Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 48

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARMÓT um Jón Þor- steinsson skákmeistara, lögfræðing og alþingismann verður haldið 28. og 29. febrúar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jón, sem lést árið 1994, hefði orðið áttræður 21. febrúar hefði hann lifað. Afar góð verðlaun eru í boði en verð- launapotturinn er um kr. 600.000. Það eru Tafl- félag Reykjavík- ur og Taflfélagið Hellir sem standa í sameiningu að mótinu í sam- vinnu við syni Jóns. Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taki þátt í mótinu. Ekki verður teflt frá upphafsstöðu heldur mun sérstök mótsnefnd velja 9 upp- hafsstöður sem tefldar verða í hverri umferð og verður upphafsstaðan kynnt í upphafi hverrar umferðar. Þetta er í fyrsta sinn sem teflt er eft- ir slíku fyrirkomulagi hérlendis. Alls verða tefldar níu umferðir, 15 mín- útur á keppanda, og verða tvær skákir tefldar í hverri umferð svo all- ir fá að tefla upphafsstöðuna bæði með hvítu og svörtu. Stöðurnar verða valdar með það í huga að „teóríuhestarnir“ hafi ekki of mikið forskot á aðra og reyni jafnframt á hæfileika manna til að tefla mjög ólíkar stöður. Taflið hefst á laugardeginum 28. febrúar kl. 14 og verða þá tefldar fjórar umferðir. Taflið á sunnudeg- inum hefst kl. 13 og verða þá tefldar fimm síðustu umferðirnar. Þátttökugjald verður kr. 1.000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. Fimm efstir og jafnir á Corus-mótinu Fjórum umferðum er lokið á hinu firnasterka Corus-móti. Úrslit fjórðu umferðar: M. Adams – Z. Zhong 1–0 E. Bareev – A. Shirov 1–0 V. Kramnik – P. Svidler 1–0 V. Anand – V. Bologan ½–½ J. Timman – L. van Wely 0–1 V. Topalov – V. Akopian 1–0 I. Sokolov – P. Leko ½–½ Staðan á mótinu er þessi: 1. –5. V. Topalov, P. Leko, V. Kramnik,V. Anand, M. Adams 2½ v. 6. –10. I. Sokolov, L. van Wely, V. Bologan, P. Svidler, E. Bareev 2 v. 11. –13. V. Akopian, A. Shirov, Z. Zhong 1½ v. 14. J. Timman 1 v. Í eftirfarandi skák eigast við Eng- lendingurinn Michael Adams og Kín- verjinn Z. Zhang. Upp kemur Naj- dorf-afbrigðið í Sikileyjarvörn. Þeir feta vel þekktar slóðir, en það er Englendingurinn sem verður fyrri til að breyta út af. Í 17. leik kemur hann með rólegan leik, en rólegu leikirnir leyna stundum á sér. Í leiknum felst einföld en bráðsniðug áætlun, en sjón er sögu ríkari. Þessi skák er skólabókardæmi um hversu djúpstæðan stöðuskilning Englend- ingurinn hefur og einnig hversu „litlu leikirnir“ geta skipt miklu máli. Hvítt: Adams (2.720) Svart: Zhang (2.644) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 Dc7 10. 0–0–0 0–0 11. g4 Hc8 12. g5 Rh5 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Bh3 g6 16. Kb1 Bf8 17. Dc1! Djúphugsaður leikur sem felur í sér einfalda áætlun (áður hef- ur teflst 17. Bg4 Rf4 18. Bxf4 exf4 19. Dxf4 Bg7 og svartur hefur mótspil fyrir peðið Hautot (2.317) – Ftacnik (2.598), Rethymnon, Grikklandi 2003) 17. … Rf4 Hugsanlega var 17. . . b5 betri 18. Bxf4 exf4 19. Hd2 Nú kemur hugmyndin í ljós. Riddarinn hreiðrar um sig á e4 19. … Bg7 20. Re4 Be5 21. Rd2! Nytsamlegur leik- ur 21. … Dd8 22. Bxd7 Dxd7 23. h4 Næsta skref hjá Englend- ingnum er að reyna brjóta sér leið eftir h-línunni 23. … Hc7 24. h5 Hac8 25. h4 Df5 26. Hdh2 He7 Til að svara 27. Dh1 með H8c7 27. a3! Þessi leikur fær ekki upphróp- unarmerki vegna þess hversu sterk- ur hann er, heldur hversu mikla sál- fræðilega pressu hann setur á andstæðinginn. Í rauninni má segja að Adams spyrji Zhang: „Ætlarðu að bíða og sjá, eða reyna fara í sókn?“ 27. … b5? Kínverjinn fellur á próf- inu. Svartur býr eingöngu til nýjan veikleika, en nauðsynlegt var að bíða og vona það besta með t.d. 27. … H8c7 28. Dd2 Stefnan tekin að nýja veikleikanum 28. … Hc4 29. Da5 Dc8 Drottningin þarf nú að yfirgefa varnarsvæðið 30. Rf6+ Bxf6 31. gxf6 Hec7 32. hxg6 fxg6 33. De1! Drottningin hefur nú lok- ið hlutverki sínu á drottningarvæng. Lokaatlagan er hafin! 