Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 56
HANDKNATTLEIKUR
56 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
REIKNAÐ er með að Baltiska Hall-
en í Malmö í Svíþjóð verði þéttsetin
í kvöld þegar Svíar taka þar á móti
Íslendingum í annarri umferð al-
þjóðlega handknattleiksmótsins,
LK-bikarsins. Þetta er síðasti leik-
ur Svía á heimavelli áður en þeir
fara til Slóveníu þar sem Evr-
ópukeppnin hefst á fimmtudaginn.
Svíar leika í riðli með Rússlandi,
Úkraínu og Sviss.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri Handknattleiks-
sambands Íslands, sagði við Morg-
unblaðið í Kaupmannahöfn í gær að
það hefði reynst snúið að útvega
miða á leikinn í kvöld, bæði fyrir
áhugasama Íslendinga í nágrenn-
inu og fyrir styrktaraðila HSÍ.
Búist við
fullri höll
í Malmö
Dagur með
gegn Svíum
DAGUR Sigurðsson lék ekki
með íslenska landsliðinu
gegn Dönum í Farum í gær-
kvöld, en er á góðum bata-
vegi. Hann tók þátt í æfingu
liðsins í Farum-höllinni í
gærmorgun, þó ekki af full-
um krafti. Líklegt er að
hann verið eitthvað með í
leiknum gegn Svíum í
Malmö í kvöld. Dagur hefur
verið meiddur í læri. „Þetta
er allt að koma og ég er
bjartsýnn,“ sagði Dagur við
Morgunblaðið. Hann og
Björgvin Páll Gústavsson,
markvörður, hvíldu sig í
gær
Guðmundur kvaðst mjög ánægð-ur með liðið, nánast í alla
staði, og óttaðist ekkert að fá svona
góðan leik á þessum
tíma, viku fyrir
fyrsta leik í Slóven-
íu. „Við spiluðum vel
og skynsamlega og
sóknarleikurinn var
góður allan leikinn. Ég er ekki
hræddur við að við séum of snemma
á ferðinni fyrir Evrópumótið. Ef lið-
ið væri of þungt núna, væri það að
mínu mati gífurleg áhætta. Aðrir
þættir eru afar mikilvægir og spila
inn í, ekki síst þeir andlegu. Nú vit-
um við að við getum sigrað þetta
danska lið, og í sjálfu sér hvaða lið
sem er, og þurfum ekki að óttast
neitt. Fyrir tveimur árum spiluðum
við mjög vel skömmu fyrir EM,
sigruðum þá Þjóðverja tvisvar
heima, og samkvæmt því hefðum við
átt að vera á toppnum of snemma.
Þessi leikur var mjög jákvæður og
er eitthvað sem við getum byggt á í
framhaldinu. Við vitum líka að þetta
eru æfingaleikir sem við spilum á
þessu móti og munum ekki fara á
neitt flug yfir þessum úrslitum. Á
morgun mætum við öðru alvöruliði,
Svíum, og förum yfirvegaðir í þann
slag og sjáum hvað við fáum útúr
því.“
Guðmundur sagði að hann hefði
fengið mikið út úr varnarleiknum
gegn Dönum.
„Þar fékk ég geysilega góða svör-
un. Við byrjuðum að pressa Danina
mjög stíft og slógum þá útaf laginu
með því þar sem þeir komust ekki
inn í sinn leik í byrjun. Ólafur og
Guðjón Valur komu vel út á móti
þeim og þetta gekk mjög vel fyrstu
fimmtán mínúturnar, en þá fórum
við að gefa aðeins eftir. Í síðari hálf-
leik ákváðum við að bakka niður í
6/0 vörn og hún var ótrúlega góð.
Þegar örfáar mínútur voru eftir
höfðu Danir aðeins skorað sjö mörk
allan hálfleikinn. Þá hjálpaði mark-
varslan okkur verulega, Reynir Þór
kom sérstaklega vel inn í síðari hálf-
leikinn og varði mörg erfið skot.“
Guðmundur taldi afar ólíklegt að
hann færi með alla 18 leikmennina
til Slóveníu og býst við að senda
einn eða tvo heim að mótinu loknu.
„Ég fer aldrei með 18 menn nema
staðan verði sérstaklega erfið vegna
meiðsla. Mögulega 17, annars vil ég
ekki fara of mikið út í það á þessari
stundu. Sigfús virðist vera tilbúinn,
ég vona að hann sé alveg búinn að
jafna sig. Hann kom inn í liðið með
mjög góða hluti, þó hann væri
reyndar dálítið þungur, enda verið
meiddur í viku,“ sagði Guðmundur
Þórður Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari.
