Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 54

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica kemur og fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Kl.15. Anna Þrúður Þorkels- dóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, segir frá dvöl sinni í Afríku í máli og mynd- um. Hársnyrting, fóta- aðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal, kl. 13.30 félagsvist. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og hár- greiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa, kl. 9–16.30, gönguhópur, kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ullarþæfing kl. 13. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó spilað í Gull- smára 13, kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, brids kl 13, biljard kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl 20.30 Cabrí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fræðslu- nefnd FEB stendur fyrir leikhúskynningu í Borgarleikhúsið undir yfirskriftinni: „Hvað er á fjölunum“? Umsjón, Sigrún Valbergsdóttir frá Leikfélagi Reykja- víkur. Gefst tækifæri að ganga um húsakynni leikhússins og kynnast því sem liggur að baki misfellulausum kvöld- sýningum. Meðal ann- ars æfingar nýrra verka á leiksviðum hússins. Mæting í Borgarleikhúsið kl. 14. Skráning á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, spilasalur opinn frá há- degi, kl. 13.30 kóræfing. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga, kl. 13 brids- kennsla, kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Seyðfirðingafélagið. Sólarkaffi í Gjábakka, Kópavogi, sunnudaginn 15. febrúar kl. 15. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spiluð fé- lagsvist á morgun, 14. febrúar kl. 14 að Síðu- múla 37. Aðalfundur eftir félagsvist. Framsóknarfélags Mosfellsbæjar. Fé- lagsvist verður spiluð í Háholti 14, 2. hæðí kvöld. Fyrsta gjöf hefst klukkan 20.30. Spiluð verða átta föstudags- kvöld í röð. Ferðavinn- ingur fyrir þann sem er efstur fimm kvöld af átta. Minningarkort Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555 0383 eða 899 1161. Í dag er föstudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. (Rm. 13, 11.)     Jón Steinsson deilir ámálflutning þeirra sem finna hnattvæðingunni flest til foráttu í pistli á vefritinu Deiglunni.     Jón vísar í nýlega greineftir dálkahöfundinn Nicholas Kristof hjá New York Times, sem skorar á gagnrýnendur hnattvæð- ingar að koma til Kambó- díu, þar sem hann var þá staddur, og ræða frjálsa verslun við innfædda. „[Kristof] sagði frá sautján ára stúlku sem hann hafði rætt við. Hún vann allan daginn alla daga vikunnar við að tína rusl á ruslahaugunum fyrir utan Phnom Penh. Upp úr krafsinu hafði hún að meðaltali 50 kr. á dag. Fyrir henni var til- hugsunin um vinnu í fata- verksmiðju í eigu vest- ræns stórfyrirtækis – þar sem hún fengi 150 kr. á dag í kaup, þyrfti aðeins að vinna 6 daga vikunnar og fengi að vera innan- dyra í stað þess að vera undir brennheitri sólinni allan liðlangan daginn – draumi líkust. Í Kambó- díu er eftirspurn eftir verksmiðjustörfum mun meiri en framboð. Eft- irspurnin er raunar svo mikil að það er ekki óal- gengt að umsækjendur þurfi að múta yfirmanni í verksmiðjunni til þess að þeir fái vinnu. Kristof segir frá því að bygg- ingaverkamenn í Kambó- díu hafi sagt honum að þeir vildu miklu frekar vinna í verksmiðju vegna þess að slík vinna er ekki nærri því jafn hættuleg og einnig vegna þess að þá myndu þeir ekki svitna jafn mikið. Það er ákveð- in kaldhæðni í því að Bandaríkjamenn skuli kalla slíkar verksmiðjur „sweatshops“.     