33. … Df8 34. De6+ Kh8 35. Hh6 Svartur er varn- arlaus 35. … b4 36. axb4 Hxb4 37. Hxg6 Hb8 38. f7 Hxf7 39. Dxd6 He7 39. … Dxd6 40. Hxd6 er gjörunnið á hvítt 40. Hf6 He1+ 41. Ka2 De8 42. Hxf4 1–0 Glæsilegt minningarmót um Jón Þorsteinsson Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks. is Jón Þorsteinsson SKÁK Menntaskólinn við Hamrahlíð MINNINGARMÓT UM JÓN ÞORSTEINSSON 28. –29. feb. 2004 menn sem og Vestlendingar allir eiga honum mikið að þakka. Heimferð Ásgeirs Bjarnasonar er hafin, og er mín trú sú að hann hafi vitað sinn köllunartíma. Ég kveð kær- an vin með söknuði, heiðra minningu hans og þakka samfylgdina. Ég votta Ingibjörgu konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu sam- úð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún J. Gunnarsdóttir. Fyrstu kynni mín af Ásgeiri í Ás- garði voru í aðdraganda kosninganna 1949. Ég var þá unglingur hér heima í Fagradal, og frambjóðendur allra flokka, nema Sjálfstæðisflokksins, komu hér við á leið sinni milli funda. Ég man sérstaklega eftir tveimur þeirra, Ásgeiri og Játvarði Jökli, því mér fannst mjög gaman að hlusta á umræður þeirra yfir kaffinu. Svo þetta var þá Ásgeir í Ásgarði. Ég hafði að vísu heyrt margt um hann rætt því faðir minn hafði unnið mikið með honum, bæði við stofnun Ræktunarsambands Vestur-Dala og ekki síður við stofnun Búnaðarsam- bands Dalamanna þegar það klauf sig út úr Búnaðarsambandi Snæfells- og Dalasýslu 1947. Það urðu mikil átök um það mál og þá ekki síður Búnaðarþingskosningar sem fóru í kjölfarið. Mér duldist ekki sú mikla aðdáun og tiltrú sem faðir minn bar til unga bóndans í Ásgarði, enda var hann einn af baráttumönnum fyrir því að fá Ásgeir til að fara í framboð til Alþing- is 1949. Það var mikið gæfuspor, ekki ein- ungis fyrir okkur Dalamenn, heldur fyrir þjóðfélagið í heild. Ásgeir náði að fella sitjandi þing- mann Dalamanna, Þorstein Þor- steinsson, sýslumann, þótt naumt væri, og þótt Þorsteinn væri að ýmsu leyti mætur maður, tel ég ofmælt að segja að hann hafi verið frjálslyndur og framfarasinnaður. Og nú hófust nýir tímar. Ásgeir beitti sér fyrir ýmsum um- bótum, byggðar voru brýr á fjölmarg- ar ár í sýslunni, umbætur í sam- göngumálum, rafvæðing í héraðinu o.fl. o.fl. Ég minnist þess að á meðan ég hafði í minni vörslu gögn Búnaðar- sambands Dalamanna las ég fundar- gerð frá fundi sem Ásgeir boðaði til í Ásgarði til að ræða um rafvæðingu í sýslunni. Fundargerðina ritaði sr. Pétur T. Oddsson í Hvammi af slíkri snilld, að nánast hefði verið hægt að setja fundinn á svið eftir þeirri fund- argerð. Á þessu máli sá ég glöggt af hve mikilli alúð Ásgeir vann að framfara- málum héraðsins og velferð okkar Dalamanna. Hann sat á þingi í 30 ár og mér er óhætt að segja að þar naut hann mik- illar virðingar sem einlægur baráttu- maður velferðar og jafnaðar í þjóð- félaginu. Sá þáttur í störfum Ásgeirs sem ég kynntist þó best snéri að málefnum landbúnaðarins og bænda. Hann var formaður Búnaðarsam- bands Dalamanna hátt í 3 áratugi, fulltrúi okkar bænda á Búnaðarþingi og á Stéttarsambandsfundum langt árabil. Það var hvarvetna hlustað á orð og tillögur Ásgeirs um málefni bænda- stéttarinnar. Það tímabil frá því Ásgeir fór að beita sér í málefnum bænda og lengst af starfsferli hans var mikið framfara- skeið í sveitum landsins. Ræktun jókst, tækninni fleygði fram, afurðir jukust og hagur bænda batnaði veru- lega. Því miður hefur orðið nokkur breyting þar á, en það er þróun sem ekki var fyrirséð á 7. og 8. áratugn- um. Ég tel að við bændur í Dölum, og reyndar bændastéttin í heild, höfum verið gæfumenn að eignast slíkan leiðtoga og baráttumann í málefnum okkar og seint verði fullþökkuð öll hans miklu og óeigingjörnu störf í okkar þágu. Þegar litið er til baka yfir öll störf Ásgeirs á Alþingi, í