Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Co sta del Sol 53.942kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. LÖGREGLA leitar enn morðingja rúmlega fertugs manns sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í fyrradag. Enn er ekki vitað hver hinn látni er en lögregla telur þó að hann sé ekki Íslendingur. Lögreglan lýsir eftir bíl sem vitni sá við bryggjuna þar sem líkið fannst aðfaranótt mánudags, og síðar sömu nótt á Eskifirði. Bíll- inn er grár Mitsubishi Lancer og biður lög- regla þá aðila sem í bifreiðinni voru þessa nótt að hafa samband enda geti þeir gefið mikilvæg- ar upplýsingar. Jafnframt segja vitni að bíll hafi verið við bryggjuna um klukkan þrjú að- faranótt miðvikudagsins en óljóst er um lit og gerð hans. Þeir eða sá sem þar var á ferð er einnig beðinn um að hafa samband. Tveir kafarar leituðu að vísbendingum og hugsanlegu morðvopni við bryggjuna seinni- partinn í gær. Mennirnir voru um klukkustund í kafi en komu tómhentir upp. Lögregla stað- festi síðar að ekkert hafi fundist í þessari ferð en ekki var búið að taka ákvörðun um hvort kafað yrði aftur í dag. Líkið lá ekki lengur í sjónum en fjóra daga og hefur því farið í sjóinn í fyrsta lagi á laug- ardag, segir Jónas Vilhelmsson, yfirlögreglu- þjónn á Eskifirði, sem stjórnar rannsókninni. Á laugardeginum var mikill snjór á bryggj- unni, upp undir handarkrika að sögn starfs- manna í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar, og bryggjan ekki rudd fyrr en á sunnudag. Enn er ekki ljóst hverrar þjóðar maðurinn er. Jónas segir mjög ólíklegt að maðurinn sé heimamaður í Neskaupstað, og telur raunar ólíklegt að maðurinn sé Íslendingur. Það bygg- ir lögreglan á því að yfirleitt sé tilkynnt mjög snemma um mannshvörf hér á landi en ekki hefur verið tilkynnt um nein mannshvörf und- anfarið. Lögreglan hefur haft samband við skip- stjóra eða útgerðarmenn allra skipa sem hafa komið í höfnina í Neskaupstað undanfarið og kannast enginn við að skipverja sé saknað. Ekkert bendir til að maðurinn hafi starfað við Kárahnjúka Lögreglan á Egilsstöðum fór að virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka og fór í gegnum lista yfir starfsmenn og skoðaði myndir án þess að sjá nokkur merki um að maðurinn hefði verið starfsmaður á Kárahnjúkum. Líkið var vafið í plast og voru bæði keðja og veiðarfæri notuð til að þyngja líkið, segir Jónas. Meðal þess sem fest var við líkið var svart gúmmíhjól sem not- að er á troll, en kar með slíkum hjólum er á bryggjunni þar sem líkið fannst. Að sögn starfsmanna í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar, sem stendur við bryggjuna, gætu hlutirnir sem notaðir voru til að þyngja líkið allt eins verið komnir af lóðinni við bryggjuna. Þó hafi enginn saknað neins, enda ekki von til þess nema meira magn en það sem notað var hverfi. Gúmmíhjól af þessari gerð eru á bilinu 30 til 60 kg að þyngd. Jónas Vilhelmsson vildi í gær ekki gefa frek- ari upplýsingar um áverka á líkinu og hvorki staðfesti né neitaði fregnum um að skotsár hefðu verið á líkinu, né hvers eðlis aðrir áverk- ar á líkinu eru. „Það vita bara við og morðing- inn,“ segir Jónas. Næsta skrefið í málinu er krufning á líkinu og var það flutt með flugi til Reykjavíkur um kl. 16 í gær. Jónas segir að hann vonist til að fá einhverjar fréttir af krufningunni í dag. Lögreglumenn úr umdæminu jafnt sem tæknimenn frá lögreglunni í Reykjavík hafa fínkembt bryggjuna þar sem líkið fannst en ekki er gefið upp hvort eitthvað hafi fundist þar sem kynni að varpa ljósi á