Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 31
AUGLÝSINGAHERFERÐ
Símans hefur vakið athygli fólks.
Þar eru menn hvattir til að fá
hugmyndir sem fyrirtækið muni
síðan hjálpa þeim að fram-
kvæma. Hinsvegar hefur orðalag
auglýsinganna stungið í augu
margra:
„Þetta er þín hugmynd. Við
hjálpum þér að láta hana ger-
ast.“
Það er sannarlega leiðinlegt að
sjá slíka málleysu dynja á þjóð-
inni oft á dag og er hér nánast
gerð tilraun til að breyta tungu-
málinu með ærnum tilkostnaði.
Frasinn er greinilega hráþýðing
úr ensku: „This is your idea. We
help you make it happen.“ Á ís-
lensku gerast hugmyndir ekki.
Þær eru framkvæmdar, raun-
gerðar eða gerðar að veruleika.
Í sjónvarpsviðtali mun for-
stjóri Símans hafa sagt að
ímyndarbreyting fyrirtækisins
kosti 400 milljónir króna og af
þeim fari um 200 í auglýsinga-
herferðina. Það eru miklir pen-
ingar fyrir málvillu.
Hallgrímur Helgason
200 milljónir
fyrir málvillu
Höfundur er rithöfundur og
myndlistarmaður.
ATHUGUN á þróun ýmissa
þátta velferðarkerfisins á valda-
tíma núverandi stjórnarflokka
leiðir í ljós, að flestir þættir hafa
orðið fyrir mikilli skerðingu.
Stjórnarflokkarnir hafa skorið nið-
ur framlög til velferðarmála þann-
ig, að ástandið varðandi stöðu
þeirra er mun verra
en var áður en þessir
flokkar komu til valda.
Bætur hafa dregist
aftur úr lágmarks-
launum
Ef litið er á þróun
grunnlífeyris og tekju-
tryggingar elli- og ör-
orkulífeyrisþega kem-
ur í ljós, að þessar
greiðslur námu 80%
lágmarkslauna 1991 en
árið 2001 námu þær
aðeins 60% lágmarks-
launa. 1995 var skorið á tengsl
lágmarkslauna og bóta elli- og ör-
orkulífeyrisþega. Síðan hefur það
verið háð geðþóttaákvörðunum
stjórnarflokkanna hversu mikið
umræddar bætur hafa hækkað.
Þær hafa dregist mikið aftur úr
síðan. Á tímabilinu 1991-2001
hækkuðu ráðstöfunartekjur um
25% en bætur elli- og örorkulíf-
eyrisþega hækkuðu aðeins um
10,2%! Fyrir síðustu áramót vant-
aði 20 þús. kr. á mánuði upp á, að
þessar bætur næmu sömu upphæð
og þær hefðu numið, ef ekki hefði
verið skorið á tengslin. Þeir sem
orðið hafa yngstir öryrkjar (18
ára) fengu leiðréttingu sem svar-
aði þessari upphæð á mánuði nú
um síðustu áramót en hinir fengu
aðeins lítið brot leiðréttingar. Þeir
sem hafa orðið öryrkjar 50 ára
fengu aðeins 500 kr.hækkun. Ekk-
ert var leiðrétt aftur í tímann en
það eru ómældar upphæðir, sem
teknar hafa verið af öldruðum og
öryrkjum undanfarin ár, þar eð
bætur þeirra hafa ekki fylgt
breytingum lægstu launa. Hér er
átt við einstaklinga, sem njóta að-
eins bóta Tryggingastofnunar.
Aldraðir fengu sáralitla leiðrétt-
ingu um síðustu áramót. Tekju-
trygging aldraðra hækkaði um
2000 kr. á mánuði og tekjutrygg-
ingarauki hækkaði um sömu upp-
hæð en mjög fáir
njóta hans.
Mikil skerðing
barnabóta
Greiðslur barnabóta
voru skertar veru-
lega eftir 1991 og
mun meira eftir 1996
með tekjutengingum
og lágum frí-
tekjumörkum. Árið
1991 námu barna-
bætur 7 milljörðum
kr. en 2003 námu
þær aðeins 5,5 millj-
örðum. Hækkanir barnabóta eftir
árið 2000 duga enn ekki til þess að
bæta fyrir það sem áður hafði ver-
ið skorið af bótunum. Ef litið er á
þróun barnabóta, húsnæðisbóta og
vaxtabóta sem hlutfall af lands-
framleiðslu kemur eftirfarandi í
ljós: Árið 1994 námu þessar bætur
1,8% af landsframleiðslu en nú
nema þær aðeins 1,2 % af lands-
framleiðslu. Leiða þessar tölur vel
í ljós hversu skerðingin er mikil.
Sjúkradagpeningar mikið
lægri en á öðrum Norð-
urlöndum
Sjúkradagpeningar langveikra eft-
ir að veikindarétti kjarasamninga
sleppir nema nú aðeins 25 þús kr.
á mánuði. Er það mun lægra en á
hinum Norðurlöndunum en þar
nema sjúkradagpeningar 70-100%
af fyrri launum. Notendagjöld í
heilbrigðiskerfinu hafa farið
hækkandi. Um síðustu áramót
voru þau enn hækkuð. Árið 1991
nam hlutdeild heimilanna í kostn-
aðinum við heilbrigðiskerfið 1,1%
af brúttó landsframleiðslu en 2001
nam þessi hlutdeild 1,5%.
Þannig er sama hvar borið er
niður.
Fátækt hefur
aukist mikið
Það er eðlileg afleiðing af skerð-
ingu velferðarkerfisins að fátækt
hefur aukist í landinu. Á tíma-
bilinu 1995-2001 jókst fátækt mik-
ið. Samkvæmt upplýsingum ASÍ
jókst fátækt á þessu tímabili úr
8,8% af tölu framteljanda í 13,2%.
