Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 39
væntanlega af berklasmiti. Hún
hélt heimili og stundaði búskap
með foreldrum sínum og bræðrum
á Brautarhóli í Svarfaðardal fram
til ársins 1947 að hún flutti til
Reykjavíkur 37 ára gömul og gift-
ist skömmu síðar. Systkinin á
Brautarhóli voru sex, Gísli var elst-
ur og bjó lengi í Danmörku, móðir
mín Filippía næstelst, Sigurjón
næstur en Svanfríður sú fjórða.
Þau eru nú öll dáin en eftir lifa
Sigurður og Lilja. Öll fengum við
systkinin að njóta þess að vera í
sveitinni hjá afa, ömmu, Sigurjóni
og Svanfríði frá blautu barnsbeini
til unglingsára. Þar kynntumst við
og fengum eftir því sem okkur óx
fiskur um hrygg að taka þátt í bú-
störfum eins og þau voru stunduð
af stórfjölskyldum á þessum árum.
Auk móður okkar komu þau Sig-
urður og Lilja heim jafnskjótt og
skóla lauk á vorin. Þessi vinnufúsi,
samhenti og glaðværi hópur var
okkur börnunum ómetanleg fyrir-
mynd. Svo fengum við systkinin
hvert af öðru að dvelja vetrarlangt
á Brautarhóli og ég var 9 ára þeg-
ar röðin kom að mér en þá gekk
Svanfríður mér í móðurstað, nær-
gætin, hlý og gjöful. Sama máli
gegndi með Ingveldi systur mína,
hún segist reyndar ætíð hafa
skynjað Svanfríði eða Gæggu eins
og hún hefur alltaf kallað hana sem
eins konar viðbótarmóður.
En Svanfríður ræktaði fleira en
börn, hún var ásamt ömmu hús-
móðir stórfjölskyldunnar á Braut-
arhóli þar til Sigurjón bróðir henn-
ar kvæntist 1946. Kristín amma
mjólkaði kýrnar og bjó m.a. til
smjör, skyr og sápu eins og þá
tíðkaðist. Svanfríður sá hins vegar
að mestu um matreiðsluna og ann-
aðist jafnframt stóran blóma- og
matjurtagarð sem sá fjölskyldunni
fyrir gnægð af grænmeti en það
var snar þáttur í matargerð henn-
ar. Það held ég að hafi ekki verið
algengt á íslenskum sveitaheimil-
um í þá daga. Eftir að Svanfríður
giftist og fluttist á Tómasarhaga 16
kom hún sér upp mjög stórum
matjurtagarði þar sem hún ræktaði
meðal annars þær bestu kartöflur,
íslenskar rauðar, sem ég hef
smakkað. Þennan garð annaðist
hún að mestu einsömul fram undir
nírætt og hafði fasta viðskiptavini
sem sóttust sérstaklega eftir kart-
öflum hennar.
Við systkinin og Guðrún eigin-
kona mín söknum Svanfríðar mikið.
Hún var að ýmsu leyti óvenjuleg
manneskja, einbeitt og kröfuhörð
við sjálfa sig en umburðarlynd við
aðra og aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkurri manneskju. Æðru-
orð voru henni ekki töm, hún kunni
nánast ekki að kvarta, en blíðlát
var hún og nærgætin við börn og
þeir sem áttu undir högg að sækja
leituðu til hennar. Ég er sannfærð-
ur um að hún hefði orðið afbragðs
hjúkrunarkona eða læknir. Svan-
fríður var það lánsöm að halda
andlegri heilsu og þar með fullri
reisn og sjálfstæði, sem var henni
mjög dýrmætt, þar til hún fékk
blóðtappa í heila nokkrum vikum
fyrir andlátið. Það verða mikil við-
brigði fyrir systkinin, Lilju og Sig-
urð, að hennar nýtur ekki lengur
við. Þau voru mjög samrýnd og
þær systurnar hittust eða töluðu
daglega saman í síma. Við Guðrún,
Ingveldur systir mín og Ágúst
maður hennar samhryggjumst
þeim og einnig Kristínu og Öyvind
og Sigurði Árna og Elínu og börn-
unum þeirra öllum.