búnaðarsamtök- um og á mörgum öðrum sviðum, auk þess framan af að reka stórt bú í Ás- garði áður en Bjarni sonur hans tók þar við, hlýtur maður að undrast starfsorku og skipulagningu sem til þess þarf að sinna öllum þeim verk- efnum, sem á hann hlóðust, af alúð og samviskusemi, því hvergi var kastað til höndum að leysa þau verkefni sem honum voru falin. En hann stóð ekki einn að verki. Um árabil var Ásgarðsheimilið eins og félagsheimili okkar Dalamanna. Þar voru haldnir sýslufundir, aðal- fundir Búnaðarsambandsins, stjórn- málafundir o.fl. og alltaf var veitt af einstakri rausn. Þar naut hann sinnar ágætu konu og samhentrar fjölskyldu sem óhjá- kvæmilega hlaut að taka á sig aukið álag vegna alls þessa. Ég vil að lokum þakka Ásgeiri fyrir langt samstarf. Það var mér mikils virði að fá að kynnast honum og starfa með honum um langt árabil því traustari sam- starfsmaður er vandfundinn. Við hjónin sendum Ingibjörgu konu hans, sonum hans og fjölskyld- um samúðarkveðjur. Sigurður Þórólfsson. ÁSGEIR BJARNASON Í vestri sígur sól í mar og syngur bára við strönd og endurminning alls sem var fer eldi um hugarins lönd. Mörg von, sem fæddist, sveif með söng á sólgeislavæng yfir höf, en nú er dapurt dægrin löng við draumanna þögla gröf. (Jón frá Ljárskógum.) Hafðu þökk fyrir allt, kæri vin- ur. Sendum samúðarkveðjur heim í Ásgarð. Sigríður og Ari. HINSTA KVEÐJA Mig langar að byrja þessi kveðjuorð með orðum Jesú, sem sagði samkvæmt Jó- hannesarguðspjalli 11. kafla, versum 25 og 26: „Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Það er með trega og söknuði sem ég kveð í dag Óla frænda. Andlát hans fékk mikið á mig á fæðingarhátíð frelsarans en að sama skapi var mér hugsað til ofangreinds fyrirheits og því trúi ég í raun að hann hafi verið að stíga yfir frá lífinu jarðneska til hins eilífa lífs í faðm frelsarans. Frændi var skarpgreindur mað- ur sem hafði mál sitt ætíð stutt rökum og alltaf kunni hann að setja orðin í þannig samhengi að maður gat séð hlutina út frá öðr- um sjónarhóli og orðið víðsýnni. Hann var réttsýnn og tilfinninga- samur maður og tilbúinn að hafa skoðun á mönnum og málefnum byggða á innsæi og dýpt. Í raun var hann tilbúinn að fylgja eigin sannfæringu og rétt- sýni jafnvel þó hún kæmi sér ekki vel fyrir hann út á við ef honum fannst hagsmunir heildarinnar vera í hættu. Hann varðveitti fölskvalausa einlægni barnsins ÓLAFUR KETILL FROSTASON ✝ Ólafur KetillFrostason fædd- ist í Reykjavík 17. október 1953. Hann lést 24. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. janúar. með sjálfum sér jafn- framt því að vera fylginn sér og standa fast á sínu, væri þess þörf. Í raun og veru eru alltof fáir á meðal manna eins og frændi, sem hafði þá dirfsku að vera hann sjálfur og fylgja eigin sann- færingu byggðri á einlægri réttlætis- kennd, jafnvel þótt hann þyrfti að líða fyrir það. Stundvís var hann og nákvæm- ur og hafði metnað til að leysa frábærlega vel af hendi þau verkefni, sem hann þurfti að takast á við. Ofarlega í huga hans voru ávallt synir hans og velferð þeirra allra. Ég skynjaði elsku hans og vænt- umþykju til þeirra á mjög einlæg- an hátt og gerði mér grein fyrir því, þegar ég hitti hann hvað þetta voru sannar og djúpar tilfinningar sem hann bar til þeirra. Hjálpsemi og velvilji til náung- ans voru Óla í blóð borin og frétti ég af ýmsum góðverkum hans og náungakærleik til þeirra sem á hjálp þurftu að halda bæði hér- lendis og erlendis. Í heilagri ritningu stendur „Meistarinn er hér og vill finna þig“ Jóh. 11.28. Ég trúi því, að mannkostir og hæfileikar elsku- legs frænda míns nýtist á himnum hjá meistaranum Jesú Kristi. Fjölskyldu, ættingjum og ástvin- um Ólafs votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og hugga á sorgarstund. Guð blessi minningu Óla frænda. Þórarinn Jóhannes Ólafsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.