Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 41
umstæður okkar voru gleðilegar eða
ekki og hafa sumar okkar sótt sér
innblástur til Rutar árum saman.
Það gustaði af henni í hverju sem
hún tók sér fyrir hendur. Þær okkar
sem unnu verkefni með Rut í skól-
anum kannast við það, að engu líkara
var en verkefnin yrðu til af sjálfu sér
á meðan höfundarnir sátu að léttu
spjalli yfir „brönsj“. Auðvitað var það
ekki þannig en Rut hafði lag á að láta
verk virðast auðveld. Stundum skildi
maður ekki hvenær hún hafði komið
öllu því í framkvæmd sem hún hafði
reynt.
Flestir eiginleikar sem við kynnt-
umst í fari Rutar hefðu getað verið
andstæður en hjá Rut samræmdust
þeir á fullkomlega eðlilegan hátt.
Ótrúleg vandvirkni hennar og nostur
virtust til dæmis ganga í berhögg við
hvatvísi hennar og atorkusemi. Hún
var tilfinninganæm en laus við alla
væmni; röggsöm og laus við tepru-
skap en tillitssöm við aðrar sálir. Hún
var afkastamikil en kunni vel að slaka
á og hafa það náðugt. Rut var sannur
lífslistamaður.
Við sem vorum í F-bekknum höf-
um haldið þráðinn og hist við hvert
tækifæri. Allar ólíkir einstaklingar,
hver með sína fjölskyldu og brauð-
strit og ólíka vinahópa en allar áttum
við bakland í bekknum. Því verður
ekki neitað, að okkur öllum ólöstuð-
um, að Rut var sálin í hópnum. Með
næmi sínu og innsæi, frásagnargleði,
hugmyndaauðgi og sköpunarkrafti,
lífsreynslu og þroska, dugnaði og
ósérhlífni, fordómaleysi, hreinskilni
og víðsýni var hún okkur lifandi fyr-
irmynd. Hennar verður sárt saknað í
okkar hópi og minning um góða vin-
konu lifir.
Við vottum fjölskyldu Rutar okkar
dýpstu samúð.
Bekkjarsysturnar úr Kennó.
Mér var illa brugðið er ég frétti að
kunningjakona mín frá því á æskuár-
unum og síðan frábær vinnufélagi um
margra ára skeið, Rut Bergsteins-
dóttir handavinnukennari, hefði orðið
bráðkvödd á heimili sínu þann 27.
janúar sl. Fráfall fólks á besta aldri
er alltaf sviplegt. En fráfall Rutar
finnst mér sérstaklega sviplegt og
mótsagnakennt í ljósi þeirrar óvenju
miklu lífsgleði og atorku sem með
henni bjó.
Ég var á barnsaldri er ég kynntist
Rut á bernskuslóðum okkar í Vest-
urbænum. Síðar áttum við eftir að
verða samkennarar, fyrst við Náms-
flokka Reykjavíkur og Tómstunda-
skólann og síðan sl. sjö ár við Landa-
kotsskóla.
Rut var afburðakennari. Með list-
fengi, lífsgleði og áhuga náði hún að
laða fram það besta í nemendum sín-
um og gera hefðbundna handavinnu
að spennandi listsköpun.
Mér eru sérstaklega minnisstæð
verkefnin sem hún gerði með nem-
endum sínum á þemadögum í tilefni
af 1000 ára afmæli kristnitökunnar.
Hún lét þau útbúa dúkkulísur sem
sýndu fatatískuna frá þeim tíma til
okkar daga. Þessi verkefni og út-
færsla þeirra báru vott um sérstaka
hugmyndaauðgi hennar og listrænt
innsæi.
En það voru ekki einungis nem-
endur Rutar sem nutu mannkosta
hennar. Heilindi hennar, starfsorka
og geislandi hamingja smituðu út frá
sér hvar sem hún starfaði. Á mánu-
dagsmorgnum í skammdeginu þegar
grámi hversdagsleikans ríkti í öllu
sínu veldi átti Rut það til að koma
stormandi inn á kennarastofuna með
bros á vör og spyrja hnarreist og
ákveðin hvort ekki væru allir í stuði.
Þannig man ég best eftir Rut og
þannig vil ég varðveita hana í minn-
ingunni. Ég votta eiginmanni hennar,
börnum og foreldrum mína innileg-
ustu samúð.
Ragnhildur Guðjónsdóttir.
Þegar mesta vetrarmyrkrið er að
baki og daginn tekið að lengja, kveðj-
um við kæran vin og starfsfélaga, Rut
Bergsteinsdóttur.
