Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 34

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÖRYRKJABANDALAG Íslands álítur nauðsynlegt að tryggja með lagasetningu að upplýsingar séu þannig fram settar að allir geti notið þeirra, sagði Arnþór Helga- son, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, í ávarpi sínu á ráðstefnu banda- lagsins sem fram fór á Grand hóteli í gær undir yfirskriftinni Aðgengi að upplýs- ingasamfélaginu. „Upplýsingalæsi í nútíma samfélagi er forsenda þess að fólk geti tek- ið jafnan þátt í samfélaginu,“ sagði Arnþór í ávarpi sínu. Hann rifjaði upp að þegar tölvutæknin fór að ryðja sér til rúms hefðu margir ótt- ast að hún myndi leiða til færri starfa og að margir hópar yrðu afskiptir. „En fyrir baráttu samtaka fatlaðra og hugvitsemi tækni- og vísindamanna hafa sennilega tölvurnar skapað fleiri fötluðum aðgang að störfum en nokkur önnur tækni fyrr og síðar. Upplýsingatæknin hefur jafnað að- stöðu meirihluta fólks í iðnvæddum lönd- um hins vestræna heims og þessi tækni sækir stöðugt á í þróunarríkjunum. Hinu ber þó ekki að leyna að upplýsingatæknin hefur skilið marga eftir útundan og því þarf að breyta.“ Arnþór sagði Bandaríkjamenn hafa ver- ið með þeim fyrstu til þess að átta sig á hættunni á þeirri einangrun sem upplýs- ingatæknin gæti haft í för með sér. „Þar hafa verið sett lög sem eiga að tryggja að allan hugb að þörfum sama gildir þýðingame eftir því se Sagði Ar bandsins væ staðla sem aðra að up hafa áttað neytenda g vegna þess Má þar nef blinda og s hamlaða og um að skýr Ráðstefna Öryrkjabandalags Íslands um aðgengi að up Upplýsingalæsi forsen geti tekið jafnan þátt í Fjölmennt var á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins þar sem fjallað var um aðgengi að upplýsingasamfélag MARGS konar tækni svo sem talgreinir, sem greinir talað mál og breytir í texta, farsímar, smá- skilaboð og myndskilaboð hafa aukið aðgengi fatlaðra að upplýs- ingasamfélaginu. Á ýmsum svið- um hefur verið gengið til góðs en mörgu er enn ábótavant eins og kom fram á ráðstefnu Öryrkja- bandalagsins, Aðgengi að upp- lýsingasamfélaginu, sem fram fór á Grand hóteli í gær. Í erindi Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokksins, kom m.a. fram að táknmálstúlkar væru of fáir og ekki væri lögbundið að heyrnarskertir og heyrnarlausir hefðu aðgang að þeim. Sagði hún að samkvæmt könnun sem hún gerði sjálf á textuðu íslensku sjónvarpsefni á viku tímabili hefði komið í ljós að aðeins um 1⁄3 þess væri textaður. Benti hún á að textun á sjónvarpsefni væri ekki aðeins gagnleg heyrnarlaus- um, heldur einnig börnum sem væru að læra að lesa og nýbúum og útlendingum sem væru að læra íslensku. Notendahópurinn væri því stór. Sagðist hún vilja sjá táknmálið fá meira vægi í sjónvarpinu og benti á að tákn- málsfréttatíminn væri aðeins um 7–8 mínútna langur. Þá sagði hún vanta túlkun á opinberum viðburðum og leiksýningum. Sigurlín sagði að smáskilaboð hefðu breytt miklu fyrir heyrn- arlausa og heyrnarskerta og sagðist telja þá vera metnotend- ur SMS-skilaboða. Sigurlín talaði einnig um mál- efni daufblindra og sagði að snertitáknmálstúlkar væru að- eins tveir hér á landi og engir fylgdarmenn, sem sérhæfðu sig í aðstoð við þá, væru hér starf- andi. Í máli hennar kom enn- fremur fram að kallkerfi í flug- stöð Leifs Eiríkssonar, sem og í öðrum flugstöðvum, væri