega þegar hún, mamma og Solla komu saman, hvað þær gátu hlegið og skemmt sér vel saman. Lillý hafði gaman að ferðast um landið og fór ófáar ferðirnar með fjölskyldunni. Selvogurinn var henni sérstaklega kær enda á hún ættir að rekja þangað. Lillý var alltaf ákaflega bjartsýn og glaðleg manneskja. Það var gott að vera í kringum hana. Hún var hrókur alls fagnaðar í afmælis- veislum drengjanna okkar, skrifaði falleg afmæliskort og inn í þeim leyndist oftast nær peningur og stundum fallegt ljóð. Þá fengum við hana til að vera guðmóður Veigars Atla þegar hann var skírður. Lillý velti andlegum málefnum mikið fyrir sér og var mjög trúuð. Við munum sérstaklega eftir góðri stund, sem við áttum saman í sum- arleyfi á Akureyri sumarið 2001 þeg- ar við fórum í gegnum þessa hluti. Hún trúði alltaf á það góða þarna uppi enda trúum við því að hún sé komin í mjög góðan félagsskap eins og með Magnúsi Þór, mömmu, Sollu og Stínu. Fjölskylda Lillýjar er mjög sam- hent, Guðjón Ingi, Hilmar Þór og Sólbjörg hafa reynst henni afskap- lega vel svo ekki sé minnst á Hilmar Guðjónsson og tengdasoninn, Óla, ásamt fleiri góðum vinum. Þá eiga barnabörnin, þeir Ingi Þór og Aron Smári, eftir að sakna ömmu sinnar sárt. Við kveðjum Lillý frænku með miklum trega og söknuði en trúum því að nú líði henni vel og verði ávallt með okkur. Þá biðjum við góðan guð að styrkja fjölskyldu hennar á þess- um erfiða tíma. Magnús Hlynur og Anna Margrét. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þegar ég fluttist til Keflavíkur ung að árum og stofnaði mitt eigið heimili lagði ég leið mína oft í mat- vörubúð sem hét Ingimundarbúð. Þar fannst mér gott að versla því þar var afgreiðslustúlka, alúðleg og glæsileg með svo fallega brún augu. Ég gerði mér far um að láta hana af- greiða mig. Hún var kölluð Lillý. Löngu seinna kynntist ég henni þeg- ar Sólbjörg dóttir hennar og Ólafur sonur minn urðu ástfangin og giftust og hafa eignast þrjá yndislega drengi, þá Magnús Þór sem lést 1994, Inga Þór fimm ára og Aron Smára tveggja ára. Sorgin knúði dyra þegar Magnús litli veiktist af ólæknandi sjúkdómi aðeins þriggja ára. Þessi veikindi stóðu yfir í 7 ár og hann dó tæplega tíu ára. Þetta var erfið ganga fyrir alla fjölskylduna. Magnús var þá eina barnabarn Lillýjar. Það bjarg- aði sálartetrinu hvað við stóðum öll vel saman. Það var gott að eiga Lillý að og milli okkar var vinátta sem aldrei bar skugga á. Það var gaman að spjalla við Lillý, hún var viðræðugóð og þægileg í við- móti. Við fórum stundum dagsferðir til Reykjavíkur í þeim tilgangi að dreifa huganum frá sorginni. Við kölluðum það ömmudaga. Ég varð þess aðnjótandi að ferðast með henni m.a. um Suðurlandið og upp í Borg- arfjörð, það var gaman að hlusta á hana segja sögur um staðhætti. Hún var gædd svo mikilli frásagnargáfu og var fróð um land og þjóð. Við fór- um einnig saman á Kvennaráðstefn- una til Finnlands í ágúst 1994. Það var ógleymanleg ferð. Lillý var margt til lista lagt. Hún hafði sérstaklega fallega rithönd og skrautskrifaði mjög vel. Hún átti gott með að yrkja ljóð, skrifa sögur og teiknaði listavel. Hún var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, spilaði á gítar og söng fallega. Hún var oft fengin til að búa til texta við lög. Þegar eitthvað stóð til á árshátíðum eða öðrum uppákomum var hún gjarnan fengin til að sjá um skemmtiatriði. Hún hafði svo létta lund og var næm á spaugilegu hlið- arnar á málunum. Það varð okkur mikið áfall þegar Lillý greindist með krabbamein árið 1999. Framundan voru langar og strangar meðferðir. Þessar læknis- meðferðir fóru fram í Reykjavík svo margar ferðirnar fór hún á milli, en hún kvartaði aldrei. Það er aðdáun- arvert hvað Hilmar, fyrrverandi eig- inmaður hennar, var henni góður í veikindum hennar. Hann var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Alla tíð ríkti virðing og góðvild vegna barna þeirra og barnabarna. Það var ekki hægt að sjá annað en mikla vin- áttu og kærleika. Ég kveð með söknuði stórbrotna konu. Elsku Sólbjörg, Óli, Hilmar þór, Guðjón Ingi, Ingi Þór, Aron Smári og Hilmar Guðjónsson. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðrún E. Ólafsdóttir. Mín kærasta vinkona, Hólmfríður Snorradóttir, oftast kölluð Lillý, hef- ur nú fengið hvíldina eftir erfiða bar- áttu við þennan ógnarsjúkdóm, krabbameinið. Hún var mikil hetja og barðist á móti með öllum ráðum. Trúin á góð- an Guð gaf henni mikinn styrk í gegnum þessa erfiðu sjúkrasögu og það hjálpaði henni. Lillý las oft í Biblíu sinni og sálmabókin var aldrei langt undan. Lillý missti móður sína og þrjár systur langt um aldur fram úr þessum sama sjúkdómi og hún sjálf féll nú fyrir og sorgin þunga barði aftur að dyrum þegar fyrsta barnabarnið hennar greindist með alvarlegan sjúkdóm um 2–3 ára ald- ur og þrautaganga hans var löng og ströng, en Magnús Þór Ólafsson lést 19. mars 1994, þá rétt að verða 10 ára gamall. Bænin og trúin voru þá Lillý hjálpin stóra. Minning mín um Lillý í smásam- antekt er þessi: Við Lillý urðum vin- konur fljótlega eftir að fjölskylda hennar flutti hingað til Njarðvíkur, ég held að hún hafi verið 5– 6 ára þá. Lillý var ári yngri en ég en oft fannst mér hún vera eldri, því hún var oft svo hugsi og þroskuð í framkomu – svona traustvekjandi. Og þetta kom á daginn. Ég sjálf hef oft hugsað, t.d. þegar ég missti mikið til heyrn sem barn, þá reyndist hún mér allra, allra best af skólafélögunum og fleirum í því sambandi. Aldrei hló hún ef ég svaraði rangt, heldur leiðrétti mig. Lillý varð falleg stúlka og sérlega skemmtileg og unglingsárin okkar urðu til að tengjast enn betur. Á sumrin fór ég í sveit til móðursystur minnar í Geirakoti, Sandvíkurhrepp, og þá söknuðum við hvor annarrar svo mikið að það varð úr, með góðra mæðra hjálp ásamt frænku í Geira- koti, að Lillý fékk vist hjá góðu fólki í Jórvík, rétt hjá Geirakoti, í tvö sum- ur. Þetta varð eftirminnilegur og skemmtilegur tími fyrir okkur báðar með yndislegu fólki. Þetta tengdi okkur mikið saman svo og skáta- starfið og skátasöngvar, með gítar- spili þess tíma, á veturna, hjóla- skautahlaup í kringum Þórukot, vinna saman í Ingimundarbúð í Keflavík, það var lærdómsríkt og oft glatt á hjalla, fórum í sama hús- mæðraskóla, hófum búskap um svip- að leyti, hún í Reykjavík og ég hérna heima, en seinna byggðum við Lillý og Hilmar og ég og Hreini hús hlið við hlið, eignuðumst báðar þrjú börn. Lillý átti sérlega gott með að setja saman vísur, ljóð og sögur, og er skemmst að minnast barnabókar sem hún samdi og gaf út, „Álfarnir í Grænadal“. Hún var sérlega söng- elsk og söng í mörg ár í kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Við unnum saman í mötuneyti varnarliðsins og þegar haldin var árshátíð var Lillý mín aðalstjórnandi og höfundur skemmtiskrár. Þá var hún nú á réttum stað og í essinu sínu. Vinátta Lillýjar við mig og mína var einstök, afmæliskort og jólakort frá henni voru líka einstök, bæði orðaval og falleg skrift og skreyting svo flott og vönduð – listaverk út af fyrir sig. Lillý var einstaklega kurteis í framkomu, glaðleg og hafði gaman af að glettast, hún var sérlega nægjusöm og krafðist ekki mikils af öðrum. Lillý var vinur vina sinna. Lillý var besti vinur minn og fram á síðustu stund spurði hún mig um börnin mín og vonaði að allt gengi vel hjá þeim, og alltaf bað hún að heilsa þeim og Hreina mínum. Ég mun alltaf sakna hennar. En fyrst og síðast var fjölskylda Lillýjar henni allt og hún var alltaf svo þakklát Guði fyrir yndislegu börnin sín, Sólbjörgu, Hilmar Þór og Guðjón Inga, tengdasoninn Ólaf, barnabörnin Inga Þór og Aron Smára og alltaf talaði hún þakklát- um orðum um Hilmar, fyrrverandi eiginmann sinn. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum Lillý fyrir allar yndislegu stundirnar, ástríka framkomu og tryggð öll þessi ár, bið ég algóðan Guð að geyma hana og við vottum fjölskyldunni samúð okkar. Guðrún Ásta Björnsdóttir. Það er ekki sjálfgefið að hitta jafn einlægan og góðan vin eins og Lilly og fá að vera samferða henni um ára- bil. Ég er stolt að því að hafa átt vin- áttu hennar. Hún hafði upplifað mikla sorg, þrjár systur hennar lét- ust á besta aldri og móðir hennar rúmlega fimmtug, einnig ungur drengur, barnabarn hennar. Það er stundum talað um Háskóla lífsins án doktorsgráðu, sjálfsmennt- un grundvallaða á eigin verðleikum og reynslu. Þá einkun var hægt að gefa Lilly. Hún var skáld og rithöf- undur og hafði einstaklega góða frá- sagnarhæfileika og gott skopskyn. Hlátur hennar var svo smitandi og öll framkoma svo mild og skemmti- leg. Mér er sérstaklega eftirminn- anleg ferð okkar út í Viðey, hún var hafsjór af þekkingu um eyjuna, það var eins og náttúran breyttist í nær- veru hennar, frásögn hennar gaf hverjum stað ákveðna merkingu. Fyrir tveimur árum skrifaði hún barnabókina Álfarnir í Grænadal. Hún vildi búa til skemmtilega barna- bók og það gerði hún meistaralega. Hún teiknaði sjálf sögupersónur, dýr og umhverfi þeirra í bókinni, reyndar voru það jákvæðir, góðir og samhentir álfar að undirbúa uppske- ruhátíðina í dalnum þeirra kæra, eins og Lilly komst að orði á baksíðu bókarinnar. Bókin gerði mikla lukku hjá börnunum, hann Bambaló búálf- ur er engum líkur. Lilly starfaði mik- ið innan kirkjunnar í Ytri-Njarðvík, m.a. söng hún árum saman í kirkju- kórnum. Lilly kvartaði aldrei yfir sínum erf- iðu veikindum, hún var jákvæð, reyndi alltaf að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Hún stýrði sínu lífsins fleyi í gegnum brim og boða af festu og ör- yggi. Hún lét þess oft getið að það veitti sér mikinn styrk og bjartsýni þegar vel gengi hjá börnunum. Um leið og ég þakka vinkonu minni samfylgdina sendi ég börnum hennar og öðum nánustu ættingjum og vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Elsa Lúðvíksdóttir. ✝ Sigurður ÁgústHafsteinn Jóns- son fæddist í Reykja- vík 24. maí 1929. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 5. janúar síð- astliðinn. Faðir hans var Jón Þorgeirsson, f. 30.8. 1910, d. 30.3. 1954, matsveinn. Móðir hans var Guð- rún Jónsdóttir, f. 26.2. 1899, d. 9.10. 1981, húsmóðir. Systkini hans eru Lilja Erla, f. 10.1. 1932, ljósmóðir, og Jón Þór, f. 14.2. 1934, verslunarmaður. Sigurður kvæntist 24.5. 1951 Ingveldi Guðríði Kjartansdóttur, f. 2.8. 1929, d. 9.9. 1999, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Kjart- an Einarsson bóndi í Þórisholti í Mýrdal, f. 27.8. 1893, d. 28.7. 1970, og eiginkona hans Þor- gerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901, d. 6.1. 2003. Börn Sigurðar og Ingveldar eru 1) Þórdís Gerð- ur, 18.2. 1949, maki Björn Snorrason. Fyrrver- andi eiginmaður var Kristinn S. Pálsson, f. 17.4. 1949, d. 21.10. 1987. Börn, Páll og Ingveldur. Barnabarn, Cristian Michael Isak. 2) Sig- rún, f. 30.11. 1951, eiginmaður Jónatan Ólafsson. Börn, Sig- urður, Andrés og Jónatan. 3) Jón, f. 5.12. 1961, maki Margrét Thor- steinsson. Barn, Haukur. 4) Kjartan, f. 1.6. 1966, eiginkona Guðrún Gyða Ólafsdóttir. Börn, Daníel Páll, Saga Ýr, Ylfa Rán og Myrra Magdalena. 5) Vilborg Þórunn, f. 15.12. 