Þetta mót er okkar
generalprufa
„Það er langt síðan við höfum tek-
ið Dani og það var svo sannarlega
kominn tími til þess,“ sagði Ólafur
Stefánsson, fyrirliði Íslands og
íþróttamaður ársins 2003, við Morg-
unblaðið eftir sigurinn í Farum.
„Ég er mjög sáttur við okkar leik,
veit kannski ekki hvort við vorum
svona góðir eða þeir svona lélegir,
en við vorum allavega betri en Dan-
ir í kvöld og það er þó alltaf eitt-
hvað. Kannski hafa þeir verið í erf-
iðu prógrammi en það höfum við
líka verið, við æfðum í morgun, og
við æfðum í gær, svo það er svipað á
komið með liðunum.
Sóknarleikur okkar var góður og
hraðaupphlaupin fín. Vörnin var
sérstaklega góð framan af fyrri
hálfleiknum og svo aftur í þeim síð-
ari, markvarslan kom með og við
náðum að keyra vel á Danina. Það
gekk flest upp hjá okkur. Þetta mót
er okkar generalprufa, við ætlum að
keyra í gegnum þessa þrjá leiki eins
og þeir væru í stórkeppni, og síðan
höfum við nokkra daga til að hvíla
okkur aftur fyrir átökin í Slóveníu.
Þar verðum við síðan aftur á réttu
róli,“ sagði Ólafur Stefánsson sem
skoraði 9 mörk í leiknum við Dani.
Scanpix Nordfoto
Sigfús Sigurðsson lék með íslenska liðinu á ný eftir meiðsli. Hann tók Joachim Boldsen, leik-
stjórnanda Dana, ekki neinum vettlingatökum enda fór svo að Sigfús var rekinn af leikvelli í þrí-
gang í fyrri hálfleik og lék því ekkert í þeim síðari.
„DANIR eru með mjög gott lið, það velkist enginn í vafa um það, en
við höfðum viljann okkar megin að þessu sinni og varnarleikurinn
var frábær í síðari hálfleiknum,“ sagði Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir glæsilegan sigur
íslenska liðsins á Dönum í Farum í gærkvöld, 33:28.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Farum
"#$%
&'#()*%
"+"(,,-."(,
%#
/#"
/0
2# 4 1
!
2
!
3
4
3
5
6
2
2# 4 1
:>
:(
'<
'?
=:
(>
6!
-
-
..
:<
:?
'<
'@
=(
=<
5!
7"#)8$ ."#9
0#(."#9.'0$(
*C
D0
&+&
„Við förum ekki
á neitt flug“
435 433 43: 434 4: 4: 4: 4:! 4:2 4:6 4:5 4:3 4:: 4:4 44 44 44 44! 442 446 445 443 44: 444 ! 2
! " # # $"# %"& ' () * +""& ,-. ##
;$
<
'#
%=;/$>(#()
/
%$=(
!
>./
4:5
0(+(
".(
='0#%#
.;$
)'+
."#9.0+0#(
3
"
/)"*0.0?
!5
.'0$0
2 : 6 5 !! 3 5 3 6 ! 3
: 2 2 6 !4 5 2 4 6 ! : 2 4 6 2
@A( ' ')% ".( 7%)(#9 '.% /$
'0+"*.0$ ".( %9-%# B%#=' C%#"(
() * +""
,-. ##
(- #* * /0 * "'1##
/,2 ##
&(+)(#9(
"#$'.%#
>8.90
."#9.'0$>"
;.".0+
0(+(
".(
='0#%#
>8.90
."#9.'0$>"
-='
;.".0+
D'0)
/)"
GUÐMUNDUR Hrafnkels-
son, landsliðsmarkvörður í
handknattleik, lék sinn 378.
landsleik í gærkvöldi. Hann
hefur leikið samfleytt í 19 ár
með landsliðinu síðan hann
lék sinn fyrsta landsleik í
Moskvu 1986. Guðmundur
er sá Íslendingur sem hefur
leikið flesta landsleiki, leik-
ið lengst samfleytt með
landsliðinu og tekið þátt í
flestum stórmótum – fimm
heimsmeistaramótum,
tvennum Ólympíuleikum,
tveimur B-keppnum og
hann er á leiðinni á sitt
þriðja Evrópumót.
Sigurður Valur Sveinsson
hefur leikið með landsliðinu
í 17 keppnisár á 20 ára tíma-
bili, eins og sést hér á kort-
inu fyrir neðan. Hann lék
sinn fyrsta leik gegn Dönum
18. desember 1976, en síðan
lék hann hann næstu lands-
leiki sína þremur árum síð-
ar – gegn Bandaríkjamönn-
um 28. og 29. desember
1979. Eftir það lék hann
samfleytt með liðinu til
1995, að undanskildu árinu
1985, er hann lék ekki
vegna meiðsla.
Guðmundur
á vaktinni