kall- kerfið aðeins fyrir heyrandi og benti á að svokallaðir kallskjáir, þar sem hægt væri að koma öll- um upplýsingum á framfæri við farþega, myndu hjálpa í þessu sambandi. Í tengslum við al- mannavarnir benti hún á nauð- syn þess að þegar viðbúnaðar- ástandi væri lýst væri fenginn túlkur til að koma skilaboðum á framfæri við heyrnarskerta og heyrnarlausa. Talgreinir til hjálpar Helga Waage, tæknistjóri Hex, kynnti á ráðstefnunni Hjal- verkefnið og þróun talgervils, sem gerir kleift að veita margs konar sjálfvirka þjónustu í gegn- um síma. Verkefnið var unnið af þremur masters-nemum sl. sumar í sam- vinnu við Háskóla Íslands, Ný- herja, Hex hugbúnað, Grunn gagnalausnir og Símann. Þróað- ur var talgreinir, sem greinir tal- að mál og breytir í texta. Í vinnslu kerfisins voru hljóðrituð 50 þúsund íslensk orð og tóku 2.000 Íslendingar þátt í verkefn- inu. Með því var tryggt að öll hljóð í íslensku væru til staðar. Talgreinirinn var svo þjálfaður hjá fyrirtækinu Scansoft í Þýska- landi í 6 vikur og í ljós kom að ís- lenska hentar vel til vélrænnar greiningar; það er langt á milli hljóða, tungan hefur ákveðnar áherslur og fáar mállýskur. Með talgreininum má til að mynda lesa af vefjum t.d. frétta- vefjum, en þróun á þuli, sem fengið hefur nafnið Snorri, er enn í gangi. Snorri er enn frekar óskýrmæltur að sögn Helgu en margar þjóðir, t.d. Ítalir og Bret- ar, hafa náð góðum árangri vi hönnun þula sem lesa ritað má af t.d. Netinu. Fréttasími mbl.is fréttavefjar Morgunblaðsins notast við þessa tækni en í hon um les þulur, eða talgervill, up helstu fréttir af vef Morgun blaðsins og veitir ýmsar aðra hagnýtar upplýsingar sem vefnum er að finna. Bæta má aðgengi að upplýsingum á vefsíðum Sigurður Fjalar Jónsson, sem kennir nemendum með þroska hömlun í Fjölbrautaskólanum Breiðholti, benti í erindi sínu á a hafa bæri grundvallaratriði huga þegar hönnuð væri vefsíð sem ætti að nýtast öllum. Ben hann á að vanda þyrfti alla texta vinnu, að hreyfing fangaði at hygli og að mismunandi litað let ur gerði það einnig. Sagði han að hugsanlega stangaðist þetta við staðla sem vefhönnuði styddust við við gerð vefja en a huga bæri að valmöguleikum þegar gera ætti aðgengilega vef. Snævar Ívarsson, varaformað ur Félags lesblindra á Ísland tók undir orð Sigurðar og sagð að til að gera vefi aðgengileg fyrir alla þyrfti að bjóða upp stækkun á letri og jafnvel mis munandi liti í bakgrunni sem auðveldi lesblindum lesturinn Þá benti hann á að leturger gæti skipt máli, t.d. hentaði Tim es New Roman verr lesblindum heldur en t.d. Comic Sans-letur gerðin. Með því að auka línub og minnka dálkabreidd væri lík komið til móts við þennan hóp. Á ráðstefnunni var bent á a ýmsir vefir, t.d. vefur stjórnar ráðs Íslands, raduneyti.is væri t fyrirmyndar hvað þetta varðaði. Aðgengi fatlaðra að upplýsingum má bæta SKÝRAR LEIKREGLUR ERU EKKI MÓTSÖGN VIÐ FRELSI Davíð Oddsson forsætisráðherralagði áherslu á það í ræðu sinni áViðskiptaþingi í fyrradag að engin mótsögn væri fólgin í að boða meginregl- una um frelsi í viðskiptum jafnframt því að tryggja að skýrar leikreglur giltu og væri framfylgt í viðskiptalífinu. Í ræðunni sagði forsætisráðherra: „Í Morgunblaðinu var á dögunum dregin upp, með skýrum hætti, mynd af því hvernig nokkrar viðskiptablokkir hafa með fulltingi viðskiptabankanna vaxið gríðarlega á und- anförnum árum. Ekki verður hjá því kom- ist að spyrja hvort sú mikla samþjöppun gefi tilefni til að löggjafinn lagfæri leikregl- urnar. Tilgangur baráttu okkar fyrir ein- staklingsfrelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa útvalda. Of mikil samþjöppun í efnahagslífinu er í mínum huga óæskileg og lítt dulbúin frelsisskerðing. Ég þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu mikill skaði það er fyrir viðskiptalífið og samfélag okkar, ef samþjöppunin gengur úr hófi fram. Það kostaði ekki lítil pólitísk átök að ná allgóðri samstöðu um að nauðsynlegt væri að ríkið hætti að leika aðalhlutverkið í íslensku atvinnulífi. Enginn árangur hefði náðst ef ekki hefði komið til stuðningur og skilningur fólksins í landinu á mikilvægi þessa máls. Ég er sannfærður um að stuðn- ingur við þá stefnu sem hér hefur ríkt und- anfarin ár mun fljótt fjara út, ef þess er ekki gætt að jafnvægi ríki á markaðinum og ekki gíni of fáir yfir of miklu.“ Forsætisráðherra sagði ákvörðun iðnað- ar- og viðskiptaráðherra um að skipa nefnd til að kanna þörf á sérstökum aðgerðum vegna hringamyndunar bæði rétta og tíma- bæra. En hann benti réttilega á að við hugsanlega lagasetningu vegna hringa- myndunar yrði að gæta að því að ýmsar reglur sem eðlilegar væru í stórum hag- kerfum nágrannalandanna ættu ekki alltaf við í óbreyttri mynd hér. „Það má til að mynda leiða að því líkur að það sé algeng- ara hjá okkur að fyrirtæki séu í markaðs- ráðandi stöðu eða því sem næst heldur en gengur og gerist annars staðar þar sem markaðirnir eru margfalt stærri. Framhjá því verður ekki horft að til að geta boðið al- menningi þjónustu á sem bestu verði þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni lágmarksstærð og lágmarksstærð á litlum markaði kann í vissum tilvikum að þýða óþægilega sterka stöðu. Eins verða íslensk fyrirtæki að efl- ast nægjanlega til að geta sótt fram á er- lendum markaði. Þessari vel undirbyggðu þörf fyrir lágmarksstærð má hins vegar ekki rugla saman við áráttu til hringa- myndunar eða viljanum til að ná markaðs- ráðandi stöðu á fleirum en einum markaði. Þar á milli er himinn og haf.“ Forsætisráð- herra vék í framhaldinu að því að við þessar aðstæður væri sérstaklega brýnt að fyrir- tæki í markaðsráðandi stöðu hefðu eðlilegt og virkt aðhald af fjölmiðlum. Undir þessi orð ber að taka. Morgun- blaðið hefur verið eindreginn boðberi frels- is í viðskiptum, en jafnframt bent á að óheft frelsi geti snúist upp í andhverfu sína. Leikreglurnar verða að vera réttlátar og skýrar og þeim fylgt eftir af staðfestu og sanngirni. Eins og Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi er það for- senda þess að þjóðin fái notið sem ríkuleg- astra ávaxta af atvinnustarfseminni. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, ávarpaði einnig Viðskiptaþing og varaði við því að stjórnvöld settu fyrirtækjum skorður. Hann líkti íslensku viðskiptalífi við fót- boltaleik og sagði mikilvægt að skipta ekki um reglur í miðjum leik. „Í fótboltanum er alltaf tekist á af krafti. Oft er tvísýnt um úr- slit og sjaldnast eru allir á eitt sáttir um gang leiksins. Þar hlíta allir leikreglum og allir vita að dómarinn ræður. Aldrei er skipt um reglur í miðjum leik til þess að knýja fram úrslit sem er yfirvöldum, fjöl- miðlum eða einhverjum áhrifahópum þókn- anleg í hita leiksins. Engum yrði til fram- dráttar að taka upp þann sið hér á landi.“ Erfitt er að taka undir þau orð Björgólfs Guðmundssonar að nú sé til umræðu að breyta reglunum í miðjum leik. Á undan- förnum árum hefur verulega verið dregið úr öllum höftum í íslensku viðskiptalífi. Þróunin í kjölfarið hefur sýnt að leikreglur vantar til að tryggja hagsmuni almennings og koma í veg fyrir að viðskiptalífið þróist með óeðlilegum hætti í þá veru að allir þræðir þess safnist á örfáar hendur. AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM Við búum í samfélagi upplýsinga. Nán-ast daglega má einhvers staðar heyra talað um upplýsingaflóðið sem dynur á al- menningi og mætti jafnvel ætla að sumum þætti nóg um. Það vill hins vegar gleymast að ekki er sjálfgefið að allir eigi aðgang að upplýsingum. Í fréttatilkynningu, sem Ör- yrkjabandalag Íslands sendi frá sér vegna ráðstefnu sem haldin var í gær um aðgengi að upplýsingasamfélaginu, kemur fram að fjöldi fólks getur ekki nýtt sér ýmiss konar tæknibúnað og upplýsingar vegna þess að hönnun og framsetningu er ábótavant. Þar segir að rannsóknir hafi sýnt að á milli 15% og 20% almennings geti ekki fært sér í nyt ýmsar nýjungar sem framleiðendur þróa. Í upphafi ráðstefnunnar í gær afhenti Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalagsins, Morgunblaðinu að- gengisviðurkenningu. Í viðurkenningunni segir að það sé „fyrir margvíslegt frum- kvæði og forystu um að gera íslenskt dag- blað aðgengilegt öllum þjóðfélagshópum“. Hugmyndin um að koma upp sérstökum þætti í Morgunblaðinu með auðlesnu efni kviknaði ekki innan blaðsins. Heiðurinn af því á Ásta heitin Þorsteinsdóttir hjúkrun- arfræðingur. Hún lagði árum saman að rit- stjórum blaðsins að birta efni sem gert yrði aðgengilegt sjóndöprum og torlæsum. Það var fyrir framgöngu Ástu að ákveðið var að gera tilraun með auðlesið fréttayfirlit viku- lega. Gerður Steinþórsdóttir mótaði þessa síðu í upphafi og hefur hún síðan verið unn- in að hennar forskrift. Þetta efni má einnig finna á sérstökum vef á mbl.is og geta not- endur þar valið leturstærð og ásýnd sem hentar. Auðlesna efnið fékk þegar í upphafi góðar viðtökur. Viðbrögðin voru meiri en nokkurn hafði órað fyrir og í síðustu könn- un á lestri Morgunblaðsins mældist lestur auðlesna efnisins 63%. Þessar undirtektir færðu Morgunblaðinu heim sanninn um mikilvægi þessarar þjónustu. Morgunblaðið hefur átt langt samstarf við Blindrafélagið – Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi um að koma helstu fréttum blaðsins í það form að þær yrðu lesnar fyrir blinda. Þegar tekið var upp nýtt tölvukerfi á ritstjórn Morgunblaðsins árið 2000 lagðist sá möguleiki af en fyrir nokkru hófst samstarf við fyrirtækið Hex um þróun nýrrar tegundar hljóðgervils sem les sjálfkrafa fréttir af fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is. Afrakstur þess sam- starfs er fréttasíminn sem hægt er að hringja í til að fá helstu fréttir lesnar. Það er grundvallaratriði að tryggja að enginn hópur einangrist í þjóðfélaginu og í þeim efnum skiptir aðgengi að upplýsing- um miklu máli. Viðurkenning Öryrkja- bandalagsins er ánægjuefni en hún er Morgunblaðinu fyrst og fremst hvatning til að halda áfram á sömu braut – efla og bæta þá þjónustu, sem þegar er veitt, og vera vakandi fyrir nýjum leiðum til að auðvelda aðgengi allra þjóðfélagshópa að upplýsing- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.