Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 8
Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S -F LU 19 66 3 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Haltu bara áfram að punta þig, Dorrit mín, einhverntímann hringir einhver og býður okkur hlutverk, elskan. Stærðfræðidagur í KHÍ Að reikna með stærðfræðinni Á morgun, laugar-daginn 14. febr-úar, standa Kenn- araháskóli Íslands, Námsgagnastofnun og menntamálaráðuneytið fyrir kynningu á stærð- fræði í grunnskólum í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Að sögn Guð- mundar K. Birgissonar, lektors í stærðfræði- menntun við KHÍ, er meg- inmarkmiðið með deginum að kynna nýjar áherslur í stærðfræðikennslu og ný- legt námsefni í stærðfræði í grunnskólum landsins, svo og að opna fyrir frek- ari umræður um málefnið. Morgunblaðið ræddi við Guðmund í tilefni þessa. – Hvert er tilefni þessa stærðfræðidags Guð- mundur? „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stærðfræði- menntun víða um lönd og hafa margar vestrænar þjóðir gert breytingar á skipulagi og áherslum í skólastærðfræði. Í námskrá 1999 voru þessar breyt- ingar komnar hingað til lands og síðasta haust urðu nokkuð fjörleg- ar umræður um þær í þjóðfélag- inu. En þær voru jafnframt heldur stuttaralegar að okkar mati og því viljum við með þessum stærð- fræðidegi leggja okkar af mörk- um, opna dyrnar hjá okkur og koma af stað nauðsynlegri um- ræðu um þessi mál, því enn eru þau ný af nálinni og þessar nýju áherslur og breytingar eru auk þess umdeildar.“ – Er hægt að útskýra í tiltölu- lega stuttu máli í hverju þessar breytingar eru fólgnar? „Þetta eru alls ekki svo róttæk umskipti í grundvallaratriðum, en hér er vissulega um aðra nálgun að ræða og víðara sjónarhorn. Taka t.d. með í reikninginn framþróun í upplýsingatækni, þekkingarfræði, námssálfræði sem og niðurstöður rannsókna á stærðfræðinámi barna, svo eitt- hvað sé nefnt.“ – En þú segir að þetta sé jafn- framt umdeilt? „Já, vissulega eru skiptar skoð- anir á því hvort þessar breytingar séu til bóta. Ýmsir telja að of langt sé gengið í að víkka út hugtakið stærðfræði og vilja að einbeitingin verði meiri á reikningskennslu.“ – Hver er þín skoðun? „Mín skoðun er sú að þetta sé afar jákvæð stefna og þessar breytingar muni styrkja mjög stærðfræðikennslu í landinu. Ég skal hins vegar fyrstur manna við- urkenna að auka þarf skilninginn í þjóðfélaginu á því hvað hér er á ferðinni og til þess er m.a. um- ræddur kynningardagur haldinn í KHÍ.“ – Fyrir hverja er þessi kynn- ing? „Ljóst er að auka þarf verulega fræðslu fyrir foreldra á þessum nýju áherslum, enda hafa þeir löngum þurft að vera börnum stoð og stytta heima fyrir í náminu og slæmt ef sá stuðningur minnkar heima fyrir. Þetta er því fyrir for- eldra og jafnframt börnin líka.“ – Geturðu ekki sagt okkur aðeins meira frá þessari nýju stærðfræði? „Í nýju aðalnámskránni er lögð aukin áhersla á samræður, rök- semdafærslu og lausnir verkefna og þrauta sem endurspeglast í nýju námsbókunum. Þær gömlu höfðu runnið sitt skeið á enda, enda sumar skrifaðar fyrir þrjátíu árum. Þá er mikil áhersla á að nemendur skilji uppbyggingu talnakerfisins og rithátt talna, ennfremur að þeir skilji til fulln- ustu grundvallarreikniaðgerðir og þroski með sér eigin aðferðir til að vinna með þær.