Morgunblaðið - 30.01.2004, Side 14

Morgunblaðið - 30.01.2004, Side 14
NÚ fær kristið fólk loksins stað til að stripl- ast á því fyrsta kristilega nektarnýlendan verður opnuð á Flórída í apríl. Í nýlendunni verða 500 heimili, hótel, vatnsrenni- brautagarður og kirkja. Þrátt fyrir að það sé skylda að vera alltaf nakinn mega íbú- arnir klæðast fötum í messu ef þeir vilja, að sögn Bill Martin, eins stofnanda nýlend- unnar. Hann segir að í Biblíunni sé víða tal- að um nekt og söguleg fordæmi séu fyrir því að kristnir striplist t.d. hafi Guð skipað Jesaja að dvelja nakinn í óbyggðum í þrjú ár. „Kristnir bókstafstrúarmenn og Suð- urríkja-babtistar verða ef til vill ósáttir við okkur, en ég er sko til í að hitta þá hvenær sem er og ræða við þá um nekt.“ Áhrifarík súpa DÓMSTÓLL í Palm Beach á Flórída hefur hafnað kröfu manns sem krafðist 3,8 millj- óna króna bóta vegna óþæginda sem hann sagðist hafa orðið fyrir eftir að hafa fengið ranga súpu á veitingastað árið 1995. Mað- urinn, Donald Johnson, kvaðst hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna ofnæm- isviðbragða eftir að hann borðaði skel- fisksúpu í stað kartöflusúpunnar sem hann pantaði. Segist hann hafa haft svefntruflanir og átt við sálræn vandamál að stríða síðan hann át súpuna. Sígarettuverk- smiðjan dulbúin KÍNVERSKA lögreglan varð heldur betur undrandi á dögunum er hún fann sígar- ettuverksmiðju sem var dulbúin sem fang- elsi. Á skilti sem var við bygginguna stóð að þetta væri fangelsi og þeir sem færu þang- að inn fengju ekki að fara aftur út. Þar var líka ritað nafn fangelsis sem er raunveru- lega til en er annars staðar í héraðinu. Inni fór hins vegar fram stórfelld framleiðsla á sviknum sígarettum sem seldar voru undir merkjum þekktra framleiðenda. Brenndist á rassi í farsímasprengingu MALASÍSKUR maður brenndist á rass- kinnunum þegar farsíminn hans sprakk á meðan hann svaf, á þriðjudag. Mohamed Radzuan Yasin var að hlaða símann sinn, lagði hann á rúmið sitt og fékk sér blund. Um þremur tímum síðar vaknaði hann við lítinn sprengihvell. „Ég brenndist á rass- kinnunum í sprengingunni og brunamerki voru á dýnunni og veggjunum. Ég vissi í fyrstu ekki hvað hafði sprungið en svo sá ég símann minn í tætlum.“ Radzuan sem er raf- virki í Kuala Lumpur hafði keypt nýja raf- hlöðu í símann viku áður. Vilja úfinn Saddam ANDLITSGRÍMUR með Saddam Hussein skeggjuðum og úfnum, eins og hann leit út eftir að hann var dreginn upp úr holunni í desember, rokseljast í Ríó de Janero þessa dagana þar sem verið er að undirbúa hina árlegu kjötkveðjuhátíð. „Ræfilslegur Sadd- am er dýrasta gríman því það þarf mikið hár á hana,“ segir Armando Valles sem á grímugerðarverksmiðju í Ríó. Þeir sem vilja spara verða að láta sér lynda grímur þar sem einræðisherrann er virðulegri, og meira í ætt við myndir frá forsetatíð hans. Osama bin Laden er einnig vinsæll en þetta árið seljast grímur með þeim kumpánum mun betur en hefðbundnar varúlfa-, djöfla- og King Kong-grímur, að sögn Valles. ÞETTA GERÐIST LÍKA Kristileg nektarnýlenda ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ PALESTÍNSKUR tilræðismaður varð sjálfum sér og tíu öðrum að bana með öflugri sprengju í strætisvagni skammt frá embættisbústað Ar- iels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, í Jerú- salem í gærmorgun. 48 til viðbótar særðust, þar af þrettán alvarlega. Árásin var gerð skömmu fyrir kl. níu að staðartíma, kl. sjö að íslenskum tíma, um hundrað metra frá embættisbústað Sharons við Gaza-stræti í Jerúsalem. „Þetta var mjög stór og öflug sprengja,“ sagði Gil Kleiman, talsmaður lögreglu borgarinnar. „Stykki úr þaki strætisvagnsins fundust á þaki tveggja hæða byggingar og líkamshlutar feyktust inn á heimili fólks.“ Um helmingur þaks strætisvagnsins rifnaði af og afturhlutinn eyðilagðist, aðeins grindin var eftir. „Fólk feyktist mjög langt í burtu, út um glugga eða þakið,“ sagði Eli Beer, sem stjórnaði björgunarstarfinu. Sharon var ekki í embættisbústaðnum og talið var að hann hefði dvalið á búgarði sínum í Negev-eyðimörkinni. Ranaan Gissin, talsmað- ur forsætisráðherrans, sagði að tilræðið sýndi þörfina á umdeildum aðskilnaðarmúr sem Ísr- aelar eru að reisa á Vesturbakkanum. „Þetta hryðjuverk er besta röksemdin sem við getum notað til að verja rétt okkar til sjálfsvarnar,“ sagði Gissin. David Baker, embættismaður í forsætis- ráðuneytinu, sagði að árásin sannaði að palest- ínska heimastjórnin hefði „alls ekkert gert til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi“. „Ísr- aelar eiga einskis annars úrkosti en að vera óhagganlegir í stríðinu gegn hryðjuverkastarf- semi.“ Al Aqsa píslarvottasveitirnar, sem tengjast Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, lýstu tilræðinu á hendur sér. 24 ára lögreglumaður í Ayda-flóttamannabúðun- um á Betlehem-svæðinu er sagður hafa gert árásina. Daginn áður biðu átta Palestínumenn bana í árás ísraelskra hermanna í Al-Zeitun, nálægt Gaza-borg. Sumir Palestínumannanna virtust hafa verið skotnir í hnakkann með einu skoti af stuttu færi, að sögn lækna sem skoðuðu líkin. Einn forystumanna samtakanna Íslamskt jí- had, Mohammad al-Hindi, sagði að Ísraelar bæru ábyrgð á sprengjutilræðinu í Jerúsalem. „Enginn fordæmdi fjöldamorðið í Al-Zeitun en í dag heyrum við fordæmingar úr öllum áttum og kröfur um að ráðist verði á andspyrnu- hreyfingarnar,“ sagði al-Hindi. Einn leiðtoga Hamas-samtakanna sagði að tilræðismaðurinn í Jerúsalem hefði verið að „verja réttindi palestínsku þjóðarinnar“. „Þessi árás er lögmætt svar við fjöldamorðum Ísraela, meðal annars í Al-Zeitun.“ Ahmed Qorei, forsætisráðherra Palestínu- manna, fordæmdi sprengjutilræðið en gagn- rýndi einnig „ofbeldið sem beinist að palest- ínsku þjóðinni“. Að minnsta kosti 3.727 manns, flestir þeirra Palestínumenn, hafa látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna frá september 2000. Mannskæð sprengjuárás nálægt bústað Sharons Jerúsalem. AFP. Reuters Ísraelar við flak strætisvagns sem eyðilagðist í sprengjutilræði Palestínumanns í Jerúsalem.     !  8      $    !       &  "9  4 9 :  4 .           BRIAN Hutton lávarður sætti í gær harkalegri gagnrýni úr mörg- um áttum fyrir að hafa „hvítþveg- ið“ ríkisstjórn Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, en fundið alvarlega bresti í starfsaðferðum breska ríkisútvarpsins, BBC, þeg- ar hann vann skýrslu sína um at- burðarásina sem leiddi til sjálfsvígs vopnasérfræðingsins Davids Kellys í fyrra. Á miðvikudaginn birti Hutton niðurstöður sínar og segir í þeim að Blair og aðstoðarmenn hans hafi ekki aðhafst neitt aðfinnsluvert en BBC hafi farið rangt með þegar sagði í frétt þess í maí í fyrra að breska stjórnin hefði breytt skýrslu um meinta gereyðingar- vopnaeign Íraka til að gera hana „meira æsandi“ og réttlæta þannig aðild Breta að herförinni til Íraks. Kelly var sagður heimildarmaður útvarpsins fyrir fréttinni. Sjálfur var Hutton í gær ýmist gagnrýndur fyrir að hafa skilgreint hlutverk sitt of þröngt eða að hafa ekki gætt jafnræðis. Robin Cook, fyrrverandi ráðherra í stjórn Blairs, sem sagði af sér vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að taka þátt í herförinni, sagði gamansamur við blaðið The Indep- endent: „Verði ég einhverntíma ákærður fyrir alvarlegan glæp ætla ég að panta Hutton lávarð sem dómara.