Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 62

Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Sýnd kl. 5.50 og 8. Yfir 73.000 gestir HJ MBL VG. DV Sýnd kl. 4.30 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 10.10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum eikkonum HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum Frumsýning Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 6 og 10.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 73.000 gestir VG. DV Í KVÖLD munu þrír síðustu kepp- endurnir í Stjörnuleitinni, þau Kalli Bjarni, Jón Sigurðsson og Anna Katrín berast á listrænum bana- spjótum. Einn stendur svo uppi í lok- in sem sigurvegari. Í kvöld munu þau syngja tvö lög hvert; eitt lag syngja allir – nýtt lag sem er samið af Jóni Ólafssyni og Stefáni Hilm- arssyni en annað lagið hafa þau sjálf valið. Karl ætlar að syngja sálarslag- arann „Mustang Sally“, Anna Katrín mun syngja „Imagine“ eftir John Lennon en Jón ætlar að reyna sig við lagið „Words“ eftir þá Bee Gees- bræður. Morgunblaðið fékk fjóra þjóð- þekkta einstaklinga úr poppbrans- anum til að spá í spilin og geta sér til um sigurvegara. Páll Óskar Hjálmtýsson „Það lítur allt fyrir það að Kalli muni vinna. Hann er búinn að vera traustasti keppandinn til þessa. Upprunalega var ég að vonast til þess að Tinna Marína myndi vinna, mér fannst hún svona mesta popp- stjarnan. Þó að Kalli muni líklega vinna finnst mér samt eins og það vanti aðeins upp á poppstjörnueig- inleikana.“ Jón Jósep Snæbjörnsson „Ef Kalla Bjarna tekst að landa „Mustang Sally“ með sóma þá á hann gríðarmikla möguleika. Anna Katrín valdi vel að taka „Imagine“ en hún þarf að vanda raddbeit- inguna. Ef hún nær því þá gæti hún orðið Kalla skeinuhætt. Helsti veik- leiki Jóns er að hann er ekki sterkur í enskum framburði. En ef honum tekst vel upp þá er fjandinn laus. Þá getur allt gerst. En ef mér yrði stillt upp þá finnst mér Kalli spila þetta best.“ Rúnar Júlíusson „Kalli. Ég er alveg með það á hreinu. Hann vinnur þetta bara. Hann er jafnbestur, öruggur og hæfileikaríkasti söngvarinn.“ Margrét Eir „Mér líst mjög vel á þessi þrjú sem eftir eru. Ég held eiginlega með Önnu, mér finnst hún hafa einhvern neista. Gaman að Jóni en hann er enginn söngvari. Hann er þó sjarm- erandi. Kalli hefur staðið sig rosa- lega vel og þess vegna ætti hann að vinna þetta. Anna er bráðefnileg; er með góðar hugmyndir í túlkun en hún er kannski aðeins of ung. Við eigum efalaust eftir að heyra meira í henni í framtíðinni.“ Sigurvegari Stjörnuleitarinnar verður útnefndur poppstjarna Ís- lands í Vetrargarðinum í Smáralind lokakvöldið. Stjörnuleitin mun svo halda áfram næsta haust – og þá að sjálfsögðu með nýjum keppendum. Úrslit Stjörnuleitarinnar fara fram í kvöld Hver verður næsta poppstjarna Íslands? Stjörnuleitin er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.30. arnart@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Idol-krakkarnir; Kalli, Anna Katrín og Jón. Páll Óskar Jón Jósep Margrét EirRúnar Júlíusson LJÓSADÝRÐ og glæsileiki setja svip sinn á gríðarstóra sviðsmynd- ina í Idol-sjónvarpsþáttunum á Stöð tvö sem slegið hafa í gegn í vetur. Umgjörðin utan um þættina er eng- in smásmíði enda fyllir hún út í þá 1.700 fermetra sem Vetrargarð- urinn í Smáralindinni telur. Sá sem á heiðurinn af herlegheitunum heit- ir Alfreð Sturla Böðvarsson, ljósa- meistari Stöðvarinnar undanfarin ár, en í þetta sinnið spreytir hann sig á víðtækara verkefni en venju- lega. „Þetta er fyrsta stóra leik- myndin mín. Sýningin byggist mik- ið á ljósum og samspili lýsingar og leikmyndar og það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég tók að mér allan pakkann,“ segir hann og játar því að það hafi verið skemmtilegt að hanna sviðsmyndina alla eins og hún leggur sig. „Það er alltaf þann- ig að því meira sem maður fær að ráða, því skemmtilegra. Þá fær sköpunarþörfin að njóta sín.“ Sem fyrr segir er Alfreð þó fyrst og fremst ljósamaður og var engu til sparað í lýsingu. „Við keyptum mikið af hreyfiljósum eins og ró- bóta, plasmaskjái og myndvörpur í viðbót við það sem við áttum og er- um með yfir 40 hreyfiljós í sviðs- myndinni. Það er met í íslensku sjónvarpi.“ Þá eru hvorki meira né minna en 250 ljóskastarar sem koma við sögu enda segir Alfreð Idol-þættina vera viðamesta sjón- varpsverkefni sem Stöð tvö hefur ráðist í til þessa. Það er ekki lítið verk að koma sviðsmynd af þessari stærðargráðu fyrir og Alfreð upplýsir að það hafi tekið þrjár vikur að setja hana upp. „Þetta tók lengri tíma en ég hafði áætlað því við þurftum að byrja á því að búa til allt upphengikerfið frá grunni. Þetta er ekki eins og í leikhúsi þar sem fyrir eru slár til að hengja búnaðinn í heldur þurftum við að breyta þessari versl- unarmiðstöð í sjónvarpsstúdíó, fara upp í loftið og finna bita til að hengja í. Það tók marga daga að finna út úr þessu og við vorum hérna dag og nótt síðustu vikuna fyrir fyrstu útsendinguna við að ljúka uppsetningunni á sviðsmynd- inni.“ Þó að Idol-þátturinn sé að er- lendri fyrirmynd hafði Alfreð býsna frjálsar hendur við hönnunina á leikmyndinni. „Við gengum út frá sporöskjunni sem er í Idol-merkinu en hún er fyrir aftan keppendur í sérstakri plastplötu. Pallurinn er sömuleiðis sporöskjulaga og svo löguðum við okkur að aðstæðum hér í Smáralindinni.“ Þá segir hann vinnuna hafa gengið mikið út á að reyna að fá dýpt í sviðsmyndina sem hafi verið svolítið snúið þar sem sviðið í Vetrargarðinum er grunnt og breitt. Teikningarnar af sviðsmyndinni þurfti síðan að senda út á að- alskrifstofu Fremantel Media- fyrirtækisins, sem á réttinn á Idol- þáttunum, til að fá samþykki fyrir þeim. „Þau komu líka hingað tvö frá fyrirtækinu og voru hér í nokkra daga fyrir keppnina að taka þetta út.“ Bætt við sviðsmyndina næsta haust Fulltrúar Fremantel reyndust vera sáttir við útkomuna og Alfreð segist sjálfur vera ánægður með hvernig sviðsmyndin hefur virkað. Þrátt fyrir þetta var kostnaður við uppsetninguna aðeins fimmti hluti af því sem sviðsmyndin kostaði í 250 ljóskastarar á 1.700 fermetrum Viðamesta verkefni Stöðvar tvö til þessa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.