Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Svínið mitt
framhald ...
ÞÚ ERT DAUÐANS MATUR AMÍGÓ!
BYSSAN ÞÍN ER TÓM!! HA HA HA!
© DARGAUD
© DARGAUD
... OG HÆGRI RÉTTURINN, FÁVITINN þINN!
SKIPTIR ÞÚ Á HONUM OG
HÁLFVITASKÍRTEINI!
OG STUTTU SÍÐAR ...
BÍÐIÐ BARA! ÉG SKAL KLÍNA HONUM Á ÞETTA
STÓRA NEF YÐAR... OG ÞÁ SKULUM VIÐ SJÁ HVOR
OKKAR ER BETRI!
EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM ÉG EKKI ÞOLI
ÞÁ ER ÞAÐ ÞEGAR MENN ÆSA SIG UNDIR
STÝRI! ... HVERT SVO ÓLIVER? ...
ÖNNUR GATA TIL VINSTRI
ÞARNA HARALDUR!
... OASIS! ...
OG NÚ SMÁ
AUGLÝSINGA HLÉ
ALLTAF SAMA SAGAN! EIN-
MITT ÞEGAR EITTHVAÐ FER
AÐ GERAST!!
ALLTAF
SAMA ....
LET’S TWIST
AGAIN ...
RÓLEGUR
ELSKAN ...
ÉG LÆKKA
..NÝJUSTU
BLEIJURNAR ...
VEL SMURÐ BRAUÐSNEIÐ ... ER LJÚFENG ...
FJÓTT!! FJARSTÝRINGUNA
BORÐA MEIRA ... ... MEIRA
HVAÐ GENGUR
Á ADDA!
SSSH ... ÞETTA VAR KÆVUAUGLÝSING ...
RÚNAR ÞOLIR ÞÆR EKKI!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÁGÆTUR maður Gunnlaugur Eiðs-
son leiðsögumaður segir í bréfi birtu í
Mbl. sunnudaginn 11. janúar orðrétt
að við „þurfum
ekki að vesenast
með gamla kumb-
alda til að koma
slíku fyrirtæki á
fót“ þ.e. þeirri
hugmynd að gam-
alt og virðulegt
hús Eimskips
verði Víkingaset-
ur. Kallar hús
Eimskips „gamla kumbalda“.
Hugmyndin er ekki sú að setja
þarna upp sögusýningu eins og er í
Perlunni í dag eða á Sögusetrinu
Hvolsvelli eins og Gunnlaugur mis-
skilur og heldur.
Hugmyndin er að reyna að koma á
fót og stofna Víkingasetur sem
heimsmiðstöð víkingarannsókna í öll-
um norðlægum löndum. Hafa slíka
rannsóknarstöð eða rannsóknarmið-
stöð í þessu gamla og virðulega húsi
Eimskips í miðbæ Reykjavíkur.
Auka virðingu okkar höfuðborgar og
raunar Íslands sem er eina víkinga-
landið í dag. Þetta á ekki að vera nein
smásjoppa með myndasýningu sbr.
Perluna.
Menn rannsaka í dag sögu víking-
anna af stöðugt meiri áhuga og með
meiri peningum t.d. í Svíþjóð. Þang-
að komu víkingarnir frá Suður-
Rússlandi og héldu í vestur þar til
þeir stóðu á strönd Ameríku fyrir
1.000 árum. Nýlega veitti Evrópu-
sambandið (ESB) háan fjölþjóða-
styrk í þetta mál og verkefni, þ.e. vík-
ingarannsóknir. Í dag hefur
Rússland opnast á ný. Þar eru enda-
laus verkefni í fornleifafræði suður
með öllum fljótunum á fornum slóð-
um víkinga. Stjórna má slíkum rann-
sóknum úr húsi Eimskips og Rússar
ásamt fleiri þjóðum ættu að koma
með okkur í þetta víkingamál. Upp-
runi og saga víkinganna er stærsta
og merkasta verkefni í fornleifafræði
í dag. Slær allt annað út. Er á heims-
vísu.
Forfeður okkar víkingarnir voru
„bátafólk“. Þeirra annað heimili var
víkingaskipið sem enn í dag er bezta,
sjófærasta og fullkomnasta seglskip
sem smíðað hefur verið. Sýndi það
með siglingu sinni til Ameríku og til
baka fyrir 1.000 árum. Leifur heppni
sannaði það.