Blessuð sé minning Svanfríðar
Guðnýjar Kristjánsdóttur frá
Brautarhóli.
Helgi Valdimarsson.
Undanfarnar vikur þegar ég hef
setið við sjúkrabeð Svanfríðar föð-
ursystur minnar, hafa minninga-
brotin skotið upp kollinum hvert af
öðru.
Allra fyrsta minning mín um
hana er gegnum frásagnir föður
míns. Við lágum bæði veik í litla
svefnherberginu undir súð í Bún-
aðarfélagshúsinu í Lækjargötunni.
Pabbi stytti okkur stundir með því
að segja mér prakkarasögur um
það hvernig hann hefði strítt litlu
systur sinn með því t.d. að fela
dúkkurnar hennar.
Seinna mætti frænkan svo í eigin
persónu og sat oft á tíðum í eldhús-
inu hjá mömmu með handavinnuna
sína.
Óvænt brúðkaupsveislan hennar,
sem við systkinin héldum fyrst að
væri bara venjulegt fínt fjölskyldu-
kaffi. Þá mætti Svanfríður með há-
an, settlegan og okkur ókunnugan
mann sér við hlið, sem heilsaði
okkur virðulega.
Sólskinsbjart sumarsíðdegi að
leik á túninu fyrir utan Landspít-
alann.
Svanfríður var búin að eignast
dóttur en við systkinin urðum að
láta okkur nægja að veifa til henn-
ar í gluggann, því ekki máttu börn
koma inn fyrir dyr á fæðingar-
deildinni í þá daga.
Dimmur, kaldur vetrardagur, en
gleðin og spenningurinn í hámarki
því lítill frændi var kominn í heim-
inn.
Jóladagsboðin sem hún hélt í
fjöldamörg ár. Ég heyri enn í
henni þegar hún settist við orgelið
og spilaði og söng af svo mikilli
innlifun að okkur, á unglingsárun-
um, þótti stundum nóg um! Svo
voru allir drifnir í að ganga kring-
um jólatréð og syngja með.
Sumardagarnir og kvöldin í kart-
öflugarðinum á Tómasarhaga. Þá
var reyttur arfi og skafið og rakað
af hjartans lyst.
Allir kaffisoparnir og spjallið við
eldhúsborðið hennar á síðastliðnum
árum.
Ununin sem lýsti af henni þegar
tekist hafði að finna dag, þegar
heilsa hennar og gott sumarveður
fóru saman svo hún gæti komið í
heimsókn og setið úti í garðinum
mínum í Hlíðartúninu. Þá naut hún
lífsins í botn.
Öll þessi minningabrot hellast
yfir mann nú þegar kveðjustundin
er upprunnin. Með aldrinum lærist
manni að einmitt svona hversdags-
legar minningar eru með því dýr-
mætasta sem við eigum. Lífssaga
okkar fléttast saman á margvísleg-
an hátt og gerir okkur að því sem
við erum. Svanfríður frænka á
marga þræði í lífssögu minni. Mað-
ur getur ekki annað en borið virð-
ingu fyrir lífskrafti þessarar
traustu og staðföstu konu.
Ég minnist föðursystur minnar
með þakklæti og bið Guð að varð-
veita afkomendur hennar í sinni
umsjá.
Edda Gísladóttir.
„Komdu sæl, elskan,“ var það
síðasta sem Svanfríður sagði við
mig, á meðan hún gat tjáð sig. Síð-
an lokaði hún aftur augunum og við
héldumst í hendur, líkt og við höf-
um svo margoft gert undanfarin ár.