Rut hafði starfað við Landakots-
skóla í sjö ár þegar hún féll óvænt frá.
Hún kom með ferskan andblæ inn í
skólann enda opinská, hress og ein-
læg í framkomu. Hún var handa-
vinnukennari skólans, hugmyndarík,
metnaðarfull og einstaklega handlag-
in og listræn. Hún hjálpaði t.a.m.
stúlkunum í 10. bekk við að hanna og
sauma samkvæmiskjóla og einn
þeirra vann til verðlauna í keppninni
„Stíll 2000“. Í öllum samskiptum sín-
um við börnin sýndi hún þolinmæði
og lipurð en jafnframt festu og naut
virðingar þeirra allra sem og sam-
starfsfólksins. Hún var ósínk á tíma
sinn, útbjó verkefni sem höfðuðu sér-
staklega til barnanna, hvatti þau og
sparaði ekki hrósið fyrir vel unnin
verk. Ýmis verkefni barnanna urðu
að hreinum listaverkum og prýða nú
heimili margra þeirra.
Rut var jákvæð og skemmtileg í
viðkynningu og hrókur alls fagnaðar.
Hún átti einkar auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar mannlífsins, skop-
aðist þá fremur að sjálfri sér en öðr-
um.
Við þökkum Rut samveruna þenn-
an allt of stutta spöl sem við máttum
fylgjast að á lífsgöngunni og sendum
eiginmanni hennar, börnum og for-
eldrum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk
við Landakotsskóla.
Hún Rut, hún Rut! Það getur ekki
verið satt, það getur ekki verið – það
má ekki vera satt. En það er satt.
Bara bráðkvödd í rúminu sínu einn
daginn, farin fyrirvaralaust.
Ef það var einhver manneskja sem
stóð alltaf við bakið á mér, trúði á mig
og var hreinskilin, þá var það hún
Rut. Við vorum búnar að þekkjast
síðan haustið 1970, hún kom af Mel-
unum en ég úr Kópavoginum í
Kvennaskólann. Þar var oft fjör á
fernum því miklar kjarnakonur voru
saman komnar þar. Nú á tæpum
tveimur árum eru tvær fallnar frá úr
þessum bekk.
Það sem við gerðum ekki saman á
unglings- og mótunarárum okkar.
Þegar við ferðuðumst saman vorum
við eins og einn hugur; vogin og tví-
burinn, og enginn gat stöðvað okkur.
„Segðu okkur ekki neitt – við ætlum
að kanna það sjálfar.“ Og Evrópa var
tekin með trompi – og hlátri. Það var
Kaupmannahöfn og Róm og Nice,
Korsíka, London, Amsterdam og við
bara sautján. Svo var það Aix en Pro-
vence tveimur árum síðar en þá hafði
Rut verið skiptinemi þar einn vetur
og við Guðrún Sig. mættum um vorið
til Suður-Frakklands og svo var aftur
lagt af stað í flakk og nú enn lengra
suður á bóginn.
Það eru sko til sérstakir Rutarlitir
að mati okkar vinkvenna hennar. Síð-
astliðið haust vorum við tvær vinkon-
ur hennar staddar saman á Ítalíu og
þá var oft viðkvæðið: Þetta er fyrir
Rut – ekta litur fyrir hana. Því hvílík
handavinnukona og litasamræmisk-
únstner var vandfundinn. Enda hlóg-
um við dátt þegar hún „skilaði“ mér
aftur buxunum á brúðkaupsdaginn.
Þetta voru forláta velúrbuxur með
myndum – sem hún breytti í púða-
listaverk og hafði hún gullsaumað
Kærleiksboðorðið í púðann. Svona
gerði enginn nema Rut. Og var ekki
lengi að því. Hún hafði svo mikla
orku, dreif allt áfram. Aldrei hvarfl-
aði að mér annað en að hún yrði allra
kerlinga elst, myndi lifa okkur allar.
Ég greip niður í minningabókina okk-
ar frá því í landsprófi, svona voru
hennar upphafsorð:
„Gætirðu hugsað þér að verða sex-
tíúogfjögurra ára með mér? Eignast
gleraugu og staf. Gætirðu hugsað þér
mig sextíuogtveggja geðvonda en
virðulega?...“ Og neðst stendur þetta:
„Við eigum allt lífið eftir. Ég veit ég
finn það verður skemmtilegt! Ruda.“
Við vorum samferða um langa hríð,
við urðum vinir. Á lífsins vegferð
skiljast leiðir um tíma en vinátta sem
einhvern tímann hefur náð að festa
rætur, hún er þarna alltaf, djúpt inni í
ykkur. Og alltaf þegar þið hittist,
heyrist, þá skynjar þú þessa taug
sem þið eitt sinn ófuð saman. Hún
nær út yfir gröf og dauða.
Megi ljós og birta blessa minningu
Rutar Bergsteinsdóttur og halda
verndarhendi yfir börnum hennar,
eiginmanni og foreldrum.
Vilborg Halldórsdóttir.
Ég kynntist Rut við starf í Miðstöð
fólks í atvinnuleit fyrir nokkrum ár-
um þar sem hún vann bæði sem kenn-
ari og leiðbeinandi. Allt lék í höndum
hennar, m.a. lagði hún parket á gólfið
í miðstöðinni og málaði veggi, þreif og
gekk í hvert það starf sem þörf var á.
Síðar fór hún einnig að kenna hand-
mennt í grunnskóla en hélt þó áfram í
hlutastarfi í miðstöðinni. Áttum við
ætíð mjög gott samstarf enda auðvelt
að vinna með henni.
Rut var hæfileikarík, listræn og vel
menntuð. Heimili hennar var fallegt
því þar var margt af listrænum hlut-
um sem hún hafði gert því allt sem
hún gerði gerði hún vel. Rut var vel
skipulögð, þægileg í umgengni og já-
kvæð gagnvart fólki og nýttist því vel
í miðstöðinni þar sem mikil þörf var
að styrkja fólk og hvetja það áfram.
Þótt hún væri ekki ýkja há í loftinu
var hún seig og hörð af sér. Við vor-
um einnig nágrannar hér í Vestur-
bænum þar til fyrir fáum árum, að
hún flutti með fjölskyldunni austur í
bæ og urðu þá samskiptin miklu
minni og stopulli en áður.
Rut var líka einstaklega hugulsöm
og full með ræktarsemi. Fyrir síð-
ustu jól skaut hún inn til mín litlum
grip með þeim orðum að þetta væri
svo Siggulegt og ætti heima hjá mér.
Því miður gafst mér aldrei færi á að
gjalda þá góðu sendingu eða þakka
henni góða viðkynningu og vináttu
eins og vert væri. Þessar fáu línur
bæta það ekki upp.
Ég og fjölskylda mín sendum að-
standendum Rutar, öldruðum for-
eldrum, börnum, eiginmanni og öðr-
um ástvinum, sem nú hafa sorglega
mikið misst, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Sigríður Kristinsdóttir.
Það er sorglegra en orð fá lýst að
Rut æskuvinkona mín er látin. Rut
var einkabarn Tótu, eins og hún er
alltaf kölluð, og Bergsteins, sem báru
hana á höndum sér á svo skynsam-
legan og réttan hátt. Tóta alltaf svo
glaðleg og Bergsteinn hljóðlátur með
brosið í augunum, bæði svo einstak-
lega hrein og bein og þannig var Rut
að upplagi. Það var gott að vera í ná-
vist fjölskyldunnar.
Á unglingsárum skildu leiðir okk-
ar, Rut fór í Kvennaskólann og síðan í
Menntaskólann í Reykjavík en leiðir
okkar hafa oft legið saman í gegnum
tíðina og undanfarin ár höfum við
báðar starfað við Landakotsskóla.
Rut varð snemma sjálfstæð, ferðaðist
víða um heiminn, dvaldi á stöðum
sem fáir höfðu komið á, enda gat hún
og þorði svo margt. Fyrir nokkrum
árum var þáttur í útvarpinu þar sem
viðfangsefnið var fróðleg og
skemmtileg ferðasaga Rutar.
Rut var einnig mjög listræn og átti
hún ekki langt að sækja þann eigin-
leika því bæði Tóta og Bergsteinn eru
snillingar í höndunum. Ég dáðist svo
að Rut þegar hún gekk í fallegu peys-
unum sem hún hannaði og hún bar
þær líka svo vel. Rut var handavinnu-
kennari í Landakotsskóla og sagði ég
oft við börnin í skólanum hvað ég öf-
undaði þau af því að hafa hana sem
kennara, verkefnin svo listræn og
skemmtileg og svo átti ég líka til að
öfunda foreldrana af því að fá af-
raksturinn heim til sín.
Rut var blessunarlega laus við alla
fordóma, laus við alla væmni að auki,
en með hárbeitta og skemmtilega
kímnigáfu. Maður gat alltaf verið viss
um að hún meinti það sem hún sagði,
enda svo hrein og bein. Það verður
mikill söknuður hjá okkur öllum í
Landakotsskóla að hafa misst svo
frábæran kennara og vin og eigum
við, ekki síst börnin sem hún kenndi,
eftir að minnast Rutar um aldur og
ævi.