Er fátækt mun meiri hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum. Allt
að 30% ellilífeyrisþega og 31%
einstæðra foreldra lifa undir fá-
tæktarmörkum hér á landi. Á hin-
um Norðurlöndunum búa 6,6-
13,5% einstæðra foreldra undir fá-
tæktarmörkum. Lyf eru mun
dýrari hér á landi en á hinum
Norðurlöndunum. Það bitnar
þyngst á öldruðum og öryrkjum. Í
bók sinni, Fátækt á Íslandi, komst
Harpa Njáls að þeirri niðurstöðu,
að allar bætur almannatrygginga
væru of lágar. Það vantaði 40 þús.
kr. á mánuði upp á að þær nægðu
til framfærslu.
Velferðarkerfið er stöðugt að
veikjast. Segja má, að frá því að
núverandi stjórnarflokkar komust
til valda hafi velferðarkerfið sætt
stöðugum skerðingum og árásum
og ekkert lát er þar á.
Árás á velferðarkerfið
Björgvin Guðmundsson
skrifar um fátækt ’Sjúkradagpeningarlangveikra eftir að veik-
indarétti kjarasamninga
sleppir nema nú aðeins
25 þús kr. á mánuði. ‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
JÓN Steinar Gunnlaugsson lög-
maður er launaður málsvari mis-
heppnaðrar græðgisvæðingar
SPRON þar sem stofnfjáreig-
endur reyndu að
selja sinn hlut á
hærra verði en eigið
fé SPRON sem KB
banki átti að fá með
afslætti. Dúsan til al-
mennings var menn-
ingarsjóður sem góð-
hjartaðir
stofnfjáreigendur
tóku að sér að stýra.
Almannavaldið
kom í veg fyrir sið-
leysið með því að Al-
þingi setti lög sem
hindra stofnfjáreig-
endur í að fara með fé sem þeir
eiga ekki.
Jón Steinar er argur út í þing-
heim sem samþykkti lögin en er
ekki nógu hugaður til að hjóla í
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og aðra sem stóðu að lagasetning-
unni. Jón Steinar skrifar í Morg-
unblaðið í gær [miðvikudag] að
sálfræðingur ætti að
rannsaka það hvers
vegna ég, sem við-
skiptavinur SPRON
til 20 ára, vill ekki láta
selja mig eins og fé á
fæti til háborgar
græðgisvæðing-
arinnar, KB banka.
Jón Steinar hefur
sennilega selt sig of
oft til þjónustu við
vafasaman málstað til
að hafa hugboð um að
venjulegt fólk hefur
réttlætiskennd sem er hvers-
dagsleg og ekkert sérstakt rann-
sóknarefni. Sálfræðingar veita á
hinn bóginn hjálp við frávikum frá
því sem normalt er, t.d. siðblindu.
Ég vísa Jóni Steinari á gulu síð-
urnar.
Sálfræðihjálp
við siðblindu
Páll Vilhjálmsson svarar Jóni
Steinari Gunnlaugssyni
Páll Vilhjálmsson
’Jón Steinar hefursennilega selt sig of oft
til þjónustu við vafasam-
an málstað …‘
Höfundur er blaðamaður.
Í GREIN Þorsteins Baldurs
Friðrikssonar, formanns Visku, fé-
lags stúdenta við Háskólann í
Reykjavík (Mbl. 7. febrúar sl.), um
fjárveitingar til rannsókna í háskól-
um koma fram eftirfarandi stað-
hæfingar:
„Það virðist vera
sem úthlutun rann-
sóknarframlaga ráðist
af duttlungum starf-
andi ráðherra og sé í
litlu samræmi við
raunveruleikann. Því
til stuðnings má bera
saman aukningu á
framlagi ríkisins til
rannsókna við Há-
skólann á Akureyri
annars vegar og Há-
skólann í Reykjavík
hins vegar. Á lokaári
sínu sem mennta-
málaráðherra tókst Tómasi Inga
Olrich að hækka rannsóknaframlag
til Háskólans á Akureyri um 87%
meðan framlag til Háskólans í
Reykjavík stóð í stað.“
Þessi samanburður formanns
Visku á fjárveitingum til rannsókna
við þessa tvo háskóla er rangur.
Engin aukning var á fjárveitingum
ríkisins til rannsókna við Háskól-
ann á Akureyri milli fjárlaga 2003
og 2004. Misskilningur
formannsins gæti staf-
að af því að meðferð
sértekna í fjárlögum
var breytt á milli um-
ræddra fjárlagaára. Í
fjárlögum 2004 er gerð
grein fyrir sértekjum
Háskólans á Akureyri,
s.s. styrkjum til rann-
sóknaverkefna, sölu á
sérfræðiþjónustu, sölu
á námskeiðum o.fl. en í
fjárlögum 2003 voru
samsvarandi sértekjur
ekki birtar. Um breytingu þessa er
fjallað í fjárlagafrumvarpi 2004 á
bls. 304. Formaður Visku hefur því
fallið í þá gryfju að rugla saman
fjárveitingum ríkisins til háskóla og
sértekjum háskóla en ljóst má vera
að hér er um algjörlega óskyld mál
að ræða.
Viska á villigötum
Þorsteinn Gunnarsson svarar
Þorsteini Baldri Friðrikssyni
Þorsteinn Gunnarsson
’Engin aukning var áfjárveitingum ríkisins til
rannsókna við Háskól-
ann á Akureyri milli
fjárlaga 2003 og 2004. ‘
Höfundur er rektor Háskólans
á Akureyri.