1968, eiginmaður, Heimir Einarsson. Börn, Aron og Sigur- rós. Sigurður var um árabil kaup- maður í Reykjavík, en síðar bif- reiðastjóri. Sigurður verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Sigurður mágur minn er all- ur. Kynni okkar hófust sumarið 1948 þegar unnusti hennar Ingveldar Guð- ríðar (Ingu) systur minnar birtist heima í Þórisholti á sólbjörtum júl- ídegi. Það var eitthvað framandi yf- irbragð á þessum gjörvilega, unga manni, sem gekk svo vasklega til verka í leik og starfi. Fyrri reynsla í sveitastörfum hjá frænda hans, Valdi- mar bónda í Álfhólum, skilaði sér og handtakagóður var hann við rakstur og hirðingu. Það var gestkvæmt í Þórisholti þessa sumardaga. Þar sem legurými innanhúss var á þrotum var okkur krökkunum skákað fram í hlöðu. Þó að heystráin kitluðu á hálsi og nefi og galsinn ríkti þarna í bjartnætt- inu kom þar að svefninn sigraði krakkahópinn. Leið svo fram yfir miðnætti en þá urðum við vör manna- ferða og utan við baggagatið stóðu þau nýtrúlofuð með glitrandi hring- ana, sæl og hamingjusöm, Sigurður og Guðríður í hópi frænda og vina. Þau voru að opinbera eins og það hét á málfari fimmta áratugarins. Ávöxturinn leit svo dagsins ljós á útmánuðum næsta árs. Ófærð haml- aði bílaferðum í og um Mýrdalinn vegna snjóalaga þessa vetrardaga, en hann Siggi Jóns lét það ekki aftra sér frá að líta frumburðinn augum og fór pabbi á móti honum með gamla Jarp undir föggur hans út yfir Steigarháls. Þau hjónaleysin stofnuðu heimili, og fluttu í leiguíbúð á Hverfisgötu 34 vorið eftir. Hann stundaði akstur fyr- ir Sláturfélagið og var við brugðið dugnaði hans og greiðvikni, en hún systir mín sinnti heimilinu og brátt fyllti annað barn, hún Sigrún, vísitölu- fjölskylduna. Á þessum tíma naut sá, sem þessar línur ritar, aðhlynningar fjölskyldn- anna á Hverfisgötunni, þegar ég vetr- arlangt dvaldi að hluta til í skjóli þeirra, þar var auk þess kærkominn áningarstaður fyrir allt skylduliðið að austan. Barnahópurinn stækkaði, þau komu sér upp eigin húsnæði inni í Álf- heimunum. Örlagaríkt skref var tekið er þau stofnuðu eigin nýlenduvöru- verslun á Kambsveginum, en þeim kafla lauk sviplega, skuldirnar risu og afkoman var ekki sem skyldi. Urðu lok þessa fyrirtækis slík sem margra annarra í þessari grein. Sigurður hvarf nú að störfum, sem hann var vel kunnugur frá ungdóms- árum; hann munstraði sig á á fiskibát næstu misserin. Þau hjónin lögðu nótt við dag að vinna sig út úr skuldum og börnin urðu fimm. Hann hóf störf með eigin bíl á Sendibílastöðinni og heimilislífið færðist í fyrra horf. Enn á ný hófu þau byggingu og Síðuselið reis. Sendibílaakstri gegndi hann það sem eftir var starfsævinnar en fyrir rúmum áratug tók hann að kenna þess sjúkdóms, sem bugaði starfsþrekið. Andlegu atgervi fór hrakandi svo að hann þarfnaðist vist- ar á hjúkrunarstofnun langt um aldur fram. Systir mín hún Guðríður (Inga) lést fyrir fjórum árum, en Sigurður hefur síðustu ár notið aðhlynningar á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ. Þegar litið er um öxl koma hlýjar minningar upp í hugann. Hann mágur minn var hamhleypa til vinnu, sam- viskusamur, góður og greiðvikinn við alla sem til hans leituðu, en hann snið- gekk ekki lífsins lystisemdir og naut hestanna sinna, veiðiferða og útivist- ar. Þau hjónin nutu lífsins á góðra vina fundum með fjölskyldu og vinum. Þeirra griðland var uppi í Skammadal í Mosfellsdal þar sem þau byggðu sjálf notalegt hús við jaðar garðland- anna. Þar var notalegt að þiggja kaffi- sopa og teyga sveitaloftið. Garðurinn bar vott óþreytandi elju og natni, þar sem sköpunargleðin naut sín til hins ýtrasta við ræktun blóma og jarð- ávaxta í frístundum fjarri borgarys og hnökrum hvunndagsins. Megi þau hvíla í friði. Sigurgeir Kjartansson. SIGURÐUR ÁGÚST HAFSTEINN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.