Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 58
Murray fór á kostum
ÍÞRÓTTIR
58 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMAÐURINN Jeb
Ivey, sem leikið hefur með úrvals-
deildarliði KFÍ frá Ísafirði, er á för-
um frá liðinu vegna veikinda. Guðni
Guðnason, sem á sæti í stjórn félags-
ins, sagði við Morgunblaðið í gær að
von væri á þremur nýjum banda-
rískum leikmönnum til liðsins á
næstu dögum. Ivey hefur verið
sterkasti leikmaður KFÍ í vetur með
25 stig í leik að meðaltali, og tæpar 7
stoðsendingar í leik. Skotnýting
hans hefur einnig verið með af-
brigðum góð.
„Við höfum fengið það staðfest að
Darko Ristic kemur ekki aftur til
okkar en hann tjáði okkur að hann
hefði lent í umferðarslysi í jólafrí-
inu. Við áttum von á því að fá hann
til okkar á ný en svör hans hafa ver-
ið loðinn eftir áramót og í raun vit-
um við ekki hvað hann er að gera.
Að auki stóð Bandaríkjamaðurinn
Shon Eilenstein ekki við skuldbind-
ingar sínar en við höfðum náð sam-
komulagi við hann og hann var
væntanlegur í byrjun ársins en hef-
ur ekki látið sjá sig,“ sagði Guðni en
bætti því við að enginn uppgjaf-
artónn væri í Ísfirðingum. „Við gröf-
um okkur í gegnum þennan skafl en
vissulega blæs hressilega á móti hjá
okkur þessa dagana. Framundan er
barátta við ÍR, Breiðablik og Þór
Þorlákshöfn um að forðast fall í 1.
deild og úrslitakeppnin er gengin
okkur úr greipum,“ sagði Guðni.
Ísfirðingar sögðu upp samningi
sínum við Bandaríkjamanninn
Adam Spanich í byrjun desember og
átti Eilenstein að fylla hans skarð en
nú er ljóst að lið Ísfirðinga er gjör-
breytt frá því sem verið hefur í vet-
ur.
Ivey og Ristic eru
farnir frá Ísafirði
FANNAR Ólafsson, körfuknatt-
leiksmaður í Keflavík, fingurbrotnaði
í viðureign Keflavíkur og ÍR í gær-
kvöldi og verður frá keppni í a.m.k.
einn mánuð af þeim sökum. Þetta var
fyrsti leikur Fannars með Keflvíking-
um í þrjú ár. Meiðslin eru mikið áfall
fyrir Keflavíkurliðið og Fannar því
þau koma í veg fyrir að hann taki þátt
í undanúrslitaleik bikarkeppninnar
við Grindavík um helgina, þá missir
hann af úrslitleiknum ef Keflavík
kemst í hann. Síðast en ekki síst getur
Fannar ekki tekið þátt í Evrópuleikj-
unum við Dijon á næstunni.
DAVID Seaman, markvörðurinn
snjalli, sagði í gær að draumur hans
væri að fara á ný til Arsenal og gerast
markvarðaþjálfari félagsins. Áður en
hann fór til Manchester City sl. sum-
ar var honum boðið að taka við starfi
Bobs Wilsons sem markvarðaþjálfari,
en Wilson, sem lék í marki liðsins á
árum áður, sá um þjálfun Seamans í
fimmtán ár hjá Arsenal. Hann er að
láta af störfum, þannig að það er
næsta víst að hinn litríki Seaman, 40
ára, taki við starfi Wilsons, en þeir
eiga það sameiginlegt að hafa fagnað
tvöföldum sigri með Arsenal – unnið
deildakeppnina og bikarkeppnina
sama ár.
ÍTALSKI landsliðsþjálfarinn í
knattspyrnu Giovanni Trapattoni
hefur fengið formlegt tilboð frá enska
liðinu Tottenham og bendir allt til
þess að hinn 64 ára Trapattoni taki
við Lundúnaliðinu.
SAMKVÆMT frétt ítalska blaðsins
Il Messagero hitti Trapattoni for-
ráðamenn Tottenham sl. miðvikudag
í heimabæ hans Cusano Milanino og
þar á hann að hafa skrifað undir sam-
komulag við félagið.
TRAPATTONI mun stýra ítalska
landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins
sem fram fer í Portúgal í júní og mun
hann hætta því starfi eftir keppnina
og taka við Tottenham. Trapattoni
hefur aldrei þjálfað enskt félagslið og
að auki talar hann ekki ensku. Hins
vegar hefur hann þjálfað lið á borð við
Juventus, AC Milan, Inter, Fiorent-
ina og Bayern München.
ERIC Black er formlega tekinn við
sem stjóri hjá Coventry, en hann hef-
ur gegnt starfinu undanfarnar vikur í
fjarveru Gary McAllisters. Á mánu-
daginn sagði McAllister upp starfinu,
en hann hafði verið í leyfi frá því af
persónulegum ástæðum, og í gær var
Black ráðinn til starfans.