Hún var alltaf svo þakklát, sama
hve lítið var gert fyrir hana, það
nægði að koma stutta stund, setj-
ast hjá henni og spjalla. Mér dett-
ur í hug konan sem ég heyrði um
nýlega. Hún byrjaði hvern dag á
því að þakka. Hún þakkaði fyrir
allt og þakkaði þar til hún fann
gleði koma yfir sig. Eftir gleðina
kom kærleikur sem fyllti hana að
innan og þá gat hún lagt af stað út
í dagsins önn. Það held ég líka að
Svanfríður hafi gert, gleðin sem
skein úr andliti hennar þegar við
hittumst segir mér það.
Ég kem til með að sakna allra
þeirra góðu kveðja sem ég fékk og
blessunaróska Guðs sem hún bæði
heilsaði og kvaddi mig með.
Við vorum að tala um það systk-
inin um daginn að nú væri enn einn
hlekkurinn frá barnæsku okkar að
hverfa á braut, kynslóð pabba og
mömmu, og minningarnar hrannast
upp. Síðustu dagana hefur allt
þetta verið mér ofarlega í huga þar
sem ég er að undirbúa 100 ára
minningardag um pabba, sem var
elsti bróðir Svanfríðar, og fletti
myndum. Á einni þeirra eru pabbi
og Svanfríður að ganga saman á
Löngulínu í Kaupmannahöfn, en
þar var hún í heimsókn um tíma á
sínum yngri árum hjá foreldrum
mínum. Þau eru glæsileg og svo
glöð á svipinn.
Við þökkum Svanfríði fyrir sam-
fylgdina og allar bænir sem hún
hefur beðið fyrir okkur fjölskyld-
unni.
Við sendum börnum hennar,
Kristínu og Sigurði Árna og fjöl-
skyldum þeirra, einnig systkinum
Svanfríðar, Lilju og Sigurði, okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa þau.
Lilja Gísladóttir.
Hún frænka mín elskuleg hefur
kvatt. Með kærleiksorðum og mik-
illi hlýju. Svipurinn og fasið túlkaði
aðeins gleði og þakklæti þótt ekki
væri annað gert en að líta til henn-
ar. Og ekkert æðruorð heyrðist þó
að heilsan væri að bila og þrótt-
urinn að minnka. Aðeins þakklæti.
Okkur þótti öllum mjög vænt um
hana, enda ekki annað hægt þegar
Svanfríður var annars vegar.
Hún var Frænka – með stórum
staf – og minningarnar um hana ná
allt til bernskuára minna. Brúð-
kaupsveisla hennar enda haldin í
stofunni á bernskuheimili mínu á
sínum tíma. Mikill samgangur milli
fjölskyldnanna og samstaða alla
tíð.
Kærleikur og umhyggja eru þau
orð sem fyrst koma í hugann þegar
ég minnist frænku minnar. Hún
lagði ekki mikið upp úr prjáli og
lífsnautnum.
Henni var mikilvægara að rækta
gaðinn sinn – í víðtækri merkingu.
Hún fylgdist vel með öllum í fjöl-
skyldunni og spurði frétta allt fram
til hins síðasta. Vildi vita, hvort öll-
um liði vel og hvort allir hefðu
vinnu. Það væri svo mikils virði.
Ásamt trúnni á Guð og trausti okk-
ar á honum. Í umhyggjusemi sinni
bar hún okkur á bænarörmum dag-
lega. Bros hennar og uppörvunar-
orð eru gott og mikilvægt vega-
nesti okkur sem nú kveðjum hana
með virðingu og þakklæti hinstu
kveðju.
Rúna Gísladóttir og fjölskylda.
Svanfríður Kristjánsdóttir var
ömmusystir mín. Frá því ég man
fyrst eftir mér hefur Svanfríður
frænka verið eins og brosandi
klettur í blárósóttum kjól með
krosslagðar hendur í gamla eldhús-
inu á Tómasarhaga 16. Þannig man
ég fyrst eftir henni fyrir rúmum
fjórum áratugum og þannig var
hún ennþá þegar ég hitti hana síð-
ast. Ekki veit ég hvort kjóllinn var
sá sami en það hvarflaði aldrei að
frænku að kaupa nýja flík ef sú
gamla var ennþá traust í saum-
unum eða eyða aurum á sjálfa sig
ef einhvers staðar úti í heimi var
klæðalaust barn. Ekki seldi hún
heldur land fyrir gull ef hægt var
að rækta þar mat, heldur ræktaði
kartöflur á einni af dýrustu bygg-
ingarlóðum Reykjavíkur meðan
heilsan leyfði.
