Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 29

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 29 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1,870,991 kr. 187,099 kr. 18,710 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1,651,855 kr. 165,186 kr. 16,519 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3,346,522 kr. 334,652 kr. 33,465 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3,110,671 kr. 311,067 kr. 31,107 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13,727,460 kr. 2,745,492 kr. 274,549 kr. 27,455 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12,664,561 kr. 2,532,912 kr. 253,291 kr. 25,329 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,669,863 kr. 2,133,973 kr. 213,397 kr. 21,340 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,474,810 kr. 2,094,962 kr. 209,496 kr. 20,950 kr. Innlausnardagur 15. febrúar 2004 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir í dag leikritið Eins og fuglar himins- ins eftir Ólöfu Sverrisdóttur, í Álftamýrarskóla. Að sögn aðstand- enda er þetta lítil og falleg leiksýn- ing sem fjallar um traust. Anna og Gulla eru vinkonur, þótt þær séu ólíkar. Þær eru mættar á æfingu á leikriti í skólanum sínum, og ákveða að byrja á traustsæfingum meðan þær bíða eftir að æfingin byrji, og úr þeim spinnast vanga- veltur um traust og trú. Á milli þess sem þær velta fyrir sér mik- ilvægum heimspekilegum spurn- ingum fíflast þær, syngja og dansa. Þær komast að því að fullorðna fólkið hefur smitast af hræðilegri veiki, áhyggjuveiki, og smita stundum börnin sín af óværunni. Höfundurinn, Ólöf Sverrisdóttir, segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað út frá hennar eigin vangaveltum um traust og trú. „Ég fór að velta fyrir mér óttanum í samfélaginu í dag, og hvað allir eru hræddir um að standa sig ekki. Kvíðinn er mikill, og smitar oft börnin, og kröfur fullorðinna eru miklar. Það rifjaðist líka upp fyrir mér frásögn Jesú úr biblíunni: „Verið ekki áhyggjufullir um líf ykkar ... Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera ... Haf- ið því ekki áhyggjur af morg- undeginum. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Þegar ég heyrði þessi orð var ég alltaf viss um að full- orðnum þætti svolítið kæruleysi í þeim, og prestar vitna ekki oft í þau. En kannski er þetta einmitt það sem við ættum að gera í ríkari mæli, dvelja í deginum í dag, í stað þess að hafa endalausar áhyggjur af morgundeginum.“ Ólöf segir að stelpurnar í leikrit- inu hugsi talsvert um guð, meðan þær velta þessum málum fyrir sér, og spyrji sjálfar sig hvort hann sé refsiglaður eða algóður. „Þær kom- ast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að treysta því að eitthvað gott komi út úr hlutunum, og að það sé í lagi að gera mistök. Þeim finnst það áberandi hvað fullorðna fólkið er áhyggjufullt, og eru stað- ráðnar í að smitast ekki af þeirri veiki. Það eru miklar kröfur gerðar um sjáanlegan árangur, en það vantar að árangur á andlega svið- inu sé metinn. Þá meina ég að þó þú þroskist sem manneskja tekur engin eftir því nema að það sjáist í einkunnum eða áþreifanlegum verkum. Verkið endar í bjartsýni.“ Tvær forsýningar á verkinu voru í Hlíðaskóla á dögunum, og segir Ólöf að þær hafi gengið mjög vel. Krakkarnir hafi tekið mjög vel eft- ir, og kennararnir talað um að eftir sýninguna hefðu spunnist miklar umræður um hana. „Krakkarnir kveiktu alveg á þessum hug- myndum. Þau vita, að það vill eng- inn verða undir, en eru kannski samt að svíkja vini sína til að vera með einhverjum sem eru flottari og skemmtilegri. Þau skilja óttann við það að lenda í hópi með ein- hverjum sem ekki eru gjaldgengir og sterkir. Þau finna líka fyrir kvíða yfir því að standa sig ekki nógu vel.