Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LOÐNUVEIÐAR ganga vel suð-
austur af landinu, þrátt fyrir rysj-
ótt tíðarfar. Sjómenn segja
loðnuna nú komna fast upp að
landgrunnskantinum og þess sé
ekki langt að bíða að hún gangi
upp á grunnið.
Loðnan hellist nú í land, enda
eru skipin jafnan fljót að veiða
fullfermi og nú verður sífellt
styttra á og af miðunum. Aflinn
frá áramótum er nú orðinn um 102
þúsund tonn, samkvæmt saman-
tekt Samtaka fiskvinnslustöðva og
um 200 þúsund tonn að sumar- og
haustvertíðum meðtöldum. Þá hafa
erlend skip landað hér rúmlega 12
þúsund tonnum frá áramótum.
Loðna er nú fryst í fjölda fisk-
vinnslustöðva, allt frá Þórshöfn
austur með landinu til Vestmanna-
eyja, auk þess sem mikið hefur
verið fryst um borð í vinnsluskip-
unum. Bróðurparturinn af
loðnunni hefur verið frystur fyrir
markaði í Austur-Evrópu. Hrogna-
fylling loðnunnar er þó stöðugt að
aukast og fulltrúar japanskra
loðnukaupmanna, sem staddir eru
í fyrirtækjum víða um land, fylgj-
ast grannt með ástandi loðnunnar.
Hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar
er nú búið að frysta ríflega 5.000
tonn af loðnu á vertíðinni. Í gær
var byrjað að frysta loðnu fyrir
Japansmarkað, en hrognafyllingin
mældist þá 12,5% en loðnan er
frekar smá.
Sjófrystingin
gengur vel
Loðnufrysting fjölveiðiskipanna
er í fullum gangi. Fjölveiðiskip
Samherja, Baldvin Þorsteinsson
EA og Vilhelm Þorsteinsson EA,
hafa verið að frysta loðnu fyrir
Rússlands- og Austur-Evrópu-
markað. Skipin hafa aflað vel og
hefur frystingin gengið vonum
framar. Nú hafa þessi tvö skip
þegar fryst sem nemur 6.500 tonn-
um af loðnu.
Það sem af er vetrarvertíð hefur
Baldvin Þorsteinsson EA veitt
4.200 tonn af loðnu og af þeim afla
hafa um 3.400 tonn farið í fryst-
ingu um borð, eða liðlega 80%.
Baldvin hóf að frysta loðnu 10.
janúar sl. og hefur því verið að í
liðlega fjórar vikur, utan þess tíma
sem loðnuveiðar voru stöðvaðar
tímabilið 15. til 20. janúar sl. Afli
Vilhelms Þorsteinssonar er einnig
kominn í um 4.200 tonn á vertíð-
inni. Áhöfn Vilhelms hefur veitt,
unnið og landað um 3.100 tonnum
af frystum afurðum auk afla til
bræðslu, á þremur vikum, en skip-
ið hóf loðnufrystingu 22. janúar
síðastliðinn.
Það samsvarar því að fryst hafi
verið um 150 tonn á sólarhring að
meðaltali, þennan tíma. Saman-
lagður afli skipanna er því orðinn
um 8.400 tonn og þar af hafa verið
fryst 6.500 tonn, eða nálægt 80%
aflans. Hefur allur aflinn verið
veiddur í troll.
Loðnan hellist á land
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Jón Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar,
skoðar loðnuna sem er að verða frystingarhæf fyrir Japansmarkað.
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá Björgólfi Guðmundssyni,
formanni bankaráðs Lands-
banka Íslands: „Að gefnu til-
efni, vegna villandi umfjöllunar
fjölmiðla og opinberra ummæla
um fyrirætlun Landsbankans
með viðskipti með hlutabréf í
Íslandsbanka hf., er rétt að
komi fram að Landsbankinn
stefnir ekki og hefur ekki stefnt
að yfirtöku Íslandsbanka. Hið
rétta er að Landsbankinn telur
mikilvægt að áfram verði leitað
leiða til aukinnar hagræðingar í
bankakerfinu eða samvinnu og
stoðir bankanna þar með
styrktar til frekari þátttöku í
alþjóðlegri bankastarfsemi. Sú
staða sem nú er uppi á fjár-
málamarkaði skapar hins vegar
áhugaverð fjárfestingartæki-
færi í fjármálafyrirtækjum.“
Yfirlýsing
frá formanni
bankaráðs
Lands-
bankans
ÚR VERINU
HAGNAÐUR SPRON á síðasta ári
nam 804 milljónum króna og jókst
um 10% milli ára. Hagnaður fyrir
skatta jókst mun meira, hann rúm-
lega þrefaldaðist og nam 846 millj-
ónum króna. Skýringin á þessum
mun á þróun hagnaðar fyrir og eftir
skatta er að SPRON tekjufærði árið
2002 tekjuskatt upp á 468 milljónir
króna, en í fyrra greiddi sparisjóð-
urinn tekjuskatt að fjárhæð 41 millj-
ón króna.