Í Gamla Uppsala í Svíþjóð má í dag
enn sjá merki um forna grafreiti vík-
inganna. Þeir létu brenna sig með
víkingaskipi sínu sem hafði verið
þeirra annað heimili alla ævi. Snorri
Sturluson ritaði líka um forna graf-
siði víkinganna þarna.
Gamalt og virðulegt hús Eimskips
á ekki að verða mynda- og sögu-
sjoppa eins og menn misskilja. Húsið
á að verða heimsmiðstöð víkinga-
rannsókna með trúarmerki víking-
anna í þakskeggi sínu sem er þar
þegar komið í dag. Verður þar áfram.
Víkingasetur í miðborg Reykjavík-
ur sem miðstöð allra annarra vík-
ingarannsókna t.d. alla leið til Suður-
Rússlands verður á nokkrum árum
merkasti og sögufrægasti staður vík-
ingalandsins Íslands.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
Grenimel 20,
107 Reykjavík.
Víkingasetrið –
bréfi svarað
Frá Lúðvík Gizurarsyni
hæstaréttarlögmanni:
Lúðvík Gizurarson
UNDANFARIN ár hefur verið sí-
felld umfjöllun um offitu, hreyfingu
og megrunarkúra. Fólk er sagt liggja
í leti, nærast á ruslfæði og vera ak-
feitt. Þrýstingurinn um að vera van-
nærður, horaður og ofvirkur er gríð-
arlegur og kemur alls staðar frá.
Matur er orðinn alræmdur óvinur
sem ber að forðast eins og mögulegt
er. Rannsóknir sýna að rúm 90%
bandarískra stúlkna frá tíu ára aldri
til tvítugs eru óánægð með líkama
sinn og persónu. Hlutfallið er eflaust
hærra hér á landi. Á þessum aldri á
mestur þroski sér stað, andlegur og
líkamlegur. Einmitt þá má alls ekki
við óbeilbrigðum heilaþvotti. Einmitt
þá þarfnast maður allrar hugsanlegr-
ar næringar. Auglýsingar í blöðum
(Morgunblaðið meðtalið), sjónvarpi
og útvarpi tilkynna fólki í sífellu að
það sé ekki nógu gott og hvetur það
eindegið til að draga eigið ágæti í efa.
Þjóðinni er alltaf greint frá því að hún
sé of feit þótt stór hluti hennar sé of
grannur og eigi við átröskun að stríða.
Það er því gert allt of mikið mál úr
þessu umtalaða offituvandamáli. Með
fullri virðingu fyrir heilbrigðisyfir-
völdum álít ég það skömminni skárra
að deyja úr hjartaáfalli en að eiga við
eilíf heilsuvandamál að stríða vegna
vannæringar. Því má fólk ekki vera
feitt? Því má það ekki vera eðlilegt?
Hugmyndir um heilbrigt holdafar og
lífsstíl verða ætíð brenglaðri. Ætlast
er til að fólk rjúki upp til handa og
fóta og gerist formlega hreyfibrjálað.
Enda gerir fólk það. Það er mótað,
kreist og togað eins og leirklessur.
Allar matvörur eru nú léttvörur, fitu-
og sykurlausar. Ástæðan fyrir aukn-
ingu slíkra vara á markaðnum er ein-
föld. Það selst og það selst vel. Eng-
inn býr lengur yfir sjálfstæðri hugsun
af nokkru tagi. Manni er sagt að
borða ekki fitu, borða ekki sykur,
borða ekki kolvetni, borða ekki mat.
Að sjálfsögðu er hlaupið eftir því. Það
er algengur og útbreiddur misskiln-
ingur að hollt mataræði og heilbrigð-
ur lífsstíll þýði svelti, hreyfibrjálæði
og hjólbeinótt beinasleggjulegt útlit.
Beinþynning er í dag aðeins útbreitt
heilbrigðisvandamál. Ég spái því fast-
lega að á næstu árum blossi upp sann-
kallaður faraldur.
BRYNJA B.
HALLDÓRSDÓTTIR,
Álfheimum 48,
104 Reykjavík.
Brenglun
og óheilbrigði
Frá Brynju B. Halldórsdóttur: