Morgunblaðið - 30.01.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 30.01.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 51 DAGBÓK Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Útsalan heldur áfram Kr. 500, kr. 1.000, kr. 1.500 og kr. 2.000 Stærðir 36—60 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Við leitum að húsi eða 4 til 5 herbergja íbúð ca 120 til 150 fm að stærð í Smáíbúðahverfi austan Grensásvegar eða í Fossvogi á verðbilinu 18-22 millj. Traustur kaupandi. Áhugasömum seljendum er bent á að hringja í sölumenn hjá okkur. VANTAR ÍBÚÐ Í 108 HVERFI SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert athugul/l og hefur mikla skipulagshæfni. Þú átt auðvelt með samskipti og tekur oft að þér að vera í for- ystu. Þú ert við það að hefja nýjan kafla í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Drífðu í viðgerðum á heim- ilinu og skapaðu þér þannig það athvarf sem þú þarfnast. Þú þarft að geta leitað á vísan stað eftir öryggi og uppörvun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu opin/n fyrir því að skipta um vinnu eða húsnæði á næstu mánuðum. Það hefur stefnt í eitthvað slíkt allt frá árinu 1999. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þörf fyrir að endur- skoða lífsgildi þín. Þú vilt vita á hvað þú trúir og hverjum þú getur treyst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hélst út á nýja braut ein- hvern tíma á síðasta ári. Þú ert að hefja þrjátíu ára vaxtar- og þroskatímabil og það mun hugsanlega kalla á ákveðna endurnýjun í fataskápnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að einfalda umhverfi þitt með því að fækka hlut- unum í kringum þig. Losaðu þig við allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Deildu draumum þínum og framtíðarvonum með öðrum. Það mun koma af stað gagn- legum umræðum og skapa sambönd sem munu nýtast þér þegar fram líða stundir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Flestar vogir eru nú að ganga í gegnum uppskerutímabil. Þú sérð hvað gengur vel í lífi þínu og hverju þú þarft að breyta. Vertu óhrædd/ur við að grípa til aðgerða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður tími til sam- vinnu. Fólk er almennt tilbúið að hjálpa þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt hugsanlega njóta minni stuðnings á þessu ári en undanfarin ár en það mun þó ekki koma niður á starfsframa þínum. Ef þú hefur trú á sjálfri/sjálfum þér mun allt annað fylgja í kjölfarið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það virðist ókjákvæmilegt að þú lendir í einhvers konar átökum við maka þinn eða ná- inn vin. Þetta má að hluta til rekja til þess að þú hafir öðl- ast aukið sjálfstraust. Þú ert að breytast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þó að þú þurfir að leggja hart að þér eins og stendur þá eru bjartari tímar framundan. Þú ættir að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Venus er í merkinu þínu og það hefur jákvæð áhrif á fé- lagslífið. Nánustu sambönd þín eru einnig hlý og gefandi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUFÁKUR Vornótt eina, er heiðblær hristi himindögg af bjarkarkvisti, og á fölva fjallatinda færðist bjarmi af morgunsól, langt í dalsins friði frammi fæddist hann – í grænum hvammi. Þar við upptök austurlinda átti hann sitt fyrsta ból. Og í logni ljósrar nætur lítill hestur brölti á fætur, – enn eitt lífsins undur skeði inn við hjarta þessa lands. Hróðugt gnegg þá heyrðist gjalla hátt á milli blárra fjalla. Hóf þar flug hin frjálsa gleði fífilbleikrar móður hans. – – – Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA SUÐUR spilar sex lauf og er í sjálfu sér borg- unarmaður fyrir tólf slög- um. En – rétt eins og í spili gærdagsins – þá er hluti af „peningunum“ á bundnum reikningi í blindum. Það fé þarf að losa. Norður ♠Á754 ♥Á102 ♦1092 ♣984 Vestur Austur ♠D862 ♠G1093 ♥DG85 ♥K73 ♦75 ♦8643 ♣1053 ♣62 Suður ♠K ♥964 ♦ÁKDG ♣ÁKDG7 Útspil vesturs er hjarta- drottning. Hvernig á að ná í spaðaásinn? Í upphafi spils er helsta von sagnhafa sú að lauftían falli stök eða önnur. Hann tekur með hjartaás og leggur niður ÁK í trompi, en ekki kemur tían. Þá verður að taka slagina í láglitunum og sjá hvað set- ur: Norður ♠Á7 ♥102 ♦– ♣– Vestur Austur ♠D8 ♠G10 ♥G8 ♥K7 ♦– ♦– ♣– ♣– Suður ♠K ♥96 ♦G ♣– Tígulgosinn setur vörn- ina í uppnám. Ekki mega báðir henda spaða, því þá er hægt að yfirtaka spaða- kónginn og fá slag á sjöuna. Annar verður því að valda spaðann og fara niður á stakt mannspil í hjarta. Sagnhafi hendir hjartatvisti úr borði, tekur svo spaðakóng og spilar sér út á hjarta. Við því á vörn- in ekkert svar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O-O-O a6 9. f4 Bd7 10. Rf3 b5 11. Bxf6 gxf6 12. Kb1 Db6 13. Re2 O-O-O 14. f5 Kb8 15. Rf4 Bc8 16. De1 Hhe8 17. fxe6 fxe6 18. g3 Bf8 19. Bh3 Bg7 20. Hf1 Bh8 21. c3 He7 22. Hf2 Ra5 23. Rd4 Hde8 24. Bg4 Rc4 25. Bh5 Hg8 26. Be2 Re5 27. Bf1 Hge8 28. Hfd2 Bb7 29. a3 Dc7 30. Ka1 Bg7 31. Be2 Rc4 32. Bxc4 Dxc4 33. Rc2 Dxe4 34. He2 Dc4 35. Hxd6 e5 36. Rh5 Dc7 37. Hed2 f5 38. Rxg7 Hxg7 39. Rb4 a5 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Michael Adams (2720) hafði hvítt gegn Jan Timman (2578). 