MARK Kinsella sem verið hefur á
mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu
Aston Villa er á leið til WBA í ensku 1.
deildinni. Villa greiddi árið 2002 um
89 millj. kr. fyrir írska landsliðsmann-
inn sem er 31 árs og lék 24 leiki með
Villa á síðustu leiktíð. Í vetur hefur
hann fengið tvö tækifæri með Villa.
FÓLK
Þetta er aðeins í annað sinn á ferl-inum sem Murray fær greitt
fyrir að leika körfuknattleik en hinn
25 ára gamli mið-
herji frá Bandaríkj-
unum er að leika í
fyrsta sinn sem at-
vinnumaður. Njarð-
víkingar réðu ekkert við hann undir
körfunni, Murray nýtti sér hraða
sinn og leikni með knöttinn. Skoraði
grimmt með langskotum, sniðskot-
um eða undir körfunni eftir mikla
baráttu við Friðrik Stefánsson sem
átti í mestu vandræðum með
Murray. „Þetta er annar leikur minn
með liðinu og ég er glaður að við
skulum hafa unnið þá báða. Mér lík-
ar vel leikstíllinn sem er notaður hér,
stundum eru menn aðeins of hraðir
og villtir, en ég er bjartsýnn á fram-
haldið. Ég veit ekki hvort ég kom
þeim í opna skjöldu og eflaust fara
liðin að átta sig á mér þegar lengra
líður á mótið. En ég geri mitt besta,
þess er krafist af mér,“ sagði Murray
eftir leikinn en hann tók að auki 18
fráköst.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga, sagði að 18 tapaðir
boltar í fyrri hálfleik hefðu reynst
þeim dýrkeyptir. „Við náðum aldrei
að sýna hvað í okkur býr. Liðið í
heild sinni lék ekki vel og kannski
mættu menn ekki nógu hungraðir
vitandi að það er undanúrslitaleikur í
bikarkeppni eftir tæpa tvo sólar-
hringa. Uppsetningin á mótinu er
undarleg að þessu leyti en það á
samt sem áður ekki að vera afsökun.
Við höfum verið að leika mun betur
að undanförnu og það kom mér á
óvart hve illa við byrjuðum að þessu
sinni.“
Það var aðeins í fyrsta leikhluta
sem jafnræði var með liðunum. Í
stöðunni 11:10 náðu heimamenn að
skora 19 stig gegn 10 og eftir það var
það hlutverk Njarðvíkinga að elta.
Mikil barátta einkenndi KR-inga,
leikmenn liðsins hentu sér á eftir
öllum boltum sem voru á lausu og að
auki náði Steinar Kaldal að leika
prýðisgóða vörn gegn Brenton
Birmingham, lykilmanni í liði
Njarðvíkur. Staðan í hálfleik var
53:37 og KR-ingar náðu mest 22
stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta.
Þá vaknaði Brandon Woudstra til
lífsins í liði Njarðvíkur og fór að raða
niður stigunum en í fyrri hálfeik
hafði íslenski landsliðsfyrirliðinn
Friðrik Stefánsson dregið vagninn
fyrir Njarðvík.
Eins og áður segir fór Murray á
kostum og verður spennandi að
fylgjast með honum í næstu leikjum.
Hann er mikill liðsmaður og sýndi
baráttu. Trevor Diggs, hinn Banda-
ríkjamaðurinn í liði KR, er „traust-
ur“ leikmaður en engin „hetja“ að
því ervirðist en erfitt er að dæma
getu hans eftir þessa tvo leiki.
Helsti höfuðverkur Inga Þórs
Steinþórssonar, þjálfara KR, verður
að halda mönnum ánægðum í her-
búðum liðsins því að samkeppni um
stöðurnar er gríðarleg með tilkomu
Murray og Diggs. Landsliðsmenn á
borð við Magna Hafsteinsson, Stein-
ar Kaldal og Skarphéðinn Ingason
verða að sætta sig við að leika minna
en áður. Jesper Sörensen var frekar
slakur í gær með 8 tapaða bolta og
spurning hvort leikmenn á borð við
Ólaf Ægisson og Helgi Reynisson
geta ekki gert sömu hluti og sá
danski – og gott betur.
Sætur Haukasigur í Hveragerði
Haukar lönduðu sætum útisigri áHamarsmönnum er liðið lagði
Hvergerðingana, 84:78. Haukar
gerðu út um leikinn í
lok 3. leikhluta og í
upphafi 4. leikhluta,
en þegar 7 mínútur
voru eftir af leiknum var staðan
80:58. Útlitið var þá svart hjá
heimamönnum þar sem þeir voru
þegar búnir að missa bæði Chris
Dade og Lárus Jónsson út af með 5
villur. Þrátt fyrir það urðu lokamín-
úturnar æsispennandi og skoruðu
heimamenn 14 stig gegn engu á 3
mínútum og skyndilega var staðan
orðin 80:72 þegar 4 mínútur voru til
leiksloka.
