Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 9

Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 9 FULLTRÚAR ríkisstjórna Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna hafa undirritað nýjan samning um Norræna fjárfestingarbankann (NIB) er varðar aðild Eystrasaltsríkj- anna, Eistlands, Lettlands og Litháens, að bankanum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra und- irritaði samninginn fyrir Íslands hönd, en hann gegnir jafnframt formennsku í ráðherraráði nor- rænu fjármálaráðherranna í ár. Á fundi norrænu forsætisráð- herranna í júní í fyrra var ákveðið að bjóða löndunum þremur að gerast aðilar að NIB. Samningaviðræður um aðildar- skilmála fóru fram undir stjórn fjármálaráðherra ríkjanna átta og lauk um áramót. Samkomu- lag liggur nú fyrir um nýjan milliríkjasamning og nýjar sam- þykktir fyrir bankann. Að feng- inni staðfestingu þjóðþinga ríkjanna á árinu 2004 er áætlað að Eystrasaltslöndin þrjú gerist meðeigendur að NIB frá og með 1. janúar 2005. Jafngildir aðilar Samkvæmt samningnum munu Eistland, Lettland og Litháen verða jafngildir aðilar að Norræna fjárfestingarbank- anum og núverandi fimm eig- endur, Danmörk, Finnland, Ís- land, Noregur og Svíþjóð. Allir aðilar munu hafa sömu réttindi og skyldur eins og kveður á um í núgildandi samningi um bank- ann. Eignarhlutur Eystrasalts- landanna þriggja mun nema u.þ.b. 3,4% af grunnfé bankans. Fjármálaráðherrar ríkjanna benda á að með stækkun NIB er merkum áfanga náð í sögu sam- starfs Norðurlandanna og Eist- lands, Lettlands og Litháen. Með bankanum verði ríkjunum átta tryggð sameiginleg fjár- málastofnun sem eflir hagvöxt ríkjanna með alþjóðlegum fjár- festingum. Eystra- saltsríkin aðilar að bankanum Norræni fjárfest- ingarbankinn LANDHELGISGÆSLAN og Varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli hafa gert með sér samning um samræmdar verklagsreglur vegna þyrluflugs með nætursjónaukum. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar varð ljóst þegar flugdeild Landhelgisgæslunnar hóf notkun nætursjónauka í þyrluflugi, að hafa varð náið samráð við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þyrlur beggja aðila fljúga oft og tíðum á óhefð- bundnum flugleiðum þar sem flugum- sjón nær ekki að fylgjast með þeim og við vissar aðstæður verður að slökkva á siglingarljósum þyrlnanna til að trufla ekki nætursjónaukana. „Báðum aðilum var því ljóst að semja varð samræmdar verklagsregl- ur til að koma í veg fyrir að hætta skapaðist. Á fyrri hluta síðasta árs hófust við- ræður um hvernig staðið skyldi að gagnkvæmum tilkynningum um næt- ursjónaukaflug, bæði flug sem ákveð- ið er með fyrirvara og björgunar- eða sjúkraflug sem ákveðið er í skyndi. Einnig varð að komast að samkomu- lagi um hvernig fjarskiptasambandi skyldi komið á milli þyrlna Landhelg- isgæslunnar og Varnarliðsins ef til þess kæmi að þyrlurnar væru samt sem áður á flugi í grennd við hvor aðra,“ segir í fréttatilkynningu frá Gæslunni. Unnið hefur verið eftir reglunum frá sl. hausti en talið var mikilvægt formsatriði að ganga frá skriflegri undirritun samkomulagsins og fór hún fram í höfuðstöðvum Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Einnig var farið yfir ýmsa þætti reglnanna og gengið úr skugga um að báðir aðilar túlkuðu þær á sama veg. Varnarliðið og Landhelgisgæslan ganga frá samkomulagi Samræma flugreglur með nætursjónaukum Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af buxum frá Full búð af nýjum, glæsilegum vorfatnaði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Glæsibæ – Sími 562 5110 - Opið virka daga 10-18.00 og laugardaga 10-16.00 Ný sending af glæsilegum vörum Verðdæmi: Bolir frá kr. 799, kvartbuxur kr. 2.990 Fóðraðar siffon túnikur Flott útsöluhengi í Eddufelli 1.000-1.500 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 FEBRÚARSKOT ÚLPUR, DÚNVESTI, JAKKAR FYRIR DÖMUR OG HERRA VERSLUNIN PAUL & SHARK Bankastræti 9, sími 511 1135 Bankastræti 11, sími 551 3930 Opið virka daga kl. 10-18 og laugard. 11-16 Allsherjar útsala Allt á hálfvirði Kvöldfatnaður Brúðarkjólar st. 4-16 Brúðarskór st. 35-42 Spariskór st. 35-42 Skartgripir Sjöl, belti, töskur Tískuverslun, Eyrarvegi 7, Selfossi. Verið hjartanlega velkomin! Laugardag opið til kl. 16 - kaffi og afmælisterta Allar vörur með 50% afslætti eða meira Lindin 30 ára Afmælistilboð Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af buxum frá og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.