40. Hc6! Df7 40... Bxc6 gekk ekki upp vegna 41. Ra6+. Í framhaldinu nær hvítur að véla peði af svörtum og við það hrynur staða hans. 41. Ra6+ Bxa6 42. Hxa6 Db7 43. Hxa5 Db6 44. b4 Dc6 45. Kb2 Hc7 46. Hc2 e4 47. Df1 He5 48. a4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík    Ljósmynd/Guðrún K. Björgvinsdóttir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 2. ágúst 2003 af sr. Hannesi Erni Blandon þau Karen Svanholt Reynisdóttir og Friðrik Már Þorsteinsson. Með á myndinni er dóttir þeirra Rakel Sól. Heimili ungu hjónanna er í Bret- landi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 30. jan- úar, er fimmtugur Hannes G. Ingólfsson, húsasmíða- meistari, Ísalind 4, Kópa- vogi. Af því tilefni býður hann og eiginkona hans, Gréta Björg Erlendsdóttir, ættmennum og vinum að fagna með sér kl. 20 í Gler- salnum, Salarvegi 2, 3. hæð, Kópavogi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveitir Landsbankans sterkar fyrir austan Úrslit á úrtökumóti BSA fyrir Ís- landsmót í sveitakeppni. Spilað var á Egilsstöðum 17. og 18. jan. og tóku 8 sveitir þátt í mótinu: Landsbankinn Egilsstöðum 145 Spilarar; Bjarni Sveinsson fyrirl., Magnús Ásgrímsson, Skúli Sveins- son, Eiður Mar Júlíusson, Sigurður Þórarinsson og Lúvísa Kristins- dóttir Herðir 120 Spilarar; Pálmi fyrirl., Stefán, Jón Þór og Guttormur Kristmanns- synir, Bjarni Ág. Sveinsson og Ótt- ar Ármannsson Landsbankinn Vopnafirði 118 Spilarar; Þórður Pálsson fyrirl., Svanur Artúrsson, Stefán Guð- mundsson og Sigurvin Þórhallsson. Eikarsmiðjan, Reyðarfirði 114 Efstu 3 sveitirnar unnu sér þátt- tökurétt á Íslandsmót sem fram fer í Reykjavík í lok mars. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Fjögurra kvölda aðalsveita- keppni félagsins hófst mánudaginn 26. janúar, en þá voru spilaðar tvær fyrstu umferðirnar. Spilaformið er monrad, sveitir með svipað skor mætast í hverri umferð. Sveit Guðrúnar hefur afgerandi forystu að loknum tveimur fyrstu leikjunum, er með 46 stig af 50 mögulegum. Í sveit Guðrúnar eur Guðrún Jörgensen, Guðlaugur Sveinsson, Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson. Staða efstu sveita er þannig: 1. Guðrún 46 2. Sveit Bryndísar 36 3. Séra Hermann 35 3. Dropasteinn 35 5. Esja 34 6. Vinir 33 7. Esjugrund 31 8. Anna Guðlaug Nielsen 30 Aðalsveitakeppninni verður áfram haldið 2. febrúar, en þá verða spilaðar 2 umferðir, 16 spila leikir. Þá mætast meðal annars sveitir Guðrúnar og Bryndísar, Séra Her- mann og Dropasteinn. Bridsfélag SÁÁ Fyrsta spilakvöld ársins var fimmtudagskvöldið 22. janúar og reyndist messufært, þrátt fyrir mikinn áhuga á handboltalandsleik Íslands og Slóveníu. Spilaður var Howell-tvímenning- ur og urðu Gróa og Unnar hlut- skörpust eftir mikinn endasprett. Efstu pör (meðalskor 60): 1 – Gróa Guðnad. – Unnar A. Guðmunds- son 73 2 – Jón Viðar Jónm. – Þorleifur Þórarins.70 3 – Lilja Kristjánsdóttir – Jón Jóhannsson 69 4 – Einar Pálsson – Einar L. Pétursson 64 Næsta spilakvöld verður næst- komandi fimmtudag, 29. janúar. Spilamennskan hefst stundvís- lega kl. 19.30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Umsjónarmaður er Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðn- um eða hjá honum í síma 860-1003. Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Ný- liðum er tekið fagnandi og fá yngri spilarar helmingsafslátt af spila- gjaldinu. Loks er vakin sérstök at- hygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa Sveit Stefáns Vilhjálmssonar hefur tekið forystu á Akureyrarmótinu Sex umferðum er lokið í Akur- eyrarmótinu í sveitakeppni. Átta sveitir taka þátt og er keppnin æsispennandi. Staðan nú er sem hér segir: Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 117 Sv. Gylfa Pálssonar 116 Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 109 . Sv. Unu Sveinsdóttur 102 Sv. Reynis Helgasonar 91 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum klukkan 19.30 í Fé- lagsheimilinu Hamri. Á þriðjudags- kvöldum eru spiluð forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.