Svanfríður frænka var greind og
góð kona, fróm af gamla skólanum
og hafði sterka trúarsannfæringu.
Hún valdi þrönga stíginn en aldrei
heyrði ég hana tala með vandlæt-
ingu um þá sem þeystu breiða veg-
inn. Í mínum huga var hún um
margt fyrirmynd kristinna manna.
Hún gerði ekkert af eigingirni eða
hégómagirnd en var lítillát og mat
aðra meira en sjálfa sig. Ræturnar
lágu djúpt í túninu heima á Braut-
arhóli í Svarfaðardal þar sem pen-
ingar voru af skornum skammti á
uppvaxtarárunum og nægjusemi og
Guðstrú sjálfsögð. Frænka var
náttúrubarn og heimspekingur en
aldrei hefði henni komið til hugar
að kalla sig heimspeking. Heim-
spekin var henni jafn eðlileg og
fuglunum flugið.
Þegar ég minnist Svanfríðar
frænku hugsa ég um hlýju, góð-
lyndi, fórnarlund, trygglyndi,
nægjusemi, kraftmikinn sálma-
söng, kristniboðskaffi á 1. maí að
lokinni kröfugöngu á menntaskóla-
árunum, heimsumból í kringum
jólatré á jóladag, laufabrauðsgerð
og kartöflugarð. Vinum mínum,
þeim Sigurði Árna og Kristínu og
fjölskyldum þeirra, sendi ég sam-
úðarkveðjur um leið og ég sam-
gleðst frænku að vera komin heim
til himna.
Ásgeir R. Helgason.
Lokað
Verslunin verður lokuð í dag, föstudag, vegna jarðarfarar
MATTHÍASAR VIÐARS SÆMUNDSSONAR.
Antikhúsið, Skólavörðustíg 21.
Eiginmaður minn,
HARALDUR SIGURÐSSON,
Hvítingavegi 2,
Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum þriðjudaginn 10. febrúar.
Kristín Helgadóttir.
Systir okkar,
HULDA JÓNSDÓTTIR,
Selási 5,
Egilsstöðum,
frá Freyshólum,
verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugar-
daginn 14. febrúar kl. 14.00.
Stefán Jónsson,
Baldur Jónsson,
Bragi Jónsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengda-
móðir og amma,
EMILÍA BJÖRNSDÓTTIR,
Bæjargili 96,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 7. febrúar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
16. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Jóhann Ingi Einarsson,
Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Hansen,
Lovísa Stefánsdóttir, Jón Björnsson,
Björn Guðmundsson,
Anna Margrét Jóhannsdóttir, Svanur Elísson,
Einar Jóhannsson, Hildur Erlingsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL MARTEINSSON
verslunarstjóri,
Borgarholtsbraut 32,
Kópavogi,
andaðist á endurhæfingardeild Landakots að
morgni miðvikudagsins 11. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bergþóra Karen Pálsdóttir,
Stefán Þór Pálsson,
Páll Ævar Pálsson, Guðrún Tómasdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ELMAR VÍGLUNDSSON,
Írabakka 30,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju þriðju-
daginn 17. febrúar kl. 13.30.
Auður Benediktsdóttir,
Ólöf Elmarsdóttir, Vignir Kristmundsson,
Sigurlaug Elmarsdóttir, Gaukur Hjartarson,
Jóna Björk Elmarsdóttir, Hrafn Árnason,
Matthildur Kr. Elmarsdóttir,
Ásrún Elmarsdóttir, Sigmar Metúsalemsson
og barnabörn.