Reynir Kristjánsson, þjálfari
Hauka, sagði að það hefði sýnt sig
enn og aftur að Hamarsmenn hrein-
lega vissu ekki hvenær þeir væru
með tapað tafl, þeir næðu nánast
alltaf að snúa taflinu sér í vil. „Ég er
mjög ánægður með stigin og 32 mín-
útur af leiknum en þegar þeir skiptu
í svæðisvörn stöldruðum við fyrir ut-
an og sóttum ekki undir körfuna. Við
stilltum leiknum upp með fljóta leik-
menn og keyrðum upp hraðann og
kannski má segja að okkur hafi
gengið verr þegar við fórum að stilla
upp í sóknina,“ sagði Reynir.
„Við voru ekki tilbúnir í þennan
leik og þá fer þetta svona. Í fjórða
leikhluta breyttum við aðeins um
vörn og þeir voru værukærir og þá
náðum við að rétta við okkar hlut.
Hins vegar lærum við vonandi af
þessu, við höfum tapað áður og eig-
um eftir að vinna leik aftur. En við
verðum að spila eins og menn í næsta
leik, það er ljóst,“ sagði Pétur Ingv-
arsson, þjálfari Hamars í leikslok.
Stórsigur Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar Keflavíkur sigr-uðu ÍR-inga afar öruggleg,
111:79, í Keflavík í gærkvöldi í úr-
valsdeildinni eftir að
hafa verið yfir, 43:35,
í hálfleik.
ÍR-ingar mættu
ákveðnir til leiks og hófu leikinn með
mikilli baráttu og sterkri vörn, allt
gekk upp í sóknini hjá þeim á upp-
hafskaflanum. Þessi kafli kom
heimamönnum mjög á óvart en frá-
bær vörn Keflvíkinga kom þeim á
beinu brautina. Staðan eftir fyrsta
leikhluta var 31:23. Í öðrum leikhluta
skoruðu leikmenn ÍR fyrstu átta
stigin og jöfnuðu, 31:31. Þá kom frá-
bær kafli Keflavíkur þar sem liðið
spilaði framúrskarandi vörn og lék
hraðan sóknarleik. Þetta gekk allt til
hálfleiks en þá var forysta heima-
manna átta stig, 43:35.
Í seinni hálfleik var sama uppi á
teningnum, Keflvíkingar spiluðu
mjög góða vörn og ÍR-ingar áttu í
miklum vandræðum með að stilla
upp í sókninni. Keflvíkingar skoruðu
fjórar þriggja stiga körfur í röð og
voru komnir með þægilega forystu,
70:45. ÍR tók þá leikhlé og breytti
um vörn skipti yfir í 3:2, svæðisvörn í
þeirri von um að stöðva þriggja stiga
skyttur Keflavíkur. Sú vörn gekk
engan veginn upp og heimamenn
héldu uppteknum hætti og sigruðu
með 32 stiga mun, 111:79.
„Sigurinn var aldrei í hættu, við
spiluðum mjög sterka vörn. Í fyrri
hálfleik vorum við óheppnir, fengum
mikið af opnum skotum sem við náð-
um ekki að nýta. Enn við tókum góðan
kafla í seinni hálfleik, skoruðum fimm
þriggja stiga körfur í röð og vorum þá
komnir með þægilega forystu sem við
gáfum ekki eftir,“ sagði Hjörtur
Harðarson, leikmaður Keflavíkur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Trevor Diggs, bakvörður KR-inga, brýst framhjá miðherjanum Friðriki
Stefánssyni úr liði Njarðvíkur.
KR-INGAR hristu í gær af sér Njarðvíkurgrýluna, sem hefur vokað
yfir þeim allt frá árinu 2002, með því að leggja þá grænklæddu á
heimavelli, 94:89, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Gestirnir sáu
aðeins til sólar í fjórða leikhluta eftir að KR hafði náð 22 stiga for-
skoti með Josh Murray fremstan í flokki, en hann skoraði alls 44
stig í leiknum og lét mikið að sér kveða. Keflavík vann ÍR auðveld-
lega, 111:79, og í Hveragerði höfðu Haukar betur gegn Hamars-
mönnum, 78:84.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Helgi
Valberg
skrifar
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
LIÐ Tindastóls í körfuknattleik, sem er frá Sauð-
árkróki, mun á næstu dögum skoða bandaríska
leikmanninn David Sanders og standi hann undir
væntingum mun hann leika með liðinu út leiktíð-
ina. Fyrir hjá liðinu eru tveir Bandaríkjamenn,
Nick Boyd og Clifton Cook, en Sanders er fyrrum
skólafélagi Boyd. Kristinn Friðriksson, þjálfari
Tindastóls, segir að von sé á Sander í dag og verð-
ur hann með í leiknum gegn KFÍ á sunnudag í Int-
ersportdeildinni. „Ég veit að Sanders er um 1,90
m á hæð og á að vera sterkur varnarmaður. Hann
verður til skoðunar hjá okkur og ef vel tekst til
verður samið við hann,“ sagði Kristinn sem sjálfur
er frá vegna meiðsla á ökkla. Tindastóll lét Adri-
an Parks fara fyrir jólin en hann var fenginn til
þess að fylla skarð landa síns, Carlton Brown.
Tindastóll með
Sanders til reynslu