málið. Tækni- mennirnir komu til Neskaupstaðar á síðastliðið miðvikudagskvöld og eru þar enn við störf. Rannsóknin nær að sögn Jónasar um alla Austfirði og Suðausturland og eru lögreglu- menn að ræða við íbúa, spyrjast fyrir um gestakomur og athuga hvort einhver hafi ekki skilað sér til vinnu. Enginn hefur verið formlega yfirheyrður vegna málsins en lögreglan hefur rætt við rúm- lega 100 manns í tengslum við rannsóknina og fengið ýmsar vísbendingar, að sögn Jónasar. Ein af vísbendingunum, sem bárust með þess- um hætti, var um bílinn sem sást við netagerð- ina. Lögreglan lýsir eftir grárri Mitsubishi-bifreið Enn er óljóst af hverjum líkið er sem fannst í Norðfjarðar- höfn á miðvikudag. Brjánn Jónasson fylgdist með rannsókninni. ÍBÚUM í Neskaupstað var mjög brugðið vegna mannsins sem fannst myrtur í höfninni á miðvikudagsmorgun og vart um annað talað þar sem menn komu saman. „Menn eru svona frekar sjokkeraðir yfir þessum fréttum. Menn voru mjög slegnir í gær eftir að þetta fór í loftið, þetta var fljótt að fréttast hér um bæinn,“ segir Hjörvar O. Jensson, útibússtjóri Landsbankans í Neskaupstað. „Það er mikil óvissa ríkjandi á meðan ekki tekst að upplýsa málið með ein- hverjum hætti. Og verður það eflaust þar til það er víst að það eru ekki heima- menn sem voru þarna að verki. Þetta er mikið rætt í bænum, hvar sem maður hittir fólk, og margar kenn- ingar í gangi,“ segir Hjörv- ar. Í sama streng tekur Sig- ríður Kristinsdóttir hjúkr- unarfræðingur. „Fólk er slegið óhug, mér finnst eins og margir trúi þessu ekki almennilega. Ég held að margir bæjarbúar hafi sofið illa í nótt. Menn eru miður sín yfir því að svona hlutir geti gerst hérna. Mér heyr- ist það á fólki með börn að það fari nokkrum sinnum að útidyrahurðinni sinni í nótt og athugi hvort það sé ekki læst.“ Sigríður segir að fólk al- mennt hafi farið að læsa útidyrahurðunum eftir að barni var rænt af heimili sínu á Seyðisfirði á Þorláks- messu, en þetta atvik hafi hugsanlega fengið enn fleiri til að læsa að sér. Sigurjón M. Badeur bílstjóri segir óhug í bæjarbúum í Neskaupstað vegna málsins. „Hjá mér er fólk nýkomið úr Reykjavík sem vill ekki fara út úr húsi og læsir að sér. Fólk er slegið yfir þessu, sérstaklega af því menn vita ekki hver maðurinn er, og ekki heldur hver morðinginn er. Hvort hann gangi laus í bæn- um heima, hvort hann hafi verið á einhverju skipi, ofan af Kárahnjúkum, eða guð má vita hvað. Þetta er á allra vörum, hér hittir ekki maður mann án þess að þetta sé rætt. Menn eru mikið að spá í hvaðan þessi maður geti verið,“ segir Sigurjón. Mikil óvissa þar til upp kemst um morðingjann Hjörvar O. Jensson Sigríður Kristinsdóttir Sigurjón M. Badeur LÖGREGLAN á Egilsstöðum fór í gegnum starfsmannalista og myndir af starfsmönnum við Kárahnjúka í gær til að reyna að bera kennsl á lík mannsins sem fannst í Nes- kaupstað á miðvikudag, en for- svarsmenn virkjunarinnar segjast ekki sakna nokkurs manns úr vinnu að vitað sé. Leó Sigurðsson, öryggis- og umhverfisstjóri á Kárahnjúka- svæðinu, segir að ólíklegt sé að menn af svæðinu fari til Nes- kaupstaðar til að skemmta sér, enda aðrir staðir mun nærtæk- ari. Hann útilokar þó ekkert í þeim málum, enda mönnum frjálst að gera það sem þeir vilja í sínum frítíma. „Við erum að vinna að því að veita lögreglunni þær upplýs- ingar sem þeir biðja um, segir Leó, en segir málið ekki í hönd- um sínum að öðru leyti. Hann segir ljóst að einhverjir menn séu alltaf í leyfum og því sé ekki hægt að útiloka að líkið sé af manni sem vinni á Kára- hnjúkum. Leó segir að ekki hafi verið haft samband við menn sem eru í fríi. „Útlendingar sem eru í leyfi héðan fara yfirleitt langt í burtu, þeir taka ekki sín frí á Íslandi. Þeir sem fara af svæð- inu fara oft í skipulegum rútu- ferðum og þá sé talið inn í rút- urnar til að menn séu síður skildir eftir.