“ Leikstjóri sýningarinnar er Ólaf- ur Guðmundsson, en vinkonurnar leika þær Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir, sem jafnframt semur tónlistina. Verkið verður sýnt í skólum á höfuðborg- arsvæðinu, og að sögn Ólafar getur verið að sýningin fari líka út á land. Furðuleikhúsið er tíu ára um þessar mundir. Upphaflega var það götuleikhús sem hét Furðu- fjölskyldan og kom fram í Hús- dýragarðinum. Ólöf Sverrisdóttir er ein eftir af þeim sem stofnuðu leikhúsið. En nýtt fólk kemur í stað þeirra sem hverfa brott og nú hafa Ólafur Guðmundsson og Ólöf haldið utan um sýningar leikhúss- ins. „Börn þurfa fallegan boðskap, án þess að það sé prédikað yfir þeim. Mér finnst sýningar okkar hafa heppnast svo vel sem raunin er, vegna þess að í þeim er líka andlegt fóður, ekki bara glens og gaman, sem er þó auðvitað nauð- synlegt með.“ Enga áhyggjuveiki Morgunblaðið/Sverrir Höfundur og leikstjóri, Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson. Ingibjörg Stefánsdóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. LEIKRITIÐ Píkusögur hefur verið bannað í Kína en frumsýna átti verkið í Peking í gær. Að sögn Shang Fang, talsmanns listasafns- ins í borginni, þar sem sýna átti verkið, hefur sýningum verið frest- að og ekki sé ljóst hvenær þær verði. Sýna átti verkið í gær og í dag til að afla fjár fyrir góðgerð- arhópa sem berjast gegn heimilis- ofbeldi í Kína. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í borginni Shanghai að verkið yrði sýnt þar í borg en frumsýna átti Píkusögur þar 5. febrúar sl. Starfs- maður leikhússins í Shanghai sagði að það hefði verið tekið af dagskrá vegna þess að kínversk stjórnvöld teldu það ekki vera viðeigandi í ljósi stöðu mála í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Píkusögur í Borgarleikhúsinu. Píkusögur bannaðar í Kína Í TILEFNI af aldarafmæli sínu fær- ir prentsmiðjan Gutenberg Lista- safni Reykjavíkur að gjöf bók um sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem nú stendur yfir í Hafn- arhúsinu. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs, Friðrik I. Friðriksson prentráðgjafi og Jón Hermannsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins, af- hentu Eiríki Þorlákssyni, forstöðu- manni Listasafns Reykjavíkur, fyrsta eintak bókarinnar við athöfn í Listasafninu í gær, að viðstöddum fjölda gesta. Bókin, sem jafnframt er sýning- arskrá um Frost Activity er framlag Gutenbergs til sýningarinnar í tilefni af afmæli fyrirtækisins. Gutenberg er einn af styrktaraðilum sýningar- innar og gefur safninu prentun á 1.500 eintökum af bókinni. Sýningin er eitt stærsta og umfangsmesta verkefni Listasafns Reykjavíkur frá upphafi. Hún hefur vakið mikla at- hygli hér heima og erlendis og hafa um 13.000 manns séð hana til þessa. Sýningarskránni verður dreift víða, m.a. hafa þegar borist margar pantanir erlendis frá og hún fer á yf- ir 80 alþjóðleg listabókasöfn víða um heim, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Listasafninu. Gunnar J. Árnason skrifaði texta bókarinnar, Ari Magg og Einar Fal- ur Ingólfsson tóku ljósmyndirnar og Börkur Arnarson hannaði bókina. Gutenberg prentaði sem fyrr segir en Prentsmiðjan Oddi annaðist bók- band að mestu. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs, segir að prentsmiðjan hafi lengi unnið fyrir listamenn og með listamönnum. Prentsmiðjan hafi ákveðið gera sér dagamun í til- efni aldarafmælis síns með því að styrkja merkan menningarviðburð og Listasafn Reykjavíkur á sinn hátt: prenta bók um sýningu Ólafs Elíassonar endurgjaldslaust fyrir safnið. Eiríkur Þorláksson, forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur, segir af- ar mikilvægt fyrir safnið að geta boðið upp á sýningarskrá í hæsta gæðaflokki. Bókin verði góð heimild og minnisvarði um merka sýningu um ókomna tíð. Í nýju bókinni er texti á íslensku og ensku um Frost Activity í tengslum við feril listamannsins og hugmyndir sem hann byggir á. Meg- ináhersla er samt lögð á ljósmyndir af sýningunni og öðrum verkum og verkefnum sem Ólafur Elíasson hef- ur unnið að á Íslandi. Gutenberg gefur gjöf á eigin afmæli Morgunblaðið/Golli Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs (l.t.h.), og Friðrik I. Frið- riksson prentráðgjafi (l.t.v.) afhentu Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur, fyrsta eintak bókarinnar við athöfn í listasafninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.