Annað sem hafði veruleg áhrif á
afkomu sparisjóðsins er að gengis-
hagnaður hans rúmlega þrefaldaðist
og nam í fyrra 1.100 milljónum
króna. Skýringin á þessum gengis-
hagnaði er að hagnaður af hluta-
bréfaeign SPRON jókst um tæpar
800 milljónir króna og nam 963 millj-
ónum króna. Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri segir að gengishagn-
aðurinn skýrist af því að sparisjóð-
urinn hafi verið virkur í fjárfesting-
um í hlutabréfum á árinu og að
honum hafi gengið vel. Þá sé ein af
skýringunum á gengishagnaðinum
eign SPRON í Meiði. SPRON á tæp
8% í Meiði, sem á 14% í KB banka,
en gengi bankans hækkaði um 73% á
síðasta ári. Markaðsverð KB banka
er 115 milljarðar króna og óbeinn
eignarhlutur SPRON er því um 1,3
milljarða króna virði.
Arðsemi eigin fjár sparisjóðsins
var 21% í fyrra en 23% árið 2002. Á
aðalfundi 30. mars næstkomandi
hyggst stjórn SPRON leggja til að
greiddur verði 21% arður til stofn-
fjáreigenda vegna síðasta árs. Í til-
kynningu frá SPRON segir að auk
þess sé ætlunin að leggja til hækkun
stofnfjár um 5%. Verði þetta sam-
þykkt hafi raunávöxtun sparisjóðs-
ins á síðasta ári verið 26%.
Vanskil lítil
Guðmundur Hauksson segir,
spurður um framhaldið í rekstri
sparisjóðsins, að reksturinn á síðasta
ári hafi gengið vel og hann sé mjög
bjartsýnn á framtíðina. Hann segir
að áður hafi vanskil helst íþyngt
SPRON en lagt hafi verið myndar-
lega til hliðar vegna þeirra. Nú séu
vanskil komin niður fyrir það sem al-
mennt þekkist á þessum markaði.
Eins og kunnugt er hefur stjórn
SPRON hætt við breytingu spari-
sjóðsins í hlutafélag, en hann hafði
hug á að sameinast KB banka.
Spurður að því hvort til greina komi
að sameinast öðrum sparisjóði segir
Guðmundur að slíkt hafi ekki verið
til athugunar og engar viðræður séu
í gangi um slíkt. SPRON sé hins veg-
ar opinn fyrir því og hann hafi sjálfur
nefnt slíkar hugmyndir á vettvangi
sparisjóðanna. Hlutfall hreinna
rekstrartekna og rekstrargjalda,
kostnaðarhlutfallið, lækkaði úr rúm-
um 70% í rúm 60% milli ára. Ef af-
skrift viðskiptavildar og framlag í
Menningar- og styrktarsjóð SPRON
eru undanskilin rekstrargjöldunum
var kostnaðarhlutfallið 55% og lækk-
aði úr 67% árið 2002.
!"!
!
"
#
$
$
%
&'
"
() *
$
*,-./
+
01
'0"1
!0"1
!"'
'
"
!'!
&
!
&&"
'""&
&01
'0&1
!!01
!"!
SPRON hagn-
ast um 804
milljónir króna
Gengishagnaður þrefaldaðist milli ára
ÍSLANDSBANKI á samtals 8,51%
hlut í sjálfum sér en samkvæmt lög-
um um um hlutafélög fellur atkvæð-
isréttur af eigin bréfum hlutafélags
niður á hluthafafundum og vægi at-
kvæða annarra hluthafa eykst á
móti. Hlutur Landsbanka í Íslands-
banka gæti því borið 10,59% atkvæð-
isréttar en ekki 9,69% eins og eign
bankans í Íslandsbanka segir til um,
að því er fram kemur í Hálf fimm
fréttum KB banka í gær.
Íslandsbanki er skráður fyrir
4,51% hlut í sjálfum sér og ræður að
auki yfir 4% hlut Framtaks fjárfest-
ingarbanka, sem er í 100% eigu Ís-
landsbanka, samkvæmt hluthafa-
lista frá því í gærmorgun. Þar með
ræður Íslandsbanki yfir 8,51% hluta-
fjár í sjálfum sér, en samkvæmt
82.gr. laga nr. 2 um hlutafélög frá
1995 hefur félag ekki atkvæðisrétt
yfir bréfum sem það á í sjálfu sér.