“Morgunblaðið/RAX Einskis saknað frá Kárahnjúkum ÞAÐ var fyrir hreina tilviljun að líkið í höfn- inni í Neskaupstað fannst á miðvikudags- morgun en bryggjan sem það fannst við er við netagerð, og er nær eingöngu notuð þeg- ar skip taka eða skila af sér veiðarfærum. Þorgeir Jónsson kafari fann líkið þar sem hann var að kanna skemmdir sem urðu á bryggjunni eftir að skip skall á henni í óveðri. Einnig var hann að kanna hvort mikið af dekkjum hefði losnað af bryggjunni. „Það var alger tilviljun að þetta fannst. Ég var búinn að vera í kafi í svona korter þegar ég kom að líkinu, en um leið og ég kom út í varð ég var við eitthvert dót á botninum sem ég var ekkert að velta mér upp úr hvað væri,“ segir Þorgeir. „Það er ekki fyrr en ég syndi fram á þetta þegar ég er að leita að dekkjum á botninum sem ég átta mig á hvað þetta er. Þá er þetta það fyrsta sem ég kem að. Ég sé eitthvað liggja á botninum, vafið inn í plast,“ segir Þorgeir, en hann er ófús til að lýsa því sem hann sá nánar vegna lögreglurannsóknarinn- ar. „Manni dauðbregður náttúrlega við þetta, en svo fór ég bara upp og lét vita af þessu. Þetta var vægt sjokk sem ég fékk. Ég held ég muni ekki einu sinni allt sem fór í gegnum hausinn á mér þarna niðri,“ segir Þorgeir. Hann fór upp og lét hafnarvörðinn, sem var á bryggjunni, vita. Því næst fór hann nið- ur aftur og tók myndir og sýndi lögreglunni. Þá var ákveðið að ná líkinu upp og fór Þor- geir þá aftur niður að líkinu. „Ég kom þessu í líkpoka þarna niðri og svo var það híft upp,“ segir Þorgeir. Hann segir að ekki hafi verið mikið mál að koma líkinu í poka, en það var hvorki fast við botn né bryggju. Hefur áður fundið lík Þetta er ekki fyrsta mannslíkið sem Þor- geir finnur í sjó, en hann hefur kafað í 16 ár. „Ég hef lent í nokkrum leitum áður og fann lík þegar við vorum að leita fjórir saman á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. En það er náttúrlega allt annað að eiga von á því heldur en að synda fram á svona lagað óvænt,“ segir Þorgeir. Þessi fundur hefur þó ekki dregið úr Þor- geiri þó að það hafi vissulega komið skrekkur í hann. Í gær kafaði hann aftur að staðnum þar sem líkið fannst ásamt bróður sínum, Ólafi Jóni, og leituðu þeir að vísbendingum, svo sem morðvopninu sjálfu. Ekkert fannst þó við klukkutíma leit og ekki búið að taka ákvörðun um frekari leit á sjávarbotni. Þor- geir segir aðstæður ágætar til leitar, gott skyggni og ekki mikinn straum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Þorgeir (til hægri) og Ólafur Jón, bróðir hans, leituðu sönnunargagna í höfninni í gær. Fékk áfall við að finna líkið SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kall- að að skólabyggingu við Hlíðasmára í Kópavogi í gærkvöldi, en þar hafði kona bakkað af miklu afli í gegnum rúðu á skólabyggingunni og endaði bíllinn inn í skólastofu. Fólk var inni í stofunni og varð einn fyrir bílnum. Hlaut hann minni- háttar meiðsl á mjöðm og var fluttur á sjúkra- hús en aðrir fengu skrámur af glerbrotum sem þeyttust um stofuna. Líklegt þykir að konan sem ók bílnum hafi fengið krampa af einhverju tagi og misst við það stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Bakkaði inn í skólastofu ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.