Kæru Tóta, Bergsteinn, Kristján,
Rán, Steinunn og Andrés Lars, megi
Guð gefa ykkur styrk í söknuði yfir
fráfalli svo glæsilegrar og ungrar
konu. Ég á aldrei eftir að gleyma öll-
um þeim skemmtilegu og góðu stund-
um sem við áttum saman.
Þín vinkona,
Signý.
Kær vinkona er farin. Djúpt skarð
er höggvið í tilveru okkar samferða-
manna. Lífsglöð kona „á besta aldri“
horfin frá ungum börnum, manni sín-
um, foreldrum og vinum, óvænt án
nokkurs aðdraganda. Söknuðurinn er
mikill, en minningarnar margar og
góðar.
Vegir okkar Rutar lágu fyrst sam-
an í MR. Rut var þá nýkomin frá Afr-
íku þar sem hún hafði dvalið sem
skiptinemi í ár. Lífsgleðin geislaði af
henni, hún var áhugasöm um allt,
jafnt menn og málefni, ekkert var
henni óviðkomandi. Síðar urðum við
nágrannar á Boðagranda. Þarna fór
yndislegur tími í hönd. Ég eignaðist
vinkonu sem var allt í senn; klár,
hress, huguð, spennandi, skemmti-
leg, raunagóð, tilbúin til að sjá björtu
hliðarnar á vandamálunum, sem voru
þó aldrei annað en viðfangsefni í aug-
um Rutar, aðeins miserfið. Persónu-
leiki Rutar var sterkur og ekki var
verra að hún var sannkallað sam-
kvæmisljón. Rut átti þá og rak búðina
„Garn og gaman“ á Hverfisgötunni
og fyrr en varði var prjónaskapur
orðinn að föstum lið í tilverunni, þar
sem prjónaðar voru samkvæm-
ispeysur úr dýrindisgarni undir leið-
sögn Rutar. Nú, svo eignaðist Rut
dóttur sína Rán, sólargeisla afa og
ömmu. Rut var einkabarn foreldra
sinna og það þurfti ekki glöggt auga
til að sjá hversu mikill kærleikur ríkti
þar á millum og hversu vel þau vöktu
yfir allri hennar velferð. Rut var
sannkallaður fagurkeri og heimilið
bar þess vitni. Hvert horn, hver vegg-
ur, hver blettur, hvert sem augað leit
gat á að líta listasmíði, fagurhönnun
og frumleika. Ekki var verra að eiga
pabba, sem var listasmiður, boðinn
og búinn að smíða og lagfæra að ósk-
um stelpunnar sinnar.
Rut kynntist svo Kidda manninum
sínum og saman eignuðust þau tvö
yndisleg börn, Steinunni og Andrés
Lars. Í millitíðinni hafði Rut skellt
sér í KHÍ er henni fannst tími kom-
inn að breyta til og hætta með búðina.
Það lá beinast við að leggja hand-
menntina fyrir sig og kenndi hún síð-
ar í Landakotsskóla. Rut sat aldrei
auðum höndum, hugðarefnin og
áhugamálin næg og kunnáttusemi og
áræði til að framkvæma. Lífsverkinu
var hvergi lokið, og Rut skilur eftir
sig sæg góðra minninga, persónuleiki
hennar var slíkur að engan lét ósnort-
inn. Rut kunni að lifa lífinu, njóta
ávaxta þess og gefa með sér.
Elsku Þórunn, Bergsteinn, Kiddi,
Rán, Steinunn og Andrés Lars, miss-
ir ykkar er mikill. Við fjölskyldan í
Sandgerði sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi minn-
ing Rutar veita ykkur styrk og lýsa
veginn sem fram undan er.
Elín Bjarnadóttir.
Þriðjudagskvöldið 27. janúar. Sím-
inn hringir. Tóta er í símanum og ég
heyri að eitthvað alvarlegt hefur
gerst. „Hún Rut mín er dáin, hún
varð bráðkvödd.“ Það verður fátt um
svör, aðeins beðið um hjálp Guðs.
Kynni okkar Tótu og Bergsteins
bar að árið 1955 þegar ég hóf störf á
Landssímanum í Reykjavík. Við höf-
um fylgst að síðan þá en þetta sama
ár völdum við Steini okkur framtíð-
arhúsnæði á Dunhaga 17 eins og þau.
Lífið á Dunhaganum á árunum 1955–
1970 var fjörugt og fjölskrúðugt.