“ Cook sagði ennfremur, að Hutt- on, sem væri „ávallt vandfýsinn“, hefði haft „svo óaðfinnanlega sönn- unarviðmiðun“ að óhjákvæmilegt hefði verið að hann hreinsaði for- sætisráðherrann af öllum ásökun- um. „Bjarnargreiði“ Ýmis bresk dagblöð tóku niður- stöðum Huttons háðslega. „Heilag- ur Tony – Hutton skrúbbar Blair hvítari en hvítt,“ sagði á forsíðu Daily Express, þar sem einnig var mynd af forsætisráðherranum með geislabaug yfir höfðinu. Í Daily Mail sagði íhaldssinnaður dálkahöfundur, Max Hastings, að skýrsla Huttons væri „mikill bjarn- argreiði við bresku þjóðina“. Hutt- on hefði lagt fram „328 blaðsíður af ástæðum fyrir því að færa forsætis- ráðherranum aftur uppáhalds höf- uðfatið hans, kórónu siðapostul- ans“. Boris Johnson, þingmaður Íhaldsflokksins og ritstjóri tíma- ritsins Spectator, sagði: „Þetta er alveg ótrúlegt. Blair er eins og blanda af Harry Houdini og olíu- bornum grís … Að ætla sér að hafa hendur í hári hans er eins og að reyna að negla búðing upp á vegg.“ Í grein sem blaðamaðurinn Paul Routledge skrifaði í Daily Mirror var Hutton m.a. sakaður um að hafa „hvítþvegið valdastéttina“ svo „dauninn legði af“. Niðurstaða Huttons „veldur mér flökurleika, líkt og manni sem brotið hefur ver- ið á en veit að réttlætið nær aldrei fram að ganga“. Daily Express sagði að með „hvítþvotti“ sínum hefði Hutton látið ýmsum spurningum ósvarað, eins og til dæmis þeirri hvort það hafi verið réttmætt af stjórn Blairs að taka þátt í herförinni í ljósi þess að engin gereyðingarvopn séu í Írak. Í forsíðugrein með hvítri eyðu þar sem undir venjulegum kring- umstæðum hefði verið ljósmynd spurði The Independent hvort skýrsla Huttons hefði verið „hvít- þvottur á valdastéttinni“. Sagði blaðið það „athyglisvert hve ein- hliða“ niðurstöður lávarðarins væru, og þær hefðu rennt frekari stoðum undir réttmæti kröfunnar um „óháða rannsókn á þeim brest- um í leyniþjónustu er urðu til þess að landið var dregið út í óréttmætt stríð“. The Guardian sagði að frétta- maður BBC, Andrew Gilligan, hefði „oftar en ekki“ hitt naglann á höfuðið í fréttaflutningi sínum, og nú yrði að tryggja að ekki myndu allir innan stofnunarinnar missa móðinn. „Fréttamenn BBC verða að halda rannsóknum sínum áfram, spyrja áfram óþægilegra spurn- inga – og halda áfram að valda vandræðum,“ sagði blaðið. The Times, Daily Telegraph og Sun, sem allt eru hægrisinnuð blöð, hvöttu til afsagnar stjórnanda BBC, Gregs Dykes, og síðdegis í gær varð þeim að ósk sinni. Mörg blöð voru sammála um að Hutton hefði afhjúpað alvarlega bresti inn- an BBC, og sagði Sun lávarðinn hafa leitt í ljós „slóðaskapinn, van- hæfnina og hrokann“ innan stofn- unarinnar. Hutton lávarður harðlega gagnrýndur fyrir „hvítþvott“ London. AFP. AP Skýrsla Huttons lávarðar um nið- urstöður rannsóknar hans á at- burðarásinni er leiddi til dauða dr. Davids Kellys í fyrra. AP ÞÁ ER bara að velja sér ræfilslegan Saddam eða reffilegan Saddam. Úfinn einræðisherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.