Mestu skiptir hvar atkvæð-
isréttur hlutar ÍSB liggur
Samanlagt nemur hlutur Lands-
bankans og Burðaráss 13,04% í Ís-
landsbanka. Landsbankinn hefur
greint frá því að 3,35% hafi þegar
verið ráðstafað með framvirkum
samningi. Eftir stendur 9,69% hlut-
ur í Íslandsbanka sem Landsbank-
inn fer með atkvæðisrétt af. Ekki er
vitað hvar atkvæðisréttur eigin hlut-
ar Íslandsbanka liggur.
„Gera má ráð fyrir að Íslands-
banki hafi gert framvirka samninga
um sölu á eigin bréfum svo einhverju
nemi. Hversu umfangsmikil slík við-
skipti eru hjá bankanum er ekki op-
inbert en það sem mestu máli skiptir
í því sambandi er hvar atkvæðisrétt-
urinn liggur, þ.e. hvort hann liggur
hjá bankanum eða þeim sem kaupir
framvirkt. … Þar sem 8,51% hlutur í
Íslandsbanka liggur hjá bankanum
sjálfum er ljóst að þau njóta ekki at-
kvæðisréttar nema að um annað hafi
verið sérstaklega samið í framvirk-
um samningum. Að því gefnu að at-
kvæði þessa hluta liggi öll hjá Ís-
landsbanka er virkur eignarhluti
Landsbankans, skilgreindur út frá
vægi atkvæða því 10,59% en ekki
9,69%,“ segir í Hálf fimm fréttum.
Vægi Landsbanka-
hlutar gæti aukist
vegna eigin bréfa
Íslandsbanka
AFKOMA Tryggingamiðstöðvar-
innar (TM) fyrir árið 2003 er í takt
við það sem greiningardeildir bank-
anna gerðu ráð fyrir. Spár bank-
anna sögðu til um 1.469 milljóna
króna hagnað að meðaltali en raun-
in varð 1.424 milljónir króna í hagn-
að eftir skatta á síðasta ári.
Hagnaður ríflega þrefaldast milli
áranna 2002 og 2003 en aukningin
skýrist að mestu af óvenju miklum
söluhagnaði fjárfestinga. Söluhagn-
aður TM af hlutabréfumog öðrum
fjárfestingum er 610 milljónum eða
tvöfalt hærri en árið á undan. Í til-
kynningu frá TM segir að ekki
megi gera ráð fyrir jafngóðri af-
komu á þessu ári, þar sem ólíklegt
sé að söluhagnaður hlutabréfa verði
jafnmikill og í fyrra.
Að mati Þórhildar Einarsdóttur
hjá greiningardeild KB banka er
uppgjörið í samræmi við væntingar.
„Þessi mikli söluhagnaður af fjár-
festingum setur mark sitt á upp-
gjörið. Að auki hafa aðrir þættir í
rekstrinum verið að þróast á já-
kvæðan hátt, eins og afkoma af
tryggingum og tjónahlutfall,“ segir
Þórhildur
Landsbankinn segir afkomu TM
standa undir væntingum. „Það er
áberandi hvað söluhagnaður af fjár-
festingum er mikill. Ef litið er
framhjá þeim hagnaði þá lítur
dæmið öðruvísi út. Við áttum raun-
ar von á að tekjurnar, þ.e.a.s. eigin
iðgjöld, yrðu hærri. En heildaraf-
koman er í takt við okkar vænt-
ingar,“ segir Jónas Friðþjófsson hjá
greiningardeild Landsbankans. Að
sögn Atla B. Guðmundssonar hjá
Greiningu Íslandsbanka er afkoma
TM góð. „Helsta skýringin á góðri
afkomu er mikill söluhagnaður, sér-
staklega af sölu á eignarhlut í Ís-
landsbanka. Vátryggingareksturinn
gekk jafnframt ágætlega enda var
tjónaþróun hagfelld og ekkert stórt
tjón lenti á félaginu í fyrra. Hagn-
aður var af öllum flokkum vátrygg-
inga að slysa- og sjúkratryggingum
frátöldum,“ segir Atli.
70% hagnaðar í arðgreiðslur
Stjórn TM hefur lagt til að
greiddar verði eitt þúsund milljónir
króna í arð til hluthafa félagsins,
sem eru 518 talsins. Tillagan verður
tekin fyrir á aðalfundi félagsins
hinn 11. mars nk. Arðgreiðslurnar
nema 70% af hagnaði og eru hærri
en hlutafé TM sem er 932 milljónir
króna.
!"#$
%&$
$
2 $
3
4 )
!
!"!
)
!
!'
!
!!
&
$
%
56 2
!
!!
!
$
*,-./
+
+
'01
'0"1
!
''
"'
"
!
!&
!!&'
&&
"01
!01
!
"
" '!!
'(&#)#
Afkoma TM í takt
við spár bankanna