“ – Þörf fyrir svona kynningu er því ótvíræð? „Algerlega, því stærðfræðinám er viðamikill þáttur í lífi grunn- skólabarna, auk þess sem stærð- fræðileg viðfangsefni verða á vegi fólks á hverjum degi. Þegar breytingar verða á skólastærð- fræðinni þurfa allir að leggjast á eitt til þess að breytingarnar skili tilætluðum árangri.“ – Þarf ekki meira að koma til í svo stóru máli? „Þessi kynningardagur er bara byrjunin og með honum erum við að koma út þeim skilaboðum að dyr okkar standi öllum opnar. Við í KHÍ höldum fjölda námskeiða fyrir kennara og vel kemur til greina að bjóða upp á slíkt fyrir foreldra að auki í framtíðinni.“ – Segðu okkur eitthvað í lokin frá dagskránni … „Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 4. Stúdentar á stærð- fræðikjörsviði KHÍ munu kynna skemmtileg stærðfræðiverkefni, leiki, þrautir og forrit sem börn- um og foreldrum gefst tækifæri til að spreyta sig á. Námsgagna- stofnun mun sýna kennslubækur og forrit sem notuð eru við stærð- fræðikennslu í grunn- skólum og fulltrúi frá menntamálaráðuneyt- inu mun svara fyrir- spurnum um námskrá í stærðfræði og ýmsir aðrir aðilar munu sýna gögn til stærðfræði- kennslu, s.s. kubba, spil, forrit, bækur og fleira. Þá verður Taflfélagið Hrókurinn á staðnum og gefst fólki tækifæri til að kynna sér skáklistina. Síðast en ekki síst má nefna Flöt, félag stærðfræðikennara, sem mun kynna starfsemi sína og kennslu- forrit.“ Guðmundur K. Birgisson  Guðmundur K. Birgisson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1967. Hann er BA í heimspeki frá Háskóla Íslands 1993 og lauk doktorsprófi í stærðfræði- menntun við Indiana University í Bandaríkjunum árið 2002. Hann kenndi stærðfræði við framhaldsskóla hér á landi 1988–95 og var skipaður lektor á sviði stærðfræðimenntunar við Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Guðmundur er kvæntur Kristínu Tómasdóttur og eiga þau hjónin tvö börn. Stærð- fræðinám er viðamikill þáttur í lífi grunnskóla- barna ASÍ og landssambönd sem eiga að- ild að virkjunarsamningi krefjast tafarlausra lagfæringa á svefnskál- um starfsmanna við Kárahnjúka- virkjun og öðrum búnaði. Gerir verkalýðshreyfingin þá kröfu til Landsvirkjunar og stjórnvalda að grípa nú þegar inn í „þessar að- stæður“ og vitnar þar m.a. til leka og hruns millilofta í svefnskálunum undanfarið. ASÍ og Starfsgreinasambandið, Samiðn, Rafiðnaðarsambandið og MATVÍS segjast hafa bent Imp- regilo á það í ágúst í fyrra að svefn- skálarnir, sem þá var byrjað að reisa, hentuðu ekki íslenskum að- stæðum. Gagnrýna Impregilo Fagmenn hafi ekki verið fengnir til verksins, auk þess sem bygging- arfræðileg úttekt hafi ekki farið fram á gæðum og öryggi vinnubúð- anna. Impregilo hafi látið þessar at- hugasemdir sem vind um eyrun þjóta og því komi ástandið í dag í sjálfu sér ekki á óvart. „Það er afdráttarlaus krafa verkalýðshreyfingarinnar að svefn- skálar sem settir eru upp við þær erfiðu veðurfarslegu aðstæður sem ríkja á þessu svæði séu með þeim hætti að tryggt sé að heilsu manna og öryggi sé ekki stefnt í hættu og að starfsmenn þurfi ekki að búa við vosbúð og kulda,“ segir m.a. í til- kynningu frá landssamböndunum og ASÍ. Krefst lagfæringa á skálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.