Þetta var líf margra fjölskyldna sem
áttu það sameiginlegt að byggja
símamannablokkina og ala þar upp
yndisleg börn. Sólargeisli foreldra
sinna, Rut, leit dagsins ljós í septem-
ber 1957. Mikill gleðigjafi, tápmikil
og fjörug. Æskuárin liðu.
Við Tóta unnum öll árin saman á
Landssímanum og þegar Þorvaldur
minn og Rut voru lítil skiptumst við
Tóta á að vera heima. Þetta var dýr-
mætur tími mæðra sem gátu því
sinnt börnunum sínum. Seinna kom
það í hlut Rutar að gæta dóttur minn-
ar Ragnheiðar Þóru og var það alltaf
öruggt skjól.
Stigagangurinn á Dunhaga 17 var
einstakur á þessum tíma, sérstakt
sambýli manna sem báru ábyrgð
hver á öðrum og öryggi barnanna
sem þar ólust upp. Á hverri hæð var
líf og fjör og hægt að koma sér inn í
kakó og kleinur ef svo bar við. Aldrei
voru börnin ein þó foreldrar væru
fjarri um stund.
Rut fór í Melaskólann og síðan í
Kvennaskólann, stundaði frönsku-
nám í Frakklandi og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík. Hún dvaldi í Ghana í Afríku sem
skiptinemi og eitt ár á Fílabeins-
strönd Afríku. Er heim kom gerðist
Rut verslunareigandi og starfaði
jafnframt á Talsambandi við útlönd
hjá Landssímanum.
Snemma byrjaði Rut að hafa
áhuga á hannyrðum og það kom því
engum á óvart þegar hún settist á
skólabekk í Kennaraháskóla Íslands
og lauk þaðan námi sem handavinnu-
kennari sem varð hennar framtíðar-
starf. Síðustu starfsár sín kenndi hún
við Landakotsskóla. Margt fallegra
muna prýðir heimili hennar og for-
eldra sem hún hefur unnið af miklum
myndarskap.
Hratt flýgur stund. Rut eignaðist
sína yndislegu fjölskyldu sem ég hef
fylgst með úr fjarlægð. Það er okkur
óskiljanlegt að þessi unga kona skyldi
burt kölluð svo skyndilega frá fjöl-
skyldu og öldruðum foreldrum. Ég
bið Guð að vera með Kristjáni, börn-
unum Rán, Steinunni og Andrési
Lars, foreldrum og tengdamóður og
vernda þau og styrkja. Elskuleg Rut,
far þú í friði, friður Guðs þig blessi.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Rósa Þorláksdóttir
og fjölskylda.
Við viljum með nokkrum orðum
kveðja Rut Bergsteinsdóttur handa-
vinnukennarann okkar.
Haustið 1999 leitaði tómstunda-
nefnd Blindrafélagsins logandi ljósi
að kennara til að kenna hópi fólks
handavinnu einu sinni í viku. Hann
varð að treysta sér til að kenna blind-
um og sjónskertum hin fjölbreytileg-
ustu handbrögð og varð að vera hug-
myndaríkur og þolinmóður. Leitin
bar árangur og til okkar kom Rut,
ung og hress kona, sem setti það ekki
fyrir sig þótt hún þyrfti að beita
óhefðbundnum aðferðum við kennsl-
una. Okkur líkaði strax vel við hana
og hún bar með sér hressilegan blæ
og nýjar hugmyndir. Hjá henni var
okkur frjálst að vinna þau verkefni
sem hugur hvers og eins stóð til og
hún hvatti okkur óspart til að prófa
hvað sem við vildum. Einn stærsti
kostur hennar var þó sá að hún ákvað
aldrei fyrirfram að þeir sem mest
voru fatlaðir gætu ekki eitt eða ann-
að, allir gátu allt þar til annað kom í
ljós og ef menn voru með einhverjar
úrtölur reyndi hún sitt besta til að fá
þá til að prófa. Það er ekki öllum gefið
að hafa óbilandi trú á getu fatlaðra.
Hún hafði þessa trú í ríkum mæli og
mikla þolinmæði til að kenna hina
ólíkustu hluti á þann hátt sem hentaði
nemendunum best.
Við þökkum Rut fyrir allt of stutta
en gefandi samveru og minnumst
hennar með þakklæti og virðingu.
Allir fallegu hlutirnir sem við eigum
eftir þessa tíma munu minna okkur á
hlýja hressa konu um ókomna tíð.
Eiginmanni hennar, börnum, öðr-
um ættingjum og vinum vottum við
okkar dýpstu samúð og biðjum algóð-
an Guð að styrkja þau í þeirra miklu
sorg.
Guð blessi minningu Rutar Berg-
steinsdóttur.
Handavinnuhópur
Blindrafélagsins.