Alþjóðasamningar seminnihalda ákvæði um aukinn rétt launafólks og skyldur atvinnurekenda leggja stein í götu fyr- irtækja sem hafa áhuga á því að byggja verk- smiðjur í fátækum lönd- um og munu leiða til þess að færri slíkar verk- smiðjur verða reistar. Eftir að hafa rætt málin við innfædda kemst Krist- of að þeirri niðurstöðu að vandamálið í Afríku og Asíu sé ekki að of margir innfæddir séu misnotaðir af vestrænum stórfyr- irtækjum í gróðaskyni. Þvert á móti eru allt of fá- ar „svitasjoppur“ í þriðja heiminum. Þeim mun fleiri verksmiðjur þeim mun betra. Því önnur úr- ræði þessa fólks eru enn verri,“ segir í pistli Jóns.     Pennarnir á vefritinuMúrnum eru síst þekktir fyrir aðdáun á hnattvæðingu. Stefán Pálsson líkir þar mál- flutningi Kristofs við rök sem færð voru fyrir þrælahaldi á 19. öld. En Stefán leiðir hjá sér þann algjöra eðlismun sem er á hlutskipti nauðugra þræla og frjálsra manna sem sækjast sjálfviljugir eftir ákveðnum störfum umfram önnur. STAKSTEINAR Hnattvæðingarmýtan Víkverji skrifar... Víkverji lagði með sérlítraflösku af íslensku brennivíni í lítið þorrablót sem hann tók þátt í fyrir stuttu. Viss vonbrigði urðu með veigarnar þegar flaskan var tekin upp úr frystikist- unni og opnuð með viðhöfn fyrir framan gestina. Brennivínið var frosið. Víkverji drekkur ekki ís- lenskt brennivín oft, helst með kæstum hákarli í tengslum við þorrablót. Vín- ið hefur krapað en aldrei áð- ur hefur það frosið þótt sömu kælingaraðferðir hafi verið notaðar. Gengið var úr skugga um að frystikistan var rétt stillt. Ýmsar hugsanir vöknuðu þegar reynt var að kreista smá vökva í staupin sem biðu tilbúin við hliðina á þorrabakkanum. Tókst að ná einum eða tveimur einföldum í upphafi en þegar leið á kvöldið gátu menn kreist út það vín sem þeir töldu sig þurfa. Varla er hægt að trúa því að þetta sé sami drykkurinn og venjulega. Alkó- hól á ekki að frjósa. Er þetta ný blöndunaraðferð til að minnka brennivínsdrykkju á þorrablótum eða hefur þarna komist út á mark- aðinn flaska með gallaðri vöru? Hver gæti skýringin annars verið? x x x Meira um áfenga drykki, fyrstVíkverji er byrjaður á annað borð: Þessa dagana gengur á með kærumálum á milli íslensku ölgerð- anna, Egils og Víking, vegna bjór- auglýsinga - eða kannski ætti Vík- verji frekar að segja pilsner- auglýsinga. Víkverja finnst raunar algert aukaatriði hvort auglýsingar annars hvors fyrirtækisins eða beggja brjóta í bága við samkeppn- islögin vegna hæpinna full- yrðinga um gæði eigin vöru eða keppinautarins. Aðal- málið er að samkvæmt áfengislögunum eru áfeng- isauglýsingar bannaðar, en ölgerðirnar komast engu að síður upp með að auglýsa af krafti. Þær geta alltaf vísað til þess að þær séu bara að auglýsa óáfenga léttölið sitt. Nú er léttölið komið í af- ar svipaðar umbúðir og sterka ölið, þannig að það er engin leið að hanka öl- gerðirnar á þessu, jafnvel þótt þær birti myndir af pilsn- erdósum, sem líta eiginlega alveg eins út og bjórdósir - nú heitir meira að segja áfengur bjór frá sumum framleiðendum pilsner í ríkinu og ekki er heldur hægt að hanka neinn á því; Norðmenn kalla t.d. ljósan bjór yfirleitt pilsner, þótt hann sé sterk- ur. Hvenær ætli stjórnmálamenn- irnir átti sig á því hvað áfeng- isauglýsingabannið er gagnslaust og bjánalegt og afnemi það í eitt skipti fyrir öll? Bann, sem auðvelt er að fara í kringum á löglegan hátt, þjón- ar nákvæmlega engum tilgangi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sammála Illuga MIKIÐ er ég sammála Ill- uga Jökulssyni sem skrif- ar um fegrunaraðgerð Rutar Reginalds í DV 9. febrúar. Þurfum við virkilega að apa allt eftir þeim í Banda- ríkjunum hversu vitlaust sem það er? Hver eru skila- boðin til ungu stúlknanna í landinu og okkar hinna sem erum orðnar aðeins eldri? Á bara að fara og láta breyta sér ef maður er ekki ánægður með sig? Er ekki betra að finna hamingjuna með því að efla sjálfstraust- ið og njóta þess að vera ein- stök/einstakur eins og mað- ur er? Mér þætti miklu betra að setja peninga í að byggja upp sjálfstraust unga fólksins en að vera að halda endalausar fegurð- arsamkeppnir sem gera marga ungu stúlkuna/kon- una óánægða með sjálfa sig. Við þurfum ekki á þessu skrumi að halda heldur al- vöru lífi og lífsfyllingu. Anna. Sjónvarpið – fyrirspurn HVENÆR ætlar Sjón- varpið að sýna seinni hlut- ann af sögu Forsythe-ætt- arinnar? Edda Valvesdóttir. Siðleysi MÉR finnst gengið út í sið- leysi hvernig hægt er að tala um æðstu embættis- menn þjóðarinnar í fjöl- miðlum þar sem fólk virðist geta látið hvað sem er út úr sér. Siðað fólk talar ekki svona á opinberum vett- vangi. Svo er verið að tala um að börn og unglingar eigi að vanda orðaval sitt en fullorðna fólkið er ekki til fyrirmyndar í fjölmiðlum. Hneykslaður áhorfandi. Dýrahald Köttur í óskilum í Gnoðarvogi HVÍTUR og brúnbröndótt- ur fress hefur verið í óskil- um í Gnoðarvogi 62 frá því í nóvember. Þetta er ljúfur og góður köttur, greinilega heimilisköttur. Þeir sem kannast við eða eiga þenn- an kött eru beðnir að hafa samband í síma 588 6304 eða 691 0550. Kettlingar fást gefins FJÓRIR yndislegir kett- lingar fást gefins. Kassa- vanir, fjörugir og sprækir. Uppl. í síma 568 3198. Kettlingar fást gefins TVEIR 9 vikna kettlingar fást gefins. Kassavanir og skemmtilegir. Upplýsingar í síma 587 3356. Tapað/fundið Svört taska týndist SVÖRT taska tapaðist á Hlíðarvegi í Kópavogi 22. janúar. Í töskunni voru íþróttaskór. Töskunnar er sárt saknað. Ef það vill svo heppilega til að þú hafir fundið töskuna, þá endilega hafðu samband í síma 554 1935. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 augljós, 8 grútarlamp- inn, 9 ysta brún, 10 flana, 11 fíflið, 13 híma, 15 hör- unds, 18 bangin, 21 glöð, 22 tæla, 23 reiður, 24 margoft. LÓÐRÉTT 2 lítil flugvél, 3 út, 4 starfið, 5 svardagi, 6 skortur, 7 þrjóska, 12 ferskur, 14 snák, 15 tuddi, 16 æskir, 17 kven- vargur, 18 stíf, 19 styrkti, 20 vindur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 valda, 4 fossa, 7 gyðja, 8 sólin, 9 rós, 11 rönd, 13 frúr, 14 ungar, 15 röng, 17 álag, 20 hné, 22 sægur, 23 tunna, 24 senda, 25 runna. Lóðrétt: 1 vegur, 2 liðin, 3 anar, 4 foss, 5 selur, 6 arnar, 10 ólgan, 12 dug, 13 frá, 15 rasps, 16 nægan, 18 linan, 19 grafa